Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
29.8.2008 | 16:42
Haustið
Framan af degi hefur verið heldur drungalegt yfir að lítast. Fyrstu merki haustsins. Rigning, smá hreyfing á logninu og Glerár rennur kolmórauð til sjávar. Eins og sést á myndinni markar þessi elska skil í sjóinn. Nú fer að verða gaman að mynda. Náttúran tekur breytingum og hinir ótrúlegustu litir munu skreyta landið okkar og þá er um að gera njóta tímans sem í hönd fer.
Ætla taka áskoruninni hjá Bóa og taka fljótlega fyrir gömul hús á Akureyri og skoða þau út frá sögunni. Hef strax ákveðið hvaða hús verður fyrir valinu. Þetta er ekki getraun en til gamans þá var eitt sinn þvottahús rekið í þessu húsi og sá sem byggði húsið og átti lengi var stórkaupmaður á Akureyri og hét Ragnar Ólafsson.
Mikki Jackson er fimmtugur í dag. Ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég sennilega bætt við 20+ við réttan aldur ef ég hefði verið spurður. Alla vega ef hann kíkir á bloggið hjá mér þá til hamingju með daginn Mikki.
Dagurinn hófst þó á því að ég fór í Hamar og drakk kaffi með félögunum. Fyrsta málefnið var að kryfja leik Þórs og Víkings sem fór fram í gærkvöld. Engin sáttur við þau úrslit en 0-3 tap staðreynd. Þótti mönnum sigurinn í raun sanngjarn en 0-3 var einum og stór miðað við gang leiksins. En í boltanum er ekkert til sem heitir sanngirni. Samt enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.
Málsháttur dagsins:Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sestBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2008 | 23:53
Þráhyggja eða hvað
Í vetur sem leið eignaðist ég myndavél sem ég var hálf ástfangin af. Ég fékk dellu, ljósmyndadellu. Kveikjan var trúlega félagi minn sem áður hafði fjárfest í samskonar vél smitaði mig. Hvað um það. Hann startaði ljósmyndakeppni milli okkur nokkurra félaga sem allir eigum samskonar vélar. Teningunum var kastað. Þema fyrstu vikuna var frost ef ég man rétt. Ég sendi mynd inn af trillu sem lá við legufæri í smábátahöfnina í Sandgerðisbót. Báturinn heitir Smugan. Svona er myndin sem þá var tekin og send í keppnina.
Þegar vora leysti lagði ég leið mína í Sandgerðisbótina sem oftar. og þá smellti ég aftur mynd af þessu fleyi þegar snjóa hafði leyst og báturinn trúlega til í slaginn. Bloggfélagi minn einn sem er fullur af fróðleik um gripinn sá strax að báturinn væri ekki í sem besta ástandinu og hálfpartinn skoraði á mig að versla gripinn og gera upp. Svona leit gripurinn út þá.
Nú skömmu síðar þegar leið mín lá í Bótina sá ég að báturinn var komin á þurrt og tveir menn voru í óða önn við að skrapa og gera klárt undir málningu. Ég fékk að smella mynd af bátnum ásamt öðrum manninum sem er einn af eigendum bátsins. Hann fræddi mig á því að trúlega væri báturinn ekki falur þótt boðið væri hátt. Ég fékk ýmsar upplýsingar um bátinn og sögu hans og bloggaði um það forðum daga sjá hér. En ef þið nennið ekki þá var um bátinn stofnað ,,útgerðar- og eigendafélag" sem heitir TÚA ,,Trillubáta Útgerðarfélag Akureyringa".
Leið mín liggur oft í Bótina og nú er Smugan komin á flot aftur nýmáluð og skveruð. Búið að koma henni í Þórslitina þ.e. Rautt og hvítt.
Það kann að vera að fólki sé farið að þykja þessi mikla athygli sem þessi trilla fær hjá mér sé farið að líkjast þráhyggju. Það getur verið. Og sé svo þá er það bara allt í lagi.
Að endingu má ég til með að henda inn enn einni færslunni um Manchester City. Þeir eru komnir áfram í Evrópukeppninni, sem er bara hið besta mál.
Málsháttur kvöldsins: Hvar sem fjandinn ei er, þar hefur hann sínaBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2008 | 16:20
Laus úr prísundinni.....
Já nú erum við að tala saman. Þá er þessi snillingur loksins laus úr þessum prísundinni og komin heim á ný.
Á von á því að Wright Phillips verði sprækari sem aldrei fyrr. Þetta eru fín viðskipti City í vil og það sem meira er að nú fær þessi leikmaður tækifæri að sína hvað í sér býr að nýju.
Málsháttur dagsins: Þangað fýsir elskhugann sem unnustan er
Man. City kaupir Wright-Phillips á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 23:45
Ef satt reynist þá....
Ef satt reynist þá er þetta gargandi snilld. Ef satt reynist þá hefur City hagnast vel á þessum viðskiptum. Og það sem meira er að þegar hann kemur heim að nýju (ef svo fer) þá þarf engin af efast um að hann springur út að nýju. Dansar um innan vallar sem utan og sönglar fyrir munni sér ,,heima er best".
Málsháttur kvöldsins: Ofneyslan og nískan eru ólíkar systur
Shaun Wright-Phillips á heimleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.8.2008 | 21:13
Alger sulta
Brá mér aldrei þessu vant á völlinn í gær. Stelpurnar okkar í Þór/KA tóku á móti nýliðum Aftureldingar í Landsbankadeild kvenna. Fyrir leikinn sátu Stelpurnar okkar í 4. sæti deildarinnar með 22 stig en Afturelding í 6. með 20 stig. Fyrir leikinn áttu flestir von á jöfnum og spennandi leik. Annað kom á daginn því Stelpurnar okkar sýndu gestum sínum litla gestrisni og unnu 6-1 sigur. Þar með eru þær nánast búnar að tryggja sér 4. sætið í deildinni. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa ítarlega umfjöllun um leikinn á heimasíðu Þórs sem og ummæli leikmanna og þjálfara í leikslok. Þá er einnig búið að setja inn myndir í myndaalbúm sem ég tók á leiknum sjá hér. Myndin sem ég birti með þessari færslu sýnir Karen Nóadóttir sem skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark í þessum leik. Þar sannast máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" því Karen er dóttir hins gamalreynda knattspyrnukappa Nóa Björnssonar sem gerði garðin frægan í Þórsliðinu á 8. og 9. áratug seinustu aldar. Nói er í dag einn af þeim sem er maðurinn á bak við tjöldin í þessu frábæra liði. Því segi ég enn og aftur Áfram Stelpur í Þór/KA.
Í gær dunduðum við okkur við að tína rifsberin af runnanum og nutum aðstoðar barnabarnanna. Þetta er að verða árlegt og svo hófst sultugerðin. Hafist handa strax í morgunsárið, sem þó bæðir ekki en þessi morgunstund gefur gull í mund eða eigum við að segja sultu í krukku .
Stóru börnin þ.e. Margrét Birta og Elín Alma höfðu talsvert meiri þolinmæði en strákpjakkurinn í að tína ber. Kannski skorti ekki þolinmæðina hjá þeim stutta en talsverður tími fór í að labba til afa með eitt og eitt ber í einu ,,afi sjáðu". Hann lét sér í léttu rúmi liggja þótt afi og amma reyndu af fremsta megni að fá hann til að fylla dolluna.
Systurnar jú veraldarvanar skvísur lögðu sitt af mörkum eins og sannar hetjur. Veit ekki hvort það er vorkunnsemi að vera svona duglegar við að hjálpa afa gamla og ömmu. Getur verið. En ég vil bæði mín og þeirra vegna trúa því að dugnaðurinn komi að inna og segi meira til um meðfæddan dugnað.
Í dag áttu þær svo að fá að fara í berjamó með skólanum en sökum þess að blessaður himnafaðirinn tók upp á því að vökva (gott fyrir Bjössa og Rögga) en bölvað fyrir blessuð skólabörnin sem misstu af því að fá að fara í berjamó. Bölvanlegt líka fyrir mig þar sem að ég hefði trúlega geta notið góðs af þegar afraksturinn kæmi í hús. Ekki er þó öll nótt úti enn, því það styttir upp öll él um síðir eins og máltækið góða segir.
Til þess að gæta réttlætis þá set ég myndirnar smáar inn í færsluna til þess að þurfa ekki að skrifa einhverja langloku til nýta plássið til fulls. En myndanna getið þið notið með því að klikka á myndirnar og þá birtast þær stórar í fullum gæðum. Einnig mun ég setja þessar myndir á flickr innan skamms.
Þjóðin er á hvolfi. Handbolaæðið ætlar allt um koll að keyra. Ég er eins og allir Íslendingar stoltur af þessum afreksmönnum. En skondnast finnst mér að hlusta á ýmsa íþróttafréttaritara og aðra sérfræðinga sem nú dásama liðið og halda ekki vatni og pissa undir af hrifningu. Þetta eru sömu mennirnir sem létu stór orð falla þegar illa gekk. Þetta eru sömu mennirnir sem sögðu að nú væri tími Ólafs og fleiri manna í liðinu liðin. Þetta eru sömu mennirnir sem sögðu að handknattleiksforystan væri steindauð og þyrfti að fá andlitsupplyftingu, þeir sögðu einnig að forystan væri að ganga af íþróttinni dauðri. Nú væta þeir buxurnar af hrifningu þegar þessi sömu menn standa á Bessastöðum og í þá eru nældar orður. Þeir eru fljótir að gleyma.
Ég óska landsliðinu innilega til hamingju með glæstan árangur á Ólympíuleikunum. Íþróttarinnar vegna gott mál. Alger sulta
Fróðleikur dagsins: John Wilkes Booth og Lee Harvey Oswald, morðingjar Abrahams Lincoln og Johns F. Kennedy voru báðir myrtir áður en réttað var yfir þeim.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 00:14
Þetta er allt þeim að kenna.....
Á hina Íslensku þjóð er runnið æði. Það er hreinlega allt að verða vitlaust fjandakornið. Fólk hefur svo gersamlega sleppt sér. Hið ólíklegasta fólk hefur gert sig sekt um að öskra og láta öllum illum látum sem það annars gerir aldrei, ALDREI. Sökudólgarnir Íslenska handboltalandsliðið. Þeim fyrirgefst þetta auðvitað allt, nema hvað. Silfur um hálsinn fór þeim bara andsk.... vel. Þótt ekki sé ég neinn sérstakur handbolta fan lét ég mig hafa það að horfa á tvo seinustu leiki liðsins á ólympíuleikunum. Í morgun drifum við feðgar fórum niður í Hamar félagsheimili til að horfa á leik Íslands og Frakklands í úrslitum. Leikurinn sýndur á stórum skjá. Boðið upp á heitar vöfflur með rjóma og kakó og kaffi, við Þórsarar erum ekki með neitt hálfkák. Þetta er indælt. Ég tek mér orð forseta frúarinnar í munn og segi ,,Ísland er ekki lítið land Ísland er stórasta land í heimi" Áfram Ísland.
Við feðgarnir brugðum undir okkur betri fætinum í gær ásamt félaga okkar og keyrðum austur á firði til að horfa á Þórsliðið mæta Fjarðarbyggð í leik í 1. deildinni. Eknir u.þ.b. 700 km fyrir eitt stig. Af leiknum er annars það að frétta að hann veður seint skráður á spjöld sögunnar fyrir gæði. Leiknum lauk með jafntefli 2-2. Betra er eitt stig en ekki neitt, Áfram Þór.
Á leið okkar austur sáum við hreindýr. Svo sem ekkert nýtt við það. Austurland eru jú heimahagar þessa annars ágætu dýra. En þetta hreindýr var þó ekki alveg eins og flest önnur. Það var fellt fyrir margt löngu en stendur þó uppi enn eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari færslu.
Áfram í íþróttum. Mínir menn í Manchester City tóku á móti íslendingaliðinu West Ham. Skemmst er frá því að segja að mínir menn ollu mér engum vonbrigðum heldur unnu sannfærandi sigur 3-0.
Skólarnir að byrja og lífið tekur á sig aðra mynd. Barnabörnin fara nú að detta inn með skóladótið af og til svo að nóg verður að gera hjá ömmu og afa við að líta eftir og passa að heimanámið sitji ekki á hakanum. Enda foreldrarnir uppteknir við annað t.d. vinnu og skóla. Maður spyr sig enn og aftur, ætlar þetta unga fólk aldrei að hætta þessari vitleysu þ.e. að læra fram í rauða dauðann, og fara vinna?
Hrönn og Gústi ásamt Sævari komu í mat til okkar á föstudagskvöldið. Áttum svo notalega stund með þeim fram eftir kvöldi. Þau komu norður til þess að fylgja honum Ragnari Vigfússyni sem var giftir Önnu systir okkar til grafar en hann lést nýverið. Hrönn og Gústi heldu svo heim á leið á laugardag ásamt Vigfúsi Má syni Ragnar en hann flýgur til síns heima á sunnudag en hann er búsettur í Danmörku.
Fróðleikur dagsins. Snóker á rætur sínar að rekja til Indlands.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 23:41
Hver dregur þá Hönnu Birnu að landi...?
Örvhentir" smokkfiskar" þetta var fyrirsögn í frétt á mbl.is. Ég er örvhentur enda með hendur. En hvernig í andsk.... getur smokkfiskur verið örvhentur... þeir hafa jú ekki hendur, heldur arma. Kannski þeir eigi eftir að finna örvfætta ánamaðka, hver veit?
Í stærsta og dýrasta leikhúsi landsins þ.e. ráðhúsið í Reykjavík var leikið stuttur leikþáttur í morgun. Einn innan dyra og annar utandýra. Nýi borgarstjórinn sagði í samtali í kvöld í Kastljósi að það væri ekkert að því að Gísli Marteinn sæti sem borgarfulltrúi um leið og hann er búsettur erlendis og í námi. Fyrir þessu eru fordæmi sagði borgarstjóri. Þá vitum við það. Ef ökumaður í næsta bíl að undan þér á gatnamótum fer yfir á rauðu, eða keyrir of hratt, þá mátt þú gera það líka, hinn er búinn að gefa fordæmi. Þvílík bull og vitleysa.
Annars er hálf broslegt að fylgjast með Ólafi F. fyrrum borgarstjóra sem rekur nú stefnulaust um hið pólitíska haf og engin vill draga að landi. Hann vill ganga í Frjálslindaflokkinn en þar á bæ vill enginn kannast við kauða og neita taka við fastsetningartoginu, hann mun trúlega reka áfram stjórnlaust. Ólafur er sem sagt einn á báti nú. Þetta er svipað ástand og hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann er á báti með einum, og hugsið ykkur þegar hann (þessi eini) dettur útbyrðis, hver dregur þá Hönnu Birnu og hennar fríða föruneyti að landi?
Þjóðin er komin á hvolf. Það er runnið á hana handboltaæði. Það er stutt síðan að við skömmuðumst okkur fyrir liðið. Núna elskum við það, fólk er fljótt að gleyma. Stórleikur á morgun. Vonandi ná lærisveinar Guðmundar að bíta hressilega frá sér og toppa fyrri árangur sem er 4. sætið á Ól 1992 og krækja sér í medalíu. Spyrjum að leikslokum. Áfram Ísland.
Föstudagur á morgun það þýðir einfaldlega það að ég byrja daginn á því að fara í Hamar og drekka kaffi með félögunum. Þar munum við ræða þjóðmálin og leysa þau í eitt skiptið fyrir öll.
Fróðleikur dagsins: Auðþekktur er alkinn á eyrunum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2008 | 23:17
Fallega gert hjá Rakel Hönnudóttir
Skrapp á völlinn í kvöld og horfði á leik hjá Stelpunum okkar þar sem þær tóku á móti KR í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar höfðu titil að verja en þær lögðu einmitt KR í úrslitaleik í fyrra. Skemmst er frá því að setja að Stelpurnar okkar unnu sannfærandi 4-2 sigur og eru þar með komnar í úrslit annað árið í röð. Fyrir þá sem vilja er hægt að fara á heimasíðu Þórs og skoða myndir úr leiknum sem ég tók. Þessi árangur hjá stelpunum er enn eitt dæmið um hve vel er haldið á spilunum í uppbyggingu á knattpyrnu kvenna hér á Akureyri. Ég trúi því að innan fárra ára muni Akureyringar sjá titla koma í hús hjá kvenþjóðinni, þá meina ég stóra titla. Hafi menn þolinmæði til að halda þessu áfram þá tekst það og ég er ekki í nokkrum vafa um að okkur muni lánast að láta drauminn rætast. Því segi ég enn og aftur eins og ég hef svo oft sagt, Áfram Stelpur í Þór/KA.
Strax að leik loknum fór ég ásamt landsliðskonunni Rakel Hönnudóttir þar sem hún heimsótti unga knattspyrnuhetju sem nýverið varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Þessi litla hnáta varð fyrir því óláni að fótbrotna í úrslitaleiknum og gat því ekki tekið við verðlaununum ásamt félögum sínum. Rakel tók sig til og heimsótti þessa stelpu og færði henni landsliðstreyjuna sína að gjöf. Fyrr í sumar þegar Valur kom í heimsókn og spilaði við Þór/KA fengu stelpurnar í þessum aldursflokki að leiða liðsmenn Þór/KA inná völlinn. Þessi unga stúlka leiddi Rakel. Að sögn er þessi stúlka mjög efnileg og hafði t.d. skorað 17 mörk í 8 leikjum. Hver veit nema þessar drottningar eigi eftir að leika hlið við hlið í liði Þór/KA þegar fram líða stundir? Alla fréttina má sjá á heimasíðu Þórs.
Morgundagurinn verður svolítið sérstakur því þá mun fjölskyldan fylgja Ragnari Vigfússyni til grafar. Ragnar sem var til fjölda ára giftur Önnu systur minni lést þann 08.08.08 aðeins tæplega 57 ára að aldri. Ragnar hafði góðan dreng að geyma. Hann villtist hins vegar örlítið af leið í lífinu á tímabili og fór þá illa með sjálfan sig. Ragnari kynntist ég sérlega mikið ekki bara sem mági mínum heldur sem vinnufélaga. Við vorum á sama skipi í 10 ár og stærsta hluta þess tíma vorum við klefafélagar. Allann þann tíma fór vel á með okkur. Blessuð sé minning Ragnars Vigfússonar.
Málsháttur dagsins: Hægra er að kenna heilræðin en halda þau.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2008 | 22:45
Áfram Stelpur
Stelpurnar okkar í Þór/KA héldu suður yfir heiðar í kvöld og mættu Fylki í 15. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Siguróli Kristjánsson aðstoðarþjálfari sagði í stuttu spjalli við mig eftir leik ,,Fyrir leikinn var 4. sætið í deildinni í boði og við þáðum það með þökkum". Liðið er nú komið með 22 stig. Þetta lið er hreint út sagt náð að standa undir væntingum svo ekki sé nú fastara að orði kveðið.
Á morgun fer svo fram leikur í 2. flokki kvenna í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar eru Vísabikarmeistarar og mæta KR í undanúrslitum á morgun og fer sá leikur fram á Þórsvellinum. Vonandi ná okkar Stelpur að leggja KR þannig að bikarinn verði áfram varðveittur í Hamri. Enn og aftur segi ég Áfram Stelpur í Þór/KA.
Í vikulokin er ráðgert að leggja þökur á endurgerðan Þórsvöllinn. Búið að leggja mikla vinnu í frárennslislagnir springler vökvunarkerfi og svo nú síðast hitalagnir í völlinn. Svo vonandi verður völlurinn orðin iðagræn innan skamms. Þá er verkakinn sem mun reisa stúkuna byrjaður að undirbúa framkvæmdir svo að óhætt er að segja að allt sé á fullu. Rörin sem fara í hitalagnirnar ásamt hlaupabrautum eru 36 km að lengd. Með vatns - og frárennslislögnum munu þetta vera u.þ.b. 42 km að lengd.
Áfram heldur hringavitleysan í borgarpólitíkinni. Gísli Marteinn flytur erlendis en ætlar áfram að sinna störfum sem kjörin borgarfulltrúi. Flýgur heim 2x í mánuði til að sinna þessu með námi. Má auðvitað ekki við því að missa launin. Annars hélt ég að þetta væri talsverð vinna að vera borgarfulltrúi. Kannski misskilningur enda Reykjavík ekki svo ýkja stór og verkefnin smá og léttvæg að því er manni virðist.
Óskar(inn) sem dreymir um að verða stór ætlar að tína upp brauðmola sem ekki voru í kjöri sér til aðstoðar. ,,Jújú þetta er mjög traustur meirihluti". Com one út með Óskar(inn). Er nema von að fólk sé hætt að bera virðingu fyrir þessu fólki?
Óskilt þessu þá bíð ég nýjasta bloggvin minn velkomin til leiks hér í bloggheimum. Pálmi Ólafur tengdafrændi sem er nýfluttur í landa Margrétar danadrottningar ásamt kærustu sinni og sýni hennar. Ungt fólk sem leitar á náðir danska menntakerfisins. Gott mál. Velkomin í bloggheima mr. Pálmi.
Fróðleikur dagsins: Fyrsta Óskarsverðlaunaafhendingin fór fram þann 16. maí 1929.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2008 | 11:20
Ekki ,,Halda áfram" í guðsbænum
Ég verð að játa það að þegar ég sá hver einkunnarorð nýja meirihlutans í Reykjavík ,,Höldum áfram" þá var ég ekki viss um hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja á fólk? Á virkilega að halda þessari vitleysu sem leikin er í stærsta leikhúsi landsins áfram? Hlægja, eða gráta? Ég hlæ af hálfvitaskap borgarfulltrúana en græt þegar ég hugsa um þær þjáningar sem borgarbúar þurfa þola. Ég græt enn meir þegar ég hugsa um að enn er allt of langt til næstu kosningar þar sem hægt verður að binda endi á þessar endalausu leiksýningar þar sem engin skemmtir sér nema leikendurnir sjálfir. Einkunnarorð hins óbreytta Reykvíkings er án ef ,,Í guðsbænum ekki halda áfram".
Við höfum opið allan sólarhringinn þessa daga...... hljóðaði auglýsing einnar ritfangaverslunar. Það var mikið að einhver tók af skarið. Hugsið ykkur þægindin þegar maður situr við skriftir um hánótt og vantar skyndilega skrifblokk, eða geta skotist með krakkana út í búð kl. 03:00 um nótt til þess að kaupa skóladótið. Já loksins. Já nú bíð ég bara eftir því að smurstöðin hafi opið allan sólarhringinn þannig að ef ég skildi hrökkva upp við þann vonda draum um miðja nótt og átta mig á því að það væri komin tími á að skipta um olíu á bílnum. Þá væri nú gott að geta skotist með kaggann á smurstöð, ekki satt?
Ég brá mér á völlinn á föstudagskvöldið og horfði á leik hjá 2. flokki kvenna í 8 liða úrslitum í Vísabikarnum. Stelpurnar tóku á móti liði Selfyssinga og fór svo að okkar stelpur fóru með 2-0 sigur af hólmi. Skemmtilegur leikur. Í undanúrslitum munu þær mæta liði KR. Stelpurnar okkar í Þór/KA eru núverandi bikarmeistarar þær unnu KR í útslitum í fyrra svo að gaman verður að sjá hvernig þetta fer nú. Áfram Stelpur í Þór/KA.
Mínir menn í Þór tóku svo á móti Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni í gær og fór sá leikur fram á Akureyrarvelli. Víkingur tók forystu í leiknum rétt áður en blásið var til loka fyrri hálfleiks. Í þeim seinni komu mínir menn tvíefldir til leiks og skoruðu 2 mörk en gestirnir ekkert. Fór því svo að mínir menn unnu 2-1 sigur sem verður að teljast mjög sanngjörn úrslit. Bæði mörk Þórs skoraði hinn ungi og bráðefnilegi Einar Sigþórsson. Einar hefur verið meiddur lengst af sumri en er nú að koma feiknalega sterkur til leiks og lætur varnarmenn andstæðinga sinna hafa fyrir hlutunum. Myndin sem fylgir þessari færslu er tekin af Skapta Hallgrímssyni og sýnir Einar skora síðara mark Þórs í leiknum. Segi enn og aftur Áfram Þór.
Fróðleikur dagsins: Illt er að vera svo smávaxinn að ná ekki uppí nefið á sér í bræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar