Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
30.12.2007 | 22:54
Í ævintýraleit eins og fávitar.
,,Það er allt á floti allstaðar" söng Skapti forðum daga með stæl. Óhætt að segja að allt hafi farið á flot í borginni og víðar á suðvestur horni landsins í dag. Þá fauk nánast allt sem fokið gat. Þetta kom engum á óvart, engum. Spáin sl. daga hefur verið með þeim hætti að engum heilvita manni hefði átt að detta í hug að halda til fjalla, engum. Samt kom það ekki í veg fyrir að fólk þeysti upp á hálendið í leit að ævintýrum eins og fátvitar. Held svei mér þá að ég taki undir með kunningja mínum sem sagði að kannski væri komin tími á að bjóða upp bíldruslur svona fólks og láta andvirði renna í sjóð Hjálparsveitanna. Svona fólk er nefnilega ekki einvörðungu að leggja sitt eigið líf í hættu heldur alls fólksins sem tekur þátt í að leita að og bjarga þeim úr þeim vandræðum sem það kom sér í með snarvitlausri hegðun.
Síðasti leikur minna manna í Manchester City á árinu var háður á heimavelli City gegn Liverpool. Hafði því miður ekki tök á að horfa á leikinn og hvað þá að leyfa mér þann munað að vera á staðnum, því miður. Að sögn skilst mér að leikurinn hafi ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur á að horfa. Markalaust Jafntefli niðurstaðan og eitt stig í hús. Er liðið enn taplaust á heimavelli það sem af er leiktíðar. Er þetta aðeins annar leikurinn sem þeir verða deila stigum með andstæðingunum vegna jafnteflis. Eftir leikinn situr City í 5. sæti úrvalsdeildarinnar sem hlýtur að vera bara nokkuð ásættanlegt, en betur má ef duga skal. Hef trú á því að liðið eigi eftir að standa sig áfram á nýju ári.
Aldrei þessu vant þá settist ég fyrir framan sjónvarpið í dag og horfði á Silfur Egils, sem ég geri ekki oft. Tvennt vakti athygli mína fremur en annað í þættinum. Í fyrsta lagi þáttur Hönnu Birnu sem greinilega er hefur gleymt atburðarrásinni í kringum Rey - málið. Hanna Birna hagaði sér eins og gömul kerling, pirruð, sár og geðvond og lét þá Hallgrím Helgason og Reyni Traustason ergja sig út í eitt. Hún hefði átt að sleppa því að mæta - greyið. En víst er að Hallgrímur og Reynir hljóta liggja í hláturskasti langt fram á næsta ár, ég líka
Hitt var þáttur Bjarna Harðarsonar framsóknarmanns. Maður veit aldrei hvort hann ætlar að stiga í hægri eða vinstri fótinn, það sem verra er að hann veit það ekki sjálfur. Það kemur kannski ekkert á óvart hann er jú í þannig stjórnmálaflokk, sem rekur áfram um í íslenskri pólitík, stjórnlaust, án stefnu þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Mig rak í rogastans þegar hann sagði það vonbrigði að Samfylkingin hafi ekki slitið stjórnarsamstarfinu í haust og komið á nýrri stjórn með Framsókn og VG. Maðurinn getur ekki verið í lagi, í stjórn með Framsókn, come on, hefur Bjarni ekki tekið eftir því að framsókn er dáinn? Og skynjar maðurinn ekki að þjóðin hefur fengið nóg af þátttöku þeirra í landsmálum.
Málsháttur dagsins; Oft verður ótrúum endurgoldið með einsháttuðum varningi.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2007 | 23:27
Óðinn Ásgeirsson íþróttamaður Þórs 2007
Dagurinn í dag var sannkallaður hátíðisdagur hjá Íþróttafélaginu Þór. Þar voru menn og konur heiðruð fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Árið gert upp á víðum grunni, innan vallar sem utan. Hápunktur dagsins var svo kjör Íþróttamanns Þórs. Fór svo að körfuboltamaðurinn Óðinn Ásgeirsson var kjörin íþróttamaður Þórs 2007 og er hann vel að því kominn og ber hann jafnfram titilinn körfuboltamaður Þórs 2007.
Er þetta í annað sinn sem Óðinn hlýtur þessa nafnbót, en hann var einnig kjörin árið 2000. Dragana Stojanovic var kjörin knattspyrnumaður ársins og Björn Heiðar Rúnarsson Tae-kwon-do maður ársins. Vilji menn lesa meir um þetta þá endilega kíkið á www.thorsport.is og lesið meir og þar eru einnig slatti af myndum frá þessum degi. Á morgun mun svo Þórsliðið í körfubolta fara vestur á Stykkishólm og leika gegn heimamönnum í Snæfelli og er þetta seinasti körfuboltaleikur ársins í úrvalsdeild. Vonandi nær Óðinn ásamt félögum sínum að sína hvað í þeim býr.
Í dag fóru fram nokkrir leikir í ensku úrvalsdeildinni og bar það einna helst til tíðinda að Lundúnaliðið West Ham skellti Englandsmeisturunum í UTD. Það bauð þá upp á þann möguleika að Arsenal endurheimti efsta sætið með sigri á Everton, sem þeir gerðu með stæl. Vonandi mun hitt Liverpool -liðið tapa sínum leik á morgun gegn mínum mönnum í Manchester City. Sá leikur fer fram á heimavelli City.
Að öðru leiti gengur lífið sitt vanagang. Maður bíður eftir að áramótin gangi í garð svo hægt verði að taka næstu skref inn í framtíðina.
Málsháttur dagsins: Allir fingur eru jafnlangir þá þeir eru í lófann lagðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2007 | 00:46
Margrét Lára íþróttamaður ársins - hneyksli eða sanngirni?
Búinn að flakka um bloggið og lesa hvað mönnum finnst um kjör Margrétar Láru, sem íþróttamann ársins. Sumir eiga ekki orð af hrifningu á meðan aðrir eru orðlausir vegna hneykslan. Hjó þó eftir því að ansi margir segja Margréti ,,flottan íþróttamann" gott og vel en var þetta fegurðarsamkeppni? Sannast sagna átti ég von á því að Jón Arnór Stefánsson myndi hreppa hnossið.
Kjörið vekur þó upp spurningu hjá mér t.d. hvernig stóð á því að hún var ekki kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar af leikmönnum, þjálfurum og forráðamönnum liðanna? Var það fólk ekki hæft? eru íþróttafréttamenn hæfir? Ég veit ekki, en óska Margréti til hamingju með titilinn, hann er hennar þrátt fyrir allar pælingar hins misvitra bloggheims.
Á morgun laugardag verður opið hús í Hamri félagsheimili Íþróttafélagsins Þórs. Þar verður m.a. lýst kjöri íþróttamanns Þórs. Hvort það kjör muni valda jafnmiklum deilum og kjör á Margréti Láru skal ósagt látið. En alla vega geri ég ekki ráð fyrir háværum deilum þar um.
Fleira verður á boðstólum á opnu húsi hjá Þór en kjör á íþróttamanni félagsins. Þar verða menn heiðraðir fyrir vel unnin störf. Fluttur verður annáll ársins, landsliðsfólk á vegum Þórs verður heiðrað. Þá mun Axel Stefánsson handknattleiksþjálfari úrvalsdeildarliðs Elverum í Noregi flytja ræðu dagsins. Kaffi, kakó, kökur og ýmislegt annað góðgæti verður á boðstólum í boði húsnefndar Hamars sem skipuð er kraft miklum konum, sem hafa til þessa staðið sig með miklu prýði, nema hvað? Dagskráin hefst kl. 14:00 og hvet ég alla sem tök hafa á að koma í Hamar og njóta dagsins með okkur og gera árið upp með miklum glæsibrag, enda er þessi dagur sem við lýsum kjöri íþróttamanns Þórs orðin að sannkölluðum hátíðisdegi.
Fróðleikur dagsins: Sjaldan er seinni gifting betri, hafi góð verið sú fyrri.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.12.2007 | 00:01
,,Að muna eftir uppruna sínum"
Þar hlaut að koma að því að því að mínir menn misstigu sig á heimavelli. Það gerðist þegar þeir tóku á móti Blackburn og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Þótt þeir hafi misstigið sig þá er eitt stig betra en ekki neitt, og eru þeir ekki taplausir á heimavelli í deildinni.
Lokaleikur ársins hjá þeim verður svo þann 30. desember og þá fá þeir Liverpool í heimsókn og er löngu uppselt á þann leik, skildu sigur í þeim leik. Fyrir seinasta heimaleik City ár hvert er mikið um dýrðir og mikið húllum hæ. Ég ásamt Sölla og Jóa tengdasyni var staddur á lokaleik liðsins þann 30. desember 2005 þegar þeir öttu kappi við Englandsmeistara Chelsea og var það ógleymanleg skemmtun. Að vísu voru úrslitin ekki hagstæð okkur City-mönnum, en það er önnur ella. Myndin með þessari færslu var einmitt tekin stuttu fyrir leik fyrir framan leikvanginn, sem er afar glæsilegt mannvirki, hvar sem á það er litið. Eyddum við félagar öllum deginum í að skoða allt sem hægt var að skoða og versluðum talsvert í hinni flottu verslun City sem er staðsett við leikvanginn. Segi enn og aftur áfram Manchester City.
Las í dag að vandræða gemlingurinn og fyrrum leikmaður Manchester City Joey Barton sem nú leikur með Newcastle hafi komið sér enn og aftur í vandræði. Mun hann hafa verið handtekin í Liverpool borg eftir grófa líkamsárás. Mikið er maður sáttur við að forráðamenn Manchester City létu þennan vandræðagemling fara. Greinilegt að þar sem Joey Barton er á ferð, þá eru vandræði.
Fórum í Hraungerðina í kvöld og snæddum dýrindis málsverð hjá vinum okkar en það sem borið er á borð hjá þeim heiðurshjónum klikkar aldrei, aldrei. Spjall yfir kaffi og konfekti fram eftir kvöldi og spáð í framtíðina og fortíðin gerð upp - það sem maður enn man.
Svo í lokin langar mig að benda ykkur á að komin er stórgóður pistill eftir Sölmund á politik.is þar sem hann er ritstjóri. Sá pistill er alger snilld og þar hittir hann naglann á höfuðið og ber yfirskriftina ,,Að muna eftir uppruna sínum. Hægt er að lesa pistilinn með því að smella hér.
Málsháttur dagsins: Fyrst skal læra seinaganginn áður en menn fara að hlaupa.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 22:17
Hættan er önnur innan bæjarmarkana
Skutumst í kirkju eftir hádegi í dag. Fátt um það að segja annað en ,,amen á eftir efninu".
Eftir kirkju brugðum við okkur í heimsókn í Seljahlíðina og nutum dagsins með ættarhöfðingjum sem þar ráða ríkjum.
Áttum þar skemmtilega stund með þessum höfðingjum. Þar bar sú fullorðna m.a. á borð hreint út sagt geggjaða ostaköku sem engan svíkur ásamt öðru góðgæti. Í raun klikkar aldrei neitt af því sem hún móðir mín ber á borð.
Á leið okkar í Seljahlíðina smellti ég mynd af Súlum sem skörtuðu sínu fegursta og litabrigðin afar glæsileg.
Þar sem við sátum í mestu makindum í stofu sáum við rjúpur, sem höfðu sloppið frá byssu óðum veiðimönnum fyrr í vetur og spókuðu sig í trjánum rétt við húsið lausar við allar áhyggjur að því er virtist.
Gæti hugsast að þótt þær hafi sloppið þetta árið, sé ekki öruggt að þær verði svo lánsamar á næstu vertíð. Liður í því að sleppa er að dvelja innan bæjarmarkana þar sem lítið er um að menn mundi byssur sínar. En önnur hætta er jú innan bæjarmarkana þar sem fullmikið er af þeirri dýrategund sem kallast kettir.
Nú en þar sem ég er nær oftast með myndavélina brá ég mér út fyrir og smellti af þeim nokkrum myndum.
Brá ég mér út og skaut á þær - með myndavélinni, sem var með í förum eins og gjarnan.
Í dag rifjuðum við upp hversu líf manns hefur breyst á undanförnum árum. Þegar við vorum að slíta barnsskónum hér í Glerárhverfinu var í minningunni ávallt mikill snjór á veturna, og sumrin voru hlý og góð.
En það kann að vera að sumrin hafi ekki verið neitt betri í þá daga, en alla vega er það svo í minningunni. Og hluti þess að kannski fannst manni sumri vera betri vegna þeirra staðreynda að þá voru veturnir mun harðari en þeir eru í dag. Loks þegar voraði og sólin fór að ylja þá voru andstæðurnar svo miklu, miklu meiri en í dag.
Hverjar sem staðreyndirnar eru þá var það svo að menn gátu stundað skíðaíþróttina sína allan veturinn fram á vor án þess að hafa snjóbyssur í fjallinu. Án þeirra væri engin á skíðum meiri hluta vetrarins í dag, svo mikið er víst.
Ekki fleira að sinni = Amen.
Fróðleikur dagsins: Dráttarvextir = meðlag, barnabæturBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2007 | 11:38
Aldrei aftur.
Síðast liðin 20 ár hefur maður heitið sér því að eta aldrei aftur svo mikið sem raunin er á. Heitið sjálfum sér að etja aldrei, aldrei aftur yfir sig. Jafn oft hefur það klikkað. Skammtíma minnið.
Í gær kom fjölskyldan mín saman hér heima í Drekagilinu þ.e.a.s. börn, barnabörn og snæddum hangiket með uppstúf og alles. Þessar stundir eru algerlega yndislegar. Þegar barnabörn bætast í hópinn fylgir því aðeins eintóm gleði, sem veitir mann ómælda ánægju.
Um kvöldið var svo tekið til við að spila inn í nóttina. Leonardo - spil sem er afar skemmtilegt og fróðlegt spil. Hef áður sagt frá því að úrslit úr þessum spilum skipta ekki öllu, best að láta hinn sanna ,,Ungmennafélags anda" ráða ríkjum. Það var gert í gærkvöld.
Þegar flestir gengu til náða gerðist svo það að sá svefnsvæfasti á heimilinu datt inní bíómynd og sat fyrir framan sjónvarpið fram á fimmta tímann í morgun. Er ár og dagar síðan viðkomandi hefur náð að halda sér vakandi svo lengi.
Kirkja í dag þar sem heimasætan mun syngja með kórnum. Hefur verið haft á orði að sumir séu að verða hluti af innréttingu kirkjunnar.
Talsvert hefur bætt í snjóinn þótt ekki sé hann farin að þvælast fyrir fólki. Ætla út með myndavélina og smella af áður en það verður um seinan. Eins og veðrið er í dag er óneytanlega fallegt úti, hvort sem manni líkar blessaður snjórinn eður ei.
Málsháttur dagsins: Óboðin þjónusta fær enga þökk.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2007 | 13:43
Aðfangadagur
Kæru vinir nær og fjær til sjávar og sveita! Vonandi munið þið eiga gleðileg jól með ástvinum ykkar og njóta hins sanna jólaanda.
Jólasveinn dagsins og sá seinasti í röðinni er Kertasníkir. Hann fær sitt pláss hér eins og bræður hans, nema hvað? Um hann var ort:
Þrettándi var Kertasníkir, -þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld. Hann elti litlu börnin, sem brostu glöð og fín, og trítluðu um bæinn með tólgarkertin sín.Verð að játa að þetta þótti mér undarlegt þegar ég var lítill drengur. ,,Elti börnin" skildi engan undra ef einhver börn hafi verið skelkuð ef satt reyndist. En, hef þó engar sönnur fengið á þessari undarlegu hegðun þessa annars geðþekka jólasveini.
Eins og venjulega var tekin rúntur upp í kirkjugarð og leiði látinna ættingja heimsótt og gætt að hvort ekki væri allt með felldu. Læt mynd fylgja með sem ég tók við leiði látinna tengdaforeldra minna.
Meðal þeirra leiða sem maður vitjar í kirkjugarði Akureyrar eru: leiði föðurforeldra minna, tengdaforeldra. Í kirkjugarði Lögmannshlíðar hvíla m.a. móður foreldrar mínir sem ég vitja ásamt leiði Áka heitins vinar míns, sem lést langt fyrir aldur fram árið 1994 þá einungis 36 ára gamall. Áki var jafnaldri minn og besti vinur. Áka sakna ég oft en minningin um þann góða dreng er ljúf, og ég er ævinlega þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast þessum ljúfa dreng.
Eins og sjá mér er komin örlítil snjóföl og er óhætt að segja að lifnað hafi yfir mörgum sem ekki geta hugsað sér jól á snjóa.
Að morgni Þorláksmessudags skrapp ég á rúntinn og skoða jólaskreytingar enda skartar bærinn sínu fegursta og jólaskreytingar með meir glæsibrag en áður hefur sést.
Akureyrarkirkja er jú eitt að þekktari kennileitum bæjarins, fallegt hús sem hannað var af húsameistara ríkisins Guðjóni Samúelssyni.
Guðjón Samúelsson fæddist árið 1887. Hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka námi í byggingarlist 1919. Guðjón gegndi embætti húsameistara ríkisins um nokkurt skeið og hannaði fjölda bygginga og hafði mikil áhrif á byggingarlist síns tíma.
Akureyrarkirkja var byggð á árunum 1940-1941.
Í Akureyrarkirkju er mikið og stórt pípuorgel sem þótti afar mikið hljóðfæri á sínum tíma þegar það var tekið í notkun. Sumum þótti nóg um hve mikið það kostaði. Páll afi minn Friðfinnsson sem var hagmæltur mjög orti m.a. við þetta tækifæri.
Í kirkjunni okkar var hátíðardagur í dag, dunandi hljómur um hvelfingu hennar liðu.
Á orgelið nýja er leikið var lag eftir lag, ja, loks er hún komin, stundin, er snobbarnir biðu.
Ó, himneski faðir, hreyfst ekki líka af því, að heyra þessa voldugu orgelsins tóna
Og eiga slíkt hljóðfæri okkar guðshúsi í. Fyrir eina milljón og tvö hundruð þúsundir króna.
Glerárkirkja, er nýjasta guðshúsið á Akureyri og þjónar það prestakall Glerárhverfi, Lögmannshlíðarsókn sem og Grímsey. Glerárprestakall var stofnað árið 1981. Pétur Sigurgeirsson þáverandi Biskup yfir Íslandi tók fyrstu skóflustunguna að byggingunni árið 1984. Fyrsta messan var svo 7. júní 1987. Kirkjan var svo formlega vígð 15. febrúar árið 1987 og þar var á ferð Biskupinn Pétur Sigurgeirsson.
Móður foreldrar mínir þau Páll Friðfinnsson og Anna Ólafsdóttir sungu um langt skeið með kirkjukór Lögmannshliðar sem síðar sameinaðist Glerárkirkjuprestakalli. Myndin af Glerárkirkju er hins vegar tekin að morgni aðfangadags. Eins og sjá má hafa veður guðirnir bænheyrt þá sem vilja hvít jól og örlítil föl liggur yfir nú, þó varla hægt að kalla snjó, frekar smá sýnishorn.
Í lokin læt ég svo fylgja mynd sem ég tók fyrir réttu ári af ,,gömlu" Lögmannshlíðarkirkju. Þessi gamla kirkja var vígð á aðventunni árið 1986 eftir því sem ég næst kemst.
Eftirfarandi fróðleik fann ég á netinu um Lögmannshlíðarkirkju. ,, Þó svo að Lögmannshlíð hafi aldrei verið eiginlegt prestssetur hefur staðið kirkja þar frá fornu fari. Núverandi kirkja er arftaki torfkirkju sem hafði verið reist 1792. Það var Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni (1796-1882) sem hafði frumkvæði að kirkjubyggingunni, útvegaði efni og réði smið. Yfirsmiður var Jóhann Einarsson frá Syðri-Haga á Árskógsströnd. Endanlegur reikningur vegna kirkjusmíðarinnar sem var gerður 31. ágúst 1866 sýnir að bygging kirkjunnar kostaði 1.157 ríkisdali og 11 skildinga.
Í vísitasíubók Eyjafjarðarprófastsdæmis er að finna lýsingu Daníels prófasts Halldórssonar frá 1862. Þar er kirkjan sögð 15 og 1/2 al að lengd, byggð á fótstykkjum með bindingsverki allt um kring, klædd að utan með slagborðum og alþiljuð að innan með slagborðum. Smíði á húsinu er sögð vönduð og tekið fram að máttarviðir kirkjunnar séu sterkir.
Með nýrri prestakalla- og sóknaskipan árið 1880 varð Lögmannshlíðarsókn hluti af Akureyrarprestakalli og tilheyrði þá ekki lengur Glæsibæjarprestakalli. Árið 1981 var prestakallinu skipt og nýtt prestakall varð til á Akureyri, Glerárprestakall. Lögmannshlíðarsókn og þar með Lögmannshlíðarkirkja tilheyrðu hinu nýja prestakalli. Lögmannshlíðarkirkju er vel við haldið í dag og fara þar fram stöku sinnum kirkjulegar athafnir og helgihald".
Að svo sögðu sendi ég ykkur öllum mínar bestu jóla- og nýjárs óskir Gleðileg Jól.
Málsháttur dagsins: Varastu það sjálfur sem þú vítir á öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2007 | 13:22
Vinningshafinn er.....
Elín Alma er vinningshafinn úr möndlugrautakeppninni í ár, þar sem sveskja var notuð í ár í stað möndlu..... er það nokkuð ólöglegt?
En hvað segir Elín um þennan sigur ertu ánægð ,,Já ég er gríðarlega ánægð með að hafa unnið þessa keppni, Margrét Birta vann í fyrra og ég vildi sko vinna hana núna".
Ertu sátt við vinninginn sem í boði var þetta árið ,,Já ég er einnig mjög ánægð með vinninginn þ.e.a.s. spilið og ég ætla sko að vinna alla sem ég keppi við í þessu spili og vona bara að enginn verði hræddur við að mæta mér í keppni". Ætlar þú svo að verja titilinn að ári? ,,Hvað ertu að meina afi" ætlar þú svo að vinna þetta aftur á næsta ári? ,,Ég veit ekki kannski bara vinnur Jón Páll" sagði Elín sem eins og gera má ráð fyrir klökk af hamingju.
Restin af deginum mun fara í margvíslegar útréttingar, heimsóknir og alls konar hangs. Enda er það einu sinni svo að þennan dag á maður að nota í eitt og annað sem ekki er daglegt brauð.
Fróðleikur dagsins: Gíraffar geta ekki synt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2007 | 09:16
Þorláksmessa, fnykur af skötu og yndæll ilmur af grjónagraut.
Þorláksmessudagur er afar sérstakur dagur. Á þessum degi gerir maður svo margt sem maður gerir ekki aðra daga ársins. Möndlugrautur í hádeginu, ráp í búðir, hvort sem maður var búinn að öllu eður ei. Út að borða að kvöldi til, sem er orðin hefð í minni fjölskyldu þ.e.a.s. með börnum og barnabörnum. Rúntað milli ættingja með jólagjafir og knúsa ástvini sína. Og síðast en ekki síst, sneiða hjá allri ólikt sem er merki um skötu, enga kæsta skötu hér takk.
Nú þá kemur Ketkrókur til byggða á þessu degi. Fyrir þá sem til þekkja þá hefur sá jólasveinn af ýmsum ástæðum verið tengdari mér og mínum en hinir bræðurnir. þó má kannski segja að barnabörnunum sé ofar í minni Hurðarskellir sem rauk forðum daga á ömmu þeirra á Glerártorgi og kyssti hana.
Um Ketkrók hefur verið ort eins og hina bræður hans, nema hvað? og eins og hjá hinum þá læt ég vísukornið um hann fljóta með og hljóðar svo:
Ketkrókur, sá tólfti,kunni á ýmsu lag, --hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag.
Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.
Á morgun kemur svo sá síðasti í röðinni sem er engin annar en Kertasníkir. Hugsa sér jólin að skella á.
Mínir menn í Manchester City spiluðu gegn Aston Villa í gær og fór sá leikur fram á Villa Park heimavelli Aston Villa. Lauk leiknum með jafntefli þar sem liðin skoruðu sitt markið hvort. City komst yfir snemma leiks en Villa jafnaði þremur mínútum síðar. City heldur en 4. sætinu í úrvalsdeildinni og eru nú með 34 stig. Liðið hefur unnið 10 leiki gert 4 jafntefli og tapað 4 í deildinni og enn er liðið ósigrað í deildinni á heimavelli. Fínn árangur.
Las í gær sorglega frétt um lækna mistök. Sagt var frá þessu á mbl.is ,,Stjórnvöld í Tanzaníu hafa komist að þeirri niðurstöðu að stórfelld vanræksla hafi átt sér stað þegar gerð var aðgerð á heila sjúklings, sem þjáðist af hnjámeini. Á sama tíma var skorið í hné á manni sem þjáðist af heilaæxli. Þann 8. nóvember gekkst Emmanuel Didas undir heilaaðgerð á Muhimbili háskólasjúkrahúsinu í Dar Es Salaam þar sem fjarlægja átti heilaæxli sem ekki reyndist vera til. Á sama tíma gekkst Emmanuel Mgaya, sem var með heilaæxli, undir aðgerð á hné. Í skýrslu, sem heilbrigðisráðuneyti landsins hefur gert um málið, er vanrækslu lækna og hjúkrunarfræðinga kennt um mistökin. Didas er nú í Indlandi til frekari læknismeðferðar og er hann sagður á batavegi. Mgaya lést fjórum dögum eftir að hann gekkst undir aðra aðgerð". Vægast sagt dapurleg frétt og greinilegt að heilbrigðiskerfið þeirra er ekki alveg í standi.
Nú en eins og ég sagði hér að ofan verður snæddur grjónagrautur hér í hádeginu þar sem börnin mín og barnabörn borðum öll saman. Sett er mandla í grautinn og eru verðlaun í boði fyrir þarna sem er svo heppinn að fá möndluna. Hefur þessi siður verið hjá okkur trúlega í 16-18 ár. Skemmtilegur siður sem fær fólk til að hlakka til dagsins lengi.
Myndin hér til vinstri sýnir Margréti Birtu Jóhannsdóttir sem er elsta barnabarnið mitt. Hún var sú heppna á seinustu Þorláksmessu því mandlan rataði á diskinn hjá henni og í verðlaun fékk hún fjölskylduspilið barna Sequence for kids. Það spil var svo rækilega nýtt og allir skemmtu sér hið besta.
Nú er að bíða og sjá hver sá heppni verður í ár? Þó eru alltaf til staðar aukaverðlaun fyrir ungu kynslóðina til þess að engin fari tapsár frá borði enda er þetta gert til þess fyrst og síðast til þess að gleðja og fá fólk til að hafa gaman af.
Málsháttur dagsins: Smakka ei fyrr en þú færð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 09:16
Gáttaþefur - sjálfur.
Einn ástsælasti og besti skemmtikraftur þjóðarinnar Ómar Ragnarsson hljóp af og til í skarðið fyrir Gáttaþef á umliðnum árum ef hann átti ekki heimangengt, og gerði það vel. Um Gáttaþef hinn eina sanna var var kveðið:
Ellefti var Gáttaþefur, -aldrei fékk sá kvef, og hafði þó svo hlálegt og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði upp á heiðar fann, og léttur eins og reykur, á lyktina rann.
Á morgun Þorláksmessu kemur svo hann Ketkrókur. Af sérstökum ástæðum hefur sá sveinn verið dálítið meir áberandi umfram aðra, en ekki meir um það.
Í gær átti Bragi Viðar móðurbróðir minn afmæli. Þar með er hann komin í hóp heldri, betri borgara. Af þessum systkinum þ.e. bræðrahópi móður minnar er hann næst yngstur og því aðeins einn úr þeim hópi sem á eftir að ná þessum áfanga, það tekst. Þetta eru enn ein merkin um hve tíminn flýgur. Þrátt fyrir það lítur allt þetta fólk ekki út fyrir að vera einhverjir gamlingjar, enda enn á besta aldri.
Í dag leika mínir menn í Manchester City gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram á heimavelli Villa. Vonandi ná mínir menn að landa sigri. Villa-menn eru þótt ekki langt á eftir City í stigatöflunni, City er í 4. sætinu með 33 stig en Villa í 8. með 28 stig, svo trúlegt má telja að um hörkuleik verði að ræða, Áfram Manchester City.
Málsháttur dagsins: Eyð ei meir en þú aflar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar