Leita í fréttum mbl.is

Stúka eða..........

Brá undir mig betri fætinum (eeeee samt báðir álíka slæmir) og fór í borg óttans um síðustu helgi, til þess að horfa á fótboltaleik. Við feðgar fórum sem sagt með liði Þór/KA þar sem Stelpurnar okkar áttu að leika gegn KR í loka umferð Pepsí-deildar kvenna. Fyrir leikinn var Þór/KA í 3. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Breiðablik og Stjarnan. Mikil spennan var um hvaða lið myndi hreppa 2. sætið sem gefur keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða. Þór/KA þurfti að vinna upp eins marka forskot á Breiðablik til að ná öðru sætinu.

Byrjunin lofaði góðu því Þór/KA hafði gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og staðan var 1-3 þegar gengið var til búningsklefa. KR konur hresstust aðeins í seinni hálfleik og náðu að pota inn einu marki en stelpurnar okkar náðu ekki að bæta við mörkum og lokastaða leiksins 2-3. Þór/KA lauk keppni í 3. sæti með jafn mörg stig og Breiðablik sem hreppti Evrópusætið með stórsigri í sínum lokaleik. Engu að síður frábær árangur hjá Þór/KA. 

Sölli var upp í stúku og skrifaði um leikinn og umfjöllun má lesa á heimasíðu Þórs  en ég tók mér stöðu niður við hliðarlínuna og stundum aftan við mark KR til að mynda þegar mörkin kæmu. Rúmlega 100 myndir eru komnar í myndaalbúm á heimasíðu Þórs og þær má sjá með því að klikka hér.  Til gamans eru þessar myndir sem ég birti hér

Mark

 Hér er fyrsta mark Þór/KA í uppsiglingu og var þar að verki Vesna Smiljkovic

Mateja skorar

Hér er mark frá Maetju Zver í uppsiglingu. 

Mateja fagnar

Svo fagnar Mateja að hætti hússins

Liðsfagn

Gaman

Moli

Moli hinn eini sanni sem er aðstoðarþjálfari liðsins stjórnaði liðinu í þessum leik þar sem aðal þjálfari liðsins Dragan Stojanovic var fjarri góðu gamni en hann tók út leikbann. 

Ég og einn ágætur bloggvinur minn eru ekki sammála um hvort  aðstaða fyrir áhorfendur heiti stúka eða áhorfendapallar. Þessi bloggvinur minn er KR ingur og vill meina að þetta heiti áhorfendapallar, ekki stúka. Hann lofaði mér ítarlegum pistli um þessi mál áður en langt um líður. Talsvert er liðið frá
því hann lofaði þessu en ekkert bólar á því að hann efni þetta. 

Ég hafði aldrei komi á heimavöll KR inga og hafði ekki einu sinni ekið framhjá staðnum. Það næsta sem ég hafði komist því var að sjá svæðið í sjónvarpi. Mig rak hins vegar í rogastans þar sem ég var á KR svæðinu þegar ég sá mér til mikillar undrunar að áhorfendapallarnir eru merktir í bak og fyrir og heita greinilega Stúka. Nú fer ég að efast um að þessi bloggvinur minn hafi komið á KR völlinn. 

KR - Stúkan

Svona lítur mannvirkið út í gagnstæðri átt

KR - Stúkan hliðar

Eins og þið getið séð ofarlega til hægri á myndinni sést þetta Stúkan. En ég var hugsi yfir því hve fáir áhorfendur lögðu leið sína á völlinn. Er ég ekki frá því að Þór/KA hafi átt álíka marga áhorfendur og heimamenn. En ég var líka hugsi af hverju svo margir stóðu þrátt fyrir að sæti væru til staðar í mannvirkinu. 

Staðið

Þau feðgin Nói Björnsson formaður kvennaráðs Þór/KA sem hér sést ásamt dóttir sinni Björk vildu ekki staðfesta að sætin væru vond.............. en þeim þætti samt betra að standa. Til gamans þá lék Björk með Þór/KA um árabil og nú er yngri dóttir hans Karen í liðinu. Svo þarna sannast hið fornkveðna ,,sjaldan fellur eplið langt frá eikinni" því eins og eflaust margir muna þá er Nói í hópi bestu leikmanna sem Akureyringar hafa átt. Hann lék um langt árabil með Þór og þótti mikill harðjaxl.

Þessu mikla íþróttabloggi lýkur hér með myndum úr allt annarri átt. Endalaust verið að prufa sig áfram með uppstillingar

Tryggð

Uppstillt mynd sem gæti táknað Tryggð

Og svo var prinsessan á heimilinu sem var að fara út að skemmta sér sett í svar/hvítt form svona til gamans.

Svart/hvítt

Í blálokin er svo mynd af henni ásamt Dagnýju frænku hennar og vinkonu rétt áður en þær fóru á djammið 

Frænkur

Þangað til næst.....

Fróðleikur dagsins:  Myrka hlið mánans var fyrst ljósmynduð af rússneskum gervihnetti árið 195


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Já ég er ekki hissa á að þú og aðrir Þórsarar séuð uppveðraðir og hálf orðlausir af knattspyrnuaðstæðum í Frostaskjólinu, enda sú flottasta á landinu.

Þetta er nú allt saman misskilningur hjá þér Páll minn  með umræðuna hjá okkur um daginn um stúku eða ekki stúku. Málið er nefnilega að þetta sem þú sást hjá vesturbæjarstórveldinu kallast stúka.

Mörg íþróttafélög segast nefnilega hafa stúku, en í mínum huga eru það aðeins áhorfendapallar miða við áhorfendaaðstöðuna hjá stórveldinu.

Stúka er ekki það sama og áhorfendapallar. Það er oft sagt að allt það sem er sagt stemming í stúkunni verði að skila sér á grasið, það gerist nefnilega hjá okkur. En til  að það sé hægt verður stúkan að vera rétt byggð. Þegar áhorfendur KR syngja heyra leikmenn ekki í hvorum öðrum á vellinum og aldrei notum við hjápartæki eins og lúðra eða trommur.

Sætisraðir eru þannig að þú sérð ofan í hálsmálið á konunum sem sitja fyrir framan þig.

Svæðið er þannig að fyrst er stúka svo sjoppa og loks samkomuheimilið þessi rúntur er ekki nema 150 metrar, þegar um 1500-2000 manns eru á vellinum sem er nú nánast alltaf,  þá skapast mögnuð stemming fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.

Svo að sjálfsögðu er þannig búið um að fréttamenn sjái leikinn og upplifi stemminguna í stúkunni í leiðinni, enn það mættu margir taka það upp.

Það hefði verið gaman að fara yfir þetta allt með þér þar sem þú sast stjarfur af adáun á KR vellinum, en því miður eyddi ég deginum á slysó eftir smá óhapp á mótorhjólinu mínu.

S. Lúther Gestsson, 3.10.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Lúther minn - þú  ert ágætur. Vonandi eru á batavegi. En ég spyr enn og aftur ,,hefur þú komið á kr -völlinn?"

Páll Jóhannesson, 4.10.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já sæll ekki kíkja við hjá "litlu" systir þegar komið er suður yfir heiðar hmm annars hefði ég hvort sem er ekki tekið á móti þér var að vinna mátti alveg reyna:)

Hrönn Jóhannesdóttir, 6.10.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn mín, ástæða þess að við kíktum ekki var að við vorum bíllausir og öðrum háðir, við komum síðar það máttu bóka

Páll Jóhannesson, 6.10.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

241 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband