Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Árni Johnsen mætti ofjarli sínum... hann mætti konu

15 þorkaBæjaryfirvöld á Akureyri stigu það skref að leyfa að tjaldstæði fyrir ungt fólk 18+ yrði starfrækt á Akureyri yfir Verslunarmannahelgina. Frábært. Þess vegna er óhætt fyrir ungt fólk sem orðið er 18 ára að skutlast norður og skemmta sér. Tjaldstæði verða opnuð á morgun og þar verður öflug gæsla og þjónusta alla helgina. Körfuboltadeild Íþróttafélagsins Þórs mun sjá um alla umsýsluna í kringum tjaldstæðin, svo þeir sem mæta verða í öruggum höndum. Svo drífa sig og bruna norður.

Stelpurnar okkar í Þór/KA tóku á móti nýliðum HK/Víkings í Landsbankadeildinni. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar fóru með öruggan 3-0 sigur af hólmi. Rakel Hönnudóttir skoraði 2 mörk og Mateja Zver setti eitt. Það hefur vakið athygli manna hve áhorfendum á leikjum liðsins hefur fjölgað jafnt og þétt í sumar. Í gærkvöld mætti nærri 300 manns á leikinn sem er hreint út sagt frábært. Áfram Stelpur í Þór/KA

15 þorkaÍ kvöld fer svo fram á Akureyrarvelli leikur hjá Þór og Leikni R í 1. deild karla. Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni í Reykjavík fóru mínir menn með sigur af hólmi 2-3. Liðið teflir fram nýjum leikmanni sem er Norður Írskur landsliðsmaður sem leikur stöðu miðvarðar. Skildu sigur í kvöld Áfram Þór.

Mér þykir vægast sagt hlálegt að Árni Johnsen ætli að fara í meiðyrðamál við Agnesi Bragadóttir blaðamann - af hverju. Agnes var kjarnyrt og notaði ekta íslensk orð til að lýsa Árna. Var það ekki allt í lagi?. Er ekki Árni maður sem hefur í gegnum árin vilja notað slíkar aðferðir? Er þetta ekki maðurinn sem hefur þótt við hæfi að heilsa mönnum daginn út og daginn inn að sjómannsið?. Hvað fer svona fyrir brjóstið á Árna? Má ekki nota sömu aðferð á hann og hann notar sjálfur? Var þetta ekki líka allt satt og rétt sem Agnes sagði um Árna - það fannst mér alla vega. Eða getur verið að Árni sé svoddan veimiltíta að hann lyppist niður ef á móti blæs. Kannski ekki skrítið í þetta sinn þar sem hann mæti loksins ofjarli sínum þ.e. KONU.

37 þorkaSól skín í heiði á landsmenn alla og það er nánast alveg sama hvert á land sem fólk vill halda - allstaðar brosir sólin við manni. Á hverjum degi heyrir maður um hitamet sem falla hér og þar, þótt granni minn segi ,,þó aðallega þar.

Þegar svona ástand ríkir á landinu er ekki hægt annað en vera sáttur við lífið og tilveruna. Taka utan um náungann segja honum hvað manni þyki vænt um hann og hversu mikils virði hann sé þér og þínum. Með þannig hugarfari er got að hefja hvern dag, og geri maður það gengur allt upp.

Því segir ég ,,gerum eins og meistari Megas sagði forðum ,,Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig".

Að svo búnu ætla ég að halda út í sólina og smæla framan í heiminn.

Að lokum þá voru myndirnar sem eru með þessari bloggfærslu teknar á leiknum í gærkvöld og tók ég þær sjálfur.

Fróðleikur dagsins: Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.


Átti ég að segja sannleikann eða gera eins og kattarkvikindið

Spói,,Afi af hverju eru engir fuglar í garðinum þínum?". Mér vafðist tunga um tönn, hvað átti ég að segja. Átti ég að segja sannleikann eða gera eins og kattarkvikindið og dansa í kringum sjóðandi heitan grautarpottinn?. Sannleikurinn er nefnilega sá að í hverfið sem ég bý í er fullt af kattarkvikindum, sem ég kalla meindýr. Fuglalíf heyrir sögunni til enda kattafárið slíkt að það hálfa væri meira en miklu meir en nóg. Kattar ófétin virða engin landamæri og rjúfa friðhelgi einkalífsins um leið og maður vogar sér að opna glugga til að lofta út þá kemur köttur í heimsókn. Óþolandi ástand. Ég spyr mig aftur og aftur þeirra spurninga af hverju í andsk... er lausaganga katta ekki bönnuð? Já það er köttur í bóli Bjarnar, svo mikið er víst.

Þetta er dapurlegt. Ég sem þrái að heyra fuglasöng. Ég vildi óska þess að ég þyrfti að heyja harða baráttu við fuglinn um berin á rifsberjarunnanum. En í raun er svo ekki. Fuglinn þorir einfaldlega ekki að láta sjá sig. Nágranni minn sem á kött sagði ,,þetta er ekkert mál kettirnir eru með bjöllur". Jú rétt er það en fuglinn tekur samt enga sénsa, hann einfaldlega finnur sér betri stað þar sem minna er um ketti.

Meðan dóttir mín bjó í Hrísey var ég þar tíður gestur. Hrísey iðar af flugalífi, og eyjan er nánast laus við Ketti, ekki alveg. Á þeim tíma sem ég var tíður gestur var einn köttur í eyjunni og það sem meira er hann var tjóðraður eins og gert er við hunda, hreint út sagt til fyrirmyndar. Fuglarnir flögruðu um og sungu ,,dirrindin, dirrindií" meðan kísi lá í grasinu og malaði. Þessi umræddi köttur fékk aldrei að ganga laus utan dyra og þrátt fyrir það leið honum bara askoti vel. Lausaganga katta í eynni er bönnuð. Hrísey er hluti af Akureyri. Ég geri þá kröfu að sömu lög gildi hér og þar og væri meir en til í að lúta reglum Hríseyjar í þessu máli, og hana nú.

Myndin sem fylgir þessari bloggfærslu er að sjálfsögðu ekki tekin í mínum garði heldur tekin við sumarbústað við Hestfjall þar sem Theódór óðalsbóndi ræður ríkjum í minn garð koma ekki fuglar nema þeir væru í sjálfsmorðs hugleiðingum.

Og hvað barnabarnið viðkemur þá fór ég bil beggja og sagði barninu hálfan sannleikann en sleppti því að segja hvað afi hefur í hyggju að gera varðandi þessi mál - það bíður betri tíma. Og ef kisi vissi hvað ég er að bralla og undirbúa þá léti hann aldrei sjá sig í mínum garði svo mikið er víst,  bíðið bara kattarófétin ykkar Devil.

Slagorð dagsins: Hunds tungan græðir en kattar tungan særir  

 


Þessar stelpur eru hreint út sagt yndislegar

ÞórKA Stjarnan2Stelpurnar okkar stóðu í eldlínunni í gær þegar þær mættu hinu baráttuglaða liði Stjörnunnar úr Garðabæ, þar sem hinn skautlegi Þorkell Máni Pétursson þjálfari stendur við stjórnvölinn. Þorkell Máni hefur gefið það út að hann stefni að því að vera með leiðinlegasta liðið í deildinni. Hann á við að engu liði eigi að þykja gaman að spila við sitt lið vegna þess að þau tapi jafnan fyrir þeim - sniðugt viðhorf hjá honum.

Fyrir leikinn sagði ég í upphitunarpistli á heimasíður Þórsað ég vonaðist til þess að honum myndi þykja gaman á Akureyri alveg fram að leik, en eftir og meðan á leik stæði þætti honum hundleiðinlegt að vera hér. Mér varð að ósk minni. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar í Þór/KA sigruðu lið Stjörnunnar 2-0 með mörkum frá Ivönu Ivanovic og landsliðskonunni Rakel Hönnudóttir. Önnur myndin er einmitt frá því augnabliki sem boltinn er á leið yfir marklínuna og þá varð staðan orðin 2-0.

RakelMark StjarnanFyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fara á heimasíðu Þórsog lesa ítarlega umfjöllun um leikinn og ummæli í leikslok. Þau skrif á Sölmundur. Snilldar skrif hjá honum. Er hann einn örfárra sem skrifa um íþróttir sem tekst að gera það án þess að hnútukastast út í dómara og blindast af sínu eigin liði. Öll skrifin eru þess eðlis að fyrir þá sem ekki þekkja til myndu þeir seint giska á að hér væri um heimamann að ræða.

Eitt skyggði þó á annars góðan leik og skemmtilega stemmingu meðal áhorfenda. Þar féllu miður skemmtileg orð um þjálfara Stjörnunnar sem ekki voru við hæfi og engum til sóma. Þau særðu. Kvennaráð knattspyrnudeildar bað þjálfara og forráðamenn Stjörnunnar afsökunar og vonum við svo sannarlega að þetta eigi ekki eftir að endurtaka sig, aldrei. Ég held að svo sé ekki því ég veit að Þorkell Máni veit að þessi ummæli eru ekki í anda liðsins, vonum að svona gerist ekki aftur hvorki hér hjá okkur eða öðrum. Þorkell Máni sagði þetta leiðinlegt þar sem áhorfendur hafi verið skemmtilegir og frábærir allt þar til í blálokin er þessi ummæli féllu.

ÞórKA Stjarnan66Í lokin eftir að menn höfðu róað sig niður, rætt málin og krufið þau féllust menn í faðma. Þjálfara beggja liða þ.e.a.s. Dragan Stojanovic þjálfari Stelpnanna okkar og Þorkell Máni skildu sáttir og féllust í faðma eins og myndin hér sýnir. Þetta eru báðir miklir heiðursmenn og höfðingjar.

Stelpurnar okkar í Þór/KA klifra nú hægt og bítandi upp stigatöfluna og eru nú búnar að hala inn jafnmörk stig og þær gerðu allt tímabilið í fyrra. Næsti heimaleikur hjá þeim verður n.k. þriðjudag þegar nýliðar HK/Víkings koma í heimsókn. Stelpurnar okkar unnu fyrri leikinn á útivelli fyrr í sumar svo vonandi endurtaka þær leikinn á þriðjudaginn. Ég skora alla sem hafa tök á að mæta á leiki hjá Stelpunum okkar þær eru með þrusu gott lið og það sem meira er að gæðin á leikjum í kvenna knattspyrnunni eru slík að sómi er af.

Annars er nokkuð ljóst að ég mun nýta daginn í dag framan af til þess að liggja í leti og njóta veður blíðunnar. Grillið verður ræst tímanlega og trúlega fer lambið á það ásamt ýmsu öðru góðgæti. Verð að hafa eitthvað gómsætt á grillinu tilbúið þegar ,,Óðalsbóndinn" Theódór kemur heim í lok dagsins vonandi brosandi út að eyrum. Karlinn skráði sig á golfmót sem fram fer á Jaðarsvelli. Hann mun áræðanlega slá þar í gegn. Á meðan ætla konurnar að slappa af í búðum.

Slagorð dagsins: Áfram Stelpur í Þór/KA


Stelpurnar okkar í Þór/KA

ElfaFriðjons23juliÍ kvöld taka Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Stjörnunni úr Garðarbæ í Landsbankadeild kvenna. Stjörnukonur sitja í 3 sæti deildarinnar en Stelpurnar okkar í því 6. Bendi fólki á að það getur lesið ítarlegan upphitunarpistil á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs þar sem spá er í spilin og viðtöl tekin við leikmenn Þórs/KA sem og viðtal við hinn stórskemmtilega þjálfara Stjörnunnar Þorkel Mána Pétursson.  Fljótt eftir leik verður svo sett inn ítarleg umfjöllun um leikinn með viðtölum og tilheyrandi að sjálfsögðu á heimasíðu Íþróttafélagsins  Þórs. Hvet fólk til þess að fara á völlinn og hvetja Stelpurnar okkar til sigurs. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl.19:15. Vek athygli á því að frítt er á leikinn.

Í kvöld mun hinn nýi leikmaður Mateja Zver sem er Slóvensk landsliðskona spila sinn fyrsta leik hér á Akureyrarvelli. Mateja kom inn á í seinasta leik sem var gegn KR í Frostaskjóli og þótt standa sig afar vel. Hún var reyndar þreytt eftir rúmlega sólahrings langt ferðalag. Nú er öll þreyta úr henni svo gera má ráð fyrir því að hún komi fersk inn í liðið í kvöld. Að lokum mun svo liðinu bætast liðsauki á sunnudag þar sem önnur Slóvensk landsliðskona er á leið til landsins og þann leikmann munum við fá að sjá í leik hér heima gegn HK/Víkingi á Akureyrarvelli n.k. þriðjudagskvöld.

Í tilefni dagsins: Áfram Stelpur í Þór/KA


Glerá er falleg á

Mórauð GleráKunningi minn sagði eitt sitt ,,þessi á er ógeðsleg hana á að setja í stokk svo við sjáum hana aldrei nema við ósinn. Hún er skítug, hún er ljót og hún hefur drepið". Á þetta m.a. við Elliðaárnar spurði ég? ,,já hún er ljót og skítug. Pældu í því við gætum byggt helling ofan á stokkin og kúkað beint í þessar sprænur". Mikið er ég nú feginn að þessi kunningi minn hefur engin áhrif á skipulagsmál hvers konar. 

Eftir úrhellis rigningu í gær er meira vatnsmagn í ánni í dag en venjulega og hún rennur kol mórauð til sjávar. Meira segja í þannig ham þ.e.a.s. mórauð og skítug vegna aurburðar vegna rigninga er Glerá falleg.

 

GleráÞað er alveg sama hvar á landinu þú ert, þú getur alltaf séð eitthvað fallegt í umhverfinu meira segja á dökkum dögum. Þú verður bara opna augun og vilja sjá fegurðina sem er allt í kringum þig og þá sérð þú fegurðina. Það hvarflar ekki að mér að halda að mitt nánasta umhverfi sé eitthvað einstakara en annað, því þannig er það einu sinni að hverjum finnst sinn fugl fegurstur, ekki satt?

Það er eins með mig og svo marga Íslendinga að maður leitar oft langt yfir skammt til að sjá það fallega. Og oftar en ekki blasir eitthvað fallegt við manni dags daglega þótt maður taki ekki eftir því. Sannast þar máltækið ,,maður líttu þér nær".

GlerabruÉg tók mig til í morgun og fékk mér göngutúr meðfram hluta af Gleránni. Og auðvitað var viðhaldið með í för, nema hvað?. Glerá er falleg hún er einstök. Eftir að gamla virkjunin var endurbyggð og stígar malbikaðir meðfram árfarveginum og menn hættir að dæla endalaust drullu í ánna þá nýtur maður enn meira þess hve falleg áin er.

Myndirnar með þessari færslu tók ég í göngutúrnum og þær virðast helst til þungbúnar. Vissulega eru þungbúnar enda eru að verða veðraskipti ef svo má segja. Mikil rigning var í gær ásamt talsverðum hita og því þungt yfir. Aftur á móti er nú að birt yfir öllu að nýju sólin brýst fram úr skýjunum og hitamælarnir hækka hægt og bítandi en örugglega. Og þegar þannig gerist þá lætur maður það ekki spyrjast út að maður eyði tímanum fyrir framan tölvuna heldur vistar maður færsluna og dembir sér út aftur í góða veðrið. Málsháttur dagsins er vel við hæfi.

Málsháttur dagsins: Maður líttu þér nær


Vertu þá velkomin

Ef satt reynist og sögulok með þeim hætti að hann komi til okkar þá segi ég bar - vertu velkomin.

Slagorð: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur


mbl.is Manchester City með Eið Smára í sigtinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rómantík við Hljóðakletta

ÞórÁkveðni, áræðni, barátta skein úr hverju andliti þátttakenda en umfram allt og akkúrat það sem upp úr stóð var leikgleði og endalaus ánægja. Þannig var stemmingin á Strandamóti sem haldið var í ár. Ég naut þess að fara með og fylgjast með þessu skemmtilega móti sem var öllum þeim sem að því stóðu til mikillar fyrirmyndar.

Barnabörnin Margrét Birta og Elín Alma æfa knattspyrnu í 6. og 7. flokki hjá Þór. Aðal þjálfari liðsins þar er engin annar en ,,Kóngurinn" sjálfur Hlynur Birgisson. Hann nýtur þess að hafa ekki ómerkari þjálfara sér til aðstoðar en knattspyrnukonurnar Rakel Hönnudóttir, Dragönu Stojanovic og Ivönu Ivanovic. Þessi hópur er mjög samstilltur og afar gaman að fylgjast með þessu starfi.

MargretRétt skal vera rétt - smá saga frá mótinu. Dómari sem var að dæma leik hjá Dalvík og Leiftri sagði eitt sinn þegar hann var búinn að flauta og dæma innkast ,,gulir eiga innkastið" þetta sagði hann til aðgreiningar þar sem Leiftur leikur í gulum búningum. Gekk þá einn strákurinn út Leiftri að dómaranum og sagði hátt og skýrt ,,við heitum ekki gulir við heitum Leiftur".

Þetta kallar maður face. Krakkarnir vilja greinilega að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum en ekki eitthvað annað sem fullorðna fólkið tekur upp á.

ElinLagt var upp á þessu móti að skrá ekki útslit og markmiðið var að ef leikur stefndi í ójafnan leik þá var reynt af fremsta megni að jafna leikinn með skynsömum inná skiptingum. T.d var í einu leik þar sem liðið sem þær systur voru í og allt stefndi í ójafnan leik var búið að fjölga leikmönnum í ,,lakara" liðinu um 3. Krakkarnir gerðu enga athugasemdir við þetta. Þau gera sér fyllilega ljóst að um leik er að ræða en ekki heimsmeistarakeppni.

Þá mátti sjá skondið atvik í þessum sama leik að einn liðsmaður í hinu svokallaða ,,sterkara" liði og spilaði vörn brá á það ráð að æfa sig í því að standa á höndum þegar lítið var að gera í leiknum á hennar vallarhelmingi. Þau eru dásamleg þessi börn.

JónPállEinn var þó sem lét sér þetta allt í léttu rúmi liggja þ.e. nafni minn hann Jón Páll. Hann hafði afar lítið úthald í að horfa á systur sínar elta boltann inná vellinum. Fann sér eitt og annað til dundurs utan vallar og lét sér fátt um finnast þegar fólk var að hvetja börnin til dáða inn á vellinum.

Í einu hléinu brugðum við okkur út fyrir og fengum okkur sæti í djúpu grasinu. Himinhá strá vöktu athygli litla guttans og eyddi hann miklum tíma í rannsóknir þar. Við það tækifæri gafst afa færi á að að leika sér með sitt leikfang - myndavélina. Afraksturinn er m.a. þessi mynd sem þið sjáið hér af þeim stutta. Minnist oft þeirra orða sem ein ágæt kona sagði ,,eini munurinn á litlum strákum og þeim fullorðnu væru verðmiðin á leikföngum þeirra" það er mikið til í þessu.

Talandi um börn þá sér maður hvað tímanum líður þegar maður lítur á börnin sín og barnabörnin. Í dag eru liðin 29 ár frá því að ég og mín spúsa drógum upp hringa. Það gerðum við, við rómantískar aðstæður í tjaldi við Hljóðakletta árið 1979. Tíminn líður þótt ekki sjáist það á manni. Því segi ég til hamingju við bæði.

Minni að lokum á að til að sjá myndirnar í fullum gæðum þá smellið á þær.

Fróðleikur dagsins: Sá sem vill vera í Paradís skyldi vel gæta að því, með hvers kona Evu hann fer þangað inn. Því að í Edens aldingarði er enginn hörgull á mjúkmálum nöðrum.

 


Að standa við stóru orðin, hvað annað?

Gústi HrönnEndaði síðustu færslu á því að segja að ég myndi setja inn fleiri myndir frá ferð okkar í Grímsnesið í síðustu víku og byrjun þessara. Og ekki þarf nokkur maður að efast um að maður standi ekki við stóru orðin, hvað annað.

Á mánudeginum fékk ég upphringingu frá systur dóttir minni henni Anítu og tjáði hún mér að hún ásamt fjölskyldu sinni væru í sumarbústað stutt frá Laugarvatni eða nánar í Úthlíð. Aníta frænka býr í Keflavík og þar af leiðandi hitti ég hana ekki nægilega oft og því lá beinast við að taka örlítla likkju á leið sína á heimleiðinni og heimsækja þau.

Þegar við svo lögðum af stað heim á þriðjudag var stefnan tekin á Úthlíð til Anítu og mannsins hennar Davors og barnana þeirra. Við áðum hjá þeim á annan klukkutíma ef ég man rétt og þáðum kaffi og kleinur og annað góðgæti. Naut ég þess að dætur hans Davors voru duglegar að bera í mann sérvaldar kleinur, snilldar stelpur.

GústiNú punkturinn fyrir Í-ið var svo að Hrönn systir og Gústi maðurinn hennnar voru þarna í heimsókn svo að þessi stutta stund sem við áttum saman var bara skemmtileg, nema hvað þegar svona skemmtilegt fólk kemur saman.

Mér þótti vel við hæfi að taka mynd af honum Ágústi mávi mínum með nafnið á bústaðnum fyrir ofan sig. Bústaðurinn heitir því skemmtilega nafni Hamarskot.

Þegar við lögðum svo af stað var stefnan tekin norður og var farið yfir Lyngdalsheiðina. Falleg heiði með fallega fjallasýn, en væri alveg til í að sjá vegin í betra ástandi. Það kemur síðar, vonandi.

Frændræknin að drepa liðið og sló ég á þráðin til ,,stóra" bró sem á sumarbústað í Kjósinni til þess að tryggja að kaffi yrði á könnunni. En auðvitað þurfti hann að vera vinna eins og vitleysingur og verða af þeirri skemmtun að fá okkur í heimsókn. Það er jú hans missir. En hann getur huggað sig við að það styttist óðfluga eins og óðfluga í að við munum hitta hann í Kjósinni.

LyngdalsheiðiÍ dag á svo elsta barnabarn foreldra minna afmæli. Ég er að tala um systurson minn hann Vigfús Má Ragnarsson. Ef mig skjátlast ekki þá er hann orðin 34 ára gamall. Fúsi býr ásamt konu sinni Margith og tveimur börnum í landi Margrétar Þórhildar.

Fúsi hefur búið í allmörg ár erlendis, fyrst í Færeyjum og svo í Danmörku þar sem hann býr nú við góð kjör og að því er mér skilst líður þeim bara mjög vel þar. Gaman væri að dúkka upp hjá þeim hjónakornum einn daginn. Og fyrst maður er að minnast á þau hjón þá skora ég á ykkur að fara á bloggið hjá Margith og sjá listaverkin hennar í kökuskreytingum, sjón er sögu ríkari kíkið á þetta.

Stákarnir í Þór héldu í Ólafsfjörðin og sóttu heim sameinað lið KS/Leifturs. Þar máttu þeir bíta í það súra epli og deila stigum með heimamönnum. Á morgun mun svo fara fram stórleikur á Akureyrarvelli þegar Stelpurnar okkar í Þór/KA taka á móti Breiðabliki í Vísabikarnum. Liðin mættust fyrr í sumar á Akureyrarvelli í deildinni og þar fóru Stelpurnar okkar með sigur 2-1. Búinn að setja upphitunarpistil á heimasíðu Þórs endilega kíkið á hann og fræðist.  

Fórum svo í mat í kvöld til Döggu og Jóa. Það var sannkölluð hættustund. Hættustund að því leyti að Palli át yfir sig, ekki í fyrsta sinn því miður og án efa ekki í síðasta sinn, aftur því miður.

Fróðleikur dagsins: Betra er langlífi en harðlífi.

Þá auglýsi ég tónleikana

Við hjónakornin ásamt Sædísi brugðum undir okkur fjórum hjólum sl. miðvikudag og brunuðum sem leið lá í Grímsnesið. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá þeim heiðurshjónum Theódór og Helgu í sumarbústaðnum þeirra.

StrokkurVið nutum þeirra forréttinda að fá að nota svítuna þeirra þ.e. gestahúsið sem þau eru búin að reisa við bústaðin. Öll aðstaða þar er orðin hin skemmtilegasta. Ekki að ástæðulausu sem maður fer næstum árlega í heimsókn til þeirra þangað.

Ekki var þó legið í leti alla daganna þótt eitthvað hafi verið gert af því. Á fimmtudeginum fórum við upp að Gullfoss og Geysi og nutum þess til ýtrasta að eyða deginum þar enda veður með eindæmum gott. Hitastig var í kringum 20-24 gráður eða svo sagði hitamælirinn í bílnum - og varla lýgur hann eða hvað?

Rétt í þann mund sem við komum í hlaðið við Geysi gaus hann hið myndarlegasta gosi, sem því miður tókst ekki að mynda. En Strokkur var í hinum mesta hátíðarskapi og gaus hvað eftir annað hinum myndarlegustu gosum, sem mér tókst að mynda. Röð af myndum frá því getið þið séð á flickr síðunni minni www.flickr.com/pallijo.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er það staðreynd að þótt við höfum farið í Grímsnesið næstum því á hverju ári sl. 20 og keyrt fram hjá Kerinu fræga lét ég loksins í fyrsta sinn verða að því að skoða þetta náttúru undur. Hafði eins og flestir landsmenn séð þetta fyrirbrigði í sjónvarpi og á myndum í tíma og ótíma en aldrei stoppað til að berja þetta undur augum. En nú varð breyting þar á. Gaman að sjá og skoða og mæli með þessu.

KeriðÞótt ekki fari ég hratt yfir á mínum tveimur jafn fljótum þá kemst maður þótt hægt fari. Og þegar menn fara svo hægt eins og ég á mínum tveimur er trúlegt að maður gefi sér örlítið meiri tíma til að líta í kringum sig, og það gerði ég. Þegar ég var þarna komin niður áttaði ég mig á því hversu stórkostlegur þessi staður er og án efa hefur verið gaman að vera þarna staddur þegar stórsöngvarar hafa komið til að þenja raddböndin.

Verð að já að mér dauðlangaði til þess að reka upp miklar rokur með minni engilfögru og silkimjúku röddu og leyfa viðstöddum að heyra. Lét því miður ekki vera að því. En þetta er klárlega áskorun um að fara þarna aftur að ári og láta verða að því. Hver veit nema ég auglýsi það svo sem flestir nái að koma og njóta listarinnar, eða flýja.

Segi ykkur meira síðar og hendi þá inn fleiri myndum. En fyrir þá sem vilja þá endilega kíkið á flickr síðuna því þar eru myndirnar í fínum gæðum.

Fróðleikur dagsins: Fjórðungur Rússlands er þakinn skóglendi.


Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er frú Margrét Hólmfríður Pálmadóttir. Hún nýtur dagsins að Hlíðarenda sem er sumarbústaður í eigu þeirra heiðurshjóna Theódórs og Helgu í Grímsnesinu. Fínt veður til þess að púsla, spila og spjalla enda ausandi rok og rigning. Boðið veriður upp á rabbbara pæ og ýmsar kökur og tertur frá Kristjáni......

Málsháttur dagsins: Það styttir upp um síðir.


Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband