Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
25.6.2009 | 22:17
Sögulegt og gaman
,,Jæja Palli minn nú sé ég mig knúin til að sýna þér gula spjaldið... já það er orðið löngu tímabært". Ég starði á viðmælanda minn og spurði fyrir hvað?. ,,Já það þýðir ekki að stara á mig eins og álfur út úr hól og þykjast ekki vita neitt. Ég er daglegur gestur á blogginu þínu og það er farið að líða full langt á milli færsla".
Hefst nú betrunin.
Ég er engin sérstakur áhugamaður um flug og flugvélar, en hef samt lúmskt gaman af. Um liðna helgi var sannkallaður flugdagur á Akureyrarflugvelli í tilefni þess að Flugsafnið hélt upp á 10 ára afmælið sitt ef ég man rétt. Hafði lúmskt gaman af því sem þar fór fram. Kappakstur milli flugvélar og bíls, fallhlífarstökk og sýningar atriði á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hér má sjá Rússnesk/Ameríska tvíþekju etja kappi við Chevrolett Camaro 550 hestafla bíl í spyrnu á flugbrautinni. Flugvélin er að sögn með álíka mörk hestöfl. Flugvélin vann næsta öruggann sigur.
Sea king þyrla LHG sýndi ýmis atriði og m.a. fjarlægði hún bíl sem var fyrir. Þulur hafði marg kallað í hátalarakerfið að bíll með xxxx númer væri fyrir og eigandinn beðin að fjarlægja hann strax.... nokkrar tilkynningar og svo koma sýningin. Þyrlan flaug með hann hangandi neðan í og lét hann gossa áhorfendum til mikillar ánægju. Taka verður fram að bílinn hafði látist á bíladögum daginn áður.
Rétt áður en sleppt var
Stutt í lendingu
Búið spil.
Sýningin var hin skemmtilegasta og vel þess virði að eyða dagparti þarna. Takk fyrir mig. Ég sagði ykkur frá því í síðustu færslu að á þjóðhátíðardaginn hafi verið fótboltaleikur hér á Akureyri sem er nýlunda. Þá fengu Þórsarar í heimsókn á Akureyrarvöll ólafsvíkur Víking og lögðu þá örugglega. Svo fengum við þá aftur í heimsókn á sunnudaginn og skemmst er frá því að segja að Þór vann þá aftur. Meira af íþróttum í gær kom fyrrum vesturbæjarstórveldið KR í heimsókn á Akureyrarvöll og mættu stelpunum í Þór/KA í Pepsí-deild kvenna. Skemmst er frá því að segja að Þór/KA vann 2-1 sigur á KR og má lesa góða umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs og ummæli þjálfara og leikmanna.Ungar og upprennandi knattspyrnukonur úr 6. fl. Þórs fylgdu leikmönnum inn á völlinn. Þá slógu hjörtu margra ótt og títt. Elsta barnabarni mitt Margrét Birta sem æfir með 6. fl. var í þessum fríða hópi og var hún þess heiðurs aðnjótandi að leiða A-landsliðskonuna og fyrirliða Þór/KA Rakel Hönnudóttir inná völlinn. Eru þær Margrét Birta og Rakel þær sem ganga næstar dómurunum.
Hvað um það leikinn unnu heimamenn 2-1 eins og áður segir og skoraði m.a. Silvía Rán Sigurðardóttir fyrra mark heimamanna og Mateja Zver hið síðara.
Silvía Rán
Fagnað í leikslok.
Þegar maður var yngri og hafði enn gaman af því að leika sér af bílum.... þ.e. eftir að maður fékk bílpróf man ég að skipta mátti niður mönnum eftir því hvaða bílategund var í uppáhaldi hjá viðkomandi. Willys CJ 5, Willys Jeepster, Rússjeppi (Gaz) Ford Bronco, Austin Gipsy eða Land Rover og guð má vita hvað bílarnir hétu. Jepparnir þá voru sterkbyggðir, einfaldir og fínir til síns brúks. Í dag fer lítið fyrir þessu gömlu bílum, þeir sjást vart nema á sýningum nema svo mikið breyttir að engin þekkir þá. Ég rakst þó á einn gamlan og góðan GAZ rússajeppa. Óbreyttur, örlítið skakkur eftir áralanga þjónustu en samt enn við góða heilsu og þjónar eiganda sínum hvern dag.
Það skal upplýst hér að sjálfur var ég forfallinn aðdáandi Willys jeep og Jeepster og átti nokkra á sínum tíma. Einnig þótti mér vænt um Ford Bronco en einn slíkan af 1967 árg átti ég og líkaði ágætlega.
Hver veit nema ég birti svo mynd af nærbuxnableiku Bjöllunni hans Nóa Björns? þangað til bara bíða.
Ég get þó ekki lokið þessu án þess að sýna ykkur mynd sem ég tók á Þórsvellinum nýja í dag þar sem verið var að prufa nýja springler vökvunarkerfið..... þvílík snilld
Og stúkan sem nú er fullbyggð að innan sem utan.
Minni svo á flickr síðuna mína þar er að finna fleiri myndir
Fróðleikur dagsins: Þýska þingið telur 672 þingmenn og er stærsta kjörna lögþing heimsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2009 | 23:29
Gaman
Í fyrsta sinn svo ég muni var fótboltaleikur á Þjóðhátíðardaginn sjálfan. Sumir segja þetta helgispjöll aðrir segja þetta hið besta mál, Jón gamli Sig hefði ekki gert neina athugasemd við þetta. Hvað um það mínir menn tóku á móti Ólafsvíkur Víkingum í bikarleik. Skítakuldi og smá skúrir með köflum. Samt lét leikmenn Þórs veðrið engin áhrif hafa á sig og unnu leikinn sannfærandi 3-1. fyrir þá sem ólmir vilja lesa um leikinn þá bendi ég á umfjöllun um hann á heimasíður Þórs. Var með myndavélin á lofti eins og svo oft áður. Vilji menn skoða myndir þá er hægt að nálgast þær hér. Myndin sem hér fylgir er af Ármann Pétri Ævarssyni en hann skoraði eitt marka Þórs í leiknum.
Í vikunni fengum við góða heimsókn þegar heiðurshjónin og Skagfirðingarnir Jón Ósmann og Marta Sigtryggs droppuðu inn. Ávallt gaman að fá þau í heimsókn og ekki síður að sækja þau heim. Þá kemur maður ekki að tómum kofanum. Þá er snúist í kringum mann og manni þjónað í bak og fyrir eins um kónga væri að ræða.
Í dag var svo ákveðið að leyfa tveimur af þremur barnabörnunum að sofa hjá afa og ömmu þær Margrét Birta og Elín Alma. Heimsókn þeirra byrjaði með því að þær hjálpuðu afa við undirbúning matarins. Ritzkex bollur sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim. Eins og sést á myndinni lögðu þær sig alla fram við að gera þetta vel úr verki.
Eftir kvöldmat farið í freyðibað og um kvöldið var svo afa popp, horft á sjónvarpið og DVD og næs. Hér er nostrað við krílin, já bara gaman.
Fróðleikur dagsins: Ef skurðlæknir í Egyptalandi til forna missti sjúkling á skurðarborðinu voru hendur hans höggnar af
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 23:40
Að standa við gefin loforð
Áður en haldið var upp í íþróttahöll þar sem útskriftin fór fram dró Sölmundur fram ritgerðina og blaðaði aðeins í henni. Pabbi snöggur að smella einni.
Hvorki fleiri né færri en 289 voru brautskráðir þennan dag og því var gríðarlegur fjöldi fólks mætt í höllina til að vera með sínu fólki. Hér er Sölmundur að taka við skírteininu úr höndum Birgis Guðmundssonar Lektors.
Svo var tekið i höndina á deildarforsetum og rektor. Á þessari stundu var pabbinn ekkert smá stoltur.
Eftir athöfnina fórum við svo heim í Drekagilið þar sem við fengum okkur brauð með gröfnum- og reyktum laxi og öðru góðgæti. Engin önnur veisluhöld þennan daginn. Mamman ekki sátt að fá ekki að baka en engu tauti var komið við soninn - enga veislu takk.
Myndatökur heima í bak og fyrir.
Með ömmu og afa
Með systkinabörnunum
Og svo með systrum sínum.
Um kvöldið fórum við svo öll saman út að borða á Greifann. Og auðvitað fóru amman og afinn með. Frábær matur fínn staður og dásamleg kvöldstund. Sumir lifðu sig meir inn í þá athöfn að snæða en aðrir
Já stundum gleymir maður stund og stað þegar maður snæðir.Eftir mat var farið á rúntinn sem endaði eins og svo oft.... í Brynju. Já Brynjuís klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
Og í lokinn mátti ég til að stoppa og taka Nonna tali enda var hann gáfu maður mikill og víðförull. Ein mynd af honum í lok dagsins sem er vel við hæfi.
Nú svo heldur lífið bara áfram sinn vanagang. Sölli heldur sinni vinnu áfram en hann er að vinna í fjárreiðudeild á skrifstofum Akureyrarbæjar. Já hann er einn af þeim sem heldur utan um peningana hjá bænum. Þetta er allt vel við hæfi, nýr bæjarstjóri Hermann Jón Tómasson og Sölli eru nú einu sinni flokksbræður.
Fróðleikur dagsins er í boði Alberts Einstein:
Ég hugsa aldrei um framtíðina hún kemur nógu snemma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2009 | 00:57
Útskrift og facebook
Laugardagurinn 13. júní verður óneytanlega stór dagur í lífi fjölskyldu minnar. Sonurinn útskrifast frá Háskólanum á Akureyri, fyrstur barna okkar. Get ekki neitað því að við ,,gamla" settið erum u.þ.b. að deyja úr stolti. Okkur finnst það bara allt í lagi.
Þótt það sé í sjálfu sér ekki fréttnæmt þá heimsóttum við ættarhöfuðin í gær. En það sem vakti kátínu hjá mér var þegar mamma kom til mín með myndavélina og sagði ,,Palli taktu mynd af mér sem ég get notað, ég er að spá í að opna facebook síðu". Já það verður seint sagt um mömmu að hún sé íhaldsöm og óttist breytingar. Ég tók mynd af henni á hennar myndavél og svo á mína líka. Og hér er afraksturinn. Hver veit nema þessi mynd muni birtast á facebook á næstu dögum?
Sá fullorðni lét sér fátt um finnast og hallaði undir flatt og lét fara vel um sig í stofunni. Glott út í annað ef ekki bæði og örlítið fuss og pínulítið svei.... netið, facebook pifff
Held samt að hann hafi lúmskt gaman af þessu og reyni bara að espa fólk upp til að lífga upp á umræðurnar.
Hvað um það við brugðum okkur svo í kvöld í heimsókn til Önnu systir og kíktum á nýju íbúðina sem hún var að flytja inn í. Fín íbúð og er ég sannfærður um að þarna á eftir að fara vel um hana. Kaffi, súkkulaði rúsínur og létt spjall fram yfir miðnætti, notaleg kvöldstund. Takk fyrir okkur.
Á heimleiðinni var farið út að Ytra Krossanesi og tekin ein mynd af sólsetrinu. Gríðarlega fallegt og vel lukkuð mynd þótt ég segi sjálfur frá. Myndin segir allt sem segja þarf. Fallegt.
Ef að líkum lætur þá mun ég birta einhverjar grobbmyndir frá útskrift sonarins við tækifæri.
Fróðleikur dagsins: Ef þú setur rúsínu í kampavínsglas mun hún sökkva til botns og fljóta upp á yfirborðið til skiptis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2009 | 22:12
Gáfaður afi
Eitt af því sem er svo gaman við að foreldri er að uppfræða.... já þá finnst manni maður vera svo gáfaður. Eftir því sem börnin stækka og þroskast fækkar þeim stundum sem maður fær að vera í friði í þessu eftirsóknarverða hlutverki þ.e.a.s. að vera uppfræðari. Það kemur nefnilega að því að börnin vaxa manni yfir höfuð svo yfir höfuð. En þegar neyðin er hæst er hjálpin næst. - Afi -. Mikið ofboðslega er það dásamlegt að verða afi þá kemur nefnilega aftur þessi tími sem er svo skemmtilegur, Uppfræðari. Jebb back to the future.
Í gær fór ég í göngutúr með elsta barnabarninu mínu henni Margréti Birtu. Reyndar fór hún á hjóli, afi á tveimur haltrandi en þó jafnfljótum. Rétt austan við Hlíðarbrautina nær þeim hluta sem brúin við gamla Möl og Sand er þar er göngustígur sem ekki allir vita um. Nálægt einni af stærstu umferðargötum bæjarins fallegur stigur og ég skora á fólk sem ekki hefur farið hann að gera það.
Sú stutta átti það til að segja ,,afi þú bara labbar áfram og ég kem bráðum, ég næ þér". Svo kom þessi skotta á fleygi ferð fram úr afa. Á u.þ.b. miðri leið hafði hún leikið þennan leik og þegar afi náði henni hafði hún stillt upp og sviðsett slys. Afi varð að ganga í gildru en fékk að smella af henni mynd.
Þegar komið er upp úr stignum að sunnan er maður rétt við göngubrúna yfir Glerá. Horft til suðurs í átt að Súlum. Ofan við brúnna sem bílarnir aka yfir má sjá undir henni í gömlu Glerárbrúnna sem muna má sinn fífil fegurri.
Nú ef maður snýr sér í 180 gráður og horfir til norðurs sést vel að Glerárgilið er fallegt. Í fjarska má sjá hið tignarlega fjall Kaldbak
Á baka leiðinni var tekin annar hefðbundinn göngustígur. Við ræddum örlítið um hvað er stórt og hvað er lítið á víðum grunni. Já það fer vissulega eftir því hvernig maður litur á hlutina. Við Hlíðarbrautina standa m.a. 4 blokkir sem eru 8 hæðir. Daglega eru þessar blokkir kallaðar ,,Mjólkurfernurnar". Ef þú horfir á blokkirnar út frá þessu sjónarhorni þá virðist blokkin ekki vera svo ýkja há miðað við Grenitréð sem við stóðum við.
Eftir smá labb til viðbótar var húsið skyndilega orðið risa stórt.
Það er ekki alltaf allt sem sýnist eða þannig. Við héldum áfram og gengum sem leið lá uppá Hlíðarbrautina og stoppuðum við nyrsta hringtorgið við Hlíðarbrautina og þá mátti sjá allar Mjólkurfernurnar. Í fyrstu fannst barninu sú sem næst vera hlyti að vera sú stærsta. En eftir stutta útskýringu þá skildi barnið
Já nú kemur smá tenging sem barninu þótt gaman af. Blokkin sem næst er á myndinni er byggð sem stúdentagarðar fyrir nema í Háskólanum á Akureyri. Og það sem meira er að á neðstu hæð hússins er leikskóli sem heitir Tröllaborgir. Við gegnum upp fyrir húsið og virtum börnin í leikskólanum fyrir okkur sem voru að leik á lóð leikskólans.
En hvað sér maður þegar maður horfir í austur? Jú Háskólann. Þangað munu vonandi flest ef ekki öll þessi börn fara síðar á lífsleiðinni. Eins og mamma og pabbi sagði barnið og Sölli frændi sem er að fara útskrifast á laugardaginn.
Þar sem Háskólinn stendur í dag var áður rekin stofnun fyrir þroskaskert fólk og hét sú stofnun Sólborg. Austast á lóð háskólans er tignarlegt hús þ.e. Rannsóknarhús Háskólans. Falleg bygging sem hlaut nafnið Borgir.
Færum okkur aðeins um set. Þá sjáum við fallegt listaverk sem heitir Íslandsklukkan. Á vef háskólans er sagt um þetta verk Íslandsklukka - Þetta verk var gert til minningar um 1000 ára kristnitökuafmæli og landafundi í vesturheimi og sögu þjóðarinnar í stóru og smáu. 1. desember ár hvert verða slegin saman saga þjóðarinnar og hljómur samtímans.
Þessi mynd var þó ekki tekin í göngutúrnum og ekki heldur síðasta myndin þar sem sést heima að Sólborg séð frá bílaplaninu við búðina Strax við Hlíðarbraut.
Göngutúrnum lauk. Barnið var miklu mun fróðara. Afinn grobbinn og fannst hann vera ofboðslega gáfaður. Barnið naut stundarinnar með afa og afi naut stundarinnar með barninu og endurheimti máske glatað stolt, já hann var svo gáfaður. Trúlegt að göngutúrarnir með barnabörnunum eigi bara eftir að fjölga á komandi misserum svona ef guð og lukkan og heilsan leyfir.
Málsháttur dagsins: Ungur nemur gamall temur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2009 | 17:28
Kaldbakur á siglingu á pollinum
Óhætt er að segja að það hafi verið líflegt við Pollinn í gær Sjómannadaginn. Sjómannadagurinn s.l. ár hafa verið heldur daufir hér norðanlands en nú varð skemmtileg breyting á. Í gær var hópsigling báta úr Sandgerðisbót þar sem Húni II fór fremstur í flokki. Honum fylgdu milli 30 og 40 smábátar af öllum stærðum og gerðum.
Já eins og ég sagði voru bátarnir af ýmsum toga sem sigldu á Pollinum í gær
Já sum fleyin voru skrítnari en önnur. Svo vor sum fleyin bara eins og gera mátti ráð fyrir
Svo var eitt fley sem bar stórt nafn. Nafnið hefur verið á togurum frá því 1947 þegar ÚA keypti sinn fyrsta síðutogara. Því næst var það sett á skuttogara sem smíðaður var á Spáni á 8.áratug síðustu aldar. Hef lúmskan grun um að fyrrum stýrimaður og skipstjóri eigi þennan myndarbát í dag. Gaman af þessu
ÝR EA
Aðalnúmerið í gær var hins vegar Húni II. Fallegt skip, smíðað í skipasmíðastöð KEA. Þessum bát kynntist ég fyrst þegar ég var á vertíð á Höfn í Hornafirði þá var hann gerður út þaðan og hét Haukafell SF.
Þótt ótrúlegt megi virðast þá var fremur fátt fólk sem lagði leið sína niður að sjó til að fylgjast með. Samt einn og einn.
Binni pabbi skýrir allt út fyrir syninum .......... já sonur hafði býr yfir hundrað hættum
Og gamla styttan ,,Litli sjómaðurinn" sem lengi stóð fyrir framan Búnaðarbankann er nú framan við Menningarhúsið Hof sem sumir kalla stærsta bryggjupolla í heimi.
Eftir var skroppið með þeim fullorðnu á rúntinn um bæinn og rent við í Brynju og keyptur ís, nema hvað
Fróðleikur dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2009 | 12:29
Vanafastur - ég nei
Ég verð að játa það og ég geri það af auðmýkt - ég er vanafastur. Ég ætla líka játa það að ég skammast mín bara ekkert fyrir það. Ekkert. En ég á það samt til að breyta út af vananum og gera eitthvað nýtt......... svona af og til. Á laugardag tókum við hjónakornin upp á því að taka ekki þennan hefðbundna labbitúr í Kjarnaskógi. Stefnan var tekin á gönguleiðina í Naustaborgum. Og af því að játningar eru svo ofarlega í mér nú þá kemur enn ein játningin. Þótt Naustaborgir séu hér við nefið á mér og hafa verið það sl. 51 ár þá hef ég aldrei farið þessa leið.
Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart hversu fallegt umhverfið er þarna eður ei, en alla vega sannaðist máltækið góða um að fara yfir lækinn til að sækja vatnið svo rækilega. Menn leita oft langt yfir skammt í leit að fallegu landslagi, kyrrð og notaleg heitum. Auðvitað á maður að hafa annað máltæki ofarlega í huga sér ,,líttu þér nær maður". Það eina sem ég finn að þessu annars fallega stað eru hinar mörgu raflínur - af þeim er talsverð sjónmengun, ég horfi bara fram hjá því.
Þegar göngutúrinn hófst sagði ég við mína ekta frú. Þú skilur mig bara eftir í rykmekki eins og vanalega. Eigum við ekki bara hittast hér eftir 50 mínútur. Samþykkt. Bæði gengum við af stað þegar tíminn var u.þ.b. hálfnaður hugðist ég snúa við. Það kviknaði ljós. Hér sest ég niður og tek mynd af frú Margréti þegar hún kemur yfir hæðina. Flottur staður og ég kem henni í opna skjöldu. Ég settist á stein utan stígs og beið................... og ég beið.............. og beið..... og beið. Þá hringir síminn........... Palli það er svo fallegt hérna að ég snéri ekki við heldur hélt göngunni áfram og fer alla leið inní Kjarnaskóg - hittu mig þar. En myndin er hér þótt frúna vanti...ég skal ná henni þótt síðar verði. En, Déskoti snéri mín á mig núna
Þetta er sem sagt myndin sem ég tók og átti að sýna konuna koma yfir hæðina. Staðurinn er fallegur en konuna vantaði. Ég á eftir að launa henni lambið gráa.
Ég snéri til baka í bílinn. Á leið minni inní Kjarnaskóg til að ná í konuna tók ég þessa mynd af hesti. Hvort hér er um einhvern gæðing að ræða eður ei veit ég ekki. En mynd er falleg þótt ég segi sjálfur frá og er stoltur af henni.
Í gærkvöld fórum við feðgar á aðalfund körfuknattleiksdeildar Þórs. Fínn fundur þar sem menn ræddu útkomu síðasta árs og lögðu línurnar fyrir komandi vetrar. Þeir horfa til framtíðar, flottur fundur þar sem menn ætla halda áfram að vinna vel undir forystu Kára Þorleifssonar formanns.
Eftir fund tókum við feðgar stuttan bíltúr - bótin - Krossanes - Leira og fl.
Þar var þessi mynd tekin. Bótin, gula og rústrauða húsið með bláa þakinu og Byrgi rjómagula húsið með rauða þakinu. Lengst til vinstri á miðri mynd má svo sjá gamla skólann í Glerárþorpi. Falleg mynd sem snýr vel kyrrðina á þessu fallega sunnudagskvöldi.
Heima biðu okkar góðir gestir. Aníta systurdóttir mín og Davor maðurinn hennar, sem búsett eru í Reykjanesbæ. Gaman að fá góða gesti í heimsókn. Margt skrafað. Því miður áttaði ég mig á því þegar þau voru farin að ég gleymdi að smella mynd af þeim mikið fjandi var ég spældur þegar ég áttaði mig á því. En ég á auðvitað myndir af þeim og hér er mynd af Anítu á fjölskyldumóti 2007 myndin er tekin á Melsgil. Í fljótheitum fann ég enga góða mynd af Davor en úr því verður bætta þótt síðar verði. Aníta og Davar takk fyrir innlitið.
Svo bara rúllar þetta áfram. Labb í dag í Naustaborgum og hvað næst er ekki gott að segja. Segið svo að maður sé vanafastur.
Málsháttur dagsins: Sá sem rétt gerir hefur rólega samvisku
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
325 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar