Leita í fréttum mbl.is

Vanafastur - ég nei

Ég verð að játa það og ég geri það af auðmýkt - ég er vanafastur. Ég ætla líka játa það að ég skammast mín bara ekkert fyrir það. Ekkert. En ég á það samt til að breyta út af vananum og gera eitthvað nýtt......... svona af og til. Á laugardag tókum við hjónakornin upp á því að taka ekki þennan hefðbundna labbitúr í Kjarnaskógi. Stefnan var tekin á gönguleiðina í Naustaborgum. Og af því að játningar eru svo ofarlega í mér nú þá kemur enn ein játningin. Þótt Naustaborgir séu hér við nefið á mér og hafa verið það sl. 51 ár þá hef ég aldrei farið þessa leið.

Naustaborgir

Ég veit ekki hvort það kom mér á óvart hversu fallegt umhverfið er þarna eður ei, en alla vega sannaðist máltækið góða um að fara yfir lækinn til að sækja vatnið svo rækilega. Menn leita oft langt yfir skammt í leit að fallegu landslagi, kyrrð og notaleg heitum. Auðvitað á maður að hafa annað máltæki ofarlega í huga sér ,,líttu þér nær maður". Það eina sem ég finn að þessu annars fallega stað eru hinar mörgu raflínur - af þeim er talsverð sjónmengun, ég horfi bara fram hjá því.

Þegar göngutúrinn hófst sagði ég við mína ekta frú. Þú skilur mig bara eftir í rykmekki eins og vanalega. Eigum við ekki bara hittast hér eftir 50 mínútur. Samþykkt. Bæði gengum við af stað þegar tíminn var u.þ.b. hálfnaður hugðist ég snúa við. Það kviknaði ljós. Hér sest ég niður og tek mynd af frú Margréti þegar hún kemur yfir hæðina. Flottur staður og ég kem henni í opna skjöldu. Ég settist á stein utan stígs og beið................... og ég beið.............. og beið..... og beið. Þá hringir síminn........... Palli það er svo fallegt hérna að ég snéri ekki við heldur hélt göngunni áfram og fer alla leið inní Kjarnaskóg - hittu mig þar. En myndin er hér þótt frúna vanti...ég skal ná henni þótt síðar verði. En, Déskoti snéri mín á mig núna

Hvar er konan?.jpg

Þetta er sem sagt myndin sem ég tók og átti að sýna konuna koma yfir hæðina. Staðurinn er fallegur en konuna vantaði. Ég á eftir að launa henni lambið gráa.

Á beit

Ég snéri til baka í bílinn. Á leið minni inní Kjarnaskóg til að ná í konuna tók ég þessa mynd af hesti. Hvort hér er um einhvern gæðing að ræða eður ei veit ég ekki. En mynd er falleg þótt ég segi sjálfur frá og er stoltur af henni. 

Í gærkvöld fórum við feðgar á aðalfund körfuknattleiksdeildar Þórs. Fínn fundur þar sem menn ræddu útkomu síðasta árs og lögðu línurnar fyrir komandi vetrar. Þeir horfa til framtíðar, flottur fundur þar sem  menn ætla halda áfram að vinna vel undir forystu Kára Þorleifssonar formanns.

Eftir fund tókum við feðgar stuttan bíltúr - bótin - Krossanes - Leira og fl. 

Bótin og Byrgi

Þar var þessi mynd tekin. Bótin, gula og rústrauða húsið með bláa þakinu og Byrgi rjómagula húsið með rauða þakinu. Lengst til vinstri á miðri mynd má svo sjá gamla skólann í Glerárþorpi. Falleg mynd sem snýr vel kyrrðina á þessu fallega sunnudagskvöldi.

Heima biðu okkar góðir gestir. Aníta systurdóttir mín og Davor maðurinn hennar, sem búsett eru í Reykjanesbæ. Gaman að fá góða gesti í heimsókn. Margt skrafað. Því miður áttaði ég mig á því þegar þau voru farin að ég gleymdi að smella mynd af þeim mikið fjandi var ég spældur þegar ég áttaði mig á því. En ég á auðvitað myndir af þeim og hér er mynd af Anítu á fjölskyldumóti 2007 myndin er tekin á Melsgil. Í fljótheitum fann ég enga góða mynd af Davor en úr því verður bætta þótt síðar verði. Aníta og Davar takk fyrir innlitið.

Beðið

Svo bara rúllar þetta áfram. Labb í dag í Naustaborgum og hvað næst er ekki gott að segja. Segið svo að maður sé vanafastur.

Málsháttur dagsins: Sá sem rétt gerir hefur rólega samvisku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hhhmmmmm fannst enga góða mynd af Davor get ekki betur séð en þú hafir ekki heldur fundið góða mynd af mér terrable mynd sko

en takk fyrir gærkvöldið gaman að hitta ykkur

Aníta (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 19:01

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ flottar myndirnar hjá þér Já þú nærð Margréti á mynd þótt síðar veriði  Við Gústi leggjum hér með inn pöntun á göngutúr um Kjarnaskóg þegar við komum norður í sumar með leiðsögn  Gústa langar að fara á brennivínsstíg það er svo asskoti langt síðan að hann fékk sér þær veigar

Hrönn Jóhannesdóttir, 1.6.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín - ég lofa þér því að ég skal fara með ykkur í göngutúr inn í Kjarnaskóg og helst í Naustaborgir líka. Brennivínsstíginn skal ég fara með Gústa og hafa með mér einhverjar fínar veigar...... kannski ekki brennivín en ... hver veit?

Páll Jóhannesson, 1.6.2009 kl. 23:47

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Vanafesta var oft kölluð þrjóska í minni sveit.

S. Lúther Gestsson, 3.6.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sennilega skiptir engu hvort þetta er kallað þrjóska eða vanafesta.... hvort tveggja á örugglega ágætlega við mig

Páll Jóhannesson, 3.6.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mér sýnist þetta vera vænsti klár sem þú hefur myndað. En af hverju skelltir þú þér ekki bara á bak til að hvíla þreyttar fætur ?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.6.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband