Leita í fréttum mbl.is

Hver skildi trúa því að ég bloggaði um íþróttir?

Nú skal bloggað og bara til að það sé á hreinu þá mun þetta flokkast sem íþróttatengt blogg. Já ég veit það kemur á óvart en það verður bara hafa það íþróttablogg skal það vera.

Það hefur verið hreint út sagt mikið að gera hjá okkur Þórsurum.  Á föstudagskvöldið tók Þór á móti Þrótti á Þórsvellinum og lauk þeim leik með sigri minna manna 2-1 í afar skrautlegum leik. Ef svo ólíklega vill til að einhver sem villist hér inná þessa síðu hefur ekki lesið upphitunarpistilinn fyrir þann leik, eða séð viðtölin og myndasyrpu frá mér eða myndaspyrnu frá Haraldi Loga Hringssyni sem allt birtist á heimasíðu Þórs set ég hér tengla. - Upphitun og viðtal - Umfjöllun - viðtal við Palla Gísla þjálfara - Myndaalbúm Palla Jó og myndasyrpa Haralds Loga

Í dag var svo sannkallaður stórleikur á Þórsvellinum þegar Stelpunar okkar tóku á móti Stjörnunni og þeim leik lauk með sigri Þór/KA 3-1. Hér koma svo linkar á Upphitun með peppmyndbandi - Viðtöl við leikmenn - umfjöllun með viðtölum og myndasyrpa Palla Jó

Nú í gær var knattspyrnumót að Hrafnagili sem Samherjar standa fyrir og þar voru 4. 5. og 6. flokkur kvenna í aðalhlutverkinu. Þar voru tvö af barnabörnunum okkar að keppa í 6. flokki þær Margrét Birta og Elín Alma. Óhætt er að setja að Þórsstúlkurnar hafi verið sigursælar því þær unnu í  öllum flokkum.  Systurnar voru þó í sitthvoru liðinu þar sem 6. flokkur tefldi fram tveimur liðum. Hér eru svo myndir frá mótinu í myndaalbúmi á heimasíðu Þórs

Í aksjón

Margrét Birta í aksjón

Í gæslu

Elín Alma í gæslu - hér í leik á móti eldra árs stelpum í sama flokki

Hópmynd

Hér er svo hópmynd af 6. flokki ásamt þjálfurum liðsins þeim Bojönu Besic og Evu Hafdísi Ásgrímsdóttir. 

Á föstudag voru ákveðin tímamót hjá Elínu Ölmu. Hún hafði í nokkurn tíma horft öfundaraugum til stóru systir sinnar sem á stórt og fínt gírahjól á meðan hún hefur þurft að láta sér gíralaust hjól að góðu. Þar sem þær hjóla mikið er þetta náttúrulega ófært. Hjólað á allar æfingar, heim til afa og ömmu já út um allar trissur. Tekin var ákvörðun og úr þessu var bætt. Nú hjólar Elín Alma á nýju gírahjóli með systir sinni og leggur í allar brekkur óhrædd. 

Himnasæla

Ánægð

Sátt við sitt

Grobb

Og stóra systir sýnir listir sínar á meðan yngsta barnabarnið lét sér fátt um finnast í faðmi Sölla frænda

Vinir

Sökum þess hve barnabörnin verða mikið hjá ömmu og afa á næstu dögum og vikum gæti farið svo að talsvert verði bloggað um þessar perlur.  Það verða skemmtilegir dagar. En á sama tíma verður yngsta barnið okkar sem verður tvítug á þessu ári fjarverandi næstu 4 vikurnar. Sædís er í sjálfboðastarfi í Austurríki og kemur ekki heim fyrr en í kringum 10, júlí. Og af þessu tilefni eru tvær síðustu myndirnar tengdar Sædísi með ólíkum hætti þó. Sú fyrri er jú af henni og getur því ekki verið nánari henni - en hin myndin er tekin á heimleið frá því að við skiluðum henni í Leifsstöð þegar hún hélt út. Myndina tók ég þegar ég sat fastur í bílalest við Borgarfjarðarbrúnna þegar eldur hafði kveinkaði í hjólhýsi og bíl.

Sædís

Sædís Ólöf

Spegill

Þangað til næst: Sædís Ólöf ef þú lest þetta - njóttu lífsins þarna ytra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já sæll og minn bara brunar fram hjá systur sinni án .þess að líta við

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.6.2010 kl. 23:26

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Æi það kemur nú til af því að við vorum á ferð þarna að næturlagi - hver veit nema við verðum á kristilegum tíma þegar við sækjum prinsessuna

Páll Jóhannesson, 22.6.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

252 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband