Leita í fréttum mbl.is

Afi af hverju er ekki til svona karlahlaup?

Ég brá mér í miðbæ Akureyrar um helgina nánar tiltekið á laugardag. Þótt ég sé inn við beinið svona pínulítill bílakarl þá var ástæða heimsóknar minnar ekki bíladagar. Nei - kvennahlaup ÍSÍ. Ekki svo að skilja að ég hafi farið til að vera þátttakandi. Ég og Jón nafni minn fórum til að sýna konunum í lífi okkar stuðning. Héldum okkur til hlés og vildum leyfa þeim að eiga daginn, að mestu. Ég ók í bæinn ásamt Jóni nafna og Margréti Birtu, en amman gekk í bærinn ásamt Elínu Ölmu með Hólmfríði Lilju í kerru. Meðan við biðum eftir ömmu og co og virtum fyrir okkur ört stækkandi hóp kvenna á öllum aldri fylla Ráðhústorgið sagði Margrét Birta allt í einu ,,afi er ekki til karlahlaup, eins og kvennahlaupið?". Nei það er  ekki til.   ,,Af hverju er það ekki til?". Þetta er ein af þeim spurningum sem afi var snöggur að svara sem kemur til út af því að hann hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér og þakklátur fyrir að fá að svara henni loksins. Jú sjáðu til karlahlaup í sama stíl og kvennahlaup geta aldrei orðið að veruleika. Karlar geta aldrei gert neitt án þess að fara keppa við hver annan. Smá þögn ,,JÁ" sagði sú stutta hún áttaði sig strax á þessu.

Konur gera þetta allt á sínum eigin forsendum, labba, rölta, skokka, hlaupa bara það sem hentar hverjum og einum. Þess vegnar hefur kvennahlaupið vaxið og dafnað og hefur náð að lifa jafn lengi og raunin er á. Það var samt ljóst í upphafi hlaups að barnabörnin ætluðu að fara á öðrum hraða en amman með barnakerruna. Já, gera þetta á sínum eigin forsendum. Ég nefndi bíladaga í upphafi. Þeirri annars ágætu menningarhátíð fylgja margir kolsvartir sauðir. Sem betur fer eru flestir til fyrirmyndar en inná milli svartir sauðir. Og auðvitað slæddust nokkrir í kvennahlaupið þá er ég ekki að meina svarta kvensauði - nei þessir voru með utanáliggjandi frárennslisrör. Hlupu sauðdrukknir með og urðu sér til skammar. En það besta var að konurnar létu sem þær tækju ekki eftir þeim, sem gerði það að verkum að þeir litu enn verr út sem var í raun ekki á bætandi fyrir þá a.m.k. 

En afi var með myndavélin á lofti og festi eitt og annað á kubb. 

Beðið

Jón Páll og Margrét Birta stilltu sér upp fyrir afa meðan beðið var eftir ömmu, Elínu og Hólmfríði. 

Með tröllum

Stillt sér upp með Grýlu og Leppalúða

Spegilmynd

Spegilmynd

Beðið og beðið

Beðið 

Leiðarendi

Margrét Birta t.v. kemur í mark

Í mark

Elín Alma kemur í mark

Með afa

Já fyrsta medalía Hólmfríðar Lilju í höfn þótt hún hafi bara setið í kerrunni - 

MBJ

Margrét Birta

EAJ

Elín Alma

HLJ

Hólmfríður Lilja með fyrstu medalíuna

Svo um kvöldið var komið að því að efna loforð um að prinsinn fengi að sofa heima hjá ömmu og afa. Afapopp, playstation hjá Sölla og nammi ferði í Hagkaup með Sölla frænda var nokkuð sem sumir kunnu að meta. 

Afapopp

Afapopp og þá dugar ekkert minna en tvær skálar

Í leik

Eigum við að ræða þetta eitthvað?

Fínn dagur á enda og þangað til næst

Pæling dagsins: Skyldi vera til annað orð yfir "samheiti"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband