Leita í fréttum mbl.is

,,Að muna eftir uppruna sínum"

Ekkert smá grobbinn.Þar hlaut að koma að því að því að mínir menn misstigu sig á heimavelli. Það gerðist þegar þeir tóku á móti Blackburn og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Þótt þeir hafi misstigið sig þá er eitt stig betra en ekki neitt, og eru þeir ekki taplausir á heimavelli í deildinni.

Lokaleikur ársins hjá þeim verður svo þann 30. desember og þá fá þeir Liverpool í heimsókn og er löngu uppselt á þann leik, skildu sigur í þeim leik. Fyrir seinasta heimaleik City ár hvert er mikið um dýrðir og mikið húllum hæ. Ég ásamt Sölla og Jóa tengdasyni var staddur á lokaleik liðsins þann 30. desember 2005 þegar þeir öttu kappi við Englandsmeistara Chelsea og var það ógleymanleg skemmtun. Að vísu voru úrslitin ekki hagstæð okkur City-mönnum, en það er önnur ella. Myndin með þessari færslu var einmitt tekin stuttu fyrir leik fyrir framan leikvanginn, sem er afar glæsilegt mannvirki, hvar sem á það er litið. Eyddum við félagar öllum deginum í að skoða allt sem hægt var að skoða og versluðum talsvert í hinni flottu verslun City sem er staðsett við leikvanginn. Segi enn og aftur áfram Manchester City.

Las í dag að vandræða gemlingurinn og fyrrum leikmaður Manchester City Joey Barton sem nú leikur með Newcastle hafi komið sér enn og aftur í vandræði. Mun hann hafa verið handtekin í Liverpool borg eftir grófa líkamsárás. Mikið er maður sáttur við að forráðamenn Manchester City létu þennan vandræðagemling fara. Greinilegt að þar sem Joey Barton er á ferð, þá eru vandræði.

Fórum í Hraungerðina í kvöld og snæddum dýrindis málsverð hjá vinum okkar en það sem borið er á borð hjá þeim heiðurshjónum klikkar aldrei, aldrei. Spjall yfir kaffi og konfekti fram eftir kvöldi og spáð í framtíðina og fortíðin gerð upp - það sem maður enn man.

Svo í lokin langar mig að benda ykkur á að komin er stórgóður pistill eftir Sölmund á politik.is þar sem hann er ritstjóri. Sá pistill er alger snilld og þar hittir hann naglann á höfuðið og ber yfirskriftina ,,Að muna eftir uppruna sínum. Hægt er að lesa pistilinn með því að smella hér.

Málsháttur dagsins: Fyrst skal læra seinaganginn áður en menn fara að hlaupa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband