Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Flettum malbikinu af Laugaveginum og höldum í gömlu götu myndina.....

Mitt í allri umræðunni um verndun gamalla húsa og nauðsýn þess að varðveita gamla götumynd er vert að huga að ýmsu t.d. Hvað á eiginlega fólk við þegar það segir nauðsýn að halda í gömlu götu ímyndina? Getur það talist að halda í gamla götuímynd að varðveita hin umtöluðu hús við Laugaveginn, með því að láta þau standa þar um ókomin ár og hamla eðlilegri uppbyggingu á miðbæ höfuðborgarinnar? Gefum okkur að þessi hús verði gerð upp og muni líta út eftir fegrunaraðgerð sem næst sínu upphaflega útliti, hvaða götuímynd er verið að varðveita? Þessi tvö hús munu samt sem áður standa inn á milli nýrra húsa eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Munu húsin tvö ein og sér viðhalda hinni gömlu götuímynd? - varla.

Ef fólk vill halda í gamla götuímynd breyta þessi tvö hús einhverju? Væri ekki nær að fletta malbikinu af og hafa Laugaveginn svo dæmi sé tekið bara malarveg eins og gamla götuímyndin var holóttann og fínan? Ætti þá ekki að taka niður þessa nýtísku galvinseruðu ljósastaura og setja upp gömlu tré staurana með utaná liggjandi köplum og skrúfaðar perur eins og þá tíðkaðist? Og ef menn vilja halda raunverulega í hina upprunalegu götumynd væri nær að grafa upp rafmagnskaplana, símalínurnar og koma því í húsin ofan jarðar líkt og þessum húsum sæmir? - hvern er verið að reyna blekkja?

Ég er á þeirri skoðun að verndun gamalla húsa sé orðin að há-tísku hinna óðu ,,Trefilmenna" (Takk Gunnar fyrir þetta snjalla orð) og er gengin allt of langt og út úr öllu korti. Í prinsippinu er ég ekki á móti friðun gamalla húsa, en er á þeirri skoðun að hægt sé að fara aðrar leiðir. Ef ég vil sjá falleg gömul hús í umhverfi þar sem ég upplifi gamla tímann, þá fer ég í Árbæjarsafnið. Og vilji ég sjá yfir höfuð gamla muni sem notaðir voru í gamla daga, þá fer í Þjóðminjasafn Íslands, Minjasafnið á Akureyri, Iðnaðarsafnið á Akureyri eða Byggðasafnið á Höfn í Hornafirði svo dæmi séu tekin.

Óhætt er að segja að vetur konungur hafi gert vart við sig víðar en á Íslandi. Þótt snjó kyngi niður hér á landi elds og ísa er vetraríki viða þar sem fólk á ekki því að venjast að kyngi niður snjó. Mestu öfgarnar eru trúlega að það skuli snjóa í Íran, Írak og Kína. Heyrði í útvarpinu í dag að snjór sé svo mikill á sumum svæðum í Kína að til mikilla vandræða horfi enda á fólk þar ekki því að venjast að snjó leggist þar á jörð. Hefur snjór eyðilagt stór ræktarlönd í Kína og er áætlað að þau svæði sem hafa eyðilagst sé á stærð við Skotland. Undarlegt ekki satt?

Allir gluggar standa opnir í Englandi fram að miðnætti. Á miðnætti verður þeim öllum skellt aftur og ekki opnaðir aftur fyrr en í vor. Þetta er félagsskiptaglugginn í enska boltanum. Tiltölulega rólegt hefur verið í janúar, en hver veit nema eitthvað gerist á síðustu sentímetrunum?

Fróðleikur dagsins: Því meira sem þú kvartar, því lengur lætur Guð þig lifa.

Umhverfisvernd - bara ef það hentar viðkomandi, annars skítsama

Torfunef 009Sat í veislu um helgina sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að til mín kom einn veislugesturinn og sagði ,,Palli! ég fer daglega á bloggið þitt og er ánægður með að þú skulir vera blogga um hvernig farið er með strandlengjuna - en endilega taktu Torfunefsbryggjuna fyrir hana þarf að vernda".

Þetta er rétt hjá félaga mínum. Þegar ég var krakki og unglingur voru talsverð umsvif í og við Torfunefsbryggjuna. Nú er öldin önnur. Þrengt hefur verið að bryggjunni svo mjög vegna landfyllinga. Á síðustu árum hefur hún þjónað ágætlega því litla sem til er ætlast af því að hún geri. Súlan EA lá þarna lögnum stundum milli vertíða og var orðin partur af miðbæ Akureyrar meðan hún var í eigu norðan manna. Og nú hefur Húni II átt þar samastað og fellur bara vel og þaðan hefur hann þjónað því hlutverki sem honum er ætlað, sem safn og til ferðaþjónustu, þökk sé Þorsteini Péturssyni og félögum í hollvinasamtökum um skipið.

Torfunef 005Í vetur skemmdist þessi gamla bryggja í óveðri og er nú talin á kafla hættuleg. Í mörg undanfarin ár hefur ekkert verið gert til að viðhalda þessari bryggju, nema kannski eitt og eitt pensilfar á bryggjukantinn.

Nú er svo komið að yfirvöld hafnar- og skipulags vilja fylla þarna upp og þar með myndi þessi bryggja hverfa. Bryggjan hefur þó öðlast nýtt hlutverk eftir að Súlan var seld. Hollvinasamtök Húna II hafa notað þetta sem sitt athafnasvæði. Þarna hefur smán saman verið að myndast ferðaþjónusta í kringum bátinn enda afar heppilegt svona við hjarta miðbæjar Akureyrar. Kjörin staður og heppilegur þar sem mikill fjöld ferðamanna getur með lítilli fyrirhöfn hoppað um borð. Einnig hafa skútur og eilítið af smábátum nýtt sér þessa aðstöðu.

Nú lítur hins vegar út fyrir að ef ekkert verður að gert þá muni bryggjan heyra sögunni til. Það er dapurlegt. Þetta er enn eitt dæmið um veruleika firringu manna. Hús mega ekki vera hærri en 3 hæðir til þess að hafa ekki áhrif á breytta ásýnd bæjarins. Ekki má rífa hús því varðveita verður gamla götu ímynd.

Það eina jákvæða sem hefur átt sér stað er viðvíkur strandlengjunni a.m.k. hér á Akureyri er átak bæjaryfirvalda í uppbyggingu og hreinsun fráveitulagna. Vissulega jákvætt að menn leggi metnað í að koma kúknum eins langt frá landi og framast er unnt. En Þótt kúkurinn sé farin lengra frá strandlengjunni en áður þá þarf að hreinsa til og koma þessu svæði í viðunandi horf, þetta er nefnilega eitt af því fyrsta sem farþegar með skemmtiferðaskipunum koma til landsins sjá.

Ég spyr mig enn og aftur, Af hverju ríkir þögn um strandlengjuna okkar? Hvernig stendur á því að fólk sem þykist láta sig varða umhverfisvernd og varðveislu ásýnd bæjarins að einhverju leiti, af hverju þegir það?. Er þetta ekki málefni sem verðskuldar umræðu?

Ég bíð spenntur eftir því að sjá fólk sem mótmælir daginn út og daginn inn þegar fyrirhugað er að byggja 3.-4. hæða hús í þeirra hverfi, komi og mótmæli ef og þegar stórfelldar hugmyndir um eyðileggingu strandlengjunnar líta dagsins ljós. Fyrsta skrefið fyrir þetta fólk er að skreppa í gönguferð niður að strönd og skoða og sjá með eigin augum hvað er að gerast.

Strandlengjan 026 Þriðja og síðasta myndin með þessari færslu er tekin á landfyllingu framan við ,,gamla" Bifreiðaverkstæðið BSA og horft upp eftir strandlengjunni við Strandgötu. Horft er í áttina að nýrri líkamsræktarstöð Átaks og Menningarhúsins Hof sem hvort tveggja standa á landfyllingu. Til vinstri við myndina liggur svo Strandgatan sjálf. Er í raun um tvær (Strand-) götur að ræða.

Gamla strandgatan og sú nýja sem er á landfyllingu. En það verður þó að segjast eins og er að landfyllingin við Strandgötuna er vel heppnuð og flottur frágangur á henni þannig að ekki má skila sem svo að ég sé ósáttur við hana eins og hún er. En ljóst er að mínar pælingar eru fyrst og síðast pælingar um þá mismunandi sýn sem fólk hefur á umhverfið sitt og hvort umhverfisvernd sé bara til staðar hjá mörgu fólki aðeins þegar það snertir það nánasta umhverfi og það hafi beinna hagsmuna að gæta? 

Málsháttur dagsins: Hvar sem dramblætið er, þar er fyrirlitning.

Frábær skemmtun

Stjörnufans.Ágætis helgi að baki og í raun af mörgu að taka. Horfði á lokaæfingu hjá Æskulýðskór Glerárkirkju vegna Disney tóneika sem haldnir voru svo í gær sunnudag. Helsta ástæða þess að ég er að fylgjast með þessu kór er sú staðreynd að yngsta barnið mitt sem þó verður 18 ára á þessu ári syngur í þessum kór. Hún byrjaði í þessum kór fyrir u.þ.b. 5 árum og hefur vaxið með kórnum.

Tónleikarnir voru sem sagt til fjáröflunar þar sem kórinn hyggur á æfinga- og tónleikaferð til Þýskalands í sumar. Þessum kór er stjórnað af ungri og hæfileika mikilli hugsjónarkonu Ástu Magnúsdóttur. Ásta stofnaði þennan kór fyrir u.þ.b. 5 árum og hefur hann vaxið með hverju árinu og er nú svo komið að rúmlega 70 börn og unglingar mynda tvo hópa þ.e. barnakór annars vegar og æskulýðskórinn hins vegar. Af og til taka þessir kórar höndum saman og standa að sameiginlegri uppákomum líkt og í gær.

Ekki einvörðungu er hægt að þakka Ástu fyrir alla þá vinnu sem hún leggur að mörkum við uppbyggingu á þessum kór heldur eru fjölmargir foreldrar sem mynda afbragðs stuðningshóp sem gerir það að verkum að allt þetta starf gengur eins vel og raun ber vitni um.

ÁstaMaggKórinn fékk Húsvísku dömurnar Birgittu Haukdal og Ínu Valgerði Pétursdóttir jafnan kennd við Idol. Þá kom einnig fram ungur og óþekktur söngvari Hjalti Jónsson söng hann dúett með Birgittu sem og að syngja með Æskulýðskórnum. Birgitta og Ína stóðu sig hreint út sagt frábærlega eins og búist var við. Fæstir af tónleikagestum vissu á hverju þeir ættu von þegar Hjalti hóf upp rausn sína. Og skemmst er frá því að segja að Hjalti fór algerlega á kostum og heillaði alla langt upp úr skónum.

Æskulýðskórinn sem var í aðalhlutverki fór á kostum og ég sem foreldri var stoltari en orð fá líst. Gæsahúð og geðshræring og stolt - fleiri orð eru óþörf.

Disney_Tonleikar 008Svona leit dagskráin út: 1. Töfrum slungið kvöld. úr Lion King- æskulýðskórinn 2. When you wosh upon a star. úr Gosa - Æskulýðskórinn og Hjalti. 3. Afmælisvísur Bangsapabba. Úr Dýrunum í Hálsaskógi - Barnakórinn. 4. Fyrir ofan regnbogann. Úr Galdrakarlinum í OZ - Ína Valgerður. 5. Beauty and the Beast. Úr samnefndri teiknimynd- Æskulýðskórinn. 6. Dvel ég í draumahöll. Úr Dýrunum í Hálsaskógi - Barnakór 7. Í réttu ljósi. Úr Ávaxtakörfunni- Birgitta og Barnakór 8. Vindsins litadýrð. Úr Pocahontas Ínga Valgerður. 9. Við höldum vörð. Úr Aladdín - Birgitta og Hjalti.

Eftir verðskuldað uppklapp stigu allir á svið og sungu lagið Töfrum slungið kvöld úr Lion King það var algerlega frábært í alla staði.

Takk fyrir góða skemmtun.

Að lokum kíkið á www.politik.is og lesið frábærann pistil eftir Sölmund Karl held svei mér þá að þetta sé einn af hans bestu skrifum.

Málsháttur dagsins: Ekki þarf nema einn gikk í hverri veiðistöð.

Disney -tónleika í Glerárkirkju og þú mætir.... Er það ekki?

Stormasamur dagur víða um land vægast sagt. Enn og aftur þarf að brýna fólk um að koma böndum á allt lauslegt svo það fjúki ekki út í veður og vind. Þessum látum fylgja hlýindi og sá litil snjór sem hér var er á hröðu undanhaldi. Stundum er sagt ,,þetta er bara lognið á undan storminum" greinilegt því ef langtímaspár ganga upp þá mun frysta hressilega um eða upp úr miðri viku brrrrrr.

Knattspyrnulið Þórs hélt á föstudag í æfingaferð þar sem þeir munu leika gegn úrvalsdeildarliðum Akranes og Íslandsmeisturum Vals. Í gær léku þeir gegn ÍA og lauk þeim leik 4-2 fyrir ÍA. Í dag munu þeir svo leika gegn Íslandsmeisturunum. Þór telfdi fram nýjum leikmanni  Belmondo Mbangha 26 ára miðvallarleikmaður frá Kamerún þótti þessi kappi standa sig hreint frábærlega þrátt fyrir að eiga langt ferðalag að baki og hoppa beint í leik. Skilst að í leikslok hafi verið skrifað undir tveggja ára samning við leikmanninn. Þá mun körfuboltalið Þórs etja kappi við KR á útvelli í kvöld ef veður hamlar ekki för þeirra.

Mínir menn í Manchester City leika svo í bikarnum í dag á útivelli gegn Sheff.Udt. í leik sem ég hélt að hefði átt að fara fram í gær. En alla vega leikurinn er í dag geri ég kröfu á sigur minna manna og hana nú.

Spaugstofan skoraði feitt í gær. Þvílík snilld að fylgjast með þessu landsliði grínista sem tóku kjörna borgarfulltrúa á beinið og sýndu landslýðnum hina einu sönnu og raunverulegu mynd af þessu hópi misvitra stjórnmálamanna.

DisneyPrufa 002Í dag heldur æskulýðskór Glerárkirkju tvenna tónleika í kirkjunni sinni. Eru þetta svokallaðir Disney-tónleikar. Með kórnum syngja m.a. Birgitta Haukdal, Ína ædolstjarna og ungur og lítt þekktur söngvari að nafni Hjalti Jónsson.

Í gær var ég viðstaddur lokaæfingu kórsins þar sem allt var keyrt í gegn. Greinilegt að maður á von á hreint út sagt frábærum tónleikum svo ekki sé nú meira sagt. Hin unga og bráðsnjalla Ásta Magnúsdóttir kórstjóri er greinilega á góðri leið með að búa til frábærann kór. Allur ágóði af þessum tónleikum rennur í ferðasjóð. Kórinn mun í byrjun júní n.k. halda í vikuferð til Þýskalands í æfinga- og tónleikaferð. Hvet alla sem hafa tök á að fara á seinni tónleikana ef enn eru til miðar. Ekki missa af þessu.


Drekkur maðurinn virkilega piss? ullabjakk.

Það er með hreinum ólíkindum hvað fólk getur látið út úr sér. Las haft eftir þjóðþekktum einstaklingi (sem ég hefði myndað ef ég hefði haft stuðning konunnar til að vera Papparazzi) þar sem hann segir piss vera betra en hákarl á bragðið......! Hvernig í ósköpunum veit maðurinn það? hefur hann lagt piss sér til munns? Ætli konan hans viti af því að hún er af því að þegar hún er að kyssa manninn sinn er hún að kyssa hálfgerða hlandskál?. Ég játa að mér finnst hákarl ekki góður en guð forði mér frá því að vilji láta á það reyna að vita hvort piss sé bragðbetra en hákarlinn. 

Óli eini og félagar byrja með látum.... keyptu handónýt hús í miðborg Reykjavíkur sem í raun ætti að vera löngu búið að rífa. Látum vera að þeir hafi keypt húsin, en HÁLFUR MILLJARÐUR commone dýr yrði Hafliði allur. Og þetta kalla menn að hafa vit á því hvernig á að fara með skattfé borgarbúa, boring.

Á meðan veðrið leikur við okkur hér á Akureyri hef ég óneytanlega áhyggjur af ,,litlu" systir sem býr í Njarðvíkurborg þar sem allt hefur verið á kafi í snjó á undanförnum vikum. Fólki þar á ekki að venjast þessu. Hún og Gústi geta þó huggað sig við að það styttist í sæluna sem þeirra/okkar bíður um miðjan febrúar, ég hlakka til.

Í þessum skrifuðum orðum sit ég við tölvu í Hamri og tek á móti tippurum. Rólegt en samt í ágætu lagi. Spengi pottur og því tippa menn stærra en þeir eru vanir. Gaman að sjá hvort einhver á Íslandi detti í þennan eftirsótta ,,Lukkupott" til er ég. Bikarhelgi í boltanum og mínir menn i Manchester City eiga útileik á móti 1. deildarliði Sheff.Utd.

Fróðleikur dagsins: Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur.


Nú hljóp á snærið hjá karli....

Ég stormaði inn til konu minnar og sagði ,,nú ætla ég að gera það gott, ég ætla kaupa stóra aðdráttar- og gleiðlinsu á myndavélina og gera út á fræga fólkið". Kona mín leit á mig eins og ég væri geimvera og sagði Ha! Ég hélt áfram ,,ég las að það stæði til að opna vef fyrir Papparazza". Augun ætluðu út úr konunni og hún sagði ,,Pappa hvað, ertu á einhverjum lyfjum Palli minn?".

Með dollara merki í augunum reyndi ég að útskýra fyrir konu minni að nú kæmi myndavélafjárfestingin til með að borga sig. Ég ætla fara gera út á að mynda fræga fólkið, verð frægur Pappi eitthvað. Þetta þýðir að ég verð stöðugt á ferð og flugi austur á firði, í borgina og aftur heim daginn út og daginn inn. Konan mín starði á mig hálf tómum augum. Ég greindi annað hvort vorkun  eða hneykslun í augum hennar, var ekki viss hvort.

Eftir skringilega og talsvert langa þögn rauf konan þögnina og sagði ,,Palli minn ertu endanlega gengin af göflunum? mynda frægt fólk! Hvar finnur þú frægt fólk á Íslandi svona yfir höfuð? Varla varstu að hugsa um að taka mynd af Íslendingum, ég get ekki sagt að það sé vart þverfótað fyrir því hér á Íslandi". Löng þögn..................

Veistu ætli ég rúlli ekki niður í Krossanes og taki nokkrar myndir og sjái hvort ekki nýtt sé þar að gerast. Nú lifnaði yfir konunni ,,jú Palli minn gerðu það svo þegar þú ert búinn að skjóta nokkrum þá kemur þú heim enda er bóndadagurinn í dag og við sjáum til hvort ekki hlaupi eitthvað á snærið hjá þér.

LýsistankurÞessa mynd tók ég í hádeginu í dag þar sem verið er að vinna við niðurrif í Krossanesi eins og ég hef marg oft sagt ykkur frá og nú er verið að brytja niður lýsistank.

Samhliða því að verið er að rífa niður gömlu verksmiðjuna og það sem henni fylgdi þá halda menn áfram við landfyllingin norðan svæðisins og brátt mun syðri víkin heyra sögunni til með öllu.  Það er í raun dapurlegt eins og ég hef svo oft áður komið inná að þetta gerist á sama tíma og ,,trefilmennin" eins og Gunnar Th. bloggvinur minn kallar þetta snobblið gengur um grenjandi og reynir að friða hverja eina og einustu fúaspýtu sem fyrir finnst sama hvaða hlutverk hún hefur haft í lífinu og óháð útliti og ástandi. Það er andsk... fúlt og væri óskandi að þetta fólk gerði sér ferð niður að strandlengjunni og þreifaði á lífinu, þó ekki væri nema af og til.

Málsháttur dagsins: Margur gáir þess síst er gleymast ætti síst.

Og ég sem hélt þeir notuðu hnífa....

Ó, Reykjavík, ó Reykjavík... var sungið forðum daga og mikið ofboðslega á það vel við nú. Vesalings borgarbúar þið eigið alla mína samúð að sitja uppi með kjörna fulltrúa, en kannski eigið þið þetta bara skilið þið kusuð þetta yfir ykkur. Samt skondið, það er varla hægt að blogga um ruglið í borginni, hlutirnir gerast svo hratt! Björn Ingi hættur farin heim og vill ekki leika lengur, ekki skrítið hver vill leika með óvitum (framsóknarmönnum) sem leika sér með stórhættuleg vopn? en eftir situr að skemmda eplið er enn í körfunni. Samt pínulítið fyndið að formaður flokksins vill að flokksmenn ,,slíðri sverðin" ég sem hélt að þeir væru að nota hnífa Tounge

Luxor - strákabandið sem Einar Bárðarson setti saman er sprungið. Grátlegt þeir voru varla byrjaðir, hvað ætli valdi? Var umboðsmaður Íslands að klikka einhvers staðar? alla vega er látið í það skína, en hvað veit ég? Tveir úr þessum sönghópi eru Akureyringar sem ég kannast prýðilega við. Þeir eru báðir afar frambærilegir söngvarar. Held t.d. að þeir ættu að gera þessa hluti á eigin forsendum og þá mun allt fara á besta veg hjá þeim, sannið til.

Í kvöld verður stórleikur hér á Akureyri í körfuboltanum. Við Þórsarar fáum Keflvíkinga í heimsókn. Keflvikíngar eru efstir í deildinni og hafa einungis tapað einum leik í vetur. Þór vann í síðustu umferð hér á heimavelli Grindvíkinga sem er eina liðið sem unnið hefur Keflavík í vetur. Verðugt verkefni bíður því Þórs í kvöld að leggja Keflvíkinga. Skora á fólk að mæta í íþróttahús Síðuskóla í kvöld og horfa á skemmtilegan körfuboltaleik. Ef fólk á ekki heimagengt þá getið þið farið á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og fylgst með leiknum sem verður í beinni textalýsingu.

Málsháttur dagsins: Það er ekki allt lofsvert sem heimskir hæla.

Og ég sem hélt að hnífurinn stæði í kúnni....

Gúrka, gúrka og meiri gúrka! Frétta- og blaðamannastéttirnar komust enn og aftur í feitt. Kjörnir borgarfulltrúar Reykjavíkur sjá til þess að sagan endalausa er skráð upp á nýtt og strokuð út reglulega með óreglulegum hætti þannig að engin skilur upp né niður í hvað er að gera, og síst af öllu þeir sjálfir.

Hver sveik hvern? hverjum er treystandi og hverjum ekki? í hvaða baki stendur hnífur? og ég sem hélt að hann stæði venjulega í kúnni? Sjallarnir treysta Óla ,,eina" enda ljótt að skilja útundan því komið hefur á daginn að hann er einn í flokki. Það stendur þó til bóta einhvern tímann þegar dóttir hans snýr úr fæðingarorlofi. Þó má ekki gleyma því að á sama tíma græðir listamannastéttin, af hverju? Nú ekki hefst undan við að höggva út nýjar brjóstmyndir af nýjum borgarstjóra þegar búið er að steypa af stóli og koma nýjum að. Og vel á minnst launadeildin í ráðhúsinu fær aukið verkefni með reglulegu millibili við að reikna út biðlaun þessa fólks sem hagar sér eins og smábörn í sandkassaleik.

Undrast þögnina sem ríkir í herbúðum sonarins á heimilinu, hvað ætli valdi? Gæti verið að úrslit kvöldsins spili þar stórt inn, skildi þó ekki vera? Að sögn voru Arsenal og Tottenham að spila í deildarbikarnum í kvöld. Hef lúmskan grun um að það sé ástæða þagnarinnar úr herberginu hans. Þori ekki að banka upp og spyrja, fer bara á textavarpið og gái.......

Heyrði í kvöld í Hrönn systir sem býr í Njarðvíkurborg. Greinilegt að hún er búin að fá nóg af roki. Farin að þrá smá logn. Skil það mæta vel enda hefur hvert stórviðrið með stormi og leiðindum gengið yfir suðvestur horn landsins undanfarnar vikur. Skiljanlega verður fólk pirrað. Vona að ,,litla" systir verði bænheyrð, hún á það skilið.

MániEr haldin ljósmyndadellu. Fjölskyldan er að verða nett pirruð stundum á því að fá ekki stundarfrið frá myndavélinni. Þess vegna bregð ég mér af bæ af og til, til þess að mynda náttúruna og hið nánasta umhverfi mitt. Nú þegar sól fer ört hækkandi á lofti og snjór liggur yfir öllu verður birtan afar skemmtileg. Í gær brá ég mér út með vélina og myndaði hátt og lágt enda birtan einstaklega falleg. Læt fylgja með þessari færslu eina mynd sem ég tók af tunglinu. Það er eitthvað svo heillandi við Tunglið. Tunglið togar. Hver man ekki eftir kvæðinu ,,Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja......."

Málsháttur dagsins: Eftir konungsins sið breytir allt hans lið.

Nægar birgðir af vaselín

Æ,æ,æ,æ. og meira æ, talandi um traust, trúnað samstöðu heilindi og guð má vita hvað...... Hver sagði hvað? hver svíkur hvern? var og er einhver svikin? Er einhverjum treystandi? Verð að játa að nú vorkenni ég höfuðborgarbúum, þetta eiga þeir svo ekki skilið.

En eitt er á hreinu að ekki er neinn hörgull á vaselín birgðum í borginni Tounge 

Málsháttur við hæfi: Vandséð er hvað við tekur ef vissu sleppir.
mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex sem segir sex

Ég hef verið að spá í hvernig leikreglum sé háttað? Ætli hjálpartæki séu leyf t.d. bláar myndir, blöð, maki, titrarar, víagra  ogfl.......? Hvað ætli séu margir dómarar við hvern keppanda? Þá er einnig spurning um hvort áhorfendur séu leyfðir?  

49 fullnægingar á 6 (sex) klukkutímum met hjá einni konu. Getur þetta verið, getur verið að hún sé bara góður leikari?

Er möguleiki á að þetta verði keppnisgrein á Ólympíuleikum framtíðarinnar?

Málsháttur dagsins:  Getnaðarlimur fíls er sá þyngsti í heimi, eða u.þ.b 27 kíló.
mbl.is Danmerkurmót í sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband