Leita í fréttum mbl.is

Myrkraverk um hábjartan dag

Ég get svo svarið það að hér voru framin myrkraverk beint fyrir framan nefið á mér og það yfir hábjartan daginn, meðan ég var í óða önn að baka pönnsur fyrir veislu morgundagsins. Frúin framdi þessi myrkraverk ásamt tveimur af barnabönum okkar þeim Margréti Birtu og Elínu Ölmu. Ég hafði hugsað mér að gefa ykkur vísbendingu, sem verður að vera svona ,,Frúin á heimilinu setti strax lögbann á að ég segði frá á blogginu hvað hafi verið um að vera" Ef frúin setur lög þá er eins gott að fara eftir því.

Pönnukökubakstur

En hún gat ekki komið í veg fyrir að ég setti inn mynd sem hún hafði sjálf tekið meðan húsbóndinn var við pönnukökubaksturinn. 

Þar sem veðrið var með eindæmum fallegt skruppum við hjónakornin í vettvangsferð og höfðum við mömmu og pabba með í för. Leiðin lá upp á Sjávarklappir sem við krakkarnir kölluðum venjulega Hannesarklappir. Hvað um það. Á þessum klöppum er gamalt brennustæði og fyrir hver áramót söfnuðum við krakkarnir í brennu. Margar hlýjar minningar um það þegar við krakkarnir í Þorpinu eyddum mörgum vikum í að safna í brennu. Helsta gamanið við söfnunina var þegar okkur hafði tekist að safna pening til að geta fengið vörubíl til að flytja timbur og annað sem okkur hafði tekist að safna hjá ýmsum fyrirtækjum í bænum.

Mér varð hugsaði til þess að ég hafði aldrei komið upp á klappirnar eftir að brennuáráttan mín hafði lagst af. Þar sem við stóðum uppá klöppunum og virtum fyrir okkur umhverfið okkar og dáðumst að fegurðinni allt í kring sagði mamma ,,ég held bara að ég hafi aldrei komið hingað áður"

hafi_04_906436.jpg

Sá gamli stóð lengi við stöpulinn og virti fyrir sér umhverfið, hvað skildi hafa brotist um í huga hans?

Viskubrunnar 

Svo tók mamma sér stöðu hjá honum. Kannski hefur hún hugsað til þeirra ára þegar pabbi var sjómaður?

Horft

Það er vissulega margt að sjá þegar útsýnið er gott

Leiðbeint

Hvað ætli sá gamli hafi verið að benda á?

Hallandsnes 2009

Kannski var hann að benda í átt að Hallandsnesi sem er handan fjarðarins gegn Akureyri þar sem hann ólst upp og á þaðan margar minningar. 

Lending

Svo getur vel verið að gamli sjómaðurinn hafi verið að benda á trilluna sem var að sigla inn innsiglinguna í Sandgerðisbót, hver veit? Alla vega var gaman á að staldra við þarna á klöppunum og rifja upp liðna daga og virða fyrir sér sitt eigið umhverfi í fallegu veðri. 

Á morgun sunnudag er svo mikið um að vera í fjölskyldunni. Elsta barnabarnið hún Margrét Birta á afmæli og þann dag eru liðin 9 ár frá því að hún leit dagsins ljós. Þá verður yngsta barnabarnið skírt svo þið getið rétt ímyndað ykkur að það sé ekki nóg að gera. Skírt verður í kirkjunni í Lögmannshlíð og svo verður tvöföld veisla á eftir. 

Í kvöld var svo dundað við að setja saman kransakökuna sem frúin í Drekagilinu á allan heiðurinn af. Snilldar bakari þar á ferð. 

Kransakaka

Í lokin bara rétt að nefna það við ykkur að í gærkvöld fór ég á völlinn og horfði á mína menn í Þór vinna Fjarðarbyggð á Þórsvellinum 1-0. Það er hægt að lesa umfjöllun á heimasíðu Þórs fyrir þá sem vilja sjá hér og skoða myndir sem ég tók á leiknum þær má sjá hér. En eina mynd set ég hér í lokin bara til gamans og sýnir boltann á leið í markið, já sigurmarkið. 

Mark!!!!!!!!!!

Þangað til næst

Fróðleikur dagsins: Á brún hengiflugs er aðeins eitt ráð til þess að halda áfram og það er að stíga eitt skref aftur á bak


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já Palli minn það var yndislegt að labba um Hannesarklappirnar, rifja upp gamla daga og njóta veðursins og útsýnisins sem er alveg frábært. Frá þessum stað sést vel til allra átta. Takk fyrir stundina.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.9.2009 kl. 18:15

2 identicon

Á þessum klöppum hefur maður nú eytt ófáum stundum, við kölluðum þetta reyndar bara klappirnar, eða í versta falli krossanesklappir:) rölti einmitt þarna um síðasta sumar með foreldrum og systkinum, þá uppgvötuðum við hvað voru orðin mörg ár síðan við hefðum rölt þarna um, iðulega fór maður þarna á hverjum degi, í sjórængingarleik, að renna sér á veturnar, fara ofan í fjöru eða bara eitthvað að leika sér.

afspyrnu fallegur staður og útsýnið yndislegt:)

Valdís Anna (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband