Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Það voru hans orð að kalla ráðhúsið vændishús ekki mín.......

Ég hitti ,,Granna" (sem er þó ekki lengur granni minn) í gærkvöld þegar ég var að koma af fundi. Við ,,granni" tökum tal svona af og til. Það eru oft æði sérkennilegar umræður. Ég ætla lýsa því hér og nú sem okkur fór á milli í gærkvöld, þetta sérkennilega kvöld þar sem undarlegir atburðir áttu sér stað í stærsta og dýrasta leikhúsi landsins. Ég ætla hafa það skáletrað sem ég lagði til málanna í þessu skrítna samtali.

Jæja Palli minn nú hlýtur þú að vera ánægður með nýjasta gjörninginn í borginni ha. Flokkurinn þinn Sjálfstæðisflokkurinn ,,ég er ekki sjálfstæðismaður" víst ertu sjalli. Þið hljótið að vera ánægðir ha nú loksins hefur þessi risavaxni minnisvarði sem Foringinn ykkar hann Davíð ,,hann er ekki minn foringi í guðsbænum" reisti sér í drullupollinum sem í daglegu máli kallast Tjörnin fengið nýtt nafn sem hæfir. Heyrðu Davíð er ekki foringinn minn. Hann er víst foringinn þinn. En hvað um það hefur þú fylgst með dramanu í borginni? Hegðun fólksins er með þeim hætti að manni er ofboðið. Atburðirnir minna á vændi. Ráðhúsið er orðið að stærsta vændishúsi á landinu.

DökktÞögn, löng þögn. Granni gekk á brott. En mikið er ég nú ánægður að það var ,,granni" sem lét þessi orð falla en ekki ég. Granni var komin dágóðan spöl þegar ég tók mig til og kallaði á eftir honum ,,heyrðu granni þetta sýnir bara hversu framsýnn hann Dabbi var þegar hann reisti húsið, hann hefur séð fyrir sér hvað framtíðin myndi bera í skauti sér".

Ég dreif mig heim. Ég hafði misst af kvöldfréttum en vissi hvaða innst inni hvaða atburðir hafi átt sér stað. Ég leit til himins. Himininn var dökkur hvert sem litið var. Og ég tók upp myndavélina og smellti af einni og svei mér þá ef hún er ekki lýsandi fyrir það sem hafði gerst. Það grétu allir, meira segja himnarnir, þeir grétu þó þurrum tárum. Er nema hægt að vera dapur. Atburðir síðustu vikna og mánuði hafa saurgað pólitíkina. Það er ekki hægt lengur að bera virðingu fyrir þessu fólki sem þar stjórnar. Hvenær ætlar þessi endemis vitleysa að taka enda? Af hverju í ósköpunum tekur sig engin til og tuskar þetta fólk til hlýðni? Hvenær ætla stjórnmálaskýrendur að fara kalla hlutina sínum réttum nöfnum?. Ég hef fengið nóg, það hafa allir fengið nóg, nema þeir sem standa á fjölum þessa brjálaða leikhúss. Ég segi bara eins og Stór snillingurinn Steinn Steinarr forðum daga ,,ekki meir ekki meir".

Ætla skjótast á völlinn í kvöld og horfa á 2. flokk kvenna taka á móti Selfyssingum í Vísabikarnum. Stelpurnar okkar í Þór/KA hafa titil að verja. Þeir leikþættir sem knattspyrnustelpurnar okkar bjóða uppá er engin drama, þar fá allir það sem þeir óska þ.e.a.s. skemmtun.

Að lokum sendi ég fyrrum skipsfélaga og kunningja mínum honum Kalla Karlesar góðar kveðjur en hann á afmæli í dag.

Fróðleikur dagsins:  Ég reyndi einu sinni að sniffa kók, en ísmolarnir festust í nefinu á mér.


Nema hvað, enda komin í alvöru klúbb

Auðvitað er Mark Hughes ekkert á förum, komin í alvöru klúbb þ.e Stóra félagið í Manchester. 

Málsháttur að morgni dags:   Það er list að binda mikið mál í stuttri ræðu
mbl.is Hughes: Ég er ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldartaktar og góður fyrirlestur hjá Sigga Ragga

Elin MargretPæjumót 2008 var haldið um liðna helgi þar sem knattspyrnusnillingar úr 4. 5. 6. og 7. flokki stúlka sýndu snilldartakta eins og þeim einum er lagið. Ég þangað. Þetta er í annað sinn í sumar sem ég fer á knattspyrnumót hjá stúlkum. Ég hef lært talsvert af því. Hafði aldrei fram að þessu verið á knattspyrnumótum hjá stúlkum en þó nokkru sinnum hjá strákum. Eðlilegt það sem báðar dæturnar voru ekki svo ýkja mikið í boltanum en aftur á móti var sonurinn talsvert í tuðrusparki.

Hvað um það. Munurinn liggur klárlega í því að hjá kvenþjóðinni er meiri leikgleði. Hjá strákunum er klárlega lögð meiri áhersla á sigur. Horfði iðulega uppá foreldra og forráðamenn drengja hér áður fyrr hreinlega missa sig svo að með ólíkindum var. Í dag alla vega í yngri flokkum hjá stúlkum er þetta mun afslappaðra og notalegra. Þannig á það auðvitað að vera. Það er lífsnauðsýnlegt að leyfa þessum krökkum að þroskast í friði án allra óþarfa pressu. Pressan kemur síðar það er deginum ljósara.

LiðiðÍ mínu félagi er það þannig a.m.k. hjá þjálfurum þessara stúlkna að upp er lagt með leikgleði og að hafa gaman af hlutunum, og líta á sigur í leik sem bónus en ekki að krafa sé gerð um slíkt. Í þannig umhverfi eru mun meiri líkur til að krakkarnir endist lengur í íþróttinni og þá sérstaklega fyrir þá sem seinni eru til í þroska, því börn þroskast misjafnlega hratt.

Í flokknum þar sem mín barnabörn eru tekst þetta með miklum ágætum. Um helgina fóru stelpurnar í einskonar þróunaraðstoð. Hún fór þannig fram að lið Skallagríms úr Borgarnesi kom svo fámennt í 7. flokki B- liða að við lánuðum þeim tvo leikmenn í hvern leik hjá þeim. Þessu var svo skipt bróðurlega milli stelpnanna. Allar fengu að spila sem lánsmenn með Skallagrími. Þetta þótti öllum stelpunum bara gaman. Fór svo að Skallagrímur vann í raun sinn riðil í B-liðum og þeirra helsti markaskorari var Þórsari. En af þessum sökum gat liðið ekki unnið riðilinn. En þær fengu háttvísiverðlaun í þessum flokki sem var bara glæsilegt.

SkallaÞórAf flokknum hjá Margréti og Elínu var það að frétta að þeirra lið lenti í þriðja sætið var þeirra hlutskipti. Og þótt leikgleðin hafi veirð í fyrirrúmi var brosið á andlitum þeirra ósvikið þegar þær tóku á móti verðlaununum. Verðlaunapeningur um hálsinn og bikar = stórt bros. Og ekki skemmdi fyrir að knattpyrnudrottningin, landsliðskonan og leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir afhenti verðlaunin með aðstoð Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar landsliðsþjálfara kvenna. Síðast en ekki síst voru þær sérdeildis ánægðar með þetta þar sem Rakel er jú ein af þeim sem þjálfar þennan flokk.

Skrapp á laugardagskvöldið þegar knattspyrnuhetjurnar voru lagstar til svefns fór ég í bíósalinn og hlustaði á fyrirlestur hjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni landsliðsþjálfara. Hann kynnti í máli og myndum hvernig hann leggur upp með vinnu í kringum A- landslið kvenna. Snilldar fyrirlestur. Eftir á vissi maður talsvert mikið meir og ekki minnkaði álit mitt á þessu unga og snjalla þjálfara eftir þetta kvöld.

Án þess að rekja neitt nánar um hvað hann fjallaði eða úttala mig meir um helgina sem slíka þá aðeins rétt í blálokin - takk fyrir mig og nú get ég látið mig hlakka til næsta knattspyrnumót hjá þessum drottningum.

Fróðleikur dagsins: Pablo Picasso var yfirgefinn af ljósmóðurinni þegar hann fæddist því hún taldi hann hafa fæðst andvana. Honum var bjargað af frænda sínum.

Ég bara vissi ekki af þessu - dem

Notalegt, ekki satt? Verð að viðurkenna að það örlar á smá öfund hjá mér.... ég hefði vilja bjóða í húsið, en vissi bara ekki að húsið væri til sölu.

Við hæfi: Einn hundur öfundar ef öðrum er klappað
mbl.is Borgaði 61 milljarð fyrir hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af þessum gjörningi er vond lykt

Ég hvet alla, og þá meina ég alla til þess að lesa Bakþanka Þráins Bertelssonar á baksíðu Fréttablaðsins í dag. Sá pistill er enn eitt gullkornið frá þessum snillingi. Um leið vakti frétt á forsíðu sama blaðs engu minni athygli hjá mér þar segir ,,Nýr forstjóri LSH fær fjórðungs hækkun" er hér átt við hækkun á launum sem nýr forstjóri LSH fær þegar hann kemur til starfa miðað  laun fyrrirennara síns. Nýverið fengu hjúkrunarfræðingar 14% hækkun launa fyrir skömmu. Ljósmæður vilja svipaða hækkun sinna launa en ekki er ljáð máls á slíku. Já er nema von að þetta fólk sem vinnur í umönnunarstörfum spyrji sig þeirra spurninga ,,er þetta réttlátt?"

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst lyktin sem ég finn af þessu ekki góð, hún er kennd við skít, hvað með ykkur?

Málsháttur dagsins: Betra er að maðurinn prýði embættið en embættið manninn


Viðsnúningur Hallgríms Hjörleifssonar - batnandi mönnum er best að lifa

Það var athyglivert að lesa pistil fyrrum ritstjóra staðarblaðsins Vikudags á Akureyri, sem birtist í 24 stundum í dag. Þar tekur Hallgrímur upp hanskann fyrir Ólaf F. Magnússon borgarstjóra. Hallgrímur kallar blaða- og fréttamenn ,,snápa" fyrir það að hafa ekki gefið Ólafi vinnufrið en þeir hafa gengið svo langt að vilja fá svör við ýmsum óskiljanlegum uppátækjum háttvirts borgarstjóra. Það er stórmannlegt af Hallgrími að verja Ólaf F. Magnússon. En skoðum forsögu Hallgríms aðeins þegar kemur að þessum málum.  

Á undanförnum árum hefur Hallgrímur Hjörleifsson hefur ritað óteljandi pistla og greinar í hið ágæta staðarblað Vikudag, sem og Morgunblaðið þar sem hann hefur farið ófögrum orðum um aðkomufólk í bæjarstjórn Akureyrar. Þetta hefur gengið svo langt að flokka mætti aðför hans undir gróft einelti. Þetta fólk er óalandi og óhæft til að stjórna bænum okkar að hans mati, af hverju? Jú þetta er utanbæjarfólk.

RakelBest1Þetta væri allt saman gott og blessað ef ekki væri fyrir þá undarlegu staðreynd að Ólafur F. Magnússon er Akureyringur og því aðkomumaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvað ætli valdi þessum sinnaskiptum hjá Hallgrími? hefur hann loksins áttað sig á því að það skiptir nákvæmlega engu hvar rætur manns liggja? Dalvík, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Reykjavík og svo mætti lengi telja uppruninn skiptir ekki máli, heldur hvaða mann hver og einn hefur að geyma. Það er fagnaðarefni að Hallgrímur skuli hafa áttað sig á þessu.

Því megum við eiga von á því að hann líti Sigrúnu Björk bæjarstjóra á Akureyri, Hermann Jón Tómasson formann bæjarráðs Kristján Þór Júlíusson bæjarfulltrúa og aðra sem í bæjarstjórn Akureyrar sitja og eiga rætur sínar að rekja í önnur sveitarfélög öðrum augum hér eftir annað er óhugsandi ef maðurinn er samkvæmur sjálfum sér. Því segi ég ,,batnandi mönnum er best að lifa" prik handa Hallgrími.

Í dag var A- Landsliðskonan og leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir valin í úrvalslið 7. - 12. umferðar Landsbankadeildar í knattspyrnu. Þá var hún einnig útnefnd sem besti leikmaður þessara umferða. Fyrr í sumar var Rakel valin í lið 1.-6. umferða Landsbankadeildarinnar. Þetta er enn einn stórsigurinn fyrir knattspyrnu kvenna hér á Akureyri.  Hér á Akureyri er verið að vinna frábært uppbyggingarstarf í knattspyrnu kvenna það sést best á þessu. Ég fékk Rakel Hönnudóttir til þess að droppa við hjá mér í kvöld þannig að ég gæti smellt af henni mynd með verðlaunin. Og í leiðinni smellti ég mynd af henni með barnabörnum mínum þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu en Rakel er ein af þjálfurum Þórs sem sér um æfingar hjá 7. flokki stúlkna þar sem þessar skvísur eru að æfa. Til hamingju Rakel og til hamingju knattspyrnukonur á öllum aldri á Akureyri. Áfram Stelpur í Þór/KA.

DrottningarÞá er hluti af kvenarmi fjölskyldunnar lagðar af stað í ævintýri. Þær héldu á vit ævintýranna fyrsti áningarstaður er Keflavík þar sem þær munu hvíla lúin bein áður en lengra verður haldið. England eða nánar tiltekið Leicester er staðurinn sem þessar elskur ætla njóta lífsins á næstu daga. Vonandi munu þær skemmta sér konunglega og nota tækifærið og rölta búð úr búð án þess að hafa grenjandi karla í eftirdragi sem leita ekki að neinu öðru en næstu krá, sem þeir hvort eð er fengju ekki leyfi til að fara inn á.

Þetta minnir á að stundum er sagt þegar karlar fara í hóp á fótboltaleik erlendis ,, nei við viljum engar konur við ætlum að skemmta okkur". Já ætli það sé ekki nákvæmlega það sem þessar elskur er að pískra í dag og njóta lífsins og segja ,,nú verður gaman engir karlar nú getum við loksins skemmt okkur í friði" fara svo hoppandi eins og ballerínur upp í IcelandExpress flugvél snemma morgun meðan við karlarnir öfundumst hér heima án þess að þora viðurkenna það opinberlega. Annars segi ég það með sanni vonandi skemmt þær sér hið besta og taka rækilega út rápið milli búða sem mun veita þeim ró næsta árið eða svo Tounge

Fróðleikur dagsins: Lögum samkvæmt er bannað að leika tennis á götum Cambridge.

Ég er hjá kallinum,,,,, hann er verja

,,Ég er hérna uppá unglinga tjaldstæðinu ,,,,,,,,,ég er hjá kallinum...... hann er svona verja, þið sækið mig bara er það ekki?"  Þetta er brot úr símtali hjá ungri stúlku sem vildi láta ná í sig uppá tjaldstæði. Ég var ,,kallinn - verjan". Stúlkan stóð við hlið mér meðan á þessu símtali lauk. Ég spurði hana hvað hún átti við með að segja ,,hann er verja". ,, Æi þú veist svona kall sem er að verja svæðið hvað kallast það annars". Við þetta tækifæri rifjaðist upp atvik sem átti sér stað í knattspyrnuleik  sem fram fór í Boganum í vor í meistaraflokki kvenna. Markvörður annars liðsins varði þrumufleyg með tilþrifum og hlaut mikið klapp að launum. Kallaði einn áhorfandinn þá ,,góð verja".

Stóð tvisvar sinnum 8 tíma vaktir á unglingatjaldstæðinu hér ofan við bæinn um helgina. Körfuboltadeild Þórs hafði veg og vanda af þeirri vinnu. Allt gekk eins og í sögu enda er æska landsins ljúf sem lamb og ekki síst þegar komið er fram við þau eins og hvern annan fullorðin einstakling. Allt gekk eins og í sögu um helgina og geta skipuleggjendur tjaldstæðisins borið höfuðið hátt og verið stoltir af sinni vinnu. Helgin gekk vel í alla staði en að mínum dómi var aðeins einn galli á gjöf Njarðar, dagskráin var vægast sagt hálf leiðinleg.  Ég fann ekkert sem féll að mínum þörfum, barnabörnin 3,6.7 ára sögðu ,,ekkert gaman" að undanskilinni flugeldasýningunni þá var sagt VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ. 

Ást á rauðu ljósi flott þema - ég reyndi aftur og aftur að nýta mér þetta en komin á þann aldur að ljósin þyrftu að loga talsvert mikið, mikið miklu lengur til að það gengi upp hjá mér. Kyssist faðmist og elskist allt gott. En þetta 80´þema dísess ég þyrfti að vera með minnistap á háu stigi til að vilja rifja upp tónlistina, klæðaburðinn og tala nú ekki um hárgreiðsluna sem þarna var dásömuð. Samt standa lögin hans Vilhjálms (sem var ekkert 80´ heldur eilíf snilld) alltaf upp úr svo ekki voru leiðindin 100%. En upp úr stendur að hátíðin tókst vel þótt ekki hafi verið hægt að gera ,,kalli" eins og mér til geðs að öllu leiti. Vonandi byggja menn á þessari reynslu og fara með það inn í næstu Verslunarmannahelgi að ári.

Nú hefst erill nýrra viku á þriðjudegi þannig að þessi vinnuvika verður í styttra lagi hjá flestum. Er að spá í að skella mér til Sigló um næstu helgi með Jóa þar sem stelpurnar Margrét Birta og Elín Alma taka þátt í Pæjumótinu sem þar er haldið og er árvíst.

Málsháttur dagsins:  Einn hundur öfundar ef öðrum er klappað

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband