Leita í fréttum mbl.is

Útskrift og facebook

Laugardagurinn 13. júní verður óneytanlega stór dagur í lífi fjölskyldu minnar. Sonurinn útskrifast frá Háskólanum á Akureyri, fyrstur barna okkar. Get ekki neitað því að við ,,gamla" settið erum u.þ.b. að deyja úr stolti. Okkur finnst það bara allt í lagi.

Þótt það sé í sjálfu sér ekki fréttnæmt þá heimsóttum við ættarhöfuðin í gær. En það sem vakti kátínu hjá mér var þegar mamma kom til mín með myndavélina og sagði ,,Palli taktu mynd af mér sem ég get notað, ég er að spá í að opna facebook síðu". Já það verður seint sagt um mömmu að hún sé íhaldsöm og óttist breytingar. Ég tók mynd af henni á hennar myndavél og svo á mína líka. Og hér er afraksturinn. Hver veit nema þessi mynd muni birtast á facebook á næstu dögum?

Mamma á facebook

Sá fullorðni lét sér fátt um finnast og hallaði undir flatt og lét fara vel um sig í stofunni. Glott út í annað ef ekki bæði og örlítið fuss og pínulítið svei.... netið, facebook pifff

Pabbi

Held samt að hann hafi lúmskt gaman af þessu og reyni bara að espa fólk upp til að lífga upp á umræðurnar.

Hvað um það við brugðum okkur svo í kvöld í heimsókn til Önnu systir og kíktum á nýju íbúðina sem hún var að flytja inn í. Fín íbúð og er ég sannfærður um að þarna á eftir að fara vel um hana. Kaffi, súkkulaði rúsínur og létt spjall fram yfir miðnætti, notaleg kvöldstund. Takk fyrir okkur. 

Á heimleiðinni var farið út að Ytra Krossanesi og tekin ein mynd af sólsetrinu. Gríðarlega fallegt og vel lukkuð mynd þótt ég segi sjálfur frá. Myndin segir allt sem segja þarf. Fallegt.

Sólsetur

Ef að líkum lætur þá mun ég birta einhverjar grobbmyndir frá útskrift sonarins við tækifæri.

Fróðleikur dagsins: Ef þú setur rúsínu í kampavínsglas mun hún sökkva til botns og fljóta upp á yfirborðið til skiptis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margith Eysturtún

Góðan morgun . Til hamingju með hann Sölla

Margith Eysturtún, 13.6.2009 kl. 04:42

2 identicon

Enn og aftur til hamingju með Sölla.  Þið hjónin megið nú bara monta ykkur eins og hjartað getur.....það eflir börnin okkar bara að sjá hvað mamma og pabbi eiga til mikið stolt handa þeim. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband