Leita í fréttum mbl.is

Mikið var

Kunningi minn potaði í mig nýverið og spurði hvort ég væri hættur að nenna blogga? Honum fannst vera farið að líða full langt milli færsla. Að sjálfsögðu er ég ekki hættur en vissulega hefur liðið lengra milli færslna en oft áður. Ástæða þess er einföld. Hef hlaðið á mig fleiri verkefnum en góðu hófi gegnir. Verkefnin tengd ljósmyndun og þið megið trúa því að það leiðist Palla ekki. Fótboltaleikir, mynda frambjóðendur, giftingaveisla og fermingar svo fátt eitt sé nefnt.

Barátta

M.a. mynd úr jafnteflisleik Þórs og Fjölnis 1-1 sem fram fór á Þórsvelli fleiri myndir á heimasíðu Þórs sjá hér og ...

Fagn

Og sýnishorn úr sigurleik Þór/KA og Breiðabliks 3-1 já ein af mörgum sem eru komnar í myndaalbúm á Þórssíðunni sjá hér

Skrapp í gær út í Grímsey sem er jú nyrsta hverfið á Akureyri. Þar var haldinn framboðsfundur sem ég ætla ekkert að fjalla um. En tók nokkuð af myndum þar í því stutta stoppi. M.a. 

Bjarg

þessu og ...

Lundi

Þessum fallega Lunda sem lét sér fátt um finnast þótt ég væri þar á ferð. Ekki mikið smeykur við myndavélina. 

Um helgina gekk litli bró í það heilaga. Brúðkaupið sjálft fór fram í Lögmannshlíðarkirkju því gamla og virðulega guðshúsi. Skrapp fyrr um morguninn til að taka mynd af kirkjunni. Náði þá mynd af rjúpu sem var að skoða aðstæður í kirkjugarðinum. Kannski táknrænt að kross á leiði skuli vera í bakgrunni. En efast þó um að hún fái sinn legstað þarna - jólin nálgast. 

Legstaður

Athöfnin frábær og fór eins og til var ætlast enda brúðhjónin bæði viss í sinni sök. Presturinn engum líkur sr. Hannes Örn Blandon, prestur sem á sinn engan líkan. Veislan haldinn í Skíðastöðum sem er hótelið í Hliðarfjalli. Alvöru veisla með hljómsveit og alles. Tók þar nærri 500 myndir.  Smelli einni inn hér af þeim brúðhjónum, mynd sem tekin var rétt eftir athöfnina. 

Brúðhjón

Er ekki að hafa fyrir því að setja fleiri myndir af þeim á alnetið þau hafa fullt leyfi til að gera það og velja hvað fer þar inn.

Fór einnig í fermingarveislu og þar var myndað hægri vinstri. Þar sem fermingarbarnið og fjölskyldan hefur ekki enn fengið myndirnar set ég aðeins eina inn af þar sem mamman er með fermingarbarninu og systkinum þess. 

Ferming

Nú seinasta myndin er af Jón Páli þar sem hann er í góðum félagsskap á vorhátíð leikskólans

Tveir góðir

Þangað til næst.

Málsháttur dagsins: Sæt er ávinnings vonin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband