Leita í fréttum mbl.is

Þetta er allt þeim að kenna.....

Á hina Íslensku þjóð er runnið æði. Það er hreinlega allt að verða vitlaust fjandakornið. Fólk hefur svo gersamlega sleppt sér. Hið ólíklegasta fólk hefur gert sig sekt um að öskra og láta öllum illum látum sem það annars gerir aldrei, ALDREI. Sökudólgarnir Íslenska handboltalandsliðið. Þeim fyrirgefst þetta auðvitað allt, nema hvað. Silfur um hálsinn fór þeim bara andsk.... vel. Þótt ekki sé ég neinn sérstakur handbolta fan lét ég mig hafa það að horfa á tvo seinustu leiki liðsins á ólympíuleikunum. Í morgun drifum við feðgar fórum niður í Hamar félagsheimili til að horfa á leik Íslands og Frakklands í úrslitum. Leikurinn sýndur á stórum skjá. Boðið upp á heitar vöfflur með rjóma og kakó og kaffi, við Þórsarar erum ekki með neitt hálfkák. Þetta er indælt. Ég tek mér orð forseta frúarinnar í munn og segi ,,Ísland er ekki lítið land Ísland er stórasta land í heimi" Áfram Ísland.

HreindýrVið feðgarnir brugðum undir okkur betri fætinum í gær ásamt félaga okkar og keyrðum austur á firði til að horfa á Þórsliðið mæta Fjarðarbyggð í leik í 1. deildinni. Eknir u.þ.b. 700 km fyrir eitt stig. Af leiknum er annars það að frétta að hann veður seint skráður á spjöld sögunnar fyrir gæði. Leiknum lauk með jafntefli 2-2. Betra er eitt stig en ekki neitt, Áfram Þór.

Á leið okkar austur sáum við hreindýr. Svo sem ekkert nýtt við það. Austurland eru jú heimahagar þessa annars ágætu dýra. En þetta hreindýr var þó ekki alveg eins og flest önnur. Það var fellt fyrir margt löngu en stendur þó uppi enn eins og sjá má á myndinni sem fylgir þessari færslu.

Áfram í íþróttum. Mínir menn í Manchester City tóku á móti íslendingaliðinu West Ham. Skemmst er frá því að segja að mínir menn ollu mér engum vonbrigðum heldur unnu sannfærandi sigur 3-0.

Skólarnir að byrja og lífið tekur á sig aðra mynd. Barnabörnin fara nú að detta inn með skóladótið af og til svo að nóg verður að gera hjá ömmu og afa við að líta eftir og passa að heimanámið sitji ekki á hakanum. Enda foreldrarnir uppteknir við annað t.d. vinnu og skóla. Maður spyr sig enn og aftur, ætlar þetta unga fólk aldrei að hætta þessari vitleysu þ.e. að læra fram í rauða dauðann, og fara vinna?

Hrönn og Gústi ásamt Sævari komu í mat til okkar á föstudagskvöldið. Áttum svo notalega stund með þeim fram eftir kvöldi. Þau komu norður til þess að fylgja honum Ragnari Vigfússyni sem var giftir Önnu systir okkar til grafar en hann lést nýverið. Hrönn og Gústi heldu svo heim á leið á laugardag ásamt Vigfúsi Má syni Ragnar en hann flýgur til síns heima á sunnudag en hann er búsettur í Danmörku.

Fróðleikur dagsins. Snóker á rætur sínar að rekja til Indlands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ og takk fyrir síðast Maturinn var hrein snilld Vildi láta vita af mér er á haus í skólanum og lítill tími til annars Kveðjur frá okkur

Hrönn Jóhannesdóttir, 27.8.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband