Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Innlifun og enga öfga takk

Í síðustu bloggfærslu var mér tíðrætt um öfga, aðallega tengdu veðurfari. Þessir öfgar halda áfram og það er bara allt í lagi. Lífið rúllar áfram hvað sem veðrinu líður, sem betur fer. Síðasta helgi var afar annasöm, Goðamót Þórs þar sem stelpur í 4. flokki voru í aðalhlutverkinu. Allt frá miðjum föstudegi og fram á sunnudagskvöld vorum við félagarnir (Rúnar Haukur) á staðnum og tókum mörg hundruð myndir og sem settar voru á veraldarvefinn. Mikið gaman.  Á þessu móti var brotið blað í sögu knattspyrnunnar á Akureyri. Að frumkvæði Bojönu Besic þjálfara sem þjálfar 5. flokk kvenna bæði hjá Þór og KA tefldu þessi lið fram sameiginlegu liði Þór/KA og tóku þátt í þessu móti. Liðið spilaði sem sagt upp fyrir sig um einn flokk. Útkoman frábær. Elsta barnabarnið hún Margrét Birta æfir með 5. flokki Þórs var með í þessu ævintýri og var sérlega gaman að fylgjast með henni og félögum hennar.

Samvinna

Og þar sem ég er farin að blogga um barnabörnin þá er um að gera halda því áfram. Þessar elskur koma alla virka daga heim til ömmu og afa, þar eru engir öfgar, eða? Þegar börn eru annars vegar getur verið gaman að leika sér með myndavélina og festa skemmtileg augablik, annað hvort óvænt eða jafnvel uppstillt. Sumum þykir gaman að stilla sér upp fyrir myndatöku og njóta augnabliksins. Þetta á t.d. við Elínu Ölmu. Hún tók sér til að stillti sér upp fyrir afa og þemað var ,,Þreyta, þreytt" útkoman var þessi

Þrett

Þegar börn eru að neyta matar verða sum augnablikin eftirminnileg. Sjáið þetta Jón Páll í eigin heimi við að borða hakk og spaghetti, magnað ekki satt?

Matargat

Og þegar yngsta barnabarnið borðar er oftar en ekki vissara að láta tvo um að koma matnum á sinn stað, slík er óþolinmæðin.  

Matargat

Og af því að ég hef svo fjári lítið að segja um þessar mundir þá læt ég hér staðar numið. En eins og vanalega fylgir með smá fróðleikur í lokin eins og vanalega. 

Fróðleikur dagsins: Vatnsmagn Amazon fljótsins er meira en samanlagt vatnsmagn næstu átta stærstu fljóta heims


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband