Leita í fréttum mbl.is

Fallega gert hjá Rakel Hönnudóttir

019Þor KRSkrapp á völlinn í kvöld og horfði á leik hjá Stelpunum okkar þar sem þær tóku á móti KR í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar höfðu titil að verja en þær lögðu einmitt KR í úrslitaleik í fyrra. Skemmst er frá því að setja að Stelpurnar okkar unnu sannfærandi 4-2 sigur og eru þar með komnar í úrslit annað árið í röð. Fyrir þá sem vilja er hægt að fara á heimasíðu Þórs og skoða myndir úr leiknum sem ég tók. Þessi árangur hjá stelpunum er enn eitt dæmið um hve vel er haldið á spilunum í uppbyggingu á knattpyrnu kvenna hér á Akureyri. Ég trúi því að innan fárra ára muni Akureyringar sjá titla koma í hús hjá kvenþjóðinni, þá meina ég stóra titla. Hafi menn þolinmæði til að halda þessu áfram þá tekst það og ég er ekki í nokkrum vafa um að okkur muni lánast að láta drauminn rætast. Því segi ég enn og aftur eins og ég hef svo oft sagt, Áfram Stelpur í Þór/KA.

Rakel MargretStrax að leik loknum fór ég ásamt landsliðskonunni Rakel Hönnudóttir þar sem hún heimsótti unga knattspyrnuhetju sem nýverið varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Þessi litla hnáta varð fyrir því óláni að fótbrotna í úrslitaleiknum og gat því ekki tekið við verðlaununum ásamt félögum sínum. Rakel tók sig til og heimsótti þessa stelpu og færði henni landsliðstreyjuna sína að gjöf. Fyrr í sumar þegar Valur kom í heimsókn og spilaði við Þór/KA fengu stelpurnar í þessum aldursflokki að leiða liðsmenn Þór/KA inná völlinn. Þessi unga stúlka leiddi Rakel. Að sögn er þessi stúlka mjög efnileg og hafði t.d. skorað 17 mörk í 8 leikjum. Hver veit nema þessar drottningar eigi eftir að leika hlið við hlið í liði Þór/KA þegar fram líða stundir? Alla fréttina má sjá á heimasíðu Þórs.

Morgundagurinn verður svolítið sérstakur því þá mun fjölskyldan fylgja Ragnari Vigfússyni til grafar. Ragnar sem var til fjölda ára giftur Önnu systur minni lést þann 08.08.08 aðeins tæplega 57 ára að aldri. Ragnar hafði góðan dreng að geyma. Hann villtist hins vegar örlítið af leið í lífinu á tímabili og fór þá illa með sjálfan sig. Ragnari kynntist ég sérlega mikið ekki bara sem mági mínum heldur sem vinnufélaga. Við vorum á sama skipi í 10 ár og stærsta hluta þess tíma vorum við klefafélagar. Allann þann tíma fór vel á með okkur.  Blessuð sé minning Ragnars Vigfússonar.

Málsháttur dagsins: Hægra er að kenna heilræðin en halda þau.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband