Færsluflokkur: Bloggar
18.8.2010 | 21:43
Sitt lítið af hverju
Það er óhætt að segja að við hér í höfuðstað norðurlands eða Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs eins og Steindór frá Hlöðum kallaði bæinn okkar forðum höfum fengið okkar skammt af rigningu síðustu daga. Það er bara fínt. Þá losnar maður við að þurfa bera á sig sólarvörn og annað bras sem góðviðri fylgir. Annars má snúa þessu við og segja hvað er að því að fá rigningu?. Í raun er ekkert að því. Fínt að fá rigningu af og til... þið skiljið þetta týpíska blessaður gróðurinn og allt það. Nóg um veðrið í bili.
Manni skilst á Má að kreppan sé búinn og allt liggi upp á við. Skrítið. Stundum hefur mér fundist eins og hjá sumum hafi ekki verið nein fjandans kreppa. Þótt kreppt hafi að hjá mér og mínum hef ég enn sem komið er lifað þetta af svo þetta er og hefur ekki verið alslæmt. Einhvern tímann við upphaf hrun hins íslenska hagkerfis skrifaði ég í bloggi þegar menn voru að velta sér upp úr því hvort botninum væri náð eður ei. Þá skrifaði ég eitthvað á þá leið ,,hjá mér engin fjandans kreppa og hvaða botn?. Ég sný helv... tunnunni við stig upp á botninn og horfi niður... og þá upp um leið". Nóg um þetta.
Ég gæti skrifað helling um fótbolta sigra og töp gleðibros og tár, væntingar og vonir. Nóg er þar að gerast. Samt er það svo að ég vísa bara enn og aftur þeim sem vilja meir um boltann að fara á bestu íþróttaheimasíðu landsins www.thorsport.is þar eru sko reglulegar uppfærslur og fréttaflutningur hlutlaus og vandaður, nema hvað? Nú fyrir þá sem vilja fréttir af fótbolta úr hinum stóra heimi þ.e. Englandi þá bendi ég á heimasíðu eins glæsilega fótboltaklúbbi í heimi þ.e. Manchester City
Næst koma nokkrar myndir og skýringar.
Ekta sumar
Glæsisnekkja á Pollinum, reyndi að ná sambandi við eigandann til að gera honum tilboð í dallinn, náði ekki sambandi.
Í rigningunni slökuðu systurnar á
Hólmfríður Lilja snæða hjá Grétu ömmu
Jón Páll hjá Jóa langafa
Réttu græjurnar
Þessi mynd er tekin í einum labbitúrnum meðfram Gleránni máske hér sé Charlotta að vefa, hver veit?
Í lokin skemmtileg mynd - gaman að vita hvort fólk þekki hvar myndin sé tekin?
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Aumur er iðjulaus maður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 08:35
Afmælisbarn dagsins
Það var þennan dag fyrir ári síðan sem þessi litla perla leit dagsins ljós. Mikill gleðigjafi. Augnhárin löngu og brosið bræðir og gerir alla meyra.
Ég er að tala um Hólmfríði Lilju Jóhannsdóttir.
Spekingsleg
Á meðan allt var á fullu innan vallar á Pæjumótinu þar sem systur hennar voru að spila fótbolta sat sú stutta utan vallar ein í sínum heimi. Hvað ætli hafi verið í drykkjarmálinu?
Hjá mömmu sinni á Pæjumótinu. Óska ,,litlu" fjölskyldunni sem er orðin býsna stór til hamingju með daginn.
Afmælisbarn dagsins: Hólmfríður Lilja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2010 | 21:12
Loksins blogg
Sumarið er tíminn, og sumarið 2010 er fullt af tækifærum, verkefnum, glens og gaman og alvarleika. Já þess vegna er farið að líða full langt á milli bloggfærslna. Ein stutt nú þótt af mörgu sé að taka. Ég gæti t.d. bloggað um sigurleik Þórs gegn KA hjá m.fl. karla þar sem mínir menn fóru létt með KA. Af tillitssemi við þá bloggvini mína einn eða tvo sem hugsanlega bera tilfinningar til liðsins í póstnúmeri 600 ætla ég ekkert að skrifa meira um þann leik. En þessi mynd sem ég tók í leikslok segir meira en mörg orð.
Þá gæti ég líka bloggað um barnabörnin sem eru í boltanum. Afrek þeirra og alla þá ánægju sem því fylgir að vera ungur og leika sér. Þær skruppu á símamótið í Kópavogi. Þá smellti afi mynd af þeim fyrir mót og svo aðra þegar heim var komið.
Fyrir mót
Eftir mót
Meðan þær systur voru á Símamótinu dvöldu systkini þeirra löngum stundum hjá ömmu og afa og þá voru þessar myndir teknar af þeim.
Jón Páll lét fara vel um sig í sólinni á sólpallinum .... slakur
Hólmfríður Lilja forðaðist sólina og hélt sig helst innan dyra - púsla og fl. Þá gæti ég bloggað sitthvað um afmælisdaga. Mamma átti afmæli þann 11. júlí hér er mynd af henni á spjalli við Sædísi Ólöfu
Þá hefði ég líka geta bloggað heilmikið um 13. júlí sem er afmælisdagur minnar heitelskuðu. Þá gæti ég einnig sagt yfir frá því þegar Jón Rósberg og Magnea komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur í tvo daga. Læt mynd duga
Þá gæti ég líka eytt tíma í að segja ykkur frá því þegar við hittum Ingu Vigfúsar og son hennar Gústa og dóttir hans Eydísi.
Nú svo væri hægt að segja eitthvað frá þeim framkvæmdum sem við stöndum í við viðhald á íbúðinni hjá foreldrum mínum. Þar hjálpar Jón Páll bæði afa og langafa sínum. Duglegur pjakkur.
Og af því að ég gef mér ekki tíma í að skrifa mikið þá læt ég tvær myndir af sólarlagi fylgja. Myndir sem ég tók inn við Leiru og horft til norðurs. Fallegt og velheppnaðar myndir þótt ég segi sjálfur frá.
Fallegt
Ekki er þessi síðri.
Næsta blogg mun trúlega snúast mikið um föður minn sem verður áttræður þann 28. júlí. Haldið verður upp á afmælið síðar. Og síðasta myndin er þá að sjálfsögðu af honum.
Meira síðar og þangað til næst: Elskið hvort annað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2010 | 23:08
Myndablogg
Um helgina brugðum við hjónakornin undir okkur betri fætinum, eða réttara sagt 4 hjólum og brunuðum vestur á Sauðárkrók eða Sheepriverhook eins og stundum er sagt. Þar var haldið Landsbankamótið í knattspyrnu fyrir stúlkur. Og þar sem barnabörnin tvö elstu þ.e. Margrét Birta og Elín Alma voru þátttakendur létu amma og afi sig ekki vanta.
Yngra fólkið þ.e. foreldrar sem brugðu sér af bæ til að fylgjast með börnum sínum gistu ýmist í tjaldi, fellihýsum eða heilu íbúðunum sem það dró á eftir sér vestur. Ég bý svo vel að vera giftur konu sem á ættingja sem sjá aumur á okkur og skjóta skjólhúsi yfir okkur þegar við mætum á staðin. Hr. og frú Jón Ósmann og Marta eru slíkir höfðingjar heim að sækja að manni langar ekki strax heim aftur eftir að hafa dvalið hjá þeim um stund.
Við sem sagt brunuðum vestur á föstudag og skiluðum okkur ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld. Meir að segja lét karlinn sig hafa það að vera ekki heima meðan tveir leikir fóru fram hjá Þór og Þór/KA. En það er bara þannig að maður verður að velja og hafna. Þessa helgi valdi ég barnabörnin. Sauðárkrókur skartaði sínu fegursta eða þannig þessa helgi. Í bænum stóðu yfir svokallaðir Lummudagar. Hvert hverfi skreytti sín hús og götur í sínum eigin litum. Var með miklum ólíkindum hvað heimamenn höfðu verið dugmiklir að skreyta hýbýli sín í bak og fyrir.
Laugardagurinn fór að mestu fram við knattspyrnuvöllinn. En um kvöldið þegar ró var komin á mannskapinn brugðum við okkur í bíltúr um bæinn og skoðuðum öll hverfin og teknar voru nokkrar myndir. Sunnudagurinn fótbolti og meiri fótbolti. Fyrir þá sem vilja sá myndir frá mótinu er bent á myndaalbúm sem ég setti upp á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og þar má sjá fjölda mynda frá mótinu smellið hér
Svo í lokin læt ég fylgja nokkrar myndir sem ég tók víðsvegar um bæinn, af gestgjöfunum Mörtu og Jónsa og Margréti Birtu og Elínu Ölmu. En bendi á í lokinn að í myndaalbúmi hér á blogginu sem heitir Lummudagar eru fleiri myndir fyrir þá sem vilja skoða.
Gestgjarnir. Bara til fróðleiks þá er Jón Ósmann afmælisbarn dagsins í dag. Til hamingju með daginn Jónsi.
Tekið í garði gestgjafanna
Sæt
Gulagatan í Raftahlíð
Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta að kvöldi laugardags -
Davíð og Golíat - Elín Alma glímir hér við sér talsvert stærri andstæðinga - en hafði betur, já margur er knár þótt hann sé smár.
Margrét Birta á fullri ferð
Systurnar með þjálfaranum Bojönu Besic
Elín Alma og Margrét Birta með verðlaunapeningana - flottar stelpur.
Svo bara rétt í lokin
Verðum í bandi síðar. - Jónsi og Marta takk fyrir okkur.
Bloggar | Breytt 22.7.2010 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2010 | 23:10
Afi af hverju er ekki til svona karlahlaup?
Ég brá mér í miðbæ Akureyrar um helgina nánar tiltekið á laugardag. Þótt ég sé inn við beinið svona pínulítill bílakarl þá var ástæða heimsóknar minnar ekki bíladagar. Nei - kvennahlaup ÍSÍ. Ekki svo að skilja að ég hafi farið til að vera þátttakandi. Ég og Jón nafni minn fórum til að sýna konunum í lífi okkar stuðning. Héldum okkur til hlés og vildum leyfa þeim að eiga daginn, að mestu. Ég ók í bæinn ásamt Jóni nafna og Margréti Birtu, en amman gekk í bærinn ásamt Elínu Ölmu með Hólmfríði Lilju í kerru. Meðan við biðum eftir ömmu og co og virtum fyrir okkur ört stækkandi hóp kvenna á öllum aldri fylla Ráðhústorgið sagði Margrét Birta allt í einu ,,afi er ekki til karlahlaup, eins og kvennahlaupið?". Nei það er ekki til. ,,Af hverju er það ekki til?". Þetta er ein af þeim spurningum sem afi var snöggur að svara sem kemur til út af því að hann hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér og þakklátur fyrir að fá að svara henni loksins. Jú sjáðu til karlahlaup í sama stíl og kvennahlaup geta aldrei orðið að veruleika. Karlar geta aldrei gert neitt án þess að fara keppa við hver annan. Smá þögn ,,JÁ" sagði sú stutta hún áttaði sig strax á þessu.
Konur gera þetta allt á sínum eigin forsendum, labba, rölta, skokka, hlaupa bara það sem hentar hverjum og einum. Þess vegnar hefur kvennahlaupið vaxið og dafnað og hefur náð að lifa jafn lengi og raunin er á. Það var samt ljóst í upphafi hlaups að barnabörnin ætluðu að fara á öðrum hraða en amman með barnakerruna. Já, gera þetta á sínum eigin forsendum. Ég nefndi bíladaga í upphafi. Þeirri annars ágætu menningarhátíð fylgja margir kolsvartir sauðir. Sem betur fer eru flestir til fyrirmyndar en inná milli svartir sauðir. Og auðvitað slæddust nokkrir í kvennahlaupið þá er ég ekki að meina svarta kvensauði - nei þessir voru með utanáliggjandi frárennslisrör. Hlupu sauðdrukknir með og urðu sér til skammar. En það besta var að konurnar létu sem þær tækju ekki eftir þeim, sem gerði það að verkum að þeir litu enn verr út sem var í raun ekki á bætandi fyrir þá a.m.k.
En afi var með myndavélin á lofti og festi eitt og annað á kubb.
Jón Páll og Margrét Birta stilltu sér upp fyrir afa meðan beðið var eftir ömmu, Elínu og Hólmfríði.
Stillt sér upp með Grýlu og Leppalúða
Spegilmynd
Beðið
Margrét Birta t.v. kemur í mark
Elín Alma kemur í mark
Já fyrsta medalía Hólmfríðar Lilju í höfn þótt hún hafi bara setið í kerrunni -
Margrét Birta
Elín Alma
Hólmfríður Lilja með fyrstu medalíuna
Svo um kvöldið var komið að því að efna loforð um að prinsinn fengi að sofa heima hjá ömmu og afa. Afapopp, playstation hjá Sölla og nammi ferði í Hagkaup með Sölla frænda var nokkuð sem sumir kunnu að meta.
Afapopp og þá dugar ekkert minna en tvær skálar
Eigum við að ræða þetta eitthvað?
Fínn dagur á enda og þangað til næst
Pæling dagsins: Skyldi vera til annað orð yfir "samheiti"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010 | 23:51
Hver skildi trúa því að ég bloggaði um íþróttir?
Nú skal bloggað og bara til að það sé á hreinu þá mun þetta flokkast sem íþróttatengt blogg. Já ég veit það kemur á óvart en það verður bara hafa það íþróttablogg skal það vera.
Það hefur verið hreint út sagt mikið að gera hjá okkur Þórsurum. Á föstudagskvöldið tók Þór á móti Þrótti á Þórsvellinum og lauk þeim leik með sigri minna manna 2-1 í afar skrautlegum leik. Ef svo ólíklega vill til að einhver sem villist hér inná þessa síðu hefur ekki lesið upphitunarpistilinn fyrir þann leik, eða séð viðtölin og myndasyrpu frá mér eða myndaspyrnu frá Haraldi Loga Hringssyni sem allt birtist á heimasíðu Þórs set ég hér tengla. - Upphitun og viðtal - Umfjöllun - viðtal við Palla Gísla þjálfara - Myndaalbúm Palla Jó og myndasyrpa Haralds Loga
Í dag var svo sannkallaður stórleikur á Þórsvellinum þegar Stelpunar okkar tóku á móti Stjörnunni og þeim leik lauk með sigri Þór/KA 3-1. Hér koma svo linkar á Upphitun með peppmyndbandi - Viðtöl við leikmenn - umfjöllun með viðtölum og myndasyrpa Palla Jó
Nú í gær var knattspyrnumót að Hrafnagili sem Samherjar standa fyrir og þar voru 4. 5. og 6. flokkur kvenna í aðalhlutverkinu. Þar voru tvö af barnabörnunum okkar að keppa í 6. flokki þær Margrét Birta og Elín Alma. Óhætt er að setja að Þórsstúlkurnar hafi verið sigursælar því þær unnu í öllum flokkum. Systurnar voru þó í sitthvoru liðinu þar sem 6. flokkur tefldi fram tveimur liðum. Hér eru svo myndir frá mótinu í myndaalbúmi á heimasíðu Þórs
Margrét Birta í aksjón
Elín Alma í gæslu - hér í leik á móti eldra árs stelpum í sama flokki
Hér er svo hópmynd af 6. flokki ásamt þjálfurum liðsins þeim Bojönu Besic og Evu Hafdísi Ásgrímsdóttir.
Á föstudag voru ákveðin tímamót hjá Elínu Ölmu. Hún hafði í nokkurn tíma horft öfundaraugum til stóru systir sinnar sem á stórt og fínt gírahjól á meðan hún hefur þurft að láta sér gíralaust hjól að góðu. Þar sem þær hjóla mikið er þetta náttúrulega ófært. Hjólað á allar æfingar, heim til afa og ömmu já út um allar trissur. Tekin var ákvörðun og úr þessu var bætt. Nú hjólar Elín Alma á nýju gírahjóli með systir sinni og leggur í allar brekkur óhrædd.
Sátt við sitt
Og stóra systir sýnir listir sínar á meðan yngsta barnabarnið lét sér fátt um finnast í faðmi Sölla frænda
Sökum þess hve barnabörnin verða mikið hjá ömmu og afa á næstu dögum og vikum gæti farið svo að talsvert verði bloggað um þessar perlur. Það verða skemmtilegir dagar. En á sama tíma verður yngsta barnið okkar sem verður tvítug á þessu ári fjarverandi næstu 4 vikurnar. Sædís er í sjálfboðastarfi í Austurríki og kemur ekki heim fyrr en í kringum 10, júlí. Og af þessu tilefni eru tvær síðustu myndirnar tengdar Sædísi með ólíkum hætti þó. Sú fyrri er jú af henni og getur því ekki verið nánari henni - en hin myndin er tekin á heimleið frá því að við skiluðum henni í Leifsstöð þegar hún hélt út. Myndina tók ég þegar ég sat fastur í bílalest við Borgarfjarðarbrúnna þegar eldur hafði kveinkaði í hjólhýsi og bíl.
Sædís Ólöf
Þangað til næst: Sædís Ólöf ef þú lest þetta - njóttu lífsins þarna ytra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2010 | 22:05
Afi svo sá ég garðhest.......
Það er óhætt að segja að það sé mikið að gera hjá manni þessa daganna. Mikill tími fer í Íþróttafélagið Þór, barnabörnin, konan og............. já nóg að gera. Sótti tvö af barnabörnunum í skólann í gær sem er svo sem ekkert í frásögur færandi nema hvað að ég vil deila með ykkur athygliverðu samtali milli mín og annars barnsins, sem fram fór í bílnum á leiðinni heim.
Ég spyr hvort það hafi verið gaman í skólanum. Já sagði sú yngri strax og án umhugsunar. En sú eldri sagði ,,ég var ekkert í skólanum. Við fórum í sveitina og nefndi bæinn það er svona húsdýragarður þar". Og hvaða dýr sáu þið spurði ég. ,,Við sáum hund, kött, belju, (hér skaut ég inn athugasemd og sagði ,,maður á að segja kýr) ok, sagði barnið og hélt áfram og svo var þarna geit og kindur og garðhestur". Garðhestur spurði ég hissa hvað er það?. ,,Bara svona venjulegur hestur" sagði barnið. Ég sá í baksýnispeglinum að barnið var undrandi á þessari vanþekkingu afans. Já þú segir það Garðhestur ... ég hef aldrei séð svoleiðis sagði ég. ,,Nú er það ekki" sagði barnið enn meira hissa. Ég hélt áfram eftir smá stund og sagði ,, segðu mér hvernig lítur Garðhestur út". ,,Afi þetta er svo venjulegur hestur sem var í girðingu og sagði svona Arrrrgggggg". Þá loksins kviknaði ljós hjá þeim gamla ,,Ertu að meina graðhest". ,,Já ég er að meina það" sagði barnið.
Já ég veit hvað það er sagði ég góður með mig............ stutt þögn. ,,Afi hvað er graðhestur?". Aftur stutt þögn Ég skal segja þér frá því við tækifæri. Jebb ég þarf að búa mig undir þetta með býfluguna og blómið og allt það.
Skólaslit í dag og afi fór þangað með skvísunum. Eftir hádegið þegar Jón Páll var komin heim úr leikskólanum var farið út í Krossanesborgir og kíkja á fuglalífið. Auðvitað höfðum við bókina Fuglahandbókin með í för bók sem við fengum lánaða hjá Sölla. Auðvitað var myndavélin með í för. Leyfum þeim að tala.
Fyrir utan skólann
Lagt af stað
Horft til himins
Veifað í afa
Væntanleg jólasteik.....?
Ef ég gæti flogið...
Fjöður....
Afi ég flýg
og meira hugarflug...
Ritað í bók með fjöður... en blekið vantaði... það mátti reyna
Þreytt í fótunum og þá bara bregður maður sér upp á hendurnar
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Það er margt fagurt undir himinblámanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2010 | 12:42
Mikið var
Kunningi minn potaði í mig nýverið og spurði hvort ég væri hættur að nenna blogga? Honum fannst vera farið að líða full langt milli færsla. Að sjálfsögðu er ég ekki hættur en vissulega hefur liðið lengra milli færslna en oft áður. Ástæða þess er einföld. Hef hlaðið á mig fleiri verkefnum en góðu hófi gegnir. Verkefnin tengd ljósmyndun og þið megið trúa því að það leiðist Palla ekki. Fótboltaleikir, mynda frambjóðendur, giftingaveisla og fermingar svo fátt eitt sé nefnt.
M.a. mynd úr jafnteflisleik Þórs og Fjölnis 1-1 sem fram fór á Þórsvelli fleiri myndir á heimasíðu Þórs sjá hér og ...
Og sýnishorn úr sigurleik Þór/KA og Breiðabliks 3-1 já ein af mörgum sem eru komnar í myndaalbúm á Þórssíðunni sjá hér
Skrapp í gær út í Grímsey sem er jú nyrsta hverfið á Akureyri. Þar var haldinn framboðsfundur sem ég ætla ekkert að fjalla um. En tók nokkuð af myndum þar í því stutta stoppi. M.a.
þessu og ...
Þessum fallega Lunda sem lét sér fátt um finnast þótt ég væri þar á ferð. Ekki mikið smeykur við myndavélina.
Um helgina gekk litli bró í það heilaga. Brúðkaupið sjálft fór fram í Lögmannshlíðarkirkju því gamla og virðulega guðshúsi. Skrapp fyrr um morguninn til að taka mynd af kirkjunni. Náði þá mynd af rjúpu sem var að skoða aðstæður í kirkjugarðinum. Kannski táknrænt að kross á leiði skuli vera í bakgrunni. En efast þó um að hún fái sinn legstað þarna - jólin nálgast.
Athöfnin frábær og fór eins og til var ætlast enda brúðhjónin bæði viss í sinni sök. Presturinn engum líkur sr. Hannes Örn Blandon, prestur sem á sinn engan líkan. Veislan haldinn í Skíðastöðum sem er hótelið í Hliðarfjalli. Alvöru veisla með hljómsveit og alles. Tók þar nærri 500 myndir. Smelli einni inn hér af þeim brúðhjónum, mynd sem tekin var rétt eftir athöfnina.
Er ekki að hafa fyrir því að setja fleiri myndir af þeim á alnetið þau hafa fullt leyfi til að gera það og velja hvað fer þar inn.
Fór einnig í fermingarveislu og þar var myndað hægri vinstri. Þar sem fermingarbarnið og fjölskyldan hefur ekki enn fengið myndirnar set ég aðeins eina inn af þar sem mamman er með fermingarbarninu og systkinum þess.
Nú seinasta myndin er af Jón Páli þar sem hann er í góðum félagsskap á vorhátíð leikskólans
Þangað til næst.
Málsháttur dagsins: Sæt er ávinnings vonin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2010 | 13:18
Afmælisbarn dagsins
Fæðingarstofa í kjallaranum á elliheimilinu á Höfn í Hornafirði 12. maí 1984 kl. 11:18 leit hann fyrst dagsins ljós. Flutti með foreldrum sínum til Akureyrar tæpum 4 mánuðum síðar. Grunnskólanám og síðar framhaldskólinn VMA og loks 1 1/2 ár í HÍ og loks 3 ár í Háskólanum á Akureyri. Lauk prófi með 1. einkun fyrir sléttu ári síðan með gráðuna Bakkalár. Starfar í dag sem sérfræðingur hjá stofnum Vilhjálms Stefánssonar. Auka vinna hans er sem fréttaritari www.thorsport.is þar sem hann skrifar um körfubolta og knattspyrnu kvenna hjá Þór.
Afmælisbarn dags er prinsinn í Drekagili 4 Sölmundur Karl
Bakkalár - Sölmundur Karl
Við útskriftina í íþróttahöllinni júní 2009
Eftir útskrift ásamt systrum sínum
Þrjú af fjórum systkinabörnum sínum
Með ömmu og afa
Sölmundur er barnakarl þótt hann eigi engin sjálfur og hér er hann með yngsta systkinabarn sitt Hólmfríði Lilju.
Eins og venja er til verður eitt og annað á borð borið í dag í Drekagilinu fyrir þá sem þangað leggja leið sína. Já hver veit nema afmælisbarnið komi tímanlega heim úr vinnu til að njóta kræsinganna?
Málsháttur dagsins: Betra er að vera ógiftur en illa giftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.5.2010 | 23:28
Að brjóta blað
Þegar sumarið hefur hafið innreið sína með pompi og prakt. Fótboltinn farinn að rúlla, grasið orðið grænt... alla vega á Þórsvellinum þótt aðrir vellir hér í bæ bíða síns tíma. Maður er alin upp við það að Akureyrarvöllur opnaði ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum maí/júní. Og þegar vorið var seint á ferð gat það hent að völlurinn opnaði ekki fyrr en nokkrum dögum eftir umrædd mánaðarmót. Þá gjarnan voru fyrstu leikirnir leiknir á malarvöllum með tilheyrandi drullu og sullumbulli. Svo kom Boginn og þá voru fyrstu leikirnir færðir inn og leikið á gervigrasi.
Um helgina var brotið blað í íþróttasögunni á Akureyri þegar við Þórsarar lékum okkar fyrsta leik sumarsins 9. maí á iðagrænum Þórsvellinum. Völlurinn sem er einn fallegasti völlur landsins hefur því miður verið í fréttum að undanförnu þar sem menn hafa hamast við að gera úlfalda úr mýflugu og tekist vel upp. Hvað um það. Völlurinn er upphitaður og í gær 9. maí var hann opnaður eins og getið er hér að ofan. Völlurinn er gríðarlega fallegur og trúlega meira en mánuði á undan öðrum völlum. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan er völlurinn gríðarlega fallegur.
Langar að demba einni mynd sem ég tók fyrir skömmu þegar Jón Páll fór með afa sínum í Hamar (félagsheimili Þórs) þá var þessi mynd smellt af honum. Uppstillingin vel við hæfi og hæfir nafninu vel. Spurning hvort hann eigi eftir að feta í spor nafna sína, er ekki gott að segja um í dag.
Hef verið upptekin undanfarna daga við að fara í fyrirtækja heimsóknir með frambjóðendum sem hirðljósmyndari. Þar kom að því að Palli fengi að njóta sín sem ljósmyndari. Ekki einvörðungu nýt ég mín að taka mikið af ljósmyndum, heldur er afar fræðandi að heimsækja öll þessi fyrirtæki. Af þeim fyrirtækjum sem ég hef heimsótt með þessu fólki vakti Aflþynnuverksmiðja mesta athygli hjá mér. Gríðarlega flott verksmiðja. Við Akureyringar köllum þetta best geymda leyndarmálið í bænum.
Og svo ein mynd sem tekin var í dag í Norðlenska - þar sem var verið að pakka skinku
Meðal fyrirtækja og stofnana sem farið hefur verið í eru; SS Byggir/Tak, Kjarnafæði, Norðlenska, SBA, Menningarhúsið Hof. Afar gaman. Það er aldrei að vita nema ég eigi eftir að setja fleiri myndir inn á næstu dögum úr þessum heimsóknum.
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: Þegar rússneski leiðtoginn Lenin dó úr heilasjúkdómi 21. janúar 1924 var stærð heila hans einungis fjórðungur af því sem hún var upprunalega
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 190698
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar