Leita í fréttum mbl.is

Annasamur dagur að kveldi kominn.

Óhætt að segja að þessi dagur hafi verið annasamur svo ekki sé nú dýpra í árina tekið. Sat fram að hádegi með vinkonu minni við tölvuskjáinn við að yfirfara gömul ljóð sem ég hef verið að koma á tölvutækt form fyrir aldraðan mann sem hefur í gegnum árin leikið sér við að yrkja ljóð og bögur. Margar skemmtilegar vísur hjá þessum aldna herramanni. Kann Elsu vinkonu minni bestu þakkir fyrir hjálpina við það að lesa okkur í gegnum ,,gömlu" lykkjuskriftina, sem maður er að verða dálítið riðgaður í að lesa.

Fór í dag í afmæliskaffi til dóttur minnar og tengdasonar þar sem dóttursonur minn er tveggja ára í dag. Haldið var þó uppá daginn með pompi og pragt um liðna helgi. Hver veit nema þessi litli prins verði bara jafnréttissinnaður þegar fram líða stundir enda þessi dagur alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

ros2Og talandi um jafnrétti þá var hélt Femínistafélag Akureyrar sem er 1. árs í dag opinn fund í Háskólanum á Akureyri. Og ég þessi miðaldra karl sem alinn er upp af þeirri kynslóð sem hefur og hafði annan skilning á jafnrétti. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna héldu framsögu og sátu fyrir svörum. Þessum fundi stjórnaði Margrét Kristín sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur með miklum myndarskap. Margrét er fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni og ef æska landsins er almennt eins og þessi unga kona þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Alla vega hafði ég gaman að fundinum og sé ekki eftir þeim tíma sem ég eyddi þar. Kom á óvart hve margir karlmenn sátu fundinn, en kannski er það bara merki um breytta tíma? já betri tíma.

Fundurinn var í alla staði mjög málefnalegur og hinn skemmtilegasti. Gef fulltrúum stjórnmálaflokkanna fína einkun fyrir sína framsögu, þó framsaga fulltrúa Frjálslyndaflokksins hafi einna síst snúist um jafnrétti. En þar á bæ hefur í raun lítið farið fyrir jafnrétti kynjanna svo að það kom svo sem ekkert á óvart.

Hef verið að velta því fyrir mér hvort vandræðagangur stjórnarflokkanna í kringum auðlindarmálið þar sem ,,stóri" bróðir fékk óvæntan löðrung frá litla bróður sé gott dæmi um misnotkun? Alla vega var sá ,,stóri" fljótur að snúa sér við til þess eins að hlutirnir litu vel út á við. Jú þannig var það og er,  auðvitað því gat sá ,,stóri" ekki verið þekktur fyrir það að horfa uppá að sá litli tæki þann ,,stóra" á ypon þó með hjálp utan frá? Er viss um að sá ,,stóri" er sár þótt hann beri sig vel þótt hann brosi í gegnum tárin.

Las frétt þess efnis að undirbúningshópur áhugafólks um málefni eldriborgara og öryrkja sé hættur við að bjóða fram til Alþingis í vor, þetta er mikið fagnaðarefni. Ég skora á þetta fólk að lesa stefnuskrá Samfylkingarinnar um málefni þessara hópa og í beinu framhaldi flykkja sér í kringum Samfylkinguna, þá verður málum þeirra borgið. Stjórnarflokkarnir hafa ekki sinnt þessum málaflokkum á langri stjórnarsetu og engin ástæða til að ætla að á því verði breyting, til þess hafa þeir haft allt of langan tíma en ekkert gert.

Endaði svo ágætan og annasaman dag á því að fara með fjölskyldunni út að borða og var hinn eini sanni Greifinn fyrir valinu. Fínn matur, notaleg kvöldstund, meira síðar.

Fróðleikur dagsins: Sá sem gerir ekkert fyrir aðra gerir ekkert fyrir sjálfan sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

220 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband