Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
30.9.2009 | 22:40
Stúka eða..........
Brá undir mig betri fætinum (eeeee samt báðir álíka slæmir) og fór í borg óttans um síðustu helgi, til þess að horfa á fótboltaleik. Við feðgar fórum sem sagt með liði Þór/KA þar sem Stelpurnar okkar áttu að leika gegn KR í loka umferð Pepsí-deildar kvenna. Fyrir leikinn var Þór/KA í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Breiðablik og Stjarnan. Mikil spennan var um hvaða lið myndi hreppa 2. sætið sem gefur keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða. Þór/KA þurfti að vinna upp eins marka forskot á Breiðablik til að ná öðru sætinu.
Byrjunin lofaði góðu því Þór/KA hafði gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og staðan var 1-3 þegar gengið var til búningsklefa. KR konur hresstust aðeins í seinni hálfleik og náðu að pota inn einu marki en stelpurnar okkar náðu ekki að bæta við mörkum og lokastaða leiksins 2-3. Þór/KA lauk keppni í 3. sæti með jafn mörg stig og Breiðablik sem hreppti Evrópusætið með stórsigri í sínum lokaleik. Engu að síður frábær árangur hjá Þór/KA.
Sölli var upp í stúku og skrifaði um leikinn og umfjöllun má lesa á heimasíðu Þórs en ég tók mér stöðu niður við hliðarlínuna og stundum aftan við mark KR til að mynda þegar mörkin kæmu. Rúmlega 100 myndir eru komnar í myndaalbúm á heimasíðu Þórs og þær má sjá með því að klikka hér. Til gamans eru þessar myndir sem ég birti hér
Hér er fyrsta mark Þór/KA í uppsiglingu og var þar að verki Vesna Smiljkovic
Hér er mark frá Maetju Zver í uppsiglingu.
Svo fagnar Mateja að hætti hússins
Gaman
Moli hinn eini sanni sem er aðstoðarþjálfari liðsins stjórnaði liðinu í þessum leik þar sem aðal þjálfari liðsins Dragan Stojanovic var fjarri góðu gamni en hann tók út leikbann.
Ég og einn ágætur bloggvinur minn eru ekki sammála um hvort aðstaða fyrir áhorfendur heiti stúka eða áhorfendapallar. Þessi bloggvinur minn er KR ingur og vill meina að þetta heiti áhorfendapallar, ekki stúka. Hann lofaði mér ítarlegum pistli um þessi mál áður en langt um líður. Talsvert er liðið frá
því hann lofaði þessu en ekkert bólar á því að hann efni þetta.
Ég hafði aldrei komi á heimavöll KR inga og hafði ekki einu sinni ekið framhjá staðnum. Það næsta sem ég hafði komist því var að sjá svæðið í sjónvarpi. Mig rak hins vegar í rogastans þar sem ég var á KR svæðinu þegar ég sá mér til mikillar undrunar að áhorfendapallarnir eru merktir í bak og fyrir og heita greinilega Stúka. Nú fer ég að efast um að þessi bloggvinur minn hafi komið á KR völlinn.
Svona lítur mannvirkið út í gagnstæðri átt
Eins og þið getið séð ofarlega til hægri á myndinni sést þetta Stúkan. En ég var hugsi yfir því hve fáir áhorfendur lögðu leið sína á völlinn. Er ég ekki frá því að Þór/KA hafi átt álíka marga áhorfendur og heimamenn. En ég var líka hugsi af hverju svo margir stóðu þrátt fyrir að sæti væru til staðar í mannvirkinu.
Þau feðgin Nói Björnsson formaður kvennaráðs Þór/KA sem hér sést ásamt dóttir sinni Björk vildu ekki staðfesta að sætin væru vond.............. en þeim þætti samt betra að standa. Til gamans þá lék Björk með Þór/KA um árabil og nú er yngri dóttir hans Karen í liðinu. Svo þarna sannast hið fornkveðna ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" því eins og eflaust margir muna þá er Nói í hópi bestu leikmanna sem Akureyringar hafa átt. Hann lék um langt árabil með Þór og þótti mikill harðjaxl.
Þessu mikla íþróttabloggi lýkur hér með myndum úr allt annarri átt. Endalaust verið að prufa sig áfram með uppstillingar
Uppstillt mynd sem gæti táknað Tryggð
Og svo var prinsessan á heimilinu sem var að fara út að skemmta sér sett í svar/hvítt form svona til gamans.
Í blálokin er svo mynd af henni ásamt Dagnýju frænku hennar og vinkonu rétt áður en þær fóru á djammið
Þangað til næst.....
Fróðleikur dagsins: Myrka hlið mánans var fyrst ljósmynduð af rússneskum gervihnetti árið 195
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2009 | 20:11
Eins og álfur út úr hól
Ég hitti ,,granna" síðdegis í dag þó ekki þennan sem býr við hliðina á mér og er alger öðlingur. Ég er að tala um kunningja minn sem eitt sinn bjó í næsta nágrenni. Þegar við mættumst hreytti hann í mig eftirfarandi ,,Nú fær sko þjóðin að vita hvar Davíð keypti ölið" hann leit á mig með manndrápsaugum og strunsaði í burtu. Ég stóð eins og álfur út úr hól og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.
Það var ekki fyrr en ég kom heim og sá á netinu að búið væri að ráða Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins. Nú skildi ég ,,granna" ok Davíð er dottinn, hugsið ykkur hann dottinn í það og ráðin sem ritstjóri, já ekki er öll vitleysan eins.
Mér gæti að sjálfsögðu ekki staðið meira á sama um hver stýrir mogganum - já alveg sama. Ég er ekki áskrifandi og hef aldrei verið. Og stendur ekki til að svo verði.
Hvað um það lífið heldur áfram hér hjá mér eins og velflestum vonandi. En fyrr um daginn fylgdist ég með netlýsingu frá leik U-19 ára landsliðs kvenna þar sem þær voru að spila í undankeppni EM gegn Rúmeníu. Tveir leikmenn Íslenska landsliðsins eru frá Akureyri og leika með Þór/KA þetta eru þær Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir. Arna Sif gerði sér lítið fyrir og skoraði 2 mörk í 5-0 sigri glæsilegt hjá henni. Þá var Silvía Rán fyrirliði í þessum leik eins og í undanförnum leikjum. Flottar stelpur.
Í sæluvímu yfir velgengni Íslenska landsliðsins notaði ég tækifærið að taka myndir af tveimur yngstu barnabörnum mínum. Myndirnar eru einskonar tilraun og teknar í svart/hvítu.
Hólmfríður Lilja teygar sopann út pelanum hjá Grétu ömmu
Hendur Hólmfríðar í lófa afa
Brugðið á leik með Jón Pál þar sem hann sýnir á sér tærnar
Hnefi Jón Páls komin í lófa afa
Og enn ein af afa og Jón Pál
Þangað til næst
Málsháttur dagsins: Ef boginn er bentur um of mun hann bresta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2009 | 21:49
Gátan ráðin
Ef ég og dóttir mín erum feðgin, sonur minn og ég feðgar - hvað kallast þá afi og dóttursonur? pældi í þessu í dag þegar ég var í strætó með dóttursyni mínum. Síðasta spölinn frá stoppistöðinni að heimili hans tókum við smá krók á leið okkar. Gamla Glerárbrúin neðan við gömlu rafstöðina þar var myndavélin tekin upp og hér er afraksturinn.
Þegar svo heim var komið voru stóru systurnar að ljúka við heimalesturinn. Elín Alma hafði tekið sér stöðu hjá litlu systir meðan Margrét Birta las. Þessar systur eru hreint út sagt dásamlegar.
Svo fór afi út að labba og leita sér að álitlegu myndaefni, sem jú er nóg af. Eins og ég hef svo marg oft komið inná þá er haustið tíminn. Litadýrð með ólíkindum. Göngutúr meðfram Gleránni neðan frá brúnni við Olís og upp að rafstöð. Endalaust myndefni bara spurning um að leita sér að öðru vísi sjónarhorni en maður er vanur.
Rétt neðan við rafstöðina horft til suð/austur c.a.......
Og svo tekin 180 gráðu snúningur og þá horfir maður heim að rafstöðinni sem var endurbyggð árið 2005.
Þegar ég gekk upp fyrir rafstöðina hnaut ég um ekki neitt og steyptist ekki á hausinn eins og auli en hefði samt geta orðið góð saga sem sögð verður hér.
Þegar ég rakaði út rotinu ringlaður með öran hjartslátt eftir ekki ímyndaða byltu sem aldrei hefði geta ekki átt sér stað. Svitinn spratt ekki hratt út en þó ,,er þetta búið" ótti hvað var atttarna? Er ég á leið til himna? ekki ber á öðru alla vega er stíginn klár ,,Stern way to haven"
Manngarmurinn sem kom að mér liggjandi á stéttinni við myndatökuna leyst ekkert á blikuna. Hann hefur örugglega haldið að ég væri kolbrjálaður. En sem betur fer og vonandi okkar beggja vegna veit hann örugglega ekki af því að hann hefur vafalítið nokkuð til síns máls sem ég gerði honum upp.
ímyndaða höfuðhöggið var til þess að svarið við upphafspælingu minni kom. Afi og dóttursonur hlýtur að vera einfaldlega Afgar og þá hlýtur afi og dótturdóttir að vera Afgin. Er það ekki bara Afgar og afgin - Já afgan og afgin skal það heita
Þangað til næst gátan ráðin
Fróðleikur dagsins: Hundrað ára stríðið stóð í 116 ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 12:45
Fyrirmyndarfangi
Þótti það óneytanlega skondið þegar ég heyrði í útvarpinu í gær orðið ,,Fyrirmyndarfangi" þeir eigi að fá svona og svona þjónustu meðan þeir taka út refsingu. Fyrirmyndarfangi, hvað er nú það? Hvernig getur staðið á því að fyrirmyndarfólk verði fangar?
Hausið er komið eins og ég hef marg sagt. Dásamlegur tími á sinn hátt. Fyrir menn með ljósmyndadellu er þetta sannkölluð gúrkutíð. Eins og svo oft áður þá hugði ég taka duglegan labbitúr. Labbitúrinn var í styttra lagi sökum þess að myndavélin var með í för.
Litirnir í náttúrunni fjölbreyttir og dásamlegir
Magnað, ekki satt?
Á heimleiðinni rakst ég á forláta Lappa sem er greinileg klár í allt. Trúlegt má telja að þessi hafi verið notaður á ný yfirstaðinni Hreindýraveiðitímabili. Eins og þið getið séð er búið að útbúa þennan grip þannig að hann kemst upp um fjöll og firnindi sennilega meir en hinn venjulegi slyddu jeppi. Vonandi virða eigendur bílsins þær reglur sem gilda um akstur á hálendinu, sem þeir gera örugglega.
Hólmfríður Lilja kom svo í heimsókn í Drekagilið í gær með mömmu sinni og systkinum. Eftir að hafa tekið sopann sinn góða og ropað fékk sú stutta óskipta athygli stóra frænda. Á myndinni má sjá og lesa úr augum barnsins mikla gleði eða aðdáun. ,,Lítið er ungmanns gaman".
Brá mér niður á Þórsvöll í morgun, þó ekki væri þar neinn knattspyrnuleikurinn. Tilefnið var hið árlega íþróttahlaup Glerárskólans. allir nemendur skólans byrjuðu daginn að fara út á völlinn og mynda þar merki Rauða Krossins. Er það liður í verkefni Rauða Krossins. Til að fullkomna myndina hefði maður þurft að vera í körfubil og geta tekið betur yfir hópinn. Engu að síður og hér er afraksturinn tæplega 400 börn sem mynda Rauðan Kross.
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: John Paul Getty, fyrrum ríkasti maður heims, var með peningasíma á setri sínu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 23:30
Ýmist í ökkla eða eyra
Já það er eins og við manninn mælt og þegar öfgamenn eins og ég á hlut að máli þá á máltækið góða ,,það er ýmist í ökkla eða eyra" afar vel við. Stundum líða heilu árstíðirnar eða allt að því milli bloggfærslna eða næstum því að þær detti inn daglega og jafnvel oft á dag.
þurfti að bregða mér af bæ í dag ......... en fór þó aldrei út úr bænum heldur aðeins neðar í Þorpinu nær hinu eina sanna Þorpi. Vantaði nýja mynd af framhlið Bogans og Hamars í einni mynd og þar sem mér leiðist litt að taka myndir þá var þetta verkefni leyst strax.
Með í för var nafni minn og eitt af barnabörnum mínum Jón Páll. Hann naut sín vel einn með afa og lítið mál að fá hann til að stilla sér upp. Engin truflun og staðurinn fallegur.
Þarna þar sem hann var búinn að stilla sér upp á klöppinni norðan við Hamar félagsheimili Þórs leit hann yfir svæðið og sagði ,,afi við erum komnir upp á fjall". Gaman af þessu.
Já honum leiddist ekki lífið þarna einn með afa. Eftir að við komum heim tókum við okkur til og þvoðum jeppann hátt og lágt, ryksuguðum hann og gerðum hann fínann. Minn maður fékk að sjálfsögðu að taka þátt í vinnunni, nema hvað?. Ungur nemur gamall temur.
Í kvöld fórum við svo í mat til Döggu og Jóa þar sem boðið var uppá kjöt og kjötsúpu. Alger snilld.
Svo setti maður sig í stellingarnar í kvöld og horft á A-landslið kvenna taka á móti Eistum á Laugardalsvelli. Þar fór knattspyrnukonan okkar hún Rakel Hönnudóttir á kostum. Lagði upp mörk, fiskaði víti og skoraði sjálf eitt mark. Snilld. Við áttum annan snilling í hópnum þ.e. Silvíu Rán Sigurðardóttir. Silvía Rán var varamaður í kvöld og fékk ekki tækifæri, en ljóst er að þessi unga knattspyrnuhetja sem leikur lykilhlutverk í U-19 ára Landsliðinu mun áður en langt um líður fá tækifæri að sýna hæfni sína með A- landsliðinu ég er klár á því.
Fróðleikur dagsins er í boði Sókratesar og er þannig: Giftu þig og þig iðrar þess, giftu þig ekki og þig iðrar þess líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2009 | 23:15
Næði og þolinmæði
Vilji maður nýta tíma sinn í að sinna hugarefnum sínum er gott að hafa næði. Í dag lenti ég í því að passa yngsta barnabarnið............................ nei ég lenti ekkert í því ég bara tók það að mér með glöðu geði. Og nákvæmlega þá gafst tími til að sinna áhugamálinu um stund enda næði. NÆÐI myndi einhver spyrja þegar þú passar smábarn. Það sem meira er að barnið var vakandi og tók þátt í leik afa. Afraksturinn m.a.
Hér þar sem Hólmfríður Lilja brosti út í bæði - svart hvít
Og með Gíraffanum. Já pössunin gekk eins og í sögu og er næsta víst að myndatökurnar af þessu barni eiga eftir að verða margar, já fjölmargar.
Á mánudagskvöldið tóku Stelpurnar okkar í Þór/KA á móti Aftureldingu/Fjölni í síðasta heimaleik sumarsins á Þórsvellinum. Skemmst er frá því að segja að Stelpurnar okkar unnu sætan 5-1 sigur. Gaman að segja frá því að þar kom ung stúlka inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik aðeins 15 ára gömul og hún nýtti tækifærið vel og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark. Ég er nokkuð viss um að við eigum eftir að fá að sjá mikið til þessara stelpu á næstu árum. Leggið nafn hennar á minnið - Katla Ósk Káradóttir.
Meira af íþróttum. Á morgun leikur Íslenska A- landsliðið í knattspyrnu í undankeppni HM gegn Eistum á Laugardalsvelli. Gaman að geta sagt frá því að þar eigum við Akureyringar tvo fulltrúa í liðinu. Rakel Hönnudóttir sem er markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar með 23 mörk í sumar verður í byrjunarliðinu og þá er hin unga og efnilega knattspyrnukona Silvía Rán Sigurðardóttir í hópnum. Silvía er þó ekki í byrjunarliðinu en vonandi fær hún að koma inná sem varamaður. Silvía er einnig lykilmaður í U-19 ára landsliðinu. Já það er bjart framundan.
Mig langar að benda ykkur á að ykkur þyrstir í fleiri íþróttafréttir þá endilega kíkið á bestu heimasíðu íþróttafélags á landinu www.thorsport.is og þið finnið þar fullt af fréttum.
Óhætt er að segja að nú sé haustið komið. Ljúf/sár tími. Gríðarlega falleg að fylgjast með umhverfinu taka breytingum. Litirnir hreint út sagt geggjaðir. En sári hluti haustsins er söknuður vegna þess að sumarið er á braut.
Við hjónin fórum í göngutúr í dag sem oftar. Ný leið valin, gönguslóð sem við höfðu aldrei áður farið. Skemmtilegt að breyta út af vananum og sjá umhverfið sitt frá nýju sjónarhorni. Gönguleiðin liggur rétt ofan við Skautahöllina og til suðurs. Ágætis göngutúr.
Litbrigðin mögnuð og vonandi skilar þetta sér til ykkar í myndunum.
Málsháttur dagsins: Hver sem neytir með sparsemi hefur nokkuð að veita
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 23:01
Ekki fyrir antísportista - alls ekki
Það er bara einn húsbóndi í Drekagilinu - það er á hreinu eftir gærdaginn. Við feðgar horfðum saman á Manchester City og Arsenal etja kappi á City of Manchester Stadium í ensku úrvalsdeildinni í gær. The Gunners höfðu byrjað með látum í deildinni og því var sonurinn góður með sig þegar hann sagði fyrir leik ,,Pabbi þetta er baráttan um Drekagilið...." jú samþykkt. Þrátt fyrir úrslitin má enn deila um hvort ég sé húsbóndinn á heimilinu. Sonurinn er það klárlega ekki - en ég vann Drekagilið. Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar..................? sonurinn vill það ekki. Fyrir áhugasama lesið hér
Strákarnir okkar í Þór heldu svo í kjúklingabæinn og sóttu heimamenn í Aftureldingu heim. Skemmst er frá því að segja að mínir menn unnu næsta öruggan 1-4 sigur. Og fyrir áhugasama er líka skemmtilegt lesefni hér
Á morgun taka svo Stelpurnar okkar á móti sameiginlegu liði Aftureldingar/Fjölnis á Þórsvellinum. Þór/KA hefur ekki tapað leik á heimavelli síðan 28 maí sl. Til gamans má einnig geta þess að liðið hefur nú leikið 10 leiki í röð án taps, sem er afbragðsgott. Fyrir áhugasama er upphitunarpistill á heimasíðu Þórs sem er án efa ein besta heimasíða íslenskt íþróttafélags. Pistilinn má sjá með því að smella hér
Þá er líka rétt að benda á að Greifamótið í körfubolta fór fram um helgina. Flott mót með nýstárlegum hætti. Fyrir þá sem vilja fræðast meir um það sjá hér
Og enn meir af íþróttum því um helgina fór fram Íslandsbankamót í knattspyrnu fyrir 4. fl. karla og kvenna. Flott mót sem knattspyrnudeild Þórs hélt. KR stóð uppi sem sigurvegari í A- liðum karla og hafði ég hugsað mér að birta mynd af því liði en læt verða að því. KR liðið mætti í myndatöku allir sem einn eftir að hafa klætt sig úr félagsbúningnum. Það þótti mér miður. En þar sem einn ágætur bloggvinur minn er KR ingar ákvað ég að birta mynd af B - liði KR sem var í 3. sæti B- liða. Þeir mættu stoltir í myndatöku í sínum félagsbúningi.
Hjá stelpunum voru það gestgjafarnir í Þór sem urðu í 1. sæti. Þær mættu í myndatöku stoltar eins og B- lið KR inga gerðu og hér er mynd af þeim.
Að svo búnu læt ég staðar numið hér og þangað til næst
Fróðleikur dagsins: Bowling keila þarf aðeins að halla 7,5 gráður til að detta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 13:26
Baráttan um Drekagilið
Ætla byrja bloggfærsluna á því að vísa á bug þeim ásökunum sem á mig hafa verið bornar um meinta bloggleti. Ef við byrjum á að hefja yfirferðina þar sem frá var horfið fyrir nákvæmlega viku skulum við bregða okkur upp í Lögmannshlíð og inn í gömlu kirkjuna sem þar er þ.e.a.s. Lögmannshlíðarkirkju. Gömul og falleg kirkja sem vígð var 1860 og því nærri 150 ára gömul.
Ákveðið hafði verið að ausa nýjasta barnabarnið vatni og gefa því nafn. Kirkjan var þétt setinn á þessum fallega degi sem skartaði sínu fegursta. Mikil þögn hafði ríkt um hvaða barnið yrði látið heita. Ömmur, afar, frændur og frænkur eða bara allir voru búnir geta sér til um hitt og þetta. Hver átti eftir að fá nöfnu og guð má vita hvað. Já hann/hún blessuð/aður vissu það án efa en gáfu engin teikn og mannskapurinn varð að bíða.
Mamman sem hingað til hafði þótt eiga erfitt með að halda slíku leyndu þagði eins og gröfin (sem er reyndar þarna við kirkjuna líka) setti upp dularfullan svip þar sem hún gekk niður kirkjutröppurnar á leið sinni til kirkju með þá barnið.
Margrét Birta stóra systir og afmælisbarn dagsins var einnig dularfull þegar hún mætti til kirkju, hvað var í gangi? Þegar upp var staðið kom á daginn af hverju.
Hólmfríður Lilja var nafnið sem barninu var gefið. Ástæða þess að þær systur Margrét Birta og Elín Alma voru svolítið sposkar á svipinn var að þeim fengu að segja nöfnin. Stóra systir tilkynnti Hólmfríðar nafnið og Elín Alma sagði Lilju nafnið. Presturinn Sólveig Halla var yndisleg eins og hennar var von og vísa. Athöfnin falleg.
Þær mæðgur Dagbjört og Elín Alma sungu í athöfninni lagið Í bljúgri bæn og við feðginin ég og Sædís spiluðum undir. Margrét Birta var slæm í hálsinum á þessu augnabliki og treysti sér ekki í sönginn. Þessi þáttur athafnarinnar var yndisleg.
Fjölskyldan með prestinum
Fyrir utan kirkjuna með mömmu og pabba
Svo var haldin vegleg sameiginleg skírnar- og afmælisveisla þar sem margt var um manninn. Ég má svo til með að birta eina mynd af henni Sædísi Þorsteinsdóttir vinkonu þeirra Döggu og Jóa. Þessi góða vinkona þeirra heklaði skírnarkjólinn og húfuna sem barnið var skírt í og er hreint út sagt hið glæsilegasta listaverk.
Eins og komið hefur fram þá var þetta ekki bara skírnarveisla heldur líka afmælisveisla
Og hér er afmælisbarnið að bláa á kertið. Veislan fín og brauðið alveg magnað eins og þeim einum sem þar að koma er lagið.
Í vikunni fóru svo Stelpurnar okkar í Þór/KA til Keflavíkur og sóttu þar heimakonur heim í leik í Pepsí-deildinni. Fór svo að Þór/KA vann 0-9 sigur og þar með er liðið komið í 3. sæti efstu deildar með 33 stig. Tveir leikir eftir og möguleiki á að ná 2. sætinu gæti orðið að veruleika af allt gengur upp. En árangurinn engu að síður frábær.
Í dag etja svo strákarnir í Þór kappi við Aftureldingu í 1. deild karla. Leikurinn skiptir í sjálfu sér litlu máli. Afturelding fallin úr deildinni og Þór hefur að litlu að keppa nema treysta á að hífa sig upp um 1-2 sæti á lokasprettinum. Það getur gerst og vonandi gengur það eftir.
Stórleikur í dag á City of Manchester Stadium þegar mínir menn í City taka á móti Lundúna stórveldinu Arsenal. Við feðgar ætlum að taka sénsinn á því að horfa saman á þennan leik. Sonurinn sagði þetta baráttuna um Drekagilið. Við spyrjum að leikslokum.
Þangað til næst.
Málsháttur dagsins: Sá kennir öðrum vaðið sem undan ríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 11:01
Ekki svo mjög ófyrirsjáanleg
Fyrir nákvæmlega 9 árum breyttist líf mitt, það tók nýja stefnu. Sú stefnubreyting var í raun ekki svo ýkja óvænt, hún var reyndar fyrir afar fyrirsjáanleg. Elsta barnið mitt varð foreldri og ég varð afi. Já í dag eru liðin 9 ár síðan Margrét Birta kom í heiminn. Þessi gullmoli hefur gefið afa sínum óteljandi gleðistundir. Hún er full af orku eins og öll börn eiga vera.
Margrét Birta setur hluta af þeirri orku sem hún býr yfir í að stunda knattspyrnu og fimleika. Í þessum tveimur íþróttagreinum þykir hún afar snjöll.
Á fimleikamóti s.l. vor
Hér er hún á fljúgandi ferð á Eimskipamóti sem haldið var á Húsavík nú í ágúst. Þar sem liðið hennar vann alla leiki sína.
Þessi mynd er svo tekin af henni þann 1. september í afmælisveislu mömmu sinnar.
Margrét Birta til hamingju með afmælið og takk fyrir allar gleðistundirnar sem við höfum átt saman og vita máttu og trúa mátt að mig hlakkar til framtíðarinnar með þér og fjölskyldunni allri.
Þangað til næst:
Fólk dagsins: Margrét Birta og ónefnd Jóhannsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 00:20
Myrkraverk um hábjartan dag
Ég get svo svarið það að hér voru framin myrkraverk beint fyrir framan nefið á mér og það yfir hábjartan daginn, meðan ég var í óða önn að baka pönnsur fyrir veislu morgundagsins. Frúin framdi þessi myrkraverk ásamt tveimur af barnabönum okkar þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu. Ég hafði hugsað mér að gefa ykkur vísbendingu, sem verður að vera svona ,,Frúin á heimilinu setti strax lögbann á að ég segði frá á blogginu hvað hafi verið um að vera" Ef frúin setur lög þá er eins gott að fara eftir því.
En hún gat ekki komið í veg fyrir að ég setti inn mynd sem hún hafði sjálf tekið meðan húsbóndinn var við pönnukökubaksturinn.
Þar sem veðrið var með eindæmum fallegt skruppum við hjónakornin í vettvangsferð og höfðum við mömmu og pabba með í för. Leiðin lá upp á Sjávarklappir sem við krakkarnir kölluðum venjulega Hannesarklappir. Hvað um það. Á þessum klöppum er gamalt brennustæði og fyrir hver áramót söfnuðum við krakkarnir í brennu. Margar hlýjar minningar um það þegar við krakkarnir í Þorpinu eyddum mörgum vikum í að safna í brennu. Helsta gamanið við söfnunina var þegar okkur hafði tekist að safna pening til að geta fengið vörubíl til að flytja timbur og annað sem okkur hafði tekist að safna hjá ýmsum fyrirtækjum í bænum.
Mér varð hugsaði til þess að ég hafði aldrei komið upp á klappirnar eftir að brennuáráttan mín hafði lagst af. Þar sem við stóðum uppá klöppunum og virtum fyrir okkur umhverfið okkar og dáðumst að fegurðinni allt í kring sagði mamma ,,ég held bara að ég hafi aldrei komið hingað áður"
Sá gamli stóð lengi við stöpulinn og virti fyrir sér umhverfið, hvað skildi hafa brotist um í huga hans?
Svo tók mamma sér stöðu hjá honum. Kannski hefur hún hugsað til þeirra ára þegar pabbi var sjómaður?
Það er vissulega margt að sjá þegar útsýnið er gott
Hvað ætli sá gamli hafi verið að benda á?
Kannski var hann að benda í átt að Hallandsnesi sem er handan fjarðarins gegn Akureyri þar sem hann ólst upp og á þaðan margar minningar.
Svo getur vel verið að gamli sjómaðurinn hafi verið að benda á trilluna sem var að sigla inn innsiglinguna í Sandgerðisbót, hver veit? Alla vega var gaman á að staldra við þarna á klöppunum og rifja upp liðna daga og virða fyrir sér sitt eigið umhverfi í fallegu veðri.
Á morgun sunnudag er svo mikið um að vera í fjölskyldunni. Elsta barnabarnið hún Margrét Birta á afmæli og þann dag eru liðin 9 ár frá því að hún leit dagsins ljós. Þá verður yngsta barnabarnið skírt svo þið getið rétt ímyndað ykkur að það sé ekki nóg að gera. Skírt verður í kirkjunni í Lögmannshlíð og svo verður tvöföld veisla á eftir.
Í kvöld var svo dundað við að setja saman kransakökuna sem frúin í Drekagilinu á allan heiðurinn af. Snilldar bakari þar á ferð.
Í lokin bara rétt að nefna það við ykkur að í gærkvöld fór ég á völlinn og horfði á mína menn í Þór vinna Fjarðarbyggð á Þórsvellinum 1-0. Það er hægt að lesa umfjöllun á heimasíðu Þórs fyrir þá sem vilja sjá hér og skoða myndir sem ég tók á leiknum þær má sjá hér. En eina mynd set ég hér í lokin bara til gamans og sýnir boltann á leið í markið, já sigurmarkið.
Þangað til næst
Fróðleikur dagsins: Á brún hengiflugs er aðeins eitt ráð til þess að halda áfram og það er að stíga eitt skref aftur á bak
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar