Leita í fréttum mbl.is

Aldrei aftur.

Síðast liðin 20 ár hefur maður heitið sér því að eta aldrei aftur svo mikið sem raunin er á. Heitið sjálfum sér að etja aldrei, aldrei aftur yfir sig. Jafn oft hefur það klikkað. Skammtíma minnið.

Í gær kom fjölskyldan mín saman hér heima í Drekagilinu þ.e.a.s. börn, barnabörn og snæddum hangiket með uppstúf og alles. Þessar stundir eru algerlega yndislegar. Þegar barnabörn bætast í hópinn fylgir því aðeins eintóm gleði, sem veitir mann ómælda ánægju.

Um kvöldið var svo tekið til við að spila inn í nóttina. Leonardo - spil sem er afar skemmtilegt og fróðlegt spil. Hef áður sagt frá því að úrslit úr þessum spilum skipta ekki öllu, best að láta hinn sanna ,,Ungmennafélags anda" ráða ríkjum. Það var gert í gærkvöld.

Þegar flestir gengu til náða gerðist svo það að sá svefnsvæfasti á heimilinu datt inní bíómynd og sat fyrir framan sjónvarpið fram á fimmta tímann í morgun. Er ár og dagar síðan viðkomandi hefur náð að halda sér vakandi svo lengi.

Kirkja í dag þar sem heimasætan mun syngja með kórnum. Hefur verið haft á orði að sumir séu að verða hluti af innréttingu kirkjunnar.

Talsvert hefur bætt í snjóinn þótt ekki sé hann farin að þvælast fyrir fólki. Ætla út með myndavélina og smella af áður en það verður um seinan. Eins og veðrið er í dag er óneytanlega fallegt úti, hvort sem manni líkar blessaður snjórinn eður ei.

Málsháttur dagsins: Óboðin þjónusta fær enga þökk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Takk fyrir kveðjuna Palli. Gleðileg jól sömuleiðis. Ég þakka þér jafnframt fyrir góð kynni á árinu. Sjáumst sprækir í byltingunni.

Magnús Már Guðmundsson, 26.12.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

249 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband