Leita í fréttum mbl.is

Upplausn hjá stjórnarflokkunum og bæjarráð Akureyrar missteig sig hrapalega.

Vitleysan í kringum auðlindarmálið á Alþingi er orðið að einum stórum brandara. Hringlandaháttur stjórnarflokkana í þessu máli virðist engan enda ætla að taka. Ég átti jú aldrei von á því að þeir gætu lent þessu máli á farsælan hátt. Fyrst stjórnarflokkarnir vilja ekki samstarf við stjórnarandstöðuna þá getur þetta ekki endað öðru vísi en með klúðri.

Nú mitt í öllu þessu klúðri um auðlindarmálið er komið enn eitt deilumálið innan stjórnarflokkana mál sem fróðlegt verður að fylgjast með hvor flokkurinn verður fyrri til að bjóðast til þess að snúa sér við...... Drög Félagsmálaráðherra að nýjum jafnréttislögum fékk óvænta brotlendingu í morgun þegar varaformaður Sjálfstæðismanna Þorgerður Katrín lýsti andstöðu sinni við þann lið að banna launaleynd. Hún hlýtur að tala fyrir munn alls flokksins, eða hvað? Svo gaman veður að fylgjast með þessu máli.

Má til með að lýsa óánægju með afgreiðslu bæjarráðs Akureyrar með að gefa líkamsræktarstöð hér í bæ leyfi til þess að hefja sölu á léttuvíni og áfengu öli. Áður hafði Mannréttindaráð mælst til þess að leyfið yrði ekki veitt. Er hræddur um að hér eftir verði erfitt fyrir bæjarráð að hafna beiðni íþróttafélaganna til þess að fara sömu leið. Viljum við leyfa áfengi á leikjum sem og almennt á öðrum uppákomum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Ég er fúll, hundfúll og mun skamma allt mitt fólk innan Samfylkingarinnar, sem og alla þá sem greiddu þessu sitt atkvæði hvar sem í flokki þeir standa fyrir að hafa stigið þetta óheillaskref, skamm og aftur skamm.

 

Kaffi í Hamri í morgun eins og venja er alla föstudaga þar sem málin rædd og leyst í eitt skiptið fyrir öll. Þarna koma saman menn af öllum stærðum og gerðum og úr öllum þjóðfélagsstigum með mismunandi skoðanir en eiga þó það eitt sameiginlegt að vilja íþróttafélaginu sínu vel Íþróttafélaginu Þór. Og talandi um Þór þá er seinasti heimaleikur körfuboltaliðs Þórs í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni úr Garðarbæ. Þórsarar eru taplausir fyrir þennan leik hafa unnið alla 12 leiki sína þegar hér er komið við sögu og hafa tryggt sér úrvalsdeildarsæti að hausti. Fá þeir því afhentan deildarbikarinn í kvöld svo um að gera fyrir fólk að mæta á leikinn og njóta þess að horfa á og fylgjast með enda er körfubolti skemmtileg íþrótt. Bendi á upphitunarpistil heimasíðu Þórs http://www.thorsport.is/thorsport/?D10cID=ReadNews&ID=2281 

Í dag á hin stórskemmtilega og snjalla kona Lára Stefánsdóttir 50 ára afmæli. Sendi henni og fjölskyldu hennar mína bestu afmælis óskir af þessu tilefni.

Fróðleikur dagsins: Elska mig mest þegar ég verðskulda síst, því þá þarf ég þess mest.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

hjartanlega sammála þér með bæjarráð Akureyrar. Þetta er vonlaust, og bendi á pistil á heimasíðu minni um þetta mál.

Sveinn Arnarsson, 10.3.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Sveinn ég held að þetta hafi verið misráðið.

Páll Jóhannesson, 10.3.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

234 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband