Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ekki svo vitlaust að fjárfesta í einu kvikindi.

Enn og aftur er landinn minntur á að ástandið í efnahagsmálum er verri en stjórnvöld virja vera láta. Samtök atvinnulífsins senda stjórnvöldum þau skilaboð að hagstjórn landsins séu í molum. Seðlabankinn gerir slíkt hið sem en þó með öðrum hætti. Geir brosir, Jón framari líka og peðin allt í kringum þá gelta af því að þeim er sagt að gera það. Stöðugleikinn sem náðist með tilkomu þjóðarsáttarinnar forðum er fokinn út í veður og vind.

Þjóðin hlýtur að fara vakna upp af þeim væra blundi sem hún hefur sofið á undanförnum árum. Skynsemin segir að þessi ríkisstjórn verður að fara frá, það er bara lífsspursmál. Geir og Jón eru greinilega búnir að setja upp bros-aðferðina sem Bridge-menn beittu forðum þegar þeir urðu heimsmeistarar og Davíð saup seiðinn göruga og sagði Bemrúda-skál.

Föstudagskaffið í Hamri í morgun var eins og venja er til fjörugt og fróðlegt í alla staði. Vallarmál Þórs, fjárhagsstaða íþróttahreyfingarinnar og pólitík, hraðaskstur stórra flutningabíla og þráhyggju Bjössa Rambó um hervæðingu Íslands með einhverjum hætti. Vissulega löngu tími til komin í þessum stríðshrjáða heimi að við komum okkur upp alvöru her. Það er aldrei að vita nema við þurfum að verja landið með kjafti og klóm, og þá er eins gott að Rambó sé klár í slaginn. 

Samkvæmt heimildum þá er flugstöðin á Húsavík til sölu og fæst fyrir sportprís, ef einhver hefur áhuga á því að eignast eitt stykki. Kannski ekki svo vitlaust að fjárfesta í þessu kvikindi og vera klár í slaginn þegar álverið á Bakka fer í byggingu. Þá gæti verið að flugleiðum hugnaðist að hefja áætlunarflug á þetta afskekkta landssvæði. Kvöldinu verður vafalítið eytt í ró og næði og hver veit nema maður vilist inná x- factor eða eitthvað álíka?

Fróðleikur dagsins: Hver aldur hefur sína kosti. Það uppgötva menn of seint.

Hann skar mig helvískur.....

Samfylkingin kynnti í dag aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Ég skora á fólk að kynna sér þetta vel og vandlega. Þetta er enn eitt merki um metnaðarfulla stefnu Samfylkingarinnar þar sem fólk er sett í öndvegi.

Las frétt þess efnis að George W. Bush, Bandaríkjaforseti hafi brugðið sér í hlutverk skemmtikrafts í árlegum kvöldverði samtaka fréttamanna í Washington í gærkvöldi. Verð að viðurkenna að mér hefur fundist hann stjórna landi sínum eins og skemmtikraftur fremur en ábyrgðarfullur stjórnmálamaður.

Hef rifist af og til við mann sem ekur flutningabíl. Hann heldur því fram að allir stórir flutningabílar séu innsiglaðir þannig að þeir komist ekki upp fyrir 80 eða 90 km. Gerði tilraun í gær. Ók út Kræklingahlíðina fann stórann flutningabíl með tengivagn. Ók fram úr honum á rúmlega 105 km. þegar forskotið var orðið c.a. 300 metrar hægði ég ferðina niður í 90 og hélt þeim hraða. Á örskömmum tíma náði flutningabílinn mér og skar mig, djéskotinn danskur.

Gaf aftur í Skódann, elti uppi trukkinn hið snarasta og skar´ann á 105-110 km. Náði svipuðu forskoti aftur þ.e. c.a 300 metra. Beið þar til við vorum á góðum stað í Hörgárdalnum og hægði ferðina og stillti mig af á 100. Og viti menn hann náði mér fljótt, þó ekki eins hratt og í fyrra skiptið og skar mig helvískur, með látum. Greinilegt að farið var að þykkna á ökumanni flutningabílsins því hann þeytti lúðra með miklum látum þegar hann skar mig og Skódann.

Ég er farin að halda að annað hvort sé helv... hraðamælirinn í Skódanum snarvitlaus eða flutningabílstjórinn sem ég þrasa stundum við um þennan hraðakstur stórra bíla. En alla vega trúi ég því mátulega að ALLIR þessir stóru bílar séu læstir á ákveðin hraða.

Morgundagurinn hefst svo að venju á morgunkaffi í Hamri félagsheimili Þórs þar sem ég og félagar mínir í kaffiklúbbnum hittumst alla föstudaga þar sem við tökum á hinum ýmsu vandamálum þjóðlífsins og leysum þau í eitt skipti fyrir öll. Þessi hópur hefur hist á hverjum föstudagsmorgni í 12-13 ár. Þarna hittast iðnaðarmenn, skrifstofukarlar, miðlar, löggilt gamalmenni og öryrkjar, framkvæmdastjórar og formenn og forstöðumenn, bókarar, þjálfarar, ökukennarar, húsverðir, kennarar, tipparar og svo mætti lengi, lengi telja.

Fróðleikur dagsins: Svo auðugur er enginn, að hann geti keypt sér fortíðina aftur.

Þar kom að því að ég gæti hælt ríkisstjórninni.

islenski_faninnÉg, ásamt öllum sem starfa í íþróttahreyfingunni fagna því að á  fundi ríkisstjórnarinnar í gær var ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga. Rétt er að hæla ríkisstjórninni þegar hún gerir vel og það geri ég. En jafnframt skal það tekið fram að um þetta mál ríkti mikil samstaða á þingi hvar sem í flokki menn standa.  Ég og félagar mínir í Íþróttafélaginu Þór höfum ákveðið að draga íslenska fánann að húni í dag af þessu tilefni. Hér er mikið réttlætismál sem komst í gegnum alþingi eftir langa, langa baráttu.

Fróðleikur dagsins: Enginn á svo annríkt að hann geti ekki talar um, hversu annríkt hann á.

Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi.....

Hef velt því fyrir mér hvort það geti verið að hugsanlegt álver við Húsavík geti rúmast innan marka ,,sjálfbærrar þróunar" eins og Valgerður Sverrisdóttir heldur fram? Ég er reyndar engin sérfræðingur í því um hvað sjálfbærri þróun snúist nákvæmlega, en ég get ekki neitað því að við fyrstu sýn þá hljómar þessi yfirlýsing Valgerðar fremur eins og hvert annað stefnuleysi innan Framsóknarflokksins fremur en að svo geti verið í raun. Reyndar kemur þessi hringlandaháttur framsóknar ekki á óvart því þeir hafa jú löngum verið opnir í báða enda.

Samkvæmt heimildum er lóan komin til landsins og mun nú kveða burt snjóinn. Hún sást víst á Höfn í Hornafirði í morgun. Eftir því sem ég best veit þarf hún ekki að kveða mikinn sjó í burt þaðan enda Höfn ekki þekkt fyrir mikil snjóalög. En samt ánægjuefni að þessi ljúfi vorboði skuli vera komin til landsins.

Má til að blogga örlítið um sportið. Akureyri handboltafélag sem er í eigu Akureyrarliðanna Þórs og KA vann loksins sigur um helgina þegar þeir unnu Hauka úr Hafnafirði. Losuðu Akureyringar sig frá bráðasta hættusvæðinu en sendu um leið Hauka á það óvinsæla svæði. Haukar hafa nú kallað til liðs við sig fyrrum þjálfara sinn Viggó Sigurðsson og á hann að hjálpa Haukum að bjarga sér frá falli.

Mínir menn í Þór unnu Dalvikínga í B- deild deildarbikarsins um helgina 4-1. Góður sigur þar sem m.a. Hreinn Hringsson skoraði 2 kvikindi. Það sem vekur athygli er hversu margir ungir og efnilegir strákar sem eru að koma upp úr yngri flokkum félagsins fá að spreyta sig á vormótunum. Lárus Orri og Palli Gísla eru óhræddir við að gefa þeim tækifæri, enda liggur framtíðin þarna.

Í gær skrifuðu bæjaryfirvöld undir nýjan RISA samning við Gólfklúbb Akureyrar um uppbyggingu á gólfvelli þeirra GA-manna. Er þetta fagnaðarefni að Sigrún og félagar í bæjarstjórn hafa fundið peninga til að setja í íþróttamannvirki. Vekur um leið upp vonir okkar Þórsarar og KA-manna um að ekki verði staðið fast á bremsunni þegar kemur að því að byggja upp á svæðum félaganna í stað Akureyrarvallar.

Fróðleikur dagsins:  Strangt til tekið getur enginn krafist þess að aðrir þegi yfir þeim leyndarmálum, sem hann gat ekki þagað yfir sjálfur.

Geir er komin í leitirnar.

Eftir að hafa lesið viðtal við Forsætisráðherrann okkar Geir H. Haarde vakna óneytanlega hjá manni spurningar tengdum málefnum aldraðra- og öryrkja.

Hvernig stendur á því að gera á eitthvert átak í málefnum þessara hópa núna korter fyrir kosningar, fyrst ríkisstjórnin hefur staðið sig eins vel í þeim málefnum og hann vill vera láta? Ég segi NEI.

Og hafi ríkisstjórnin staðið sig jafn vel og hann vill vera láta hvernig stendur á því að þessir hópar hafa verið að stofna þrýstihópa með það að markmikði að koma mönnum á þing? Er það vegna þess hve vel hefur verið unnið í þeirra málum? Ég segi NEI.

Hvernig stendur á því að Öryrkjabandalagið hefur þurft að fara dómsleiðina til þess að reyna af öllum mætti að fá ríkisstjórn Íslands til þess að efna gerða samninga? Er það vegna þess hve ríkisstjórnin hefur staðið sig vel? Ég segi NEI.

Er ástæða til þess að örykjar fagni nýgerðu samkomulagi við ríkisstjórnina um nýtt fyrirkomulag á örorkumati? Ef þessi ríkisstjórn nær að halda velli er það tryggt að samkomulagið haldi eða getur verið að Öryrkjabandalagið þurfi að sækja réttindi sín í gegnum dómstóla enn og aftur? Ég segi NEI.

Í lok viðtalsins lýsir Geir áhyggjum sínum hvað myndi gerast ef Samfylkingin og VG kæmust til valda. Afturför og í raun stjórn stöðnunnar!

Ætlar Geir að reyna halda því fram að fólk þurfi að óttast ef þessir flokkar komast til valda? Getur verið að hann haldi að hægt sé að telja þjóðinni trú um að hér á landi ríki stöðugleiki? Er það stöðugleiki að hér sé bullandi verðbólga? er það stöðugleiki að sennilega hvergi í hinum vestræna heimi greiði fólk hærri vexti? Er það stöðugleiki að á Íslandi séu stýrivextir svo háir að vaxtatalan sé líkara góðu hitastígi á Íslandi yfir hásumarið fremur en vaxtaprósentu, sem allt venjulegt fólk ætti að búa við?  Er það merki um stöðugleika þegar fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, Forsætisráðherra Íslands og núverandi Seðlabankastjóri skammar núverandi stjórn fyrir ábyrgðarlausa stjórn í fjármálum þjóðarinnar, er það merki um stöðugleika. Ég segi NEI.

,,Fílar það að vera forsætisráðherra í botn" er haft eftir Geir. Vonandi er boninum u.þ.b. að nást og þessum fíling Geirs ljúka þann 12. mai þegar talið verður upp úr kjökössunum, þjóðin bara verðskuldar það.

Fróðleikur dagsins: Engum er skömm að þegja hafi hann ekkert að segja.

Frjálslyndir í djúpum...

Samkvæmd nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi Frjálslyndi flokkurinn einungis 4,4% fylgi og samkvæmt því næðu þeir ekki inn manni á þing. Hvað veldur? Er aðförin að Margréti Sverrisdóttur að skila sér eða öfgakennd stefna þeirra í innflytjendamálum sem jaðrar við rasistahátt helsta ástæða þess? Ég veit ekki en grunar þó að svo sé, kannski þeir hefðu átt að hugsa þessi mál örlítið betur áður en þeir stukku út í djúpulaugina.

P3240089Alla vega er ég sammála Ágúst Ólafi varaformanni Samfylkingarinnar um að eins og málflutningurþeirra hefur verið í vetur þá get ég vart ímyndað mér að nokkur flokkur sé æstur í að vinna með þeim. Til þess að geti átt sér stað þurfa þeir vafalítið að breyta stefnu sinni í innflytjendamálum í nútímalegra horf.

Í gær lauk svo stjórnmálaskóla sem Ungir Jafnaðarmenn hér á Akureyri stóðu fyrir. Þar voru fluttir margir skemmtilegir fyrirlestrar þar sem m.a. þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Möller fluttur ásamt frambjóðendunum Láru Stefánsdóttur (sem á mjög áhrifa mikinn hátt brá sér í hin ólíklegustu hlutverk til þess að leggja áherslu á mál sitt) og Margréti Kristínu Helgadóttur og þá komu fram Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar og Hilda Jana Gísladóttir. Þessu til viðbótar flutti Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri fyrirlestur á föstudagskvöldinu sem var algjör snild. Skólanum var svo slitið um kl. 18:00 og var endahnykkurinn sannkölluð ,,Rannsóknarferð" um Verksmiðju Víkingsbrugg á Akureyri.

P3240072Eiga ungir Jafnaðarmenn á Akureyri hrós skilið fyrir vel skipulagðan skóla og góða fræðslu og skemmtun sem nemendum var boðið uppá. Greinilegt er að mikill kraftur býr í þessu unga fólki. Þessi vinna þeirra er frábært innlegg í kosningabáráttuna sem er að fara af stað og er það von mín og trú að framlag þeirra muni auðga og lífga upp á þá baráttuna sem framundan er.

Fróðleikur dagsins: Þú berð ekki aðeins ábyrgð á því sem þú segir, heldur líka því, sem þú segir ekki.

Það myndi þýða að Geir væri úti í kuldanum - sem yrði tær snilld.

Samkvæmt ,,fréttaskýringu"  Agnesar Bragadóttur blaðamanns á Morgunblaðinu segir hún að Geir H. Haarde Forsætisráðherra telji að stjórnarsamstarf Samfylkingar og Vintri Grænna versta kostinn eftir kosningar. Það þarf jú engan sérfræðing að geta sér til um það - þannig stjórn myndi þýða að Geir og félagar í Sjálfstæðisflokknum væru út í kuldanum. En mikið ofboðslega yrði það mikið lán fyrir  hina íslensku þjóð ef það yrði að veruleika. 

supa211. Súpufundur Íþróttafélagsins Þórs var haldin í gær (fimmtudag) og mættu ríflega 50 manns á fundinn. Aðalgestir fundarins voru fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Íþróttaráði Akureyrarbæjar ásamt Kristni H. Svanbergssyni deildarstjóra íþróttaráðs. Fundurinn tókst í alla staði vel og voru allar umræður á málefnalegum nótum, sem betur fer. Þó var á því ein undantekning þar sem ákveðinn úrillt gamal menni, sem mistókst að múta sínu eigin flokksfélögum til að koma sér til valda fyrr í vetur. Rasista háttur mannsins i garðs aðkomufólks á Akureyri er orðið að aðhlátursefni í bænum. Svo ætlast þessi aðili til þess að fólk beri fyrir honum virðingu og taki mark á málflutningi hans, heyr og endemi.

Í dag hófst Stjórnmálaskóli á vegum Ungra Jafnaðarmanna hér á Akureyri. Dagskráin hófst með setningu Margrétar Krístínar Helgadóttur sem skipar 4 sæti í norð/austu kjördæmi. Þar á eftir tók við erindi sem Birgir Guðmundsson lektor við Háskólann á Akureyri flutti undir heitinu ,,Íslensk stjórnskipun, alþingiskosningar og ESB. Flottur fyrirlestur og skemmtilega uppsett hjá Birgi.

Dagskrá skólans hefst svo kl. 10:00 á morgun og stendur hann með hléum til kl. 17:00 en þá eru skólaslit. Meðal þeirra sem tala á morgun eru; Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs Akureyrar, títt nefnd Margrét Kristín, Lára Stefánsdóttir frambjóðandi, alþingismennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson, Kristján Möller, Katrín Júlíusdóttir og Einar Már Sigurðarson og fjölmiðlakonan Hilda Jana Gísladóttir. Skóli þessi er öllum opinn og öllum að kosnaðarlausu. Tilgangur skólans er ekki að reka harðan stjórnmálaáróður heldur kynna fólki störf þeirra sem starfa við stjórnmál frá ýmsum hliðum. Þessi skóli er þannig uppsettur að það er nokk sama í hvaða flokki þú stendur hann höfðar til þín, svo endilega mættu.

Fróðleikur dagsins: Sérðu ekki allt, sem þú hugsar, en hugsaðu allt, sem þú segir.

Súpa í dag - allir í Hamar.

Súpufundur Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells í hádeginu í dag (fimmtudag). Þar verða fulltrúar meirihlutans sem sitja í íþróttaráði (ÍRA) ásamt Kristni Svanbergssyni íþróttafulltrúa bæjarins aðal gestir og sitja fyrir svörum. Enginn sem hefur áhuga á framtíðarsýn íþróttamála Akureyrarbæjar ættu að láta þennan fund fram hjá sér fara. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íþróttafélagsins Þórs á www.thorsport.is.

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með þeim vandræðum sem STÓR vinur Davíðs Oddssonar, Jón Steinar Gunnlaugsson er komin í. Ekki það að hlakki neitt í mér, en greinilegt er að ekki hefur hann eins hreint borð og hann vill vera láta.

Fyrrum ,,Olíufursti" og forstjóri Skeljungs Kristinn Björnsson skaut sig hressilega í fótinn í Kastljósþætti fyrr í vikunni, hann er drag haltur núna og þekkist langar leiðir á göngulaginu.  Ég velti því fyrir mér eftir gjörning Hæstaréttar hvort ekki sé komin tími á að lækka laun allra forstjóra í landinu - því ekki bera þeir lengur neina ábyrgð - og hafa aldrei gert.

Fróðleikur dagsins: Vinur þinn á vin og vinur vinar þíns á vin: Vertu varkár í tali.

Hvað er fréttaskýring?

Eyþór Arnalds undrar sig á því að Samfylkingin sé að barma sér yfir ,,fréttaskýringum" Moggans og Agnesar Bragadóttir um Samfylkinguna og formanninn Ingibjörgu Sólrúnu. Hann klikkir út með því að segja trúlegt sé best fyrir Samfylkinguna að um hana séu ekki skrifaðar fréttaskýringar. Það sem ég skil ekki er hvernig í veröldinni skynsamur maður eins og Eyþór Arnalds dettur í hug að tengja skrif Moggans og Agnesa sérstaklega í garð Inigbjargar Sólrúnu við fréttaskýringar?  

Í beinu framhaldi af umræðum um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir hef ég velt því fyrir mér hvort Sjálfstæðismenn séu almennt til í að taka umræðu um það hvernig Kristján Þór Júlíusson fyrrum bæjarstjóri á Akureyri sveik kjósendur sína í haust? Ég hlakka til þegar sú umræða skítur upp kollinum innan skamms, hver verða viðbrögð flokksfélaga Eyþórs?

Orð dagsins: Mörg viturleg orð eru sögð í gamni. Því miður er miklu meira um það, að heimskuleg orð séu sögð í fullri alvöru.

Fagra Ísland.

P3180002Fór í Nýja Bíó í dag á fund þar sem ungir jafnaðarmenn á Akureyri stóðu fyrir fundi um umhverfismál. Megin tilgangur fundarins var að kynna fólki stefnu Samfylkingarinnar í þessum málaflokki undir slagorðinu ,,Fagra Ísland". Frummælendur á fundinum voru frambjóðendurnir Guðmundur Steingrímsson og Lára Stefánsdóttir þá átti Þröstur Eysteinsson skógarfræðingur að halda erindi um Kolefnisbinding með skógrægt og landgræðslu en hann komst ekki vegna veðurs en ung kona að nafni Brynhildur kom í hans stað og stóð sig með prýði. Guðmundur Steingrímsson fjallaði um Fagra Ísland og gerði það  með miklum ágætum og greinilegt að hann hefur lært vel heima. Lára Stefánsdóttir fjallaði um umhverfismál á Akureyri og hvernig Samfylkingin tæklar þau mál í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri. Að loknum fundinum var fólki boðið frítt á myndina The inconvenient truth  eftir Al Gore. Frábær mynd sem svo sannarlega hreyfði við manni svo um munar. Fundarstjóri var Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi.

Veislan hjá ungum jafnaðarmönnum heldur svo áfram um næstu helgi en þá er fólki boðið að taka þátt í stjórnmálaskóla sem þeir hafa unnið að á undanförnum vikum og mánuðum. Hefur Margrét Kristín Helgadóttir borið hitann og þungann af þeirri vinnu og verður gaman að sjá hvernig til tekst. Er markmiðið ekki að reka pólitískan áróður heldur er aðal tilgangur skólans að fræða fólk um hvað stjórnmál geta snúist. Það koma t.d. alþingismenn, stjórnmálafræðingar, fjölmiðlafólk, bæjarmálafulltrúar og munu þeir segja fólki frá því í hverju þeirra vinna flest og hverju þau geta átt vona á. Hvet alla til þess að skoða alvarlega hvort þetta sé ekki eitthvað sem það hefur áhuga á.

FerrariFormúlan hófst í morgun með pompi og pragt það sem Ferrari með Kimi Raikkonen kom sá og sigraði. Var í raun ekki von á öðru þegar saman fara góður ökumaður og besti bíll í heimi. Varð samt hugsað til Bóa vinar míns sem býr í Danmörku - þú veist af hverju Bói minn, ekki satt?     

Að lokum langar mig að benda fólki á að lesa ,,Bakþanka" Davíðs Þórs Jónssonar í Fréttablaðinu í dag. Hreint út sagt frábær grein.

Fróðleikur dagsins: Sá sem talar illa um konu sína vanvirðir sjálfan sig.

Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband