Leita í fréttum mbl.is

Afi þær eru eins og Karíus og Baktus.....

Svona af því að hún frænka mín Anna Bogga hefur af því áhyggjur að ég sé farinn að blogga of mikið um pólitík þá læt ég það að mestu leyti vera í dag.

Byrja þó á því að segja ykkur frá því að í gærkvöld var okkur boðið í mat hjá Döggu og fjölskyldu og horfðum við saman á X-factor. Þótti elsta barnabarninu sú skemmtun (X-factor)  ekki merkilegri en það að hún sofnaði yfir þeirri skemmtun. Eitt af því seinasta sem barnið sagði var ,,afi þær eru eins og Karíus og baktus" þegar Hara stigu á stokk og þar með sveif hún í draumaheima.

Hóf daginn í dag á því að fara í Hamar félagsheimili Þórs og sinna getraunastarfinu með félaga mínum Rúnari Hauk Man Utd fan  nr.1 á Íslandi.

Rúnari leiddist ekkert að horfa á Man Utd í beinni í Hamri með öðru auganu þar sem hans menn rasskelltu fyrrum félögum Guðna Bergs 4-1 á heimavelli sínum. Í Hamri er fín aðstaða til þess að horfa á bolta enda góðar græjur sem við Þórsarar erum búnir að koma okkur upp. Talsverður fjöldi fólks að horfa á leikinn.

Manchester-CityÞótt gleði hafi verið í herbúðum Utd-manna í dag var gleðin ekki síðri í herbúðum minna manna sem líka eru staðsettir í Manchester. Mínir menn í Manchester City öttu kappi við Middlesbro og höfðu góðann 0-2 úti sigur. Með þessu fjarlægjast þeir örlítið það hættusvæði sem þeir hafa verið á undanfarnar vikur, svæði sem þeir eiga ekki vera á. Þá mun það nokkuð ljóst að Stuart Pearce hafi styrkt stöðu sína í sessi en óhætt er að segja að hitnað hafi undir hjá honum að undanförnu. Alla vega góður sigur og áfram Manchester City.

Eftir að hafa lokið vinnu í getraunastússinu brá ég mér á aðalfund hjá Samfylkingarfélaginu á Akureyri. Fínn fundur og af því að ég ætlaði ekki að tala um stjórnmál í dag þá kemur hér punktur þá tek ég fyrir næsta mál.

Seinna í dag eða kl. 18:00 munu félagar mínir í körfuboltaliði Þórs leika sinn seinasta leik á tímabilinu. Þeir héldu austur á Egilstaði og leika þar við heimamenn í Hetti. Höttur er í bullandi fallbaráttu en Þórsliðið hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og geta með stigri í dag farið upp um deild taplausir. Þórsliðið leikur án Kevins Sowell hins ameríska leikmanns sem lék með liðinu í vetur þar sem hann fékk leyfi til að halda til síns heima en afi hans lést nýverið og ekkert nema eðlilegt að hann fái að vera hjá fjölskyldu sinni við þessar aðstæður.

Þá er formúlan hafin og er óhætt að segja að hún verði með öðrum hætti sen venja er til. Sjúbbi hættur og Kimi kominn í staðinn svo nú verður gaman að sjá hvort og hvernig honum farnast hjá Ferrari. Efast ég ekki um að sá snjalli ökumaður eigi eftir að ná árangri nokkuð sem honum tókst ekki hjá sínu gamla liði. Enda ekki vona því hann ók bíl sem vart komst á milli verkstæða. Sem sagt nóg að gerast í sportinu, hér og þar og allstaðar. Áfram Þór alltaf, allstaðar og Manchester City.

Fróðleikur dagsins:   Sá sem talar illa um aðra, þegar þú ert nærri, talar illa um þig, þegar þú ert fjarri.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, nú er stuð, Ari! Karjalainen keyrði eins og fantur á Fíatinum og rasskellti Spánverjann hálsstutta og langleita. Bæheimska MótorWerkið á svo bíla í 3ja og fimmta sæti. Hondan gat ekki rassgat og ekki bætir úr að bíll gærdagsins skyldi rasskella þá. (Super-Aguri) Blessuð gamla konan (Barrichello) ók sinn sunnudagsrúnt að vanda, og kom sér í mark vandræðalaust, enda mun nú orðið ljóst að hægri fótur þeirrar gömlu er styttri en sá vinstri og því vantar talsvert á að hægt sé að stíga "pedal to metal"  Leigubílstjórinn Kúltharð var svo á svipuðu róli.

Mér sýnist þessi tímataka kalla á snemmbúna fótaferð. Þetta lofar sannarlega góðu! Nú erum við að tala saman!

Gunnar Th. Ísfirðingur (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:47

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Nú er ég ekki alveg viss Palli, en ég held að Höttur sé ekki í fallbaráttu þar sem það eru aðeins 8 lið í deildinni. Mér finnst eins og einhver hafi sagt mér að það myndi ekkert lið falla.

Er þó ekki 100% viss

Svo sé ég að það vantar aðalíþróttatengilinn hjá þér, www.karfan.is ;)

Rúnar Birgir Gíslason, 17.3.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Sæll Rúnar! Nei ég var nú sjálfur ekki 100% viss en hélt samt að svo væri. En alla vega Þór vann leikinn og fóru taplausir í gegnum tímabilið og er ég afar stoltur af mínum mönnum. Og takk fyrir ábendinguna með línkinn á körfuna - búinn að redda því. En svona er þetta bara bloggið er svo nýtt og það tekur smá tíma að gera hana sem besta. kv Palli 

Páll Jóhannesson, 17.3.2007 kl. 22:27

4 identicon

Loksins eitthvað sem ég skildi...hahahaha

Anna Bogga (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

235 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband