Leita í fréttum mbl.is

Gátan ráðin

Ef ég og dóttir mín erum feðgin, sonur minn og ég feðgar - hvað kallast þá afi og dóttursonur? pældi í þessu í dag þegar ég var í strætó með dóttursyni mínum. Síðasta spölinn frá stoppistöðinni að heimili hans tókum við smá krók á leið okkar. Gamla Glerárbrúin neðan við gömlu rafstöðina þar var myndavélin tekin upp og hér er afraksturinn. 

Í hvíldarstöðu

Þegar svo heim var komið voru stóru systurnar að ljúka við heimalesturinn. Elín Alma hafði tekið sér stöðu hjá litlu systir meðan Margrét Birta las. Þessar systur eru hreint út sagt dásamlegar.

Lestur

Svo fór afi út að labba og leita sér að álitlegu myndaefni, sem jú er nóg af. Eins og ég hef svo marg oft komið inná þá er haustið tíminn. Litadýrð með ólíkindum. Göngutúr meðfram Gleránni neðan frá brúnni við Olís og upp að rafstöð. Endalaust myndefni bara spurning um að leita sér að öðru vísi sjónarhorni en maður er vanur. 

Glerá

Rétt neðan við rafstöðina horft til suð/austur c.a.......

Rafstöð

Og svo tekin 180 gráðu snúningur og þá horfir maður heim að rafstöðinni sem var endurbyggð árið 2005.

Rafstöðin

Þegar ég gekk upp fyrir rafstöðina hnaut ég um ekki neitt og steyptist ekki á hausinn eins og auli en hefði samt geta orðið góð saga sem sögð verður hér. 

Þegar ég rakaði út rotinu ringlaður með öran hjartslátt eftir ekki ímyndaða byltu sem aldrei hefði geta ekki átt sér stað. Svitinn spratt ekki hratt út en þó ,,er þetta búið" ótti hvað var atttarna? Er ég á leið til himna? ekki ber á öðru alla vega er stíginn klár ,,Stern way to haven"

 Stern way to haven

Manngarmurinn sem kom að mér liggjandi á stéttinni við myndatökuna leyst ekkert á blikuna. Hann hefur örugglega haldið að ég væri kolbrjálaður. En sem betur fer og vonandi okkar beggja vegna veit hann örugglega ekki af því að hann hefur vafalítið nokkuð til síns máls sem ég gerði honum upp. 

ímyndaða höfuðhöggið var til þess að svarið við upphafspælingu minni kom. Afi og dóttursonur hlýtur að vera einfaldlega Afgar og þá hlýtur afi og dótturdóttir að vera Afgin.  Er það ekki bara Afgar og afgin - Já afgan og afgin skal það heita

Þangað til næst gátan ráðin

Fróðleikur dagsins:  Hundrað ára stríðið stóð í 116 ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Góður heppinn að það sé ekki afgan(istar) En ég sá mig sjálfa í anda þegar ég las þetta enda ekki óvön að detta og það með stæl þó svo að ekkert sé að þvælast fyrir mér :) Flottar myndir og virkilega falleg barnabörn sem þið eigið endilega haltu áfram að koma með svona flottar myndir :) Kveðja frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 27.9.2009 kl. 12:21

2 identicon

Nýyrðið er fínt!  Eftir að hafa séð þessar myndir úr gilinu (af rafstöðinni) veit ég hvar ég á næst að rölta, þegar ég kem norður. Flott mynd af tröppunum. Kv. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband