Leita í fréttum mbl.is

Hver dregur þá Hönnu Birnu að landi...?

„Örvhentir" smokkfiskar" þetta var fyrirsögn í frétt á mbl.is. Ég er örvhentur enda með hendur. En hvernig í andsk.... getur smokkfiskur verið örvhentur... þeir hafa jú ekki hendur, heldur arma. Kannski þeir eigi eftir að finna örvfætta ánamaðka, hver veit?

Í stærsta og dýrasta leikhúsi landsins þ.e. ráðhúsið í Reykjavík var leikið stuttur leikþáttur í morgun. Einn innan dyra og annar utandýra. Nýi borgarstjórinn sagði í samtali í kvöld í Kastljósi að það væri ekkert að því að Gísli Marteinn sæti sem borgarfulltrúi um leið og hann er búsettur erlendis og í námi. Fyrir þessu eru fordæmi sagði borgarstjóri. Þá vitum við það. Ef ökumaður í næsta bíl að undan þér á gatnamótum fer yfir á rauðu, eða keyrir of hratt, þá mátt þú gera það líka, hinn er búinn að gefa fordæmi. Þvílík bull og vitleysa.

Annars er hálf broslegt að fylgjast með Ólafi F. fyrrum borgarstjóra sem rekur nú stefnulaust um hið pólitíska haf og engin vill draga að landi. Hann vill ganga í Frjálslindaflokkinn en þar á bæ vill enginn kannast við kauða og neita taka við fastsetningartoginu, hann mun trúlega reka áfram stjórnlaust.  Ólafur er sem sagt einn á báti nú. Þetta er svipað ástand og hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann er á báti með einum, og hugsið ykkur þegar hann (þessi eini) dettur útbyrðis, hver dregur þá Hönnu Birnu og hennar fríða föruneyti að landi? Tounge

Þjóðin er komin á hvolf. Það er runnið á hana handboltaæði. Það er stutt síðan að við skömmuðumst okkur fyrir liðið. Núna elskum við það, fólk er fljótt að gleyma. Stórleikur á morgun. Vonandi ná lærisveinar Guðmundar að bíta hressilega frá sér og toppa fyrri árangur sem er 4. sætið á Ól 1992 og krækja sér í medalíu. Spyrjum að leikslokum. Áfram Ísland.

Föstudagur á morgun það þýðir einfaldlega það að ég byrja daginn á því að fara í Hamar og drekka kaffi með félögunum. Þar munum við ræða þjóðmálin og leysa þau í eitt skiptið fyrir öll.

Fróðleikur dagsins: Auðþekktur er alkinn á eyrunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Langur og góður pistill Páll enn svo fer sifjan að gera vart við sig undir restina. Þórsarar að koma saman, sötra kaffi og leysa þjóðmálin???

Síðast þegar þeir settust niður og ræddu saman yfir kaffi var ákveðið að teppaleggja bara þorpið eins og það lagði sig með gervigrasi setja upp stangir, raða saman gömlum garðstólum og skýra herlegheitin nýtt íþróttasvæði AKUREYRINGA!!!

Borga brúsan?? Jú, jú  KA menn hinumegin í bænum borga bara. Svo til að örugglega enginn færi að setja einn og einn leik á gamla Akureyrarvöllinn á bara að malbika hann og byggja verslunarmiðstöð, þá eru Akutreyringar komnir með jafn margar verslunarmiðstöðvar og Allt höfuðborgarsvæðið.

Jú jú það getur vel verið að það megi þekkja alka á eyrunum, enn hvað setja þórsarar út í kaffið?

Bestu kveðjur norður. 

S. Lúther Gestsson, 22.8.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther! þig sifjaði við lesturinn, samt náðir þú að klára lesturinn, vel gert. Nei við Þórsarar setjum alvöru gras á nýja glæsilega knattspyrnuvöllinn og að ka-menn borgi brúsann, það er bara gott mál. En félagar okkar á brekkunni ætla setja gervigras á sinn aðalvöll.

Verslunarmiðstöð á Akureyrarvöll hefur aldrei staðið til að framkvæma, nema Jói í Bónus, en hann bara stjórnar ekki bænum. Bíddu rólegur og sjáðu þarna verður lítið um malbik þegar upp verður staðið.

Hvað setja Þórsarar út í kaffið? við erum alvöru fólk og drekkum óblandað, ekkert sull hér takk fyrir.

Páll Jóhannesson, 22.8.2008 kl. 10:12

3 identicon

Svei mér þá ég hlýt að vera svona vel upp alin en heima hjá mér var mér alltaf kennt að aðalmálið væri að vera með en ekki sigra.  Þar af leiðandi er ég alltaf stolt af þessu strákum.  Þeir eru bara extra frábærir þessa dagana og sýna svo vel afhverju er svona mikið meira gaman að horfa á þá en fótboltastrákana. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Munurinn að fara yfir á rauðu ljósi og Sollu og Gísla er að annað er bannað með lögum hitt er þarna við grensuna sem kennt er við löglegt en siðlaust

Vona að kaffið hafi verið gott og málin leyst þrátt fyrir að ég hafi ekki mætt - annars þarf að fara að færa þennan kaffitíma eitthvað, ég kemst aldrei ! En svo er nú bara þegar fjárans vinnan slítur í sundur fyrir manni áhugamálin og góðan félagsskap

Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.8.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.8.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband