Leita í fréttum mbl.is

Myndablogg

Um helgina brugðum við hjónakornin undir okkur betri fætinum, eða réttara sagt 4 hjólum og brunuðum vestur á Sauðárkrók eða Sheepriverhook eins og stundum er sagt.  Þar var haldið Landsbankamótið í knattspyrnu fyrir stúlkur. Og þar sem barnabörnin tvö elstu þ.e. Margrét Birta og Elín Alma voru þátttakendur létu amma og afi sig ekki vanta.

Yngra fólkið þ.e. foreldrar sem brugðu sér af bæ til að fylgjast með börnum sínum gistu ýmist í  tjaldi, fellihýsum eða heilu íbúðunum sem það dró á eftir sér vestur.  Ég bý svo vel að vera giftur konu sem á ættingja sem sjá aumur á okkur og skjóta skjólhúsi yfir okkur þegar við mætum á staðin. Hr. og frú Jón Ósmann og Marta eru slíkir höfðingjar heim að sækja að manni langar ekki strax heim aftur eftir að hafa dvalið hjá þeim um stund. 

Við sem sagt brunuðum vestur á föstudag og skiluðum okkur ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld. Meir að segja lét karlinn sig hafa það að vera ekki heima meðan tveir leikir fóru fram hjá Þór og Þór/KA. En það er bara þannig að maður verður að velja og hafna. Þessa helgi valdi ég barnabörnin.  Sauðárkrókur skartaði sínu fegursta eða þannig þessa helgi. Í bænum stóðu yfir svokallaðir Lummudagar. Hvert hverfi skreytti sín hús og götur í sínum eigin litum. Var með miklum ólíkindum hvað heimamenn höfðu verið dugmiklir að skreyta hýbýli sín í bak og fyrir. 

Laugardagurinn fór að mestu fram við knattspyrnuvöllinn. En um kvöldið þegar ró var komin á mannskapinn brugðum við okkur í bíltúr um bæinn og skoðuðum öll hverfin og teknar voru nokkrar myndir. Sunnudagurinn fótbolti og meiri fótbolti. Fyrir þá sem vilja sá myndir frá mótinu er bent á myndaalbúm sem ég setti upp á heimasíðu Þórs www.thorsport.is og þar má sjá fjölda mynda frá mótinu smellið hér

Svo í lokin læt ég fylgja nokkrar myndir sem ég tók víðsvegar um bæinn, af gestgjöfunum Mörtu og Jónsa og Margréti Birtu og  Elínu Ölmu. En bendi á í lokinn að í myndaalbúmi hér á blogginu sem heitir Lummudagar eru fleiri myndir fyrir þá sem vilja skoða. 

Lummudagar 020

Gestgjarnir. Bara til fróðleiks þá er Jón Ósmann afmælisbarn dagsins í dag. Til hamingju með daginn Jónsi. 

Lummudagar 017

Tekið í garði gestgjafanna

Lummudagar 002

Sæt

Lummudagar 009

Gulagatan í Raftahlíð

Lummudagar 004

Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta að kvöldi laugardags - 

LI 2010 014

Davíð og Golíat - Elín Alma glímir hér við sér talsvert stærri andstæðinga - en hafði betur, já margur er knár þótt hann sé smár. 

LI 2010 041

Margrét Birta á fullri ferð

Bojana Elin Margret

Systurnar með þjálfaranum Bojönu Besic

Elin Margret

Elín Alma og Margrét Birta með verðlaunapeningana - flottar stelpur. 

Svo bara rétt í lokin

Verðum í bandi síðar. - Jónsi og Marta takk fyrir okkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við konan vorum á ferðinni á Króknum í fyrra á þessum tíma. Þá var bærinn svona litaskreyttur, alveg gríðarlega flott og ekki spillti veðrið!

Gaman að þessu. Kv. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband