Leita í fréttum mbl.is

Kaldbakur á siglingu á pollinum

Óhætt er að segja að það hafi verið líflegt við Pollinn í gær Sjómannadaginn. Sjómannadagurinn s.l. ár hafa verið heldur daufir hér norðanlands en nú varð skemmtileg breyting á. Í gær var hópsigling báta úr Sandgerðisbót þar sem Húni II fór fremstur í flokki. Honum fylgdu milli 30 og 40 smábátar af öllum stærðum og gerðum.

Hópsigling

Já eins og ég sagði voru bátarnir af ýmsum toga sem sigldu á Pollinum í gær

Kajak

Já sum fleyin voru skrítnari en önnur. Svo vor sum fleyin bara eins og gera mátti ráð fyrir

Skúta

Svo var eitt fley sem bar stórt nafn. Nafnið hefur verið á togurum frá því 1947 þegar ÚA keypti sinn fyrsta síðutogara. Því næst var það sett á skuttogara sem smíðaður var á Spáni á 8.áratug síðustu aldar. Hef lúmskan grun um að fyrrum stýrimaður og skipstjóri eigi þennan myndarbát í dag. Gaman af þessu

Kaldbakur

ÝR EA

ÝR EA

Aðalnúmerið í gær var hins vegar Húni II. Fallegt skip, smíðað í skipasmíðastöð KEA. Þessum bát kynntist ég fyrst þegar ég var á vertíð á Höfn í Hornafirði þá var hann gerður út þaðan og hét Haukafell SF.

Húni II

Þótt ótrúlegt megi virðast þá var fremur fátt fólk sem lagði leið sína niður að sjó til að fylgjast með. Samt einn og einn.

Fylgst með

Binni pabbi skýrir allt út fyrir syninum .......... já sonur hafði býr yfir hundrað hættum

Sjáðu þarna

Og gamla styttan ,,Litli sjómaðurinn" sem lengi stóð fyrir framan Búnaðarbankann er nú framan við Menningarhúsið Hof sem sumir kalla stærsta bryggjupolla í heimi.

Litli sjómaðurinn

Eftir var skroppið með þeim fullorðnu á rúntinn um bæinn og rent við í Brynju og keyptur ís, nema hvað

Fróðleikur dagsins: Margir sjómenn voru með gullhring í eyranu svo hægt væri að borga fyrir almennilega útför þegar þeir dæju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Davíðsson

Flottar myndir Palli,eins og þín er von og vísa.Sammála hvað fáir komu við og horfðu á þessi fallegu fley sigla.Svona ætti pollurinn að vera um hverja helgi,líf og fjör...

Brynjar Davíðsson, 9.6.2009 kl. 21:07

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já Binni það er rétt svo ætti lífið á pollinum að vera.  Svo þetta með myndatökuna - takk, en það auðveldar þegar maður hefur nægt myndefni og skemmtilegt þá gengur vel.

Páll Jóhannesson, 10.6.2009 kl. 07:36

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Alveg geggjaðar myndir hjá þér ekki laust við að manni langi að koma norður þegar svona flottar myndir eru teknar úr heiðardalnum

Hrönn Jóhannesdóttir, 11.6.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband