Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Mikið var

Kunningi minn potaði í mig nýverið og spurði hvort ég væri hættur að nenna blogga? Honum fannst vera farið að líða full langt milli færsla. Að sjálfsögðu er ég ekki hættur en vissulega hefur liðið lengra milli færslna en oft áður. Ástæða þess er einföld. Hef hlaðið á mig fleiri verkefnum en góðu hófi gegnir. Verkefnin tengd ljósmyndun og þið megið trúa því að það leiðist Palla ekki. Fótboltaleikir, mynda frambjóðendur, giftingaveisla og fermingar svo fátt eitt sé nefnt.

Barátta

M.a. mynd úr jafnteflisleik Þórs og Fjölnis 1-1 sem fram fór á Þórsvelli fleiri myndir á heimasíðu Þórs sjá hér og ...

Fagn

Og sýnishorn úr sigurleik Þór/KA og Breiðabliks 3-1 já ein af mörgum sem eru komnar í myndaalbúm á Þórssíðunni sjá hér

Skrapp í gær út í Grímsey sem er jú nyrsta hverfið á Akureyri. Þar var haldinn framboðsfundur sem ég ætla ekkert að fjalla um. En tók nokkuð af myndum þar í því stutta stoppi. M.a. 

Bjarg

þessu og ...

Lundi

Þessum fallega Lunda sem lét sér fátt um finnast þótt ég væri þar á ferð. Ekki mikið smeykur við myndavélina. 

Um helgina gekk litli bró í það heilaga. Brúðkaupið sjálft fór fram í Lögmannshlíðarkirkju því gamla og virðulega guðshúsi. Skrapp fyrr um morguninn til að taka mynd af kirkjunni. Náði þá mynd af rjúpu sem var að skoða aðstæður í kirkjugarðinum. Kannski táknrænt að kross á leiði skuli vera í bakgrunni. En efast þó um að hún fái sinn legstað þarna - jólin nálgast. 

Legstaður

Athöfnin frábær og fór eins og til var ætlast enda brúðhjónin bæði viss í sinni sök. Presturinn engum líkur sr. Hannes Örn Blandon, prestur sem á sinn engan líkan. Veislan haldinn í Skíðastöðum sem er hótelið í Hliðarfjalli. Alvöru veisla með hljómsveit og alles. Tók þar nærri 500 myndir.  Smelli einni inn hér af þeim brúðhjónum, mynd sem tekin var rétt eftir athöfnina. 

Brúðhjón

Er ekki að hafa fyrir því að setja fleiri myndir af þeim á alnetið þau hafa fullt leyfi til að gera það og velja hvað fer þar inn.

Fór einnig í fermingarveislu og þar var myndað hægri vinstri. Þar sem fermingarbarnið og fjölskyldan hefur ekki enn fengið myndirnar set ég aðeins eina inn af þar sem mamman er með fermingarbarninu og systkinum þess. 

Ferming

Nú seinasta myndin er af Jón Páli þar sem hann er í góðum félagsskap á vorhátíð leikskólans

Tveir góðir

Þangað til næst.

Málsháttur dagsins: Sæt er ávinnings vonin


Afmælisbarn dagsins

Fæðingarstofa í kjallaranum á elliheimilinu á Höfn í Hornafirði 12. maí 1984 kl. 11:18 leit hann fyrst dagsins ljós. Flutti með foreldrum sínum til Akureyrar tæpum 4 mánuðum síðar.  Grunnskólanám og síðar framhaldskólinn VMA og loks 1 1/2 ár í HÍ og loks 3 ár í Háskólanum á Akureyri. Lauk prófi með 1. einkun fyrir sléttu ári síðan með gráðuna Bakkalár. Starfar í dag sem sérfræðingur hjá stofnum Vilhjálms Stefánssonar. Auka vinna hans er sem fréttaritari www.thorsport.is þar sem hann skrifar um körfubolta og knattspyrnu kvenna hjá Þór. 

Afmælisbarn dags er prinsinn í Drekagili 4 Sölmundur Karl

Yfirlestur

Bakkalár - Sölmundur Karl

utskrift01_863866.jpg

Við útskriftina í íþróttahöllinni júní 2009

Systkini

Eftir útskrift ásamt systrum sínum

Sölli og grjónin

Þrjú af fjórum systkinabörnum sínum

Amma og afi

Með ömmu og afa

Vinir

Sölmundur er barnakarl þótt hann eigi engin sjálfur og hér er hann með yngsta systkinabarn sitt Hólmfríði Lilju. 

Eins og venja er til verður eitt og annað á borð borið í dag í Drekagilinu fyrir þá sem þangað leggja leið sína. Já hver veit nema afmælisbarnið komi tímanlega heim úr vinnu til að njóta kræsinganna?

Málsháttur dagsins: Betra er að vera ógiftur en illa giftur


Að brjóta blað

Þegar sumarið hefur hafið innreið sína með pompi og prakt. Fótboltinn farinn að rúlla, grasið orðið grænt... alla vega á Þórsvellinum þótt aðrir vellir hér í bæ bíða síns tíma. Maður er alin upp við það að Akureyrarvöllur opnaði ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum maí/júní. Og þegar vorið var seint á ferð gat það hent að völlurinn opnaði ekki fyrr en nokkrum dögum eftir umrædd mánaðarmót. Þá gjarnan voru fyrstu leikirnir leiknir á malarvöllum með tilheyrandi drullu og sullumbulli. Svo kom Boginn og þá voru fyrstu leikirnir færðir inn og leikið á gervigrasi.

Um helgina var brotið blað í íþróttasögunni á Akureyri þegar við Þórsarar lékum okkar fyrsta leik sumarsins 9. maí á iðagrænum Þórsvellinum. Völlurinn sem er einn fallegasti völlur landsins hefur því miður verið í fréttum að undanförnu þar sem menn hafa hamast við að gera úlfalda úr mýflugu og tekist vel upp. Hvað um það. Völlurinn er upphitaður og í gær 9. maí var hann opnaður eins og getið er hér að ofan. Völlurinn er gríðarlega fallegur og trúlega meira en mánuði á undan öðrum völlum. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er völlurinn gríðarlega fallegur. 

Flottur völlur

Langar að demba einni mynd sem ég tók fyrir skömmu þegar Jón Páll fór með afa sínum í Hamar (félagsheimili Þórs) þá var þessi mynd smellt af honum. Uppstillingin vel við hæfi og hæfir nafninu vel. Spurning hvort hann eigi eftir að feta í spor nafna sína, er ekki gott að segja um í dag. 

Sterkur

Hef verið upptekin undanfarna daga við að fara í fyrirtækja heimsóknir með frambjóðendum sem hirðljósmyndari. Þar kom að því að Palli fengi að njóta sín sem ljósmyndari. Ekki einvörðungu nýt ég mín að taka mikið af ljósmyndum, heldur er afar fræðandi að heimsækja öll þessi fyrirtæki. Af þeim fyrirtækjum sem ég hef heimsótt með þessu fólki vakti Aflþynnuverksmiðja mesta athygli hjá mér. Gríðarlega flott verksmiðja. Við Akureyringar köllum þetta best geymda leyndarmálið í bænum.

Aflþynnuverksmiðja 

Og svo ein mynd sem tekin var í dag í Norðlenska - þar sem var verið að pakka skinku

Pökkun

Meðal fyrirtækja og stofnana sem farið hefur verið í eru; SS Byggir/Tak, Kjarnafæði, Norðlenska, SBA, Menningarhúsið Hof. Afar gaman. Það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að setja fleiri myndir inn á næstu dögum úr þessum heimsóknum. 

Þangað til næst

Fróðleikur dagsins: Þegar rússneski leiðtoginn Lenin dó úr heilasjúkdómi 21. janúar 1924 var stærð heila hans einungis fjórðungur af því sem hún var upprunalega


Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband