Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Perri eða ljúflingur?

Jólasveinn dagsins heitir Gluggagægir. Hann hefur komist upp með þessa áráttu sína í gegnum tíðina þ.e. að liggja gægjum.  Nútímamaðurinn væri kallaður perri ef hann stundaði sömu iðju. Gluggagægi er fyrirgefin þessi leiða árátta trúlega af því að hann er skilur efir sig ummerki, hann gefur í skóinn. Gott og vel. Vísa tileinkuð honum er þannig:

GluggagægirTíundi var Gluggagægir, grályndur mann, sem laumaðist á skjáinn og leit inn um hann. 

Ef eitthvað var þar inni álitlegt að sjá, hann oftast nær seinna í það reyndi að ná.

Á morgun kemur svo sá ellefti og heitir sá Gáttaþefur.

Veðrið á landinu heldur áfram að vera með ólíkindum. Mikill hiti hvar sem borið er niður. Ef allt er með felldu og landið ætti að vera þakið að mestu snjó þarf fólk sumstaðar að glíma við flóð og vatnavexti. Er það nokkuð sem væri nær lagi á vorin þegar snjóa leysir.

Besta hljómsveit allra tíma Led Zeppelin er í fréttum dagsins t.d. á mbl.is. ,,Slúðurvefveitan Bang Showbiz greindi frá því í gær að búið væri að bóka Led Zeppelin sem aðalnúmerið á Glastonbury tónlistarhátíðina á næsta ári áður en þeir halda í átján mánaða tónleikaferð um heiminn". Taka skal fram að hér er vitnað í ,,Slúðurvefveitu". En vonandi er eitthvað sannleikskorn í þessu. Þvílíkir snillingar þessir karlar. Það væri bara snilldin ein fyrir heiminn ef satt reynist.

Fróðleikur dagsins: Ef þú nærð ekki árangri í fyrstu tilraun, þá er fallhlífarstökk alls ekki fyrir þig.

Fnykur

Ég velti því fyrir mér í ljósi þessa dóms, í hverju liggur glæpurinn? Var ekki einfaldlega um kaup og sölu að ræða? Hvaða meðferð fengu kerfisfræðingarnir hjá Glitni sem eiga sjá um að allt sé með felldu? Þótt ég sé ekki löglærður maður þá verð ég að taka undir með þorsteini Hjaltasyni um að það sé ólikt af þessu máli, skítalikt, fnykur.

Málsháttur kvöldsins: Betra er að maðurinn prýði embættið en embættið manninn.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að nýta sér kerfisvillu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl og ekkert annað.

Rugl og ekkert annað en rugl. Ekki það að ég vilji sýna vanþakklæti en það er eitthvað beyglað við veðurfarið þessa daganna. Í gær komst t.d. hitastigið í Vopnafirði upp í 14 gráður í +. Gott veður á Vopnafirði er ekkert einsdæmi, en það er jú 20. desember. Ef allt væri með felldu þá á jörð að vera hvít af snjó hér norður á hjara veraldar. Vissulega er notalegt að fara út í bíl í morgunsárið að morgni 20. desember og hitastigið hér skuli vera 12 gráður, en í raun er þetta rugl. Óttast að breyttir hegðunarhættir nútímamannsins sé að koma í bakið á okkur, því miður.

Veit ekki, en hef trú á því að þetta geti haft áhrif á ferðahætti jólasveinsins, í gegnum tíðina hafa þeir notast við skíði, þau gagnast lítt nú. Í dag kom hin geðþekki Bjúgnakrækir til byggða. Um hann er sagt í gömlum kvæðum, það er ekkert rugl.

BjúgnakrækirNíundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar. Hann hentist upp í rjáfrin, Og hnuplaði þar. 

Á eldhúsbita sat hann í sóti og reyk og át þar hangið bjúga, sem engan sveik.

Það er líkt komið með Bjúgnakræki og Skyrgám þ.e.a.s. talsvert úrval er á þessum mat svo hann ætti að geta valið úr. Á morgun kemur svo Gluggagægir sem er 10. í röð þeirra bræðra. 

Þá er ný rannsókn búin að sýna að handfrjáls búnaður á farsíma sé hættulegur. Þetta kemur einhvern vegin á engan hátt á óvart. Fólk yfir höfuð á ekki að vera tala í síma þegar það er að keyra. Akstur krefst fullra athygli ökumanns hvar og hvenær sem er. Held að það sé löngu komin tími á að gera alvöru átak í að stöðva menn sem tala í síma um leið og þeir eru úti að aka.

Þessi heiðursmaður hefur unnið m.a. við; Bókhald hérlendis og erlendis, séð um að bókhald á flugfélagi færi ekki á ofurflug, sölumaður í lagmetisgeiranum, þegar hann hafði lært þar alla klæki tók hann að sér að veita því fyrirtæki forstöðu. Snéri sér svo næst að því að halda utan um rekstur á SÁÁ um árabil og sá til þess að tékkheftið þar fengi enga timburmenni. Því næst snéri hann sér á fullorðinsárum að því að endurmennta sig í Háskólanum í Reykjavík. Samhliða þessu stýrði hann litlu geðsjúkrahúsi út á landi og gerir enn í hluta starfi. Að námi loknum réði hann sig til byggingafyrirtækis tímabundið til þess að koma skikki á bókhald og rekstur þess. Þessi skammtímaráðning stendur enn nokkrum árum síðar og fyrirtækið hefur bara vaxið. Hann er Valsari með stóru V-i og heldur með einhverju rauðklæddum liði á Englandi sem kallast Liverpool, og er það trúlega hans stærsti galli.  

Sá sem hér er um rætt er eins og fyrr segir heiðursmaðurinn og svili minn Theódór Halldórsson og ástæða þess að ég nefni hann til sögunar í dag er að þetta er afmælisdagur hans. Sendi honum mínar bestu afmæliskveðjur.

Málsháttur dagsins: Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Jólasveinninn hugðist heimsækja heimasætuna en ekki ,,húsbóndann"

Í hádeginu í dag verður 18. súpufundur Íþróttafélagsins Þórs, Greifans og Vífilfells haldinn í Hamri. Aðalgestur fundarins verður Kristinn Svanbergsson deildarstjóri Íþróttadeildar Akureyrarbæjar. Hvet alla sem áhuga hafa á íþróttum á Akureyri að mæta. Fólk hefur tækifæri á að leggja fyrir hann spurningar tengdar íþróttalífinu á Akureyri.

Mikið fjör og mikið gaman í gær í afmælisveislu ,,prinsessunnar" Elínu Ölmu, eins og venja er. Fékk daman smá upphitun í að taka upp pakka, enda stutt til jóla og má gera ráð fyrir að þá verði handagangur í öskjunni við að taka upp pakka. En Elín tók þessu öllu með hinu mesta jafnaðargeði.

Skyrgámur er jólasveinn dagsins í dag og sá 8. í röð bræðra sinna. Hef oft velt því fyrir mér hvort aldur þeirra bræðra hafi eitthvað að gera með í hvað röð þeir koma til byggða? en það er svo sem auka atriði. Vísa dagsins sem er tileinkuð Skyrgámi hljóðar svo:

SkyrjarmurSkyrgámur sá áttundi, var skelfilegt naut, hann hlemminn o´n af ánum með hnefanum braut. 

Svo hámaði hann í sig og yfir matnum gein, uns stóð hann á blístri og stundi og hrein.

Skyrgámur er talsverða sérstöðu er tekið mið af bræðrum hans. Í dag hefur orðið til mikill iðnaður við framleiðslu hinna ýmissa rétta úr skyri. Eru framleiddar svo margar tegundir skyrs að ómögulegt er að muna hvað þær allar heita. Hann getur því valið úr gríðarlega miklu úrvali skyrs þegar hann fær sér uppáhalds matinn sinn. Þó getur verið að þetta skapi honum einhverja erfiðleika þar sem of mikið úrval vill flækja og gera mönnum erfitt um vik að velja hvað þeir eiga fá sér hverju sinni. Á morgun kemur svo Bjúgnakrækir til byggða.

Í gær sást til jólasveinsins sem knúði dyra hér í Drekagilinu. Veltu sumir því fyrir sér hvort hann væri að koma til að hrekkja ,,húsbóndann" en svo var þó ekki. Jólasveinninn hugðist heimsækja heimasætuna og færa henni gjöf, en hafi hann haft í hyggju að hrekkja húsbóndann enn frekar þá bar svo við að húsbóndinn var ekki heima.

Málsháttur dagsins:  Oft veldur hár stigi þungu falli.

Jafnrétti

BlómarósDagurinn í dag verður að miklu leiti dagurinn hennar Elínar Ölmu. Þetta er fæðingardagurinn hennar. Elín Alma kom i heiminn árið 2001 og er því orðin 6 ára. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta nokkuð heimsvön ung stúlka. Þegar hún kom í heiminn bjó fjölskylda hennar í perlu Eyjafjarðar - Hrísey. Svo lát leiðin til Akureyrar. Því næst fluttist hún með fjölskyldu sinni alla leið til Englands þar sem þau dvöldu í eitt ár. Elín og systir hennar Margrét Birta gengu þar eitt ár í ekta enskan skóla sem var þeim góður skóli að kynnast. Nú búa þau á Akureyri og þær systur ganga í Glerárskóla skóla sem svo margir af þeirra ættingjum hafa gegnið í, í gegnum árin. Elín Alma er eitt af þremur barnabörnum mínum. Hún er ljúf, blíð og afar þægileg í allri umgengni. Þrátt fyrir að þetta sé afmælisdagurinn hennar þá verður hún að gegna sínum skildum þ.e. mæta í skólann í dag eins og aðra daga. En seinni partinn verður glatt á hjalla hjá henni og fjölskyldu hennar þegar fólkið safnast saman og nýtur dagsins, dagsins sem hennar. Til hamingju með daginn Elín Alma.   

HurðarskellirSjöundi var Hurðaskellir, - sá var nokkuð klúr, ef fólkið vildi í rökkrinufá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlegahnugginn yfir því, þó harkalega marraði hjörunum í.

Hurðarskellir er einn af þeim bræðrum sem ekki hefur þurft að breyta svo mjög sínum lifnaðarháttum enda hurðir enn mikið notaðar. Þó hefur heyrst að hann hafi áhyggjur af snúningshurðum og hurðum í opinberum byggingum og verslunum hurðir sem opnast og lokast um leið og menn ganga inní geislann. Á morgun kemur svo Skyrgámur.

Las á mbl.is að Fidel Kastró hafi gefið í skyn að hann fari brátt að láta af völdum. Kannski ekki seinna vænna fyrir blessaðan karlinn enda komin á níræðisaldurinn. Hann hefur reyndar legið á sjúkrahúsi á annað ár en það hefur ekki komið í veg fyrir  að hann haldi völdum. Nágrannar hans þ.e. Bandaríkjamenn hafa reynt í áratugi að svelta hann og þjóð hans frá völdum, án árangurs. Þetta er lífseigur karl sem lætur ekki ofdekraða kana segja sér fyrir verkum á neinn hátt.

Samkvæmt hefur Akureyrarbær skapað sér sérstöðu hvað varðar að jafna launamun karla og kvenna. Er átt við þá sem starfa hjá bænum. Tekið var fram að karlar hafa heldur hætti heildarlaun þó lítill sé. En konur hafi nú hærri dagvinnulaun en karlar. Átti ekki að jafna launamuninn? eða snúa honum bara við? En í alvöru þá er þetta afar jákvætt og gott ef jafnrétti er að hafast, gott mál.

Fróðleikur dagsins: Lengsti rúllustigi í heimi er í Leningrad Metro, en hann er 120 metra langur.

,,Afi þetta eru bara gamlar sögur..."

Frú Grýla.Mér varð hugsað til þess sem bloggvinur minn hún Edda benti á að jólasveinarnir væru góðir sveinar enda hlotið gott uppeldi. Getur verið að hún hafi verið góður uppalandi? Í uppvextinum á ég margar minningar um sögur af því hve vond hún Grýla sé. Hver hefur ekki heyrt sagt við börnin ,,nú skaltu passa þig Grýla og jólasveinarnir eru að fylgjast með.... viltu ekki fá eitthvað í skóinn" og þar fram eftir götunum.

Grýla hefur hala og hófa í stað fóta. Hún er geysistór með svakalegar hendur sem hún grípur óþekku börnin með og kartnögl á hverjum fingri. Hún hefur skögultennur og mikið og bogið nef alsett vörtum. Hún hefur brennandi augnaráð og geysigóða heyrn. Grýla borðar óþekk börn og svo mætti lengi telja. Ofan á allt þetta leggjast svo svakalegar sögur af Jólakettinum sem að sögn var hræðilega skepna og svo Leppalúði. Kannski ekkert skrítið að engin hafi óttast það letiblóð.

Leppalúði.Hvað skyldi hafa valdið því að börn sem alin eru upp við þess konar sögur og allt kapp lagt á að þau trúi, skuli hafa komist ósködduð frá? Ég man í raun ekki eftir því að ég hafi hræðst þessar ógnarverur svo mjög. Ég man heldur ekki eftir því að neinn sem ég umgengst hafi gert það. Ætli það geti verið vegna þess að börnin eru bara alls ekki svo vitlaus að leggja trúnað á þessar tröllasögur? Kannski er það bara svo þegar upp er staðið að börnin hafi haft vit á því að leyfa okkur fullorðna fólkinu að trúa og ekki viljað eyðileggja fyrir okkur.

Hvað sem veldur þá hef ég þá trú að það sé talsvert til í þessum pælingum mínum, af hverju? Ég þekki bara ekki nokkurt foreldri sem reynir að telja börnum sínum trú um að Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn séu til. Hvaða ástæða getur legið að baki? Ætli þetta sé afleiðing þess að við höfum ekki tíma til að ala börnin okkar upp og velmenntaðir leikskólakennarar sem sjá um það fyrir okkur láta sér ekki detta slík vitleysa í hug?

Kiss kiss Hvaða mynd hefur þú lesandi góður af þessum kynjaverum? Myndirnar sem ég læt fjúka með þessum hugleiðingum eru gamlar og voru m.a. notaðar til þess að hræða mig og mína kynslóð.

En alla vega þættu það ekki góðar uppeldis aðferðir að nota þessar aðferðir á börnin í dag. Og gott dæmi um það er þegar ég spurði barnabarn mitt ,, er Grýla vond heldur þú að hún borði börn eins og sagt er ?" og barnið leit á mig og sagði ,,afi þetta eru bara gamlar sögur Grýla er bara mamma jólasveinanna þú þarft ekkert að vera hræddur". En þegar ég spurði um  jólaköttinn þá sagði hún ,,afi þetta eru líka bara sögur.

Málsháttur dagsins: Mörg er rót heilnæm þó römm sé.

 


Hvað fangar huga hans nú?

Sá sjötti var Askasleikir. Já gott fólk Askasleikir kom til byggða í nótt ef allt hefur verið með felldu. Nútímamaðurinn er löngu hættur að nota aska svo mér leikur forvitni á að vita hvað fangar huga hans nú á tímum.

Askasleikir

Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. Hann fram undan rúmunum, rak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askana, fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim,

og sleikja á ýmsa lund.

Það vekur enn og aftur athygli hjá mér hversu óvægin við erum við þessa annars ágætu karla. Því í kvæðinu segir ,,rak sinn ljóta haus" heyr og endemi. Er einhver ljótur? erum ekki allir fallegir á sinn hátt? þ.e.a.s. engin er ljótur bara mismunandi fallegir, ekki satt?

Á morgun kemur svo Hurðarskellir til byggða. Hann hefur ekki enn þurft að breyta svo mjög sínum lífsháttum þar sem menn nota enn hurðir á hýbýli sín.

Málsháttur dagsins: Efndanna er oft vant þó heitin séu góð.

Símalínum slær saman....

Ef borið er saman skoðun mín og skoðun þeirra sem kusu lag Svölu Björgvinsdóttur kemur í ljós að þar er himin og haf ber á milli. Lagið er svo afspyrnu lélegt og leiðinlegt að það getur ekki verið annað en að símalínum hafi slegið saman. Ég fer fram á opinbera rannsókn á þessu hneyksli.

Spaugstofan klikkaði ekki fremur en fyrri daginn. Yrði saga til næsta bæjar ef svo yrði. Hittu þeir naglan rækilega á höfuðið þegar þeir gerðu grín af sturlunar ástandi hinnar íslensku þjóðar. Veltist um af hlátri.  

Í gærkvöld fékk Eiður Smári loksins tækifæri innan vallar hjá Börsungum. Hann nýtti það afar vel og skoraði meðal annars eitt af þremur mörkum liðsins. Samkvæmt heimildum átti Eiður Smári frábæran leik, það er fagnaðarefni.

Í dag fara fram tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Litla liðið í Manchester fer til Liverpool og mætir þar hinu fornfræga stórveldi sem þar ræður ríkjum. Tippa á jafntefli. Hinn stórleikurinn er milli Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea. Nokkuð viss um að litla liðið í þessum slag þ.e.a.s. Chelsea verði sent heim með skottið á milla aftur lappana, versta falli jafntefli.

PottaskefillÍ dag kom jólasveinninn Pottaskefill til byggða. Verð að taka fram að hann kom ekki við á mínu heimili. en hafi svo verið fór hann án þess að skilja eftir sig sýnileg ummerki. Um hann var ort líkt og bræður hans í gömlum kvæðum og þar segir.

Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir, hann barði dyrnar á.

Þau ruku´ upp, til að gá að, hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti´ ann sér að pottunum,og fékk sér góðan verð.

Á morgun kemur Askasleikir til byggða og er hann einn þeirra sem hlýtur að hafa þurft að laga sig að breyttum venjum okkar. Notar einhver aska í dag? Einhvern vegin efast ég um það.

Málsháttur dagsins: Oft er þras á þingum.

Allt gekk upp hjá okkur Svenna.

Á Manchester City leik.Það fór eins og við félagarnir Sveinn Jörundur og ég lögðum upp með í dag, SIGUR. Þar með skríðum við nær toppnum að nýju, í námunda við þann stað sem við viljum hafa liðið okkar. Lét það eftir mér að setjast niður og horfði á leikinn, fínasta skemmtun.

Bið ykkur að taka vel á móti jólasveininum sem kemur á morgun þ.e. Pottaskefill. Í góðu lagi að skilja eftir einn eða tvo óhreina potta á eldavélinni í nótt til gamans.

Ætla taka það rólega í kvöld. Spaugstofan, Laugardagslögin, Hrúturinn Hreinn verður meðal þess sem ég ætla fylgjast með. Gangið svo hægt um gleðinnar dyr í kvöld og nótt og gerið ekkert það sem þið getið iðrast.

 

Fróðleikur dagsins: Hvað ætli maður eigi að segja ef Guð hnerrar?
mbl.is Manchester City í fjórða sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanbæjar,,pakk

Ég hef talsverðar áhyggjur af jólasveinunum í dag. Alla vega þá stundina sem þeir koma til Akureyrar. Lögreglumaður sleginn kaldur og sendur á spítala, kona laminn og úr henni tönn, slatti tekinn með stút undir stýri svo fátt eitt sé nefnt. Kannski voru þetta allt saman utanbæjar fólk sem olli þessum vandræðum. Þess vegna hef ég áhyggjur af jólaveinunum, þeir eru nefnilega utanbæjar.

Nú alla vega hef ég ekki heyrt af neinum vandræðum í kringum Þvörusleiki, sem kom til byggða í nótt. Alla vega færði hann barnabörnum mínum sitt lítið af hverju í skóinn. Líkt og hinir bræður hans eru til vísur tileinkaðar honum t.d.

ÞvörusleikirSá fjórði, Þvörusleikir var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. 

Þá þaut hann eins og elding, og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip.

Þvörusleikir er hættur að sjást á mínu heimili og hefur ekki látið sjá sig í þó nokkur ár, af hverju? ekki gott að segja. Kannski vegna þess að hér er karlmaður aðal eldabuskan sem skolar allar ,,þvörur" jafn óðum að notkun liðinni og setur í uppþvottavélina. Þá getur verið að hann þoli illa þessi nýmóðins plast- og stáláhöld sem notuð eru við eldamennsku í dag, hver veit? 

Eftir afleita byrjun minna manna Chicago Bulls eru þeir aðeins að finna fjölina og í nótt lögðu þeir New York Knicks. Vinnings hlutfallið er nú 8-13. Öðru vísi mér áður brá. Á gullaldar árum liðsins var ekki óalgengt að liði tapaði einungis 10-15 leikjum yfir allt tímabilið. T.d. töpuðu þeir tímabilið 95-96 einungis 10 leikjum.  

Mínir menn í Manchester City munu taka á móti Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag á heimavelli sínum ,,City of Manchester Stadium". City mátti sætta sig við tap gegn botnliði Tottenham í seinustu umferð. City hefur enn ekki tapað leik á heimavelli það sem af er tímabili og vona svo sannarlega að á því verði engin breyting.

Málsháttur dagsins: Vertu að, þá vinnst þér um síðir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband