Leita í fréttum mbl.is

Haustið

Framan af degi hefur verið heldur drungalegt yfir að lítast. Fyrstu merki haustsins. Rigning, smá hreyfing á logninu og Glerár rennur kolmórauð til sjávar. Eins og sést á myndinni markar þessi elska skil í sjóinn. Nú fer að verða gaman að mynda. Náttúran tekur breytingum og hinir ótrúlegustu litir munu skreyta landið okkar og þá er um að gera njóta tímans sem í hönd fer.

  Haust

Ætla taka áskoruninni hjá Bóa og taka fljótlega fyrir gömul hús á Akureyri og skoða þau út frá sögunni. Hef strax ákveðið hvaða hús verður fyrir valinu. Þetta er ekki getraun en til gamans þá var eitt sinn þvottahús rekið í þessu húsi og sá sem byggði húsið og átti lengi var stórkaupmaður á Akureyri og hét Ragnar Ólafsson.

Mikki Jackson er fimmtugur í dag. Ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði ég sennilega bætt við 20+ við réttan aldur ef ég hefði verið spurður. Alla vega ef hann kíkir á bloggið hjá mér þá til hamingju með daginn Mikki.

Dagurinn hófst þó á því að ég fór í Hamar og drakk kaffi með félögunum. Fyrsta málefnið var að kryfja leik Þórs og Víkings sem fór fram í gærkvöld. Engin sáttur við þau úrslit en 0-3 tap staðreynd. Þótti mönnum sigurinn í raun sanngjarn en 0-3 var einum og stór miðað við gang leiksins. En í boltanum er ekkert til sem heitir sanngirni. Samt enn og aftur Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Málsháttur dagsins:Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

.....og finnur sér góða þúfu til að tidla sér á.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Jac Norðquist

Hlakka til að sjá húsið ;)

Kveðja

Jac "Bói" Norðquist

Jac Norðquist, 1.9.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband