Leita í fréttum mbl.is

Þorláksmessa, fnykur af skötu og yndæll ilmur af grjónagraut.

Þorláksmessudagur er afar sérstakur dagur. Á þessum degi gerir maður svo margt sem maður gerir ekki aðra daga ársins. Möndlugrautur í hádeginu, ráp í búðir, hvort sem maður var búinn að öllu eður ei. Út að borða að kvöldi til, sem er orðin hefð í minni fjölskyldu þ.e.a.s. með börnum og barnabörnum. Rúntað milli ættingja með jólagjafir og knúsa ástvini sína. Og síðast en ekki síst, sneiða hjá allri ólikt sem er merki um skötu, enga kæsta skötu hér takk.

Nú þá kemur Ketkrókur til byggða á þessu degi. Fyrir þá sem til þekkja þá hefur sá jólasveinn af ýmsum ástæðum verið tengdari mér og mínum en hinir bræðurnir. þó má kannski segja að barnabörnunum sé ofar í minni Hurðarskellir sem rauk forðum daga á ömmu þeirra á Glerártorgi og kyssti hana.

KetkrókurUm Ketkrók hefur verið ort eins og hina bræður hans, nema hvað? og eins og hjá hinum þá læt ég vísukornið um hann fljóta með og hljóðar svo:

Ketkrókur, sá tólfti,kunni á ýmsu lag,  --hann þrammaði í sveitina á Þorláksmessudag. 

Hann krækti sér í tutlu, þegar kostur var á. En stundum reyndist stuttur stauturinn hans þá.

Á morgun kemur svo sá síðasti í röðinni sem er engin annar en Kertasníkir. Hugsa sér jólin að skella á.

Mínir menn í Manchester City spiluðu gegn Aston Villa í gær og fór sá leikur fram á Villa Park heimavelli Aston Villa. Lauk leiknum með jafntefli þar sem liðin skoruðu sitt markið hvort. City komst yfir snemma leiks en Villa jafnaði þremur mínútum síðar. City heldur en 4. sætinu í úrvalsdeildinni og eru nú með 34 stig. Liðið hefur unnið 10 leiki gert 4 jafntefli og tapað 4 í deildinni og enn er liðið ósigrað í deildinni á heimavelli. Fínn árangur.

Las í gær sorglega frétt um lækna mistök. Sagt var frá þessu á mbl.is ,,Stjórnvöld í Tanzaníu hafa komist að þeirri niðurstöðu að stórfelld vanræksla hafi átt sér stað þegar gerð var aðgerð á heila sjúklings, sem þjáðist af hnjámeini. Á sama tíma var skorið í hné á manni sem þjáðist af heilaæxli. Þann 8. nóvember gekkst Emmanuel Didas undir heilaaðgerð á  Muhimbili háskólasjúkrahúsinu í Dar Es Salaam þar sem fjarlægja átti heilaæxli sem ekki reyndist vera til. Á sama tíma gekkst  Emmanuel Mgaya, sem var með heilaæxli, undir aðgerð á hné. Í skýrslu, sem heilbrigðisráðuneyti landsins hefur gert um málið, er vanrækslu lækna og hjúkrunarfræðinga kennt um mistökin. Didas er nú í Indlandi til frekari læknismeðferðar og er hann sagður á batavegi. Mgaya lést fjórum dögum eftir að hann gekkst undir aðra aðgerð". Vægast sagt dapurleg frétt og greinilegt að heilbrigðiskerfið þeirra er ekki alveg í standi.

Möndlu-heppniNú en eins og ég sagði hér að ofan verður snæddur grjónagrautur hér í hádeginu þar sem börnin mín og barnabörn borðum öll saman. Sett er mandla í grautinn og eru verðlaun í boði fyrir þarna sem er svo heppinn að fá möndluna. Hefur þessi siður verið hjá okkur trúlega í 16-18 ár. Skemmtilegur siður sem fær fólk til að hlakka til dagsins lengi.

Myndin hér til vinstri sýnir Margréti Birtu Jóhannsdóttir sem er elsta barnabarnið mitt. Hún var sú heppna á seinustu Þorláksmessu því mandlan rataði á diskinn hjá henni og í verðlaun fékk hún fjölskylduspilið barna Sequence for kids. Það spil var svo rækilega nýtt og allir skemmtu sér hið besta.

Nú er að bíða og sjá hver sá heppni verður í ár? Þó eru alltaf til staðar aukaverðlaun fyrir ungu kynslóðina til þess að engin fari tapsár frá borði enda er þetta gert til þess fyrst og síðast til þess að gleðja og fá fólk til að hafa gaman af. 

Málsháttur dagsins: Smakka ei fyrr en þú færð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband