Leita í fréttum mbl.is

Sögulegt og gaman

,,Jæja Palli minn nú sé ég mig knúin til að sýna þér gula spjaldið... já það er orðið löngu tímabært". Ég starði á viðmælanda minn og spurði fyrir hvað?. ,,Já það þýðir ekki að stara á mig eins og álfur út úr hól og þykjast ekki vita neitt. Ég er daglegur gestur á blogginu þínu og það er farið að líða full langt á milli færsla".

Hefst nú betrunin. 

Ég er engin sérstakur áhugamaður um flug og flugvélar, en hef samt lúmskt gaman af. Um liðna helgi var sannkallaður flugdagur á Akureyrarflugvelli í tilefni þess að Flugsafnið hélt upp á 10 ára afmælið sitt ef ég man rétt. Hafði lúmskt gaman af því sem þar fór fram. Kappakstur milli flugvélar og bíls, fallhlífarstökk og sýningar atriði á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hér má sjá Rússnesk/Ameríska  tvíþekju etja kappi við Chevrolett Camaro 550 hestafla bíl í spyrnu á flugbrautinni. Flugvélin er að sögn með álíka mörk hestöfl. Flugvélin vann næsta öruggann sigur.   

Kappakstur 

 Sea king þyrla LHG sýndi ýmis atriði og m.a. fjarlægði hún bíl sem var fyrir. Þulur hafði marg kallað í hátalarakerfið að bíll með xxxx númer væri fyrir og eigandinn beðin að fjarlægja hann strax.... nokkrar tilkynningar og svo koma sýningin. Þyrlan flaug með hann hangandi neðan í og lét hann gossa áhorfendum til mikillar ánægju. Taka verður fram að bílinn hafði látist á bíladögum daginn áður.

Þyrla og bíll

Rétt áður en sleppt var

_yrla_og_bill_01.jpg

 Stutt í lendingu

Blessuð sé minnig...

Búið spil. 

Sýningin var hin skemmtilegasta og vel þess virði að eyða dagparti þarna. Takk fyrir mig. Ég sagði ykkur frá því í síðustu færslu að á þjóðhátíðardaginn hafi verið fótboltaleikur hér á Akureyri sem er nýlunda. Þá fengu Þórsarar í heimsókn á Akureyrarvöll ólafsvíkur Víking og lögðu þá örugglega. Svo fengum við þá aftur í heimsókn á sunnudaginn og skemmst er frá því að segja að Þór vann þá aftur. Meira af íþróttum í gær kom fyrrum vesturbæjarstórveldið KR í heimsókn á Akureyrarvöll og mættu stelpunum í Þór/KA í Pepsí-deild kvenna. Skemmst er frá því að segja að Þór/KA vann 2-1 sigur á KR og má lesa góða umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs og ummæli þjálfara og leikmanna.Ungar og upprennandi knattspyrnukonur úr 6. fl. Þórs fylgdu leikmönnum inn á völlinn. Þá slógu hjörtu margra ótt og títt. Elsta barnabarni mitt Margrét Birta sem æfir með 6. fl. var í þessum fríða hópi og var hún þess heiðurs aðnjótandi að leiða A-landsliðskonuna og fyrirliða Þór/KA Rakel Hönnudóttir inná völlinn. Eru þær Margrét Birta og Rakel þær sem ganga næstar dómurunum. 

Stoltar stelpur

Hvað um það leikinn unnu heimamenn 2-1 eins og áður segir og skoraði m.a. Silvía Rán Sigurðardóttir fyrra mark heimamanna og Mateja Zver hið síðara.

Silvía Rán

Silvía Rán

Fagnað

Fagnað í leikslok. 

Þegar maður var yngri og hafði enn gaman af því að leika sér af bílum.... þ.e. eftir að maður fékk bílpróf man ég að skipta mátti niður mönnum eftir því hvaða bílategund var í uppáhaldi hjá viðkomandi. Willys CJ 5, Willys Jeepster, Rússjeppi (Gaz) Ford Bronco,  Austin Gipsy eða Land Rover og guð má vita hvað bílarnir hétu. Jepparnir þá voru sterkbyggðir, einfaldir og fínir til síns brúks. Í dag fer lítið fyrir þessu gömlu bílum, þeir sjást vart nema á sýningum nema svo mikið breyttir að engin þekkir þá. Ég rakst þó á einn gamlan og góðan GAZ rússajeppa. Óbreyttur, örlítið skakkur eftir áralanga þjónustu en samt enn við góða heilsu og þjónar eiganda sínum hvern dag.

GAZ 

Það skal upplýst hér að sjálfur var ég forfallinn aðdáandi Willys jeep og Jeepster og átti nokkra á sínum tíma. Einnig þótti mér vænt um Ford Bronco en einn slíkan af 1967 árg  átti ég  og líkaði ágætlega.

Hver veit nema ég birti svo mynd af nærbuxnableiku Bjöllunni hans Nóa Björns? þangað til bara bíða.

Ég get þó ekki lokið þessu án þess að sýna ykkur mynd sem ég tók á Þórsvellinum nýja í dag þar sem verið var að prufa nýja springler vökvunarkerfið..... þvílík snilld

 

 

 

 

 

 

 

 

Og stúkan sem nú er fullbyggð að innan sem utan. 

Stúkan

Minni svo á flickr síðuna mína þar er að finna fleiri myndir 

Fróðleikur dagsins: Þýska þingið telur 672 þingmenn og er stærsta kjörna lögþing heimsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég er sammála dómaranum sem hefur verið að fylgjast með þér að pistlar þínir eru skemmtilegir, þú veist hvað gerist þegar menn fá 2 gul spjöld.

Svo ég gagnrýni aðeins annars góðan pistil Páll, þá er alvarleg villa hjá þér hér að ofan, eiginlega það stór villa að þú verður að leiðrétta setninguna. "fyrrum vesturbæjar stórveldið KR"   KR er stórveldi og getur aldrei orðið fyrrum. Til þess eru titlarnir orðnir allt of margir.

Vonandi eigiði eftir að byggja yfir þessa annars flottu stúku, hélt að það væri skylda til að fá völlinn sammþykktan af FIFA eða UEFA? En það eru svo sem engir evrópuleikir á næsta leiti hjá ÞÓR.

S. Lúther Gestsson, 26.6.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ja Lúther ef þú vissir hvað ég er ánægður að sjá að þú ert á lífi, ég var farin að halda að þú værir ....... þess vegna setti ég þessa athugasemd með ,,fyrrum vesturbæjarstórveldi" inn í færsluna, til að vekja suma. Þetta verður örugglega leiðrétt síðar í athugasemdinni.

Það rétt hjá þér að það er klárlega tilefni til þess að fara varlega þegar maður fær gula spjaldið. En dómarinn hvíslaði því að mér að ef ég yrði snöggur að gera bragabót myndi spjaldið verða dregið til baka.

Já vel og minnst þetta með að leiðrétta ,,fyrrum......" það verður að bíða betri tíma því ég var of snöggur að ýta á hnappinn senda

e.s. til hamingju með sigurinn á Grindavík í gær... já þeir klikka ekki þessir Þórsarar Gummi Ben leggur upp bæði mörkin og annar Þórsari skoraði bæði mörkin. Góða helgi

Þetta með þakið á stúkuna.... það kemur þótt síðar verði. En FiFA og UEFA segja Akureyri í svo mikilli sérstöðu að það þurfi ekker frekar að hafa þak en menn vilja til þess sé veðrið svo gott, sérstaklega norðan Glerár.

Páll Jóhannesson, 26.6.2009 kl. 08:29

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Flottar myndir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband