Leita í fréttum mbl.is

Sigur gegn Stjörnunni í kvöld og Þór deildarmeistari.

Bikarinn12Í kvöld tóku Þórsarar á móti liði Stjörnunnar úr Garðarbæ í seinasta heimaleik sínum á Íslandsmótinu í körfubolta 1. deild. Þórsarar sem fyrir leikinn höfðu ekki tapað leik í vetur breyttu ekki út af vananum og unnu sanngjarnan 116-101 sigur á Garðbæingum.

Fyrir leikinn í kvöld sté Sigfús Ólafur Helgason  formaður Íþróttafélagsins Þórs fram á sviðið og kallaði Guðmund Ævar Oddsson leikmann og formann körfuknattleiksdeilar Þórs upp. Færi Sigfús, Guðmundi blómavönd í tilefni þess að þetta er seinasti heimaleikurinn sem Guðmundur leikur með Þór um óákveðin tíma. Guðmundur sem hefur verið burðarás innan vallar sem utan mun halda til frekara náms erlendis á haustdögum.

GummiKvaddur2Guðmundur Oddsson hefur verið leikmaður meistaraflokks í 10 ár og spilað þar stórt hlutverk. Þá hefur Gummi þjálfað marga af yngri flokkum félagsins með afar góðum árangri. Guðmundur er dáður af öllum þeim sem hann þekkja og umgangast.

Sigurinn í kvöld tileinkuðu leikmenn Þórs þjálfara sínum Hrafni Kristjánssyni sem liggur veikur á sjúkrahúsi. Sagði Tómas Hermannsson sem stýrði liðinu í kvöld að þeir hefðu bara gert það sem Hrafn lagði fyrir og því fór sem fór - sigur okkar manna. Sendi ég Hrafni kveðju með ósk um skjótann bata og hann verði mættur í slaginn í seinasta leik Þórs sem verður gegn Hetti á Egilstöðum þann 17 mars n.k.  

ÖrnGuðjónsAð lokum er gaman að geta þess að ungur strákur að nafni Örn Guðjónsson sem er 17 ára gamall skoraði sín fyrstu meistaraflokks stig í leiknum. Þá má bæta því við að faðir hans Guðjón Kristjánsson sem á árum áður lék körfubolta með KR skoraði einnig sín fyrstu stig með meistaraflokki þegar hann var 17 ára gamall. Sannast þarna enn og aftur máltækið góða ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni".

Fróðleikur kvöldsins: Sæll er sá, er annars böl bætir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband