Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Flottar stelpur

Ég ætla grobba mig aðeins af Stelpunum okkar í Þór/KA. Þær eru nú búnar að spila 3 leiki í A- deild Lengjubikarsins í knattspyrnu og trjóna þar á toppnum, enn sem komið er. Jafntefli á móti Val, sigur á móti KR og Aftureldingu/Fjölni. Þetta er frábær byrjun hjá stelpunum. Þær eiga tvo erfiða leiki eftir í deildinni, útileikur gegn Breiðabliki og heimaleikur gegn Stjörnunni.

Á fimmtudeginum brá ég undir mig betri fætinum og 4 hjólbörðum og hélt á vit nýrra ævintýra í höfuðþorpi Íslands.Hafði góðan tíma eftir hádegi þegar ég var búinn að koma kosningastjóranum af mér og þá ætlaði ég að njóta lífsins með viðhaldinu. Ég hef marg oft ekið eftir Ægissíðunni  en aldrei með opin augun, sjáið það er svo auðvelt að fara um með opin augun en þó lokuð. 

Ég hóf þó þessa yfirferð mína á því að keyra út á bílastæðin við Gróttu þ.e. við gönguleiðina út að vita. Sá að það var byrjað að flæða að, svo ekki tjóaði að vera með nett droll heldur dreif ég mig af stað. Komst að því að veðrið var ekki eins gott og það leit út fyrir að vera,  það var gluggaveður. En samt ekki slæmt veður heldur ég klæddur eins og fífl, hefði mátt vita að það væri ekki vetur.

Gróttuviti

Sá að farið var að flæða að svo ég varð að hlaupa við fót til þess að lokast ekki inni/úti og bíða eftir næsta útfalli.

Grottuviti

Hefði þó geta sest niður því þarna var hin glæsilegasta aðstaða. Ekki djúpbólstraður en fínn. Menn mega jú ekki staldra of lengi við til að komast yfir í tíma. 

bekkur.jpg


Við ytri höfnina lá svo glæsilegt þrí mastara skúta sem er Þýsk 80 metra langt skólaskip. Samkvæmt heimildum er hér um að ræða skip smíðað árið 1958. Skora á fólk að drífa sig niður að höfn og berja þetta fallega fley augu. 

 Gorch Fock

,,Ægissíðan, blessuð blíðan" ,,opin fjaran með blautan þarann" Eitthvað á þessa leið söng Laddi forðum, Þórður eða Mófreður. Við Ægissíðuna standa leifar af gömlum verðbúðum, grásleppuskúrar, dráttarspil og græjur til að draga báta á land. Skilst að það standi til að gera upp þessar menjar og varðveita. Það er hið besta mál.

Aegissida 

Vindubúnaður sem menn hafa svo haglega sett upp til að draga báta að landi. Rússnesk bílvél með gírkassa og öllu tilheyrandi. Hefur verið gaman að sjá menn nota þessar græjur. 

vinduvelbunadur.jpg

Dráttarbrautin er á leið í kaf, þar sem aldan grefur hana niður í sandinn  með stöðugum barningi. Allt lætur undan í tímans rás. 

drattarbraut.jpg

Til að koma bátunum á land þurfti meira en vindubúnað. Hér má sjá leifar af gömlum dráttarvagni. Hægt og bítandi grotanar hann niður og hverfur í gras. En stendur þó til bóta, þótt síðar verði.

drattarvagn.jpg

  Fjaran iðaði svo sem ekki af lífi en samt mátti sjá lífsmark hér og hvar. Kisi í leit að ævintýri og ,,gamla" konan að fylgjast með.

kisi.jpg

Kisi hafði verið að sniglast þar sem heitt vatn rann til sjávar - eða fjöru. Rólegt en þó mátti sjá sm líf

thari.jpg

Sumir sátu að snæðingi í gluggaveðrinu, sem var og er allt í lagi sé maður rétt klæddur.

borda_aegissida.jpg

Svo eina og eina unga mömmu viðra ungviðið.

barnavagn.jpg

Já svo er aldrei að vita nema ég setji inn fleiri myndir út þessari Reykjavíkurferð enda úr nógu að velja.

Málsháttur dagsins: Hart mætir hörðu sagði kerlingin þegar hún settist á stein


Að bera nafn með rentu

,,Það er ómögulegt að segja, við fórum líka í gær og urðum ekki varir. Veðrið er svo geggjað að við ákváðum að fara aftur í dag og sjá hvað setur. Ef við nælum ekki í soðið í dag þá bara komum við heim með öngulinn í rassinum, en sælir því veðrið er svo gott". Það var eitthvað á þessa leið hið stutta samtal sem ég átti við þá feðga (faðir og ungling sonur) sem voru að sjósetja ......

Sjósetning

Pabbinn sá um að bakka bílnum með kerruna og sonurinn stjórnaði fumlaus aðgerðum og hélt í fastsetningartogið....

sjosetning02_818255.jpg

Sonurinn öruggið uppmálað.... upprennandi sjóari

sjosetning06.jpg

Engar fréttir af aflabrögðum, en vonandi komu þeir feðgar ekki heim með öngulinn í rass... Mikil umferð báta inn og út úr höfninni, enda veðrið til þess að fara á sjó. Að lokum veifuðu þeir feðgar kumbánlega að lokum.....

ut_og_inn.jpg

Á yfirferð um bótina varð á vegi mínu tveir bátar á þurru sem vöktu athygli mína og titill bloggsins er vísun í þá kynjagripi. Annar báturinn heitir Stubbur og hinn Hafdís.  Þegar ég sá Stubb þá datt mér í hug vélstjóri einn sem ég kannast við og er í daglegu tali kallaður ,,Snati". Vélstjórinn sagði eitt sinn ,,ég skal hundur heita ef....... " viti menn áformin gengu ekki eftir og uppfrá því er hann alltaf kallaður ,,Snati". 

stubbur.jpg

Stundum er sagt um þá sem eru frekar lávaxnir að þeir séu stuttir í annan endann... Stubbur er stuttur. Ekki nóg með það hann er lítið lengri en hann er á breiddina og svo er engu líkara en menn hafi ekki átt nægilega mikið efni til að ljúka við stefni bátsins, það hefur án efa upphaflega verið dans í kringum reglugerð.

Svo var það hinn báturinn sem ég staldraði við. Fallegur skrokkur, með skelfilega yfirbyggingu sem gerir heildarmynd bátsins þannig að manni finnst báturinn einfaldlega ljótur. En hann ber fallegt nafn - Hafdís.

hafdis.jpg

Þegar skrokkur og yfirbygging hafa verið sett í eitt hefur notagildi án efa verið ríkjandi og ekki á nokkurn hátt hugsað um útlit. Fordómar mínir? kannski og þá verður bara að hafa það. 

Stubbur og Hafdis

Já svei mér þá ef Stubbur er álíka breiður og hann er á lengdina. Hafdís fallegur skrokkur og þar með er allt upptalið. Vonandi þjónar hann eiganda sínum og sanni að ekki sé allt fengið með útlitinu.

Í síðustu viku renndi ég og dóttursonur minn Jón Páll örstuttan bryggjurúnt meðan við biðum eftir því að mæðgurnar kláruðu sig í Bónus. Þá sáum við trillukarl einn í bát sínum í aðgerð. Nýkomin heim. Engin vargur aðeins bra bra (æðarfugilinn)eins og Jón Páll kallaði fuglinn sem beið eftir því að fá eitthvað í gogginn. Aflinn einhver ekki vitað um aflamagn en smá var hann. Sem gamall togara - og bátasjómaður þá myndi ég varla nota þessi kóð í spyrðing, nei svei mér þá, en hvað gera menn ekki í kreppu?

Aðgerð

Já það er líf í Bótinni og með hækkandi sól lifnar yfir öllu.

Fróðleikur dagsins: Gott stríð og vondur friður verða aldrei til.  


Bóndi, blaðasali, skósmiður, verkstjóri og ..................

Bóndi, skósmiður, blaðasali, götusópari og ýmis önnur störf í gömlu Sambandsverksmiðunum á Gleráreyrum var meðal þess sem hann tók sér fyrir hendur. Mikill félagsmálamaður svo ekki sé nú meira sagt enda einn af stofnendum Iðju verkalýðsfélags þá aðeins 18 ára gamall. Templari og innvígður Musterisriddari svo fátt eitt sé nú nefnt af því sem þessi maður tók sér fyrir hendur í lífinu auk þess að vera faðir 6 barna.

Maðurinn er tengdafaðir minn Pálmi Sigurður Ólafsson. Í dag hefði hann orðið 91. árs væri hann á lífi. Pálmi lést 23. ágúst árið 1982 þá aðeins 64 ára gamall. Pálma á ég talsvert mikið að þakka sérstaklega fyrir það að hafa getið af sér yngsta barnið sitt - konuna sem ég er giftur - konan í lífi mínu. 

Tengdó

Pálmi í blaðavagninum.

Pálmi var gríðarlega traustur maður og sannkallaður vinur vina sinna. Hann hefði vaðið í gegnum eld og brennistein fyrri fjölskyldu, sem og vini sína. Óhætt er að segja að hann hafi oft og iðulega þurft að gera það í lífinu. Því miður náði frumburður minn eitt minna barna að kynnast afa sínum. Stutt en þó aðeins.  Ég kynntist Pálma fyrst 12 ára gamall þegar ég gekk í stúku og svo enn betur þegar ég var 14 ára þegar ég fór í götusópið þar sem hann réði ríkjum. Svo kynnin miklu þegar hann varð tengdafaðir minn. Ég á Pálma mikið að þakka. Ljúfar minningar um traustan mann sem hægt var að teysta á. ,,Hver minning er dýrmæt perla".

Í gær brá ég mér í Bogann og horfði á leik Þórs og KA í Lengjubikarnum í fótbolta. Þegar þessi lið mætast er jafnan mikið fjör enda mikið undir. Þór og KA mættust í úrslitaleik í Soccerademótinu í knattspyrnu 13. febrúar hinn ágæta dag. Þá fóru mínir menn með sigur af hólmi 1-0. Fyrri hálfleikur var hálfleiðinlegur lítið um opin færi og endapunkturinn á leiðindum í fyrri hálfleik var þegar KA komst yfir 0-1 og þannig var staðan í hálfleik. Lárus Orri hefur greinilega messað hressilega yfir okkar mönnum því allt annað var að sjá til liðsins í síðari hálfleiknum. Þór jafnaði leikinn í síðari hálfleik og lauk honum með jafntefli 1-1 þar sem Jóhann Helgi Hannesson skoraði mark Þórs. Endilega kíkið á heimasíðu Þórs og lesið um leikinn þar upphitun - umfjöllun

Næsta bloggfærsla sem mun koma trúlega á morgun verður um Stubb og Hafdísi og yfirskrift bloggsins verður trúlega ,,Að bera nafn með rentu". 

Fróðleikur dagsins: Mesti fjöldi sem hefur komið á einn körfuboltaleik er 800.000 manns. Það var á Ólympíuleikvanginum í Aþenu, þann 4. apríl 1968


Flottar stelpur

Þessi dagur var aldeilis ágætur í alla staði. Fallegt veður og hreint út sagt frábært tilefni til að skreppa út með viðhaldið. tók á annað hundrað myndir í dag. Landslagsmyndir, þegar bátur var sjósettur og fylgdist með smábátum sigla  út úr Sandgerðisbótinni.

sjosetning_03.jpg

Skrapp svo í Bogann í dag og horfði á leik með Stelpunum okkar í Þór/KA taka á móti bikar- og Lengjubikarmeisturum síðasta árs KR. Fyrirfram voru KR ingar taldir sigurstranglegri þar sem að t.d. vantar 4 sterka leikmenn í okkar lið og þar á meðal markadrottningarnar Rakel Hönnudóttir og Mateju Zver.

Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkar í Þór/KA unnu afar sannfærandi 1-0 sigur á KR og máttu KR ingar prísa sig sæla að sleppa svo billega. Stelpurnar okkar í Þór/KA höfðu talsverða yfirburði, sanngjarn sigur. Um síðustu helgi lék liðið gegn Íslandsmeistaraliði Vals í Lengjubikarnum og skildu liðin jöfn 1-1. Þessi frábæra byrjun hjá liðinu okkar gefur okkur vonandi fyrirheit um það sem koma skal. 

Að sjálfsögðu var ég með myndavélina á lofti og náði þessum myndum af markinu.

Lengjan ThorKA KR Bojana 01

Hornspyrna og Bojana Besic stekkur hæst allra og viti menn.......

Lengjan ThorKA KR Bojana 02

Boltinn steinlá í netinu....

lengjan_thorka_kr_bojana_03.jpg

Svo var fagnað að hætti hússins.

Lengjan ThorKA KR Fagn

Gleðin var ósvikin í leikslok. 

Meira að íþróttum því mínir menn í Manchester City tóku á móti Sunderland í dag. Líkt og í Boganum þá létu mínir menn sér duga eitt mark í sigri. Ég geri enga athugasemd við það þótt markið hafi bara verið eitt á meðan það er sigur. 

Ef allt væri með felldu væri ég búinn að setja inn myndir og umfjöllun um leikinn gegn KR á heimasíðu Þórs sem og upphitunarpistil vegna leiks mfl. karla annað kvöld gegn KA í Lengjubikarnum. Bilun í höfuðstöðvum þar sem serverinn er sem heimasíðan er í þjónustu er bilaður og liggur niðri. Eftir því sem mér er tjáð gæti þetta komist í lag um hádegisbilið á morgun.

Þetta er svo sem allt og sumt að sinni og myndir úr ljósmyndatúrnum í dag mun ég svo birta í næsta bloggi á morgun eða þriðjudag

Málsháttur dagsins: Það eru fagrar rósir sem fölna aldrei


Snæfell rúllar

Það er sagt að tengist maður einu sinni sjó og sjómennsku þá togi hafið og tengdir hlutir í mann eins og segull. Hvað mig varðar þá staðhæfi ég að svo sé. Hefði heilsufar ekki sett strik í reikninginn væri ég án efa enn á sjó. Ég kvaddi sjómennskuna með trega, hafið togar. Það skip sem ég var hvað lengst af til sjós á og hef mestar taugar til var Sléttbakur EA 304. Stundaði sjómennsku þar í nærri 15 ár í tveimur áföngum, yndislegur tími. Skipið keypti ÚA af Færeyingum sem höfðu látið smíða fyrir sig og gert út sem frystiskip. ÚA keypti einnig systurskipið sem fékk nafnið Svalbakur EA 302. Þegar Færeyingarnir áttu skipin hétu þau Stella Kristina og Stella Karina og voru þessi skip ávallt kölluð ,,Stellurnar" ÚA breytti skipunum í ísfisktogara. Síðar var Sléttbak breytt í frystiskip og fór hann í sína fyrstu veiðiferð sem frystiskip í otkóber 1987. Ég hafði verið þá í 4 ár á Svalbaki EA systurskipi Sléttbaks og fylgdi þáverandi yfirstýrimanni Kristjáni Halldórssyni á Svalbaki yfir  á Sléttbak þar sem hann var ráðin sem skipstjóri á Slettanum. Ef ég man rétt vorum við 9 sem fylgdu honum yfir eða ríflega helmingur áhafnarmeðlina enda taldi áhöfn Svalbaks 18 manns.  

Síðar eignaðist Samherji skipið og þá fékk skipið þá nafnið Akureyrin. Í haust lagðist svo skipið við bryggju hér á Akureyri og hafist var handa við ýmsar breytingar á skipinu. Marg sinnis renndi ég bryggjurúnt bara til að berja þetta dásemdar skip augum, og rifja upp gamla tíma.  Ljósmyndadella mín gerði það að verkum að nú skildi ég ekki láta hjá líða að mynda skipið þegar það svo léti úr höfn. Setti mig í samband við Kristján Vilhelmsson einn eiganda fyrirtækisins til að tryggja að ég fengi í tíma upplýsingar um hvenær skipið léti úr höfn. 

Í dag rann svo loks upp hinn langþráði dagur, allt klárt og skipið skildi halda til veiða. Ég kom mér niður á Sigöldu til að mynda þegar þeir létu úr höfn.

snaefell_01.jpg

Því næst reykspólaði ég í burt og setti stefnuna út á ÚA bryggju til að geta tekið mynd af skipinu þegar það sigldi fram hjá þar. Ég sá að þeir tóku hringi inná pollinum fyrir fólkið á bryggjunni og mikið var flautað. Biðin fyrir mig var löng. Ég stóð þarna með myndavélina fasta framan á andlitinu og smá kliður frá tækjum manna sem voru að vinna við endurbætur á bryggjunni, þolinmóður en samt óþreyjufullur. Í bland fannst mér eins og ég heyrði sérkennilegt skvaldur - vatnshljóð, sem var ekkert skrítið ég stóð jú við bryggjukantinn. Mér er litið niður og sé þá renna hjá hið mesta furðufley.  Kajak, og það sem meira er að skipverjinn virtist nota einhvers konar utanborðsmótora, greinilega rafknúna því hann rann næsta hljóðlítið framhjá.

kajak.jpg

Ég hélt áfram að bíða óþreyjufullur en þó þolinmóður. Á meðan ég beið renndi framhjá einn smábátur. Hægt og hljótt klauf Hanna sléttan sjóinn og stefndi inn á poll. Ég beið.

hanna_ea.jpg

Skömmu síðar lifnaði yfir Páli þegar hann sá það sem hann beið eftir. Hjartað barðist um í brjósti mínu það segi ég satt. Og um það leiti sem ég hóf að mynda kom Kristján Samherjaeigandi og parkeraði hjá mér. Karlinn vildi að ekkert færi úr skorðum í myndatökunni, nema hvað?.

snaefell_02.jpg 

Sjáið hvað þetta er glæsilegt skip. Og það sem meira er að þetta skip er orðið 40 ára gamalt. Gaman væri að vita hversu mikil verðmæti þetta skip hefur komið með að landi svo ég tali nú ekki um hversu miklar gjaldeyristekjur það hefur skapað og allur sá fjöldi manna sem þetta skip hefur tryggt vinnu. Já ég er ekki viss um að loftbólugæjarnir sem díluðu með alla vasa fulla af peningum sem aldrei voru til og héldu í alvöru að peningar yrðu til í bankanum og settu þjóðina á hausinn, geri sér grein fyrir mikilvægi sjávarútvegsins. Þarna verða peningarnir til, alvöru peningar. 

Hvað um það. Skipið renndi framhjá hljóð- og átakalítið klauf hafflötin óaðfinnanlega. Þeir tóku hring og snéru við fyrir utan Slippstöðvarinnar og renndu aftur inn fyrir bryggjuna fyrir framan Brim. Snúið við aftur og sett á fulla ferð og nú var haldið til veiða, búa til peninga og leggja þannig sitt af mörkum við að endurreisa þjóðarbúið. 

snaefell_03.jpg

Ég tók þó ekki nema 90 myndir af skipinu sem varðveitt verða og gætt eins og sjáaldurs augna minna í framtíðinni. Meðan á öllu þessu gekk beið kona í bílnum þolinmóð. Þegar ég settist inn í bil sat kona hljóð og svipurinn á henni var sérkennilegur. Hún snéri sér að mér og sagði ,,Þetta rifjar upp gamla tíma......... kemur við hjartað í manni............. maður hefur enn svo miklar tilfinningar gagnvart þessu skipi. Ef grannt hefði verið skoðað þá hefði það ekki komið mér á óvart þó örlað hafi á vætu á hvarmi, veit ekki en held það barasta. 

Hvað sem því líður Stella Kristína, Sléttbakur, Akureyrin og nú Snæfell er á leið á miðin eða jafnvel komin, fer eftir því hvert stefnan var tekin.

Málsháttur dagsins:  Sérhver dygð heiðrar þann sem hana iðkar


Fallegt og hjartnæmt

Talsverður snjór hefur verið hér í bæ þótt ekki sé hægt að kalla það fannfergi. En trúlega myndi það flokkast undir hamfarir sumstaðar. Mikil hlýindi síðustu daga gerir það að verkum að snjóinn tekur hratt upp. Vonandi helst nægur snjór í fjallinu hinu eina sanna eins og við Akureyringar köllum Hlíðarfjallið. Mikil aukning í ferðaþjónustu tengdri skíðum og öðrum vetraríþróttum má greina hér norðan heiða.

Þegar bankarnir féllu í haust tóku sig til menn hjá einu fyrirtæki hér í bæ og settu upp stórt upplýst hjarta í heiðina handan fjarðarins. Fyrst var hjartað rautt. Með þessu vildu menn hvetja bæjarbúa til dáða í þeim hremmingum sem yfir þjóðina voru að dynja. Þetta átti að vera til þess að hvetja menn til dáða og fá fólk til að hugsa jákvætt og sína náunganum tillitssemi. Á fyrsta degi rauk ég til og tók mynd af þessu fyrirbrigði, mig óraði ekki fyrir því þá að þetta myndi fá að standa svo lengi sem raunin er á. Þá leit þetta svona út

rautt_hjarta.jpg

Þegar líða tók á vetur tóku menn sig til og skiptu um perur. Nú var sett í seríuna hvítar perur og það sem meira er að hjartað slær. Styrkur ljóssins dofnar og eykst á víxl. Í vikunni brá ég mér yfir og kom mér fyrir á sama stað og í haust og tók nýja mynd. Táknrænt og skemmtilegt. Þessir framtaksömu menn sem að þessu standa eiga heiður skilið - Takk.

img_8623.jpg

 Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir umfanginu á þessu, en til upplýsingar þá er stærð hjartans álíka og fótboltavöllur í fullri stærð. Þetta sést afar vel úr bænum hvar sem maður er. Fólki hér í bæ er farið að þykja afar vænt um þetta. Kannski þykir fólki sem aðeins les um þetta en hefur ekki séð með eigin augum þetta heldur ómerkilegt eða tilþrifa lítið. Hvað um það við erum stolt af þessu og þykjum vænt um og þá er tilganginum náð. 

Á leið minni til baka stansaði ég neðan við Samkomuhúsið hið eina sanna þar sem Leikfélag Akureyrar er með sína aðstöðu. Gamall hús, virðulegt og fallegt. Þrátt fyrir háan aldur er húsið einkar fallegt og fátt sem bendir til þess að það sé orðið 100 ára gamalt. Svona lítur það út í kvöldskímunni.

samkomuhusid.jpg

Eins og veðrið er þessa daganna blautt veður vegna hláku verða bílarnir fljótt afar skítugir. Ég brá mér út í kvöld til að þrífa bílinn og kom þá við í Krossanesi. Njósna um framkvæmdir og njóta blíðunnar.

kvoldblogg8678.jpg

Mikil kyrrð og fallegt yfir að líta - engu líkara en vor sé í lofti. Varast skal þó að fyllast of mikilli bjartsýni hvað þetta varðar því það gæti komið enn eitt hretið, það er jú bara mars.

kvoldblogg8691.jpg

Horft til suðurs í áttina að slippstöðinni. Stór togari í flotkvínni. Þetta mannvirki virðist aldrei standa lengi tómt. Greinilega góð verkefnastaða hjá Slippstöðinni. 

kvoldblogg8693.jpg

Hér er horft í átt að Svalbarðseyri. Ef glöggt er skoðað má sjá að græna ljósið í mastrinu kallast á við hvíta ljósið í vitanum á Svalbarðseyri. Ég man þá tíð þegar ég var krakki að maður horfði yfir til Svalbarðseyrar í myrkrinu og dáðist að ljósinu í vitanum. Það var einhver dulúð yfir þessu. Barnsaugað horfði og maður lét sig dreyma. Þegar ég hafði látið mig dreyma um gamla daga þegar ég var barn um stund fannst mér tími til komin að halda heim á leið áður en ég gengi endanlega í barndóm og missti bílprófið. Nenni ekki að labba heima, eins haltur og skakkur og ég er og sá göngutúr tæki full langan tíma. Og þar sem ég væri gengin í barndóm mætti ég samkvæmt lögum ekki vera svona lengi úti á kvöldin. 

kvoldblogg8697.jpg  

 Síðasta myndin úr þessari yfirferð er tekin við innkeyrsluna inná athafnasvæðið þar sem Aflþynnuverksmiðjan er að rísa. Horft til suðurs haldið heim á leið. 

Fróðleikur dagsins: Séð allt, gert allt, man ekki helminginn af því.


Vanda þarf til verka og hafa skipulag í lagi

Brá mér á fimleikamót á föstudag sem haldið var í íþróttahúsi Glerárskóla. Það var ágætis skemmtun og þó kannski sérstaklega fyrir okkur þar sem afastelpurnar mínar Margrét Birta og Elín Alma voru að keppa í sinni fyrstu fimleikakeppni.

fimak2009.jpg

Mikil gróska er í fimleikum hér á Akureyri og er svo komið að félagið getur ekki vaxið vegna þrengsla í hinu litla íþróttahúsi Glerárskóla. Þetta stendur til bóta þar sem verið er að byggja nýtt hús sem mun verða sérhæft fyrir fimleika. 

En að keppninni. Þetta var þeirra fyrsta keppni og stóðu þær sig með miklu prýði. Ekki laust við að afi og amma hafi verið pínulítið mikið stolt.

img_8423.jpg

Hér eru þær systur á jafnvægis slá í upphitun. 

img_8475_811985.jpg

Margrét Birta á tvíslá keyrði það prógram af öryggi....

img_8481.jpg

Og endaði með stæl. 

img_8487.jpg

Og litla systir hún Elín Alma ekki var hún síðri en stóra systir öryggið uppmálað

img_8490.jpg

Og hér var endirinn eigi síðri - glæsilegt ekki satt?

Ég veit svo sem ekki hvort það er smæð hússins um að kenna en mér fannst talsvert vanta upp á skipulagið á mótinu. Mótið hófst aðeins og seint miðað við upphaflega tímaáætlun en fór nærri hálfan annan tíma fram úr áætlun. Það er óásættanlegt og þurfa skipuleggjendur að huga að því að vanda þarf til verka við skipulagningu. Hvort tveggja erfitt fyrir keppendur sem og áhorfendur. 

Hvað um það mér var skemmt og á án efa eftir að fara á fleiri slík mót sem barnabörnin taka þátt í. Margrét Birta og Elín Alma takk fyrir skemmtunina. 

Málsháttur dagsins: Ekki eru þeir allir ræðarar sem árina bera.


Myndavélin á loft

,,Áttum að skora fleiri mörk" segir Mark Hughes. Þið bara klárið dæmið með markasúpu í síðari leiknum. Flottur sigur hjá mínum mönnum. Sá ekki fyrri hálfleikinn þar sem bæði mörkin komu, en horfði á þann síðari og þar hafði liðið tök á að bæta við fleiri mörkum, en tókst ekki.

Í kvöld ætla ég að fara og horfa á barnabörnin Margréti Birtu og Elínu Ölmu keppa í fimleikum. Það verður mikið fjör og mikið gaman og nokkuð ljóst að afi verður með myndavélina á lofti. Ef að líkum lætur mun ég birta eitthvað af myndum frá þessum viðburði.

Fróðleikur dagsins: Sinfóníuhljómsveit Mónakó er stærri en her landsins.


mbl.is Mark Hughes: Áttum að skora fleiri mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjagripur

Á hefðbundnum laugardags göngu- og bíltúr um liðna helgi lá leið mín í innbæ Akureyrar og fyrsti stans minn og í raun sá síðasti var við Iðnaðarsafnið. Snarstansaði engu líkara en ég hafi lent á rauðu ljósi þótt engin götuviti sé þar sjáanlegur.

i_nadarsafn.jpg

Iðnaðarsafnið sendur við Krókeyri rétt innan við skautahöllina

idnadarsafn_01.jpg

Upphaflega ætlaði ég bara kíkja á byggingaframkvæmdir en á lóðinni er að rísa hús sem hýsa mun mótorhjólasafn. 

En það sem vakti mesta athygli mína var gamall kranabíll sem Möl og Sandur (nú BM Vallá) átti hér á árum áður.Þessi kranabíll er hinn mesti kynjagripur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Við fyrstu sýn finnst manni eins og eitthvað sé ekki í lagi, allt snúi öfugt. Ég smellti myndum af bílnum og var staðráðin í að leita mér upplýsingar um gripinn. Árið 1975 vann ég um tíma hjá Möl og Sandi og man þar eftir þessum grip sem geymdur var á lóðinni ásamt öðrum tækjum sem muna máttu sinn fífil fegurri og hætt var að nota. Þá vakti þessi gripur engan áhuga hjá mér.

Ég sló á þráðinn til gamla verkstjórans Daníel Þórðarsonar sem vann í áratugi hjá Möl og sandi og og fékk ég ýmsan fróðleik hjá honum. Hólmsteinn Egilsson sem var stofnandi (1946) og eigandi fyrirtækisins fann mjög til þess  að ekki væru margir kranabíla á Akureyri tók sig til g breytti gömlum GMC trukk í kranabíl. 

gmc_01.jpg

Ofan á undirvagninn smíðaði hann boddý sem snýr eiginlega öfugt að hluta til.

gmc_03.jpg

Stýrishús, stýri, bílstjóra sæti, mælaborð og annar búnaður sem í stýrishúsinu er snýr í öfugri upphaflegri akstursstefnu bílsins. Þannig að þegar bílnum var ekið milli staða var honum bakkað.

gmc_02.jpg

Framan við stýrishúsið (eða í raun bakvið ef miðað er við upphaflegu akstursstefnu) er sjálfur kranabóman og tilheyrandi búnaður. Dráttarspil sem upphaflega var framan á stuðara bílsins var settur í afturstuðara bílsins sem var í nýrri akstursstefnu bílsins. 

Að sögn Daníels (Danna) var bíllinn notaður í hin ýmsu verk. Möl og sandur framleiddi mjög mikið af strengjasteypu bitum og plötum og það var upphaflega fór framleiðslan fram utan húss. Þá var kraninn notaður við að lyfta bitunum upp úr mótunum og koma þeim í geymslu og eða lyfta þeim á vörubíla sem fluttu þá á byggingastað.

Einnig var kranabíllinn notaður talsvert í við löndum hér á Akureyri og voru dæmi um að hann væri lánaður alla leið út á Svalbarðaströnd og Hjalteyri. Pælið í því því að þessa vegalengdir var bílnum í raun ekið afturá bak.

Danni sagði mér að einhverju sinni þegar verið var að landa upp úr Sigurði Bjarnasyni sem var eftir því sem ég man best austurþýskur tappatogari þá valt kraninn um borð í skipið. Engin slys urðu á mönnum og kranabílinn skemmdist lítið og var lengi notaður efir það.

Þá gerðist það einhverju sinni að stór kranabíll í eigu þeirra bræðra Sverris og Gvendar Gorra (Sverrir og Guðmundur Georgssynir) hafi oltið við vinnu. Haft var samband við Hólma í Möl og Sandi og hafði hann engan annan krana þá á lausu en sendi þess í stað mann á gamla GMC djásninu. Þegar menn sáu gamla kynjagripinn koma á staðinn veltust menn um af hlátri. Þessu verður ekki bjargað með þessum kríli. 

Þegar búið var að koma fína stóra krananum aftur á hjólin 10 með gamla GMC var ekki mikið um hlátur manna þá. En gamla máltækið ,,Sá hlær best sem síðast hlær" sannaðist þarna svo um munaði.

Þessi kranabíll er gott dæmi um hvernig menn í gamla daga nýttu sér það sem til var hverju sinni til að bjarga sér og koma undir sig fótunum. Þessi merkilegi gripur stendur nú sem sagt inn við Iðnaðarsafnið og bíður örlaga sinna. vonandi verða þau að hann verði gerður upp svo komandi kynslóðir geti notið þess að skoða gripinn sem er einn af fjölmörgu safngripum sem varðveita söguna. 

En upphaflega fór ég á staðinn til þess að sjá hvernig framkvæmdum við byggingu Vélhjólasafnsins miðar áfram. Svona líta þær framkvæmdir út eins og sést á þessari mynd. Veit svo sem ekki hvort þetta gefi ykkur tæmandi upplýsingar um bygginguna. En áður en snjóa leysir mun ég klárlega birta fleiri myndir af framkvæmdum og jafnvel verða búinn að verða mér úti um tölulegar upplýsingar um  húsið.

motorhjolasafn.jpg

Læt ég svo þessari stuttu yfirferð lokið að sinni. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda þeim á sem ekki hafa farið og skoðað Iðnaðarsafnið að drífa í því fyrr en síðar. Sjón er sögu ríkari og ég get lofað því að sjá sem inn kemur upplifir gamla daga á mikilfengan hátt.

Málsháttur dagsins: Að því spyr veturinn hvað sumarið aflar.


Jón Páll

Í dag eru liðin slétt 4 ár frá því að þessi pjakkur leit dagsins ljós fyrsta sinn. Honum var svo gefið nafn eins og gjarnan er gert við okkur mannanna börn. Nafnið er saman sett út nöfnum beggja afa sinna Jón Páll. Sumir segja að þetta nafn sé stórt í ljósi sögunnar alla vega fyrir þá sem muna eftir aflraunamanninum Sigmarssyni sem bar þetta nafn.

Hvað um það. Jón Páll er yngstur þriggja barna Dagbjartar dóttur minnar og Jóhanns tengdasonar. Jón Páll er mikill bílakarl hann vill hafa bíla með í öllu sem hann gerir ekki bara í leikjum heldur við matarborðið og þegar hann fer að sofa hefur hann ekki bangsa með sér, nei BÍL. 

Í dag verður svo dagurinn helgaður honum. Trúlegt má telja að dóttir mín hafi útbúið eitthvað af góðgæti svo ekki verður gripið í tómt í Lönguhlíðinni, frekar en venjulega þegar afmæli eru annars vegar.

Jón Páll er einstaklega ljúfur lítill drengur en þó býsna stór. Glaðlyndur og skapgóður með eindæmum og auðvelt að eiga við hann. 

Í bílaleik

Ekki óalgeng sjón

jonpall_svart_hvitt.jpg

Rétt að gjóa augunum á sjónvarpið

bo_jonpall.jpg

Brugðið á leik

Á kafi

Í miklu sólskini getur verið erfitt að hafa bæði augun opin og þá er gott að skríða í skjól. Myndin er tekin þegar systur hans voru að keppa á Strandamótinu í fótbolta s.l. sumar. 

Ertu með derring?

Á öskudaginn brá okkar maður sig í löggubúning - ertu með einhvern derring?

Til hamingju með daginn elsku karlinn.

Málsháttur dagsins: Viskan er æskunnar æra, ellinnar huggun


Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband