Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Afi þær eru eins og Karíus og Baktus.....

Svona af því að hún frænka mín Anna Bogga hefur af því áhyggjur að ég sé farinn að blogga of mikið um pólitík þá læt ég það að mestu leyti vera í dag.

Byrja þó á því að segja ykkur frá því að í gærkvöld var okkur boðið í mat hjá Döggu og fjölskyldu og horfðum við saman á X-factor. Þótti elsta barnabarninu sú skemmtun (X-factor)  ekki merkilegri en það að hún sofnaði yfir þeirri skemmtun. Eitt af því seinasta sem barnið sagði var ,,afi þær eru eins og Karíus og baktus" þegar Hara stigu á stokk og þar með sveif hún í draumaheima.

Hóf daginn í dag á því að fara í Hamar félagsheimili Þórs og sinna getraunastarfinu með félaga mínum Rúnari Hauk Man Utd fan  nr.1 á Íslandi.

Rúnari leiddist ekkert að horfa á Man Utd í beinni í Hamri með öðru auganu þar sem hans menn rasskelltu fyrrum félögum Guðna Bergs 4-1 á heimavelli sínum. Í Hamri er fín aðstaða til þess að horfa á bolta enda góðar græjur sem við Þórsarar erum búnir að koma okkur upp. Talsverður fjöldi fólks að horfa á leikinn.

Manchester-CityÞótt gleði hafi verið í herbúðum Utd-manna í dag var gleðin ekki síðri í herbúðum minna manna sem líka eru staðsettir í Manchester. Mínir menn í Manchester City öttu kappi við Middlesbro og höfðu góðann 0-2 úti sigur. Með þessu fjarlægjast þeir örlítið það hættusvæði sem þeir hafa verið á undanfarnar vikur, svæði sem þeir eiga ekki vera á. Þá mun það nokkuð ljóst að Stuart Pearce hafi styrkt stöðu sína í sessi en óhætt er að segja að hitnað hafi undir hjá honum að undanförnu. Alla vega góður sigur og áfram Manchester City.

Eftir að hafa lokið vinnu í getraunastússinu brá ég mér á aðalfund hjá Samfylkingarfélaginu á Akureyri. Fínn fundur og af því að ég ætlaði ekki að tala um stjórnmál í dag þá kemur hér punktur þá tek ég fyrir næsta mál.

Seinna í dag eða kl. 18:00 munu félagar mínir í körfuboltaliði Þórs leika sinn seinasta leik á tímabilinu. Þeir héldu austur á Egilstaði og leika þar við heimamenn í Hetti. Höttur er í bullandi fallbaráttu en Þórsliðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og geta með stigri í dag farið upp um deild taplausir. Þórsliðið leikur án Kevins Sowell hins ameríska leikmanns sem lék með liðinu í vetur þar sem hann fékk leyfi til að halda til síns heima en afi hans lést nýverið og ekkert nema eðlilegt að hann fái að vera hjá fjölskyldu sinni við þessar aðstæður.

Þá er formúlan hafin og er óhætt að segja að hún verði með öðrum hætti sen venja er til. Sjúbbi hættur og Kimi kominn í staðinn svo nú verður gaman að sjá hvort og hvernig honum farnast hjá Ferrari. Efast ég ekki um að sá snjalli ökumaður eigi eftir að ná árangri nokkuð sem honum tókst ekki hjá sínu gamla liði. Enda ekki vona því hann ók bíl sem vart komst á milli verkstæða. Sem sagt nóg að gerast í sportinu, hér og þar og allstaðar. Áfram Þór alltaf, allstaðar og Manchester City.

Fróðleikur dagsins:   Sá sem talar illa um aðra, þegar þú ert nærri, talar illa um þig, þegar þú ert fjarri.

 

 


Bara eitthvað.....

Var í seinustu bloggfærslu velti ég stefnu Steingríms J. Sigfússonar formann V.G. fyrir mér í ýmsum málum, varpaði fram nokkrum spurningum þar að lútandi. Gerði reyndar aldrei ráð fyrir því að hann læsi þetta blogg yfir höfuð þannig að ég fengi svör við mínum spurningum þar að lútandi.

En í Morgunblaðinu í gær ritaði Álfheiður Ingadóttir grein sem bar yfirskriftina ,,Stóriðjustopp", sú grein var gott svar við spurningum mínum. Og það sem meira er að ef grein Álfheiðar endurspeglar stefnu VG þá er eins og mig hefur lengi, lengi grunað að Vinstrihreyfingin grænt- framboð er flokkur með skýra STOPP- stefnu, en engin úrlausnarefni, gerum bara eitthvað.

Nú er að koma á daginn að hið svokallaða auðlindafrumvarp stjórnarflokkana er illa unnið og ber höfundum sínum glöggt merki um þvílík taugaveiklun hafi gripið um sig á stjórnarheimilinu að mati sérfræðinga. Mun það verða ef að líkum lætur verða atvinnuskapandi fyrir stétt lögfræðinga eins og Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður orðaði það.

Gat því miður ekki fylgst með Eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær og get þar af leiðandi lítið tjáð mig um þær. En, ég sá í Mogganum í dag eftirfarandi haft eftir formönnum flokkana; ,,Stefnum að framþróun" segir Jón Sigurðsson, ég spyr ,,Jón hefur engin framþróun átt sér stað í ykkar stjórnartíð?"; ,,Vinnutíminn verði styttur" segir Ingibjörg Sólrún, ég segi ,,gott mál og tími til komin"; ,,Hækka skattleysismörk" segir Magnús Þór Hafsteinsson, ég segi ,,um það þarf ekki að deila gott mál"; ,,Þjóðin vill breytingar" segir Steingrímur J. Sigfússon....ég segi ,,það á eftir að koma í ljós, ég vona þó réttar breytingar"; ,,Verst settu fái sinn skerf" segir Geir H. Haarde, ég spyr nú bara er Geir loksins að viðurkenna að þessi hópur hafi orðið útundan í góðærinu?, mér hefur skilist á Geir og félögum að allir hafi notið góðs af því.

Fundur í dag í framkvæmdastjórn Þórs þar sem við munum setjast niður yfir tillögum Akureyrarbæjar um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri. Eins og fólki er ljóst er áætlað að leggja af Akureyrarvöll eigi síðar en 2010 og byggja upp á félagssvæðum Þórs og KA. Byggja á m.a. upp frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs svo hægt verði að halda Landsmót UMFÍ 2009 en þá verða liðin 100 ár frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið og það hér á Akureyri.

Íslenska kvenna landsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan sigur á því kínverska í gær 4-1, sem er eitt besta landslið heimsins í dag. Lítið hefur farið fyrir umfjöllun fjölmiðla um þennan góða sigur kvennaliðsins okkar, því miður. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvernig umfjöllunin hefði orðið og hvaða athygli það hefði vakið ef þarna hefði karlalandsliðið hefði átt hlut að máli? 

Fróðleikur dagsins: Hreinskilni er ekki að segja allt, sem maður hugsar, heldur meina allt, sem maður segir.

Korter í kosningar, hvað svo?

Þótt langt er síðan að halla tók undan fæti í atvinnumálum á Vestfjörðum vaknaði ríkisstjórnin skyndilega upp af værum blundi... klukkan hringdi ,,,, já hún er korter í. Búið að skipa nefnd, sem skila á áliti 5 mínútum fyrir kosningar, hvað svo?. Ég óttast að þetta verði enn ein nefndin sem skilar af sér fínni vinnu á fínum pappír og málið dautt. En er nema von að fólk spyrji sig ,,hvernig stendur á því að þessi stjórn hefur ekkert gert? vissu þeir ekki af því hvað hefur átt sér stað þarna vestra? 

Sagt er að Alþingismaðurinn Birgir Ármannsson herji enn og aftur á Steingrím J. Sigfússon sem nú vill slá öllum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum á frest. Vill Birgir að Steingrímur skýri út fyrir þjóðinni hvað hafi valdið stefnubreytingu hjá honum, en sem kunnugt er studdi Steingrímur J. að virkjað yrði í Neðri hluta Þjórsá. Hvað olli þessum viðsnúningi? Ég segi bara og spyr eins og Staksteinar gera svo oft ,,Steingrímur svaraðu því?".

Þá verður fróðlegt að vita hvaða skýringu Steingrímur mun hafa þegar kjósendur í Norð/austur kjördæmi og þá sérstaklega á Húsavík spyrja hann að því hvort hætta eigi við fyrirhugað álver á Húsavík? Hvað vill hann gera í staðinn fyrir fólkið sem á Húsavík býr? hafa VG einhver úrræði önnur og þá hver eru þau? og ég segi enn og aftur og líkt og Staksteinar ,,Steingrímur svaraðu því".StoppHitti kannski Guðni Ágústsson Ráðherra naglann á höfuðið þegar hann sagði á Alþingi einhvern vegin á þá leið að rauði punkturinn sem væri fyrir ofan höfuðið á Steingrími J. Sigfússyni væri STOPP merki, sem þýddi STOPP á allt?. Það skildi þó ekki vera.

En alla vega verður að segjast eins og er að þegar menn rísa upp á afturfæturnar og segja STOPP á allt og alla eins og Steingrímur J. þá er ekki neitt óeðlilegt við það að fólk spyrji hann þeirra spurninga ,,Hvað vilt þú þá gera í staðinn? hvað er þetta eitthvað annað?". Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa fólksins að þegar menn hafa hátt berja í borðið og segja STOPP hingað og ekki lengra að þeir hafi einhver ráð, ekki satt?. Svo að varla ætti það að vefjast fyrir honum blessuðum að svara því, eða hvað?  Svaraðu því Steingrímur J. Sigfússon.

Ég verð að játa að ég hlakka mikið til þegar Steingrímur J. Sigfússon fer á kosningafundi á Húsavík og fer að sannfæra fólkið sem þar býr að stóriðja sé eitthvað sem ekki vantar, hvað með ykkur lesendur góðir?

Fróðleikur dagsins: Þegar þú ert öðrum góður ertu sjálfum þér bestur.


Sendum stjórnarflokkana í meðferð.

Hvað varðar mig og þjóðfélagið almennt um hvort einhver ,,frægur" leikari hafi komið til Íslands til þess eins að vera myndaður við Jökulsárlón, sem heldur síðan heim á leið og segir af sér frægðarsögur af því þegar hann lagði líf sitt og limi í stórhættu og telur sig svo vafalítið ljónheppinn að hafa átt afturkvæmt frá þessum hrikalegu aðstæðum. Eða, varðar nokkurn hér á Íslandi um það þótt ,,fræg" leikkona hafi stugið af úr afvötnum án þess að greiða reikningin fyrir þá þjónustu sem hún fékk meðan á meðferðinni stóð? eru þetta raunveruleg vandamál sem við eigum að hafa áhyggjur af?

Eða er það áhyggjuefni að Samfylkingin mælist ítrekað með minna fylgi en Vinstri hreyfingin grænt framboð? Er það áhyggjuefni að stórhluti íslenskra kvenna skuli snúa sér í auknum mæli að stjórnmálaflokki eins og VG þar sem foringi þess afls er og verður seint rómaður fyrir að vilja hag kvenna sem mestann? Eða er það áhyggjuefni að flokkur eins og Framsókn sem hefur t.a.m. sett konu af sem ráðherra fyrir karl sem hafði minni reynslu og var í raun aftar í goggunarröðinni ef uppstilling listanna var skoðuð, er það áhyggjuefni?

Vissulega er þetta áhyggjuefni ekki síst í ljósi þess að á Íslandi er aðeins einn stjórnmálaflokkur sem hefur gegnsæja og skýra stefnu sem snýr að almennu jafnrétti kynjanna. Og hefur um leið sett sér þau markmið að konan sé jafningi karls á öllum sviðum. Ekki einvörðungu það heldur er kona formaður þess flokks, flokks sem er í raun eina stjórnmálaaflið sem er raunverulegt jafnvægi gegn ríkjandi afturhaldssemi núverandi stjórnarflokka.

Standi vilji fólks til þess að jafnréttismál fái þá meðferð á Alþingi sem hún verðskuldar þá verðum við að koma Samfylkingunni til valda með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. Vilji menn sjá að málefni aldraða- og öryrkja fái þá meðferð sem þessir hópar verðskulda þá kjósa menn Samfylkinguna. Vilji menn í raun að umhverfis- og verndunarmál fái þá athygli sem þau verðskulda á Alþingi þá kjósa menn Samfylkinguna.

Efist menn um hæfni Ingibjargar Sólrúnar til þess að koma t.a.m. jafnréttismálum í lag þá ættu menn að skoða hvað R-listinn gerði á sinni valdatíð í þeim málum. Þar lét  R-listinn verkin tala svo um munar um það er ekki hægt að deila. Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að Samfylkingin spilaði hvað stærstan þátt í því samstarfi og fyrir þessu lista fór engin önnur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem er jú formaður Samfylkingarinnar.   

Það er komin tími til þess að hins íslenska þjóð vakni upp af þyrnirósarsvefni sem hún hefur sofið undanfarin ár. Stjórnarflokkarnir þurfa að komast í einhverskoar afvötnun eins og ,,fræga" leikkonan hér að ofan sem vitnað var í. En þó ólíkt leikkonunni þurfa stjórnarflokkarnir að klára sína meðferð. Meðan á þeirri meðferð stendur væri farsælast fyrir íslensku þjóðina að koma Samfylkingunni til valda undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Fróðleikur dagsins: Hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi.

Getraunastúss í Hamri og fleira góðgæti.

ThorsmerkiGetraunastúss í Hamri í gær eins og venja er flesta laugardaga. En úrslit gærdagsins voru með þeim hætti að trúlegt er tipparar ríði ekki feitum hesti frá þessari tipphelgi. Þegar óvænt úrslit líta dagsins ljós sem rústar öllu fyrir tippurum finnst manni komin tími til að eiga orðstað við knattspyrnuhetjurnar sem leikina spila. Fer maður að halda að þeir geri sér ekki grein fyrir því hve mikið er í húfi hjá tippurum hverju sinni.Wink

Almennt var mikið að gera í Hamri þessa helgi þar sem eitt af Goðamótum Þórs stóð yfir þessa helgi en það er orðið eitt af stærstu knattspyrnumótum landsins sem haldin eru yfir vetrartímann. Allt það fólk sem ber hitann og þungann af þessum mótum er gott dæmi um þann auð sem íþróttahreyfingin er. Allt þetta fólk á hrós skilið og verðskuldar að því sé klappað og hampað í tíma og ótíma.

Picture 031Í dag spila mínir menn í Manchester City við Blackburn á útivelli í bikarnum. Er það von min sem og allra stuðningsmanna City að þeir nái að slá lið Blackburn út úr keppninni. Gengi City í vetur í deildinni hefur því miður ekki verið með þeim hætti sem við stuðningsmenn vonuðumst til í upphafi leiktíðar. City er eitt þeirra liða sem erlendir auðmenn hafa sýnt áhuga á að kaupa. Veit ekki hvort það yrði klúbbnum til góðs eður ei. En alla vega hafa þeir klúbbar sem erlendir fjárfestar hafa keypt rokið hærra upp á stjörnuhimininn, eftir að þeir hafa dælt í þau gríðarlegum fjármunum.

Kannski maður myndi upplifa gamla daga á ný þegar City var eitt af þeim liðum sem átti fastan sess á toppi ensku deildarinnar. Liðið va t.a.m. Englands- bikar og evrópumeistarar um svipað leyti og þeir komu til Íslands og léku vináttuleiki við Íslenska landsliðið og stórlið Þórs frá Akureyri. Var og er það stór þáttur í lífi manns þegar maður barði þessar hetjur augum hér á Akureyrarvelli. City liðið vann báða leikina eins og gefur að skilja. En eitt af þeim augnablikum sem standa upp úr var þegar markmaður Þórs Samúel Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og vann markvörð Manchester City í vítakeppni í hálfleik. Lét Samúel hafa eftir sér eftir leik að þetta hafi verið létt verk og löðurmannslegt. Myndin sem hér birtist er tekin á leik Manchester City gegn Chelsea á City of Manchester Stadium í desember 2005 en það var fyrsti og eini leikurinn sem ég hef farið á utan Íslands.

Fróðleikur dagsins:  Að hata fólk er eins og brenna hús sitt til þess að eyða einni rottu.

Sigur gegn Stjörnunni í kvöld og Þór deildarmeistari.

Bikarinn12Í kvöld tóku Þórsarar á móti liði Stjörnunnar úr Garðarbæ í seinasta heimaleik sínum á Íslandsmótinu í körfubolta 1. deild. Þórsarar sem fyrir leikinn höfðu ekki tapað leik í vetur breyttu ekki út af vananum og unnu sanngjarnan 116-101 sigur á Garðbæingum.

Fyrir leikinn í kvöld sté Sigfús Ólafur Helgason  formaður Íþróttafélagsins Þórs fram á sviðið og kallaði Guðmund Ævar Oddsson leikmann og formann körfuknattleiksdeilar Þórs upp. Færi Sigfús, Guðmundi blómavönd í tilefni þess að þetta er seinasti heimaleikurinn sem Guðmundur leikur með Þór um óákveðin tíma. Guðmundur sem hefur verið burðarás innan vallar sem utan mun halda til frekara náms erlendis á haustdögum.

GummiKvaddur2Guðmundur Oddsson hefur verið leikmaður meistaraflokks í 10 ár og spilað þar stórt hlutverk. Þá hefur Gummi þjálfað marga af yngri flokkum félagsins með afar góðum árangri. Guðmundur er dáður af öllum þeim sem hann þekkja og umgangast.

Sigurinn í kvöld tileinkuðu leikmenn Þórs þjálfara sínum Hrafni Kristjánssyni sem liggur veikur á sjúkrahúsi. Sagði Tómas Hermannsson sem stýrði liðinu í kvöld að þeir hefðu bara gert það sem Hrafn lagði fyrir og því fór sem fór - sigur okkar manna. Sendi ég Hrafni kveðju með ósk um skjótann bata og hann verði mættur í slaginn í seinasta leik Þórs sem verður gegn Hetti á Egilstöðum þann 17 mars n.k.  

ÖrnGuðjónsAð lokum er gaman að geta þess að ungur strákur að nafni Örn Guðjónsson sem er 17 ára gamall skoraði sín fyrstu meistaraflokks stig í leiknum. Þá má bæta því við að faðir hans Guðjón Kristjánsson sem á árum áður lék körfubolta með KR skoraði einnig sín fyrstu stig með meistaraflokki þegar hann var 17 ára gamall. Sannast þarna enn og aftur máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni".

Fróðleikur kvöldsins: Sæll er sá, er annars böl bætir.

Upplausn hjá stjórnarflokkunum og bæjarráð Akureyrar missteig sig hrapalega.

Vitleysan í kringum auðlindarmálið á Alþingi er orðið að einum stórum brandara. Hringlandaháttur stjórnarflokkana í þessu máli virðist engan enda ætla að taka. Ég átti jú aldrei von á því að þeir gætu lent þessu máli á farsælan hátt. Fyrst stjórnarflokkarnir vilja ekki samstarf við stjórnarandstöðuna þá getur þetta ekki endað öðru vísi en með klúðri.

Nú mitt í öllu þessu klúðri um auðlindarmálið er komið enn eitt deilumálið innan stjórnarflokkana mál sem fróðlegt verður að fylgjast með hvor flokkurinn verður fyrri til að bjóðast til þess að snúa sér við...... Drög Félagsmálaráðherra að nýjum jafnréttislögum fékk óvænta brotlendingu í morgun þegar varaformaður Sjálfstæðismanna Þorgerður Katrín lýsti andstöðu sinni við þann lið að banna launaleynd. Hún hlýtur að tala fyrir munn alls flokksins, eða hvað? Svo gaman veður að fylgjast með þessu máli.

Má til með að lýsa óánægju með afgreiðslu bæjarráðs Akureyrar með að gefa líkamsræktarstöð hér í bæ leyfi til þess að hefja sölu á léttuvíni og áfengu öli. Áður hafði Mannréttindaráð mælst til þess að leyfið yrði ekki veitt. Er hræddur um að hér eftir verði erfitt fyrir bæjarráð að hafna beiðni íþróttafélaganna til þess að fara sömu leið. Viljum við leyfa áfengi á leikjum sem og almennt á öðrum uppákomum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Ég er fúll, hundfúll og mun skamma allt mitt fólk innan Samfylkingarinnar, sem og alla þá sem greiddu þessu sitt atkvæði hvar sem í flokki þeir standa fyrir að hafa stigið þetta óheillaskref, skamm og aftur skamm.

 

Kaffi í Hamri í morgun eins og venja er alla föstudaga þar sem málin rædd og leyst í eitt skiptið fyrir öll. Þarna koma saman menn af öllum stærðum og gerðum og úr öllum þjóðfélagsstigum með mismunandi skoðanir en eiga þó það eitt sameiginlegt að vilja íþróttafélaginu sínu vel Íþróttafélaginu Þór. Og talandi um Þór þá er seinasti heimaleikur körfuboltaliðs Þórs í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni úr Garðarbæ. Þórsarar eru taplausir fyrir þennan leik hafa unnið alla 12 leiki sína þegar hér er komið við sögu og hafa tryggt sér úrvalsdeildarsæti að hausti. Fá þeir því afhentan deildarbikarinn í kvöld svo um að gera fyrir fólk að mæta á leikinn og njóta þess að horfa á og fylgjast með enda er körfubolti skemmtileg íþrótt. Bendi á upphitunarpistil heimasíðu Þórs http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2281 

Í dag á hin stórskemmtilega og snjalla kona Lára Stefánsdóttir 50 ára afmæli. Sendi henni og fjölskyldu hennar mína bestu afmælis óskir af þessu tilefni.

Fróðleikur dagsins: Elska mig mest þegar ég verðskulda síst, því þá þarf ég þess mest.

Annasamur dagur að kveldi kominn.

Óhætt að segja að þessi dagur hafi verið annasamur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Sat fram að hádegi með vinkonu minni við tölvuskjáinn við að yfirfara gömul ljóð sem ég hef verið að koma á tölvutækt form fyrir aldraðan mann sem hefur í gegnum árin leikið sér við að yrkja ljóð og bögur. Margar skemmtilegar vísur hjá þessum aldna herramanni. Kann Elsu vinkonu minni bestu þakkir fyrir hjálpina við það að lesa okkur í gegnum ,,gömlu" lykkjuskriftina, sem maður er að verða dálítið riðgaður í að lesa.

Fór í dag í afmæliskaffi til dóttur minnar og tengdasonar þar sem dóttursonur minn er tveggja ára í dag. Haldið var þó uppá daginn með pompi og pragt um liðna helgi. Hver veit nema þessi litli prins verði bara jafnréttissinnaður þegar fram líða stundir enda þessi dagur alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

ros2Og talandi um jafnrétti þá var hélt Femínistafélag Akureyrar sem er 1. árs í dag opinn fund í Háskólanum á Akureyri. Og ég þessi miðaldra karl sem alinn er upp af þeirri kynslóð sem hefur og hafði annan skilning á jafnrétti. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna héldu framsögu og sátu fyrir svörum. Þessum fundi stjórnaði Margrét Kristín sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur með miklum myndarskap. Margrét er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni og ef æska landsins er almennt eins og þessi unga kona þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Alla vega hafði ég gaman að fundinum og sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyddi þar. Kom á óvart hve margir karlmenn sátu fundinn, en kannski er það bara merki um breytta tíma? já betri tíma.

Fundurinn var í alla staði mjög málefnalegur og hinn skemmtilegasti. Gef fulltrúum stjórnmálaflokkanna fína einkun fyrir sína framsögu, þó framsaga fulltrúa Frjálslyndaflokksins hafi einna síst snúist um jafnrétti. En þar á bæ hefur í raun lítið farið fyrir jafnrétti kynjanna svo að það kom svo sem ekkert á óvart.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort vandræðagangur stjórnarflokkanna í kringum auðlindarmálið þar sem ,,stóri" bróðir fékk óvæntan löðrung frá litla bróður sé gott dæmi um misnotkun? Alla vega var sá ,,stóri" fljótur að snúa sér við til þess eins að hlutirnir litu vel út á við. Jú þannig var það og er,  auðvitað því gat sá ,,stóri" ekki verið þekktur fyrir það að horfa uppá að sá litli tæki þann ,,stóra" á ypon þó með hjálp utan frá? Er viss um að sá ,,stóri" er sár þótt hann beri sig vel þótt hann brosi í gegnum tárin.

Las frétt þess efnis að undirbúningshópur áhugafólks um málefni eldriborgara og öryrkja sé hættur við að bjóða fram til Alþingis í vor, þetta er mikið fagnaðarefni. Ég skora á þetta fólk að lesa stefnuskrá Samfylkingarinnar um málefni þessara hópa og í beinu framhaldi flykkja sér í kringum Samfylkinguna, þá verður málum þeirra borgið. Stjórnarflokkarnir hafa ekki sinnt þessum málaflokkum á langri stjórnarsetu og engin ástæða til að ætla að á því verði breyting, til þess hafa þeir haft allt of langan tíma en ekkert gert.

Endaði svo ágætan og annasaman dag á því að fara með fjölskyldunni út að borða og var hinn eini sanni Greifinn fyrir valinu. Fínn matur, notaleg kvöldstund, meira síðar.

Fróðleikur dagsins: Sá sem gerir ekkert fyrir aðra gerir ekkert fyrir sjálfan sig.

Velheppnaður súpufundur Þórs.

P3070012Í dag hélt Íþróttafélagið Þór sinn 10. súpufund sem var sá fjölmennasti til þessa. Vel á sjöunda tug manna og kvenna sátu fundinn og þótti hann takast í alla staði vel. Það sem einna helst bar til tíðinda að mörgum fundargestum fannst sem bæjarfulltrúarnir Elín Margrét og Hjalti Jón væru heldur illa að sér í málefnum er snúa að íþróttamálum bæjarins. Svo að trúlegt má telja að þau hafi fengið meiri og ítarlegri upplýsingar um stöðu mála í þessum málaflokki en þau áttu von á.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn rembast eins og rjúpan við staurinn við það að fá niðurstöðu í deilu þeirra um auðlindarákvæðið sem Framsóknarmenn hafa lagt ríka áherslu á undanfarna daga að koma í gegn. Sjallarnir hrukku upp við vondan draum þegar þeir áttuðu sig á því að stjórnarandstaðan var tilbúinn að koma framsókn til hjálpar. Það er nokkuð sem fékk Geir og félaga til þess að þeim rann kalt vatn milli skins og hörunds. Verð að játa að það er óneytanlega gaman að sjá þegar Sjallarnir eru komnir með bakið upp við vegg, ekki satt?

Þjóðin hóstar og stynur sem aldrei fyrr því nú er eitthvað sem heitir svifrik farið að angra þjóðina og er víst að sögn fróðra manna bráðdrepandi. Hvað er til ráða, hvað er hægt að gera og hver veit hvað á að gera? Samfylkingin á Akureyri kom því í gegn í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn að gefa frítt í strætó. Það ætti að vera hvetjandi fyrir fólk að leggja bíldruslunum af og til. Ég henti nagladekkunum fyrir 3 árum og kom mér á loftbóludekk og fer aldrei aftur á nagla, aldrei. Skora ég nú á fleiri bæjarfélög að taka okkur Akureyringa sér til fyrirmyndar og gefa frítt í strætó og þannig leggja sittt af mörkum í baráttunni við þetta fj...... svifrik.

Yngsta barnabarnið sem er strákur á afmæli á morgun, sem fer vel á því að það er að mér skilst alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Afmæliskaffi hjá stráksa nema hvað?. Þá mun feministafélag Akureyrar halda fund í Háskólanum á Akureyri og hver veit nema maður skelli sér og hlusti á. Fyrir því félagi fer hin bráðefnilega unga kona,  Margrét Kristín Helgadóttir, sem skipar 4 sæti á lista Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi. Hana vil ég sjá komst á þing í vor og ekkert röfl með það 4 menn inn og kjördæmið væri í góðum málum.

Fróðleikur dagsins: Sannleikurinn er dýrmætari en allt annað sem vér eigum. Förum því sparlega með hann. Mark Twain.


Að tolla í tísku - komin á blog.is.

Eftir mikið japl og jamm og fuður lét ég loks til leiðast og stofnaði mitt eigið blogg hér á blog.is þar sem engin virðist vera með mönnum nema koma sér hér inn.

Enn halda vandræðin áfram hjá Eggert Magnússyni og félögum sem gerðust svo djarfir að kaupa enska knattspyrnuliðið West Ham City. Ég verð að játa að ég dáðist að fífldirfsku hans að ráðast í að kaupa þetta félag, nú er ég eiginlega farin að vorkenna karlinum, svo ekki sé nú fastara að orði kveðið.

            Loksins, loksins segja sumir virðast Framsóknarmenn vera að fá nóg af ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðismenn. Hriktir í stoðum samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðis vegna ákvæði um að fiskurinn í sjónum skuli vera bundið í Stjórnarskrá Íslands sem eign þjóðarinnar. Ekki er hægt annað en vorkenna Framsóknarmönnum fyrir það að þeir hafi þurft öll þessi ár til að átta sig á þeim mistökum að binda trúss sitt við þennan stjórnmálaflokk svo lengi og leyfa þeim að taka sig í ….. án þess að hreyfa mótmælum. Ekki geta þeir sagt að engin hafi varað þá við, eða hvað?

En sem betur fer hefur stjórnarandstaðan boðið Framsóknarmönnum liðsinni til þess að bjarga þessum málum. Ég tel að nú sé nóg komið og binda verði endi á að útgerðarmenn geti ráðstafað óveiddum fiski í sjónum að eigin vild. Stjórnleysi í fiskveiðum hefur því sem næst lagt heilu byggðarlögin í eyði. Vestfirðingar hafa þó einna helst blætt hvað mest, og það sem er sorglegast við það er að Vestfirðingar búa landsfræðilega best allra til þess að stunda fiskveiðar, og hana nú.

             Nú er allt útlit fyrir að Ómar Ragnarsson, Margrét Sverrisdóttir ætli að fara af stað með enn eitt framboðið. Þá er víst ekki loku fyrir það skotið að öryrkjar og aldraðir fari af stað með álíka framboð. Er þetta örugg leið til þess að frysta málum öryrkja og aldraða. Varla gerir nokkur maður ráð fyrir því að t.d. einn fulltrúi öryrkja og aldraða komi málefnum þeirra í gegn á þingi? Ég segi enn og aftur öll svona sérframboð eru til þess eins fallin að gera stjórnarmyndun eftir kosningar enn erfiðari. Hefði verið gáfulegra hjá öryrkjum og öldruðum (að Ómari meðtöldum) að flykkja sér að baki einhvers eins framboðs og þannig láta rödd sína hljóma og hugsanlega koma málefnum á framfæri.

P2220006Minni á súpufund Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells á morgun í Hamri þar sem þau Elín Margrét Hallgrímsdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sitja fyrir svörum. Þema fundarins verður; Íþróttir á Akureyri, staðan og framtíðarsýn. Af þessu tilefni set ég inn eina mynd af Viðari Sigurjónssyni sem hefur verið fundarstjóri á þessum fundum til þessa og stýrt þeim að miklum myndarbrag eins og honum einum er lagið.

           

Fróðleikur dagsins: Enginn er karlmenni, sem segir ekki satt. Öll lygi er bleyðiskapur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband