Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Hvaða kirkja?

Var einn á ferð úr höfuðþorpi Íslands til höfuðþorps landsbyggðarinnar í gær. Svo sem ekki oft sem maður er einn á ferð,  en því fylgja óneytanlega bæði kostir og gallar. Í gær komu kostir þess að vera einn á ferð um þjóðveg 1. Á Rás2 var mikið gert úr því að þá voru 30 ár liðin frá því að besti söngvari Íslandssögunnar lést, ég er að tala um Vilhjálm Vilhjálmsson. En hvað kemur það kostum þess að hafa verið einn á ferð í bílnum? Jú því lög í flutningi Villa hljómuðu stöðugt á rásinni og þá gat Palli sungið með og engin gerði neina athugasemd við það. Þegar maður heyrir Villa syngja langar mann alltaf að syngja með, en svo togast á mann að vilja ekki gera það til þess að njóta söngsins til hins fullnustu.

BifröstVar með myndavélina á lofti af og til. Veðrið ekki alveg upp á það besta en samt skotið einni og einni hér og hvar. Til að mynda var smellt af mynd heim að hinu mikla menntasetri á Bifröst enda þar ægi fagurt hvernig sem viðrar.

Þarna hafa margir sótt sína menntun úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þekki nokkra sem sóttu ,,gamla" Samvinnuskólann að Bifröst og hlutu góða menntun. T.d. vinkona okkar hjóna hún Dagný og heyrist mér á henni að þarna hafi verið gott að vera, góður skóli.

Hvað heitir kirkjanEn einnig datt mér í hug að endurtaka leikinn frá því fyrir stuttu þegar ég lagði fyrir ykkur getraun og bað ykkur að bera kennsl á ákveðið hús á Akureyri. Ekki kom svar við þeirri spurningu fyrr en ég upplýsti hvaða hús væri um að ræða.

Nú birti ég mynd af kirkju einni sem er staðsett stutt frá þjóðvegi 1 á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Því spyr hvaða kirkja er þetta og við hvaða bæ stendur hún?

Úrslitakeppnin í körfubolta hófst í gærkvöld. Mínir menn hófu leik í ,,Sláturhúsinu" í Keflavík en það kalla þeir sitt íþróttahús. Skemmst er frá því að segja að mínir menn voru allt að því leiddir til slátrunar ef svo má segja. Töpuðu stórt. Þessi orrusta tapaðist en stríðið er ekki búið. Næsti leikur verður hér á Akureyri sunnudagskvöldið og þá geri ég ráð fyrir því að mínir menn hyggi hressilega á hefndir.

Horfði með öðru auganu á þáttinn hans Bubba Bubbabandið. Þátturinn allur hins leiðinlegasti. Allir söngvararnir sökkuðu að mínu viti þó norðanpilturinn Eyþór hafi verið einna skástur í gær en þó slappur. Verð þó að játa fyrir ykkur að dómarinn sem kemur frá Akureyri og kallar sig ,,Villa Naglbít" fer þó allra manna mest í taugarnar á mér. Kannski það trufli einbeitingu mína hvað ég læt hann fara í mínar fínustu. En alla vega fólkið sem tekur þátt í þessum þætti er allt ágætis söngvarar þótt ekki hafi þau hitt á góðan dag í gær.

Fermingarveisla í dag þar sem Ólína systir Jóhanns tengdasonar míns gengur í fullorðinsmanna tölu eins og stundum er sagt þegar krakkar eru fermdir. Vonandi verður þetta hinn skemmtilegasti dagur hjá henni og fjölskyldunni allri.

Meira síðar.

Málsháttur dagsins: Heilbrigður veit ei hvað hinn sjúki líður.

Spennandi keppni

ÍTakk fyrir góðan leik.kvöld hefjast 8 liða úrslit í úrvalsdeild karla í körfubolta. Mínir menn í Þór hefja leik suður með sjó þegar þeir sækja deildarmeistara Keflvikínga heim. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2000 að liðið kemst í úrslitakeppnina. All flestir telja Keflvikínga nánast örugga áfram í undanúrslit. Ég ætla hins vegar að vona að mínir menn haldi áfram að sýna hvað í þeim býr og veiti deildarmeisturunum verðuga keppni. Sjálfur tel ég þetta ekki óvinnandi vígi fyrir mína menn.

Langar að benda fólki á að lesa upphitunarpistil  sem birtist á heimasíðu Þórsvarðandi leikinn gegn Keflavík þar sem m.a. er viðtal við Ágúst Guðmundsson hinn snjalla þjálfara sem kom Þór í 8 liða úrslit árið 2000. Nýr pistill mun svo birtast á síðunni á morgun þar sem heimaleikurinn gegn Keflavík verður krufinn. Heimaleikurinn verður sunnudagskvöldið 30. mars og hefst kl. 19:15 og fer sá leikur fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Langar að benda fólki á að frítt verður á þann leik í boði Kjarnafæðis, gott hjá þeim.

Af eðlilegum örsökum hefur lítið verið bloggað síðustu daga en því verður kippt í liðin fljótlega meira á morgun.

Fróðleikur dagsins: Á morgun segir sá lati.


Pálmi í blaðavagninum.

TengdóMan einhver eftir Pálma Ólafssyni? jú vissulega eru margir sem kveikja strax á perunni, en ekki allir. En ef ég hefði spurt munið þið eftir Pálma í Blaðavagninum? þá hefðu allir kveikt á perunni strax. Í dag eru liðin 90 ár frá fæðingu þessa mæta manns, en hann lést þann 23. ágúst 1982 aðeins 64 ára gamall. Pálmi var fyrir margra hluta sakir mjög merkur maður. Hann stofnsetti skósmíðaverksmiðjuna Kraft hér á Akureyri upp úr 1940. Hann hóf blaðasölu á Ráðhústorginu á Akureyri um 1960 og starfrækti hana til ársins 1980 svona u.þ.b. Þá var hann verkstjóri hjá Akureyrarbæ til fjölda ára og stýrði þar m.a. götusópi þar sem í þá dag voru gangstéttir og götur sópaðar af fólki með venjulegum sópum. Pálmi var mikill baráttumaður fyrir réttindi fólks á vinnumarkaðnum enda var hann einn stofnenda Iðju verkalýðsfélag. Um Pálma er hægt að segja margar sögur af hans verkum og hver veit nema ég geri það við tækifæri. En um fram allt var þessi mæti maður tengdafaðir minn. Þann tíma sem við vorum samferða var góður. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að vera þessum manni samtíða þótt ég hefði vilja hafa hann lengur hér meðal okkar.

BorðhaldEins og búast mátti við var mikið um dýrðir hér í Drekagilinu í dag. Kalkúnn eldaður og það er ekki gert í einu vettvangi, heldur tekur það sinn tíma. Það er svo sannarlega þess virði að gefa sér þennan tíma sem til þess þarf enda þvílíkur snilldar matur. En umfram allt verður að hafa hugann við eldamennskuna svo þessi gæðamatur bragðist eins og best verður á kosið. Held alla vega að það hafi bara tekist með ágætum í dag. Alla vega var ekki annað að sjá á gestunum að svo hafi verið. Alls 13 gestir sem sátu til borðs. Buðum ættarhöfðunum mömmu og pabba, Döggu og fjölskyldu og með þeim kom Svandís systir Jóa og svo að lokum Rakel vinkona Sædísar.

BeðiðFyrr um daginn voru þeir Arsenal aðdáendur í fjölskyldunni sendir niður í Lönguhlíð til þess að horfa á sína menn etja kappi við Chelsea. Með þessu vildum við fá frið fyrir þeim meðan fuglinn væri eldaður og lifðum í þeirri von að þeir kæmu syngjandi og dansandi upp um alla veggi í leikslok. Þegar þeir mættu í matinn gaf svipur á andliti þeirra til kynna að óþarft var að spyrja um úrslit leiksins. Það lifnaði þó heldur yfir þeim þegar þeir hófu að snæða matinn. Enda matmenn miklir og fljótir að gleyma þegar góður matur er annars vegar. Eigum við að ræða úrslitin eitthvað nánar? held ekki.

SætarLæt svo fylgja myndir sem teknar voru af krökkunum í dag. Myndin hér að ofan sýnir barnabörnin með páskaeggið sem Palli afi og Gréta amma áttu og vildu þau ólm láta þau taka upp og kanna hvað væri inn í egginu t.d. Grunaði afa að þau væru einna helst spennt fyrir namminu fremur en öðru, en annað kom á daginn. Þau vildu bara vita hver málshátturinn væri og hann var svo ,, Sá árla rís verður margs vís". Myndin hér til vinstri er svo tekin af þeim systrum Elín Ölmu og Margréti Birtu með páskablómin enda ávallt til í að stilla sér upp fyrir afa sem ávallt er með myndavélina á lofti daginn út og daginn inn. Greinilegt að þessar stelpur eru upprennandi fyrirsætur.

Ætli maður láti svo þetta ekki duga að sinni.

Málsháttur dagsins: Ekki eru þeir allir ræðarar sem árina bera.


Allt á flot(i) en þó ekki skipið - enn sem komið er

Ég ólst upp við guðsótta og þeirri trú að ekki mætti vinna á föstudaginn langa. Samt er fólk vinnandi út um allar trissur. Og fyrst prestarnir mega vinna þá hljótum við hin að mega gera á þessari reglu einhverja undatekningu.

Í nótt fór að leka inn hjá þeim fullorðnu í Seljahlíðinni svo að húsráðendur urðu að hafa vaktaskipti á handklæðum og þ.h. búnaði til að þurrka reglulega upp bleytu svo ekki yrðu skemmdir innandýra. Fór í morgun og kíkti á. Þakrennur fullar af skít og drullu sökudólgurinn. Við feðgarnir höltruðum með tröppur og græjur á milli okkar og hófst vinna við hreinsun á þakrennu skrattanum. Kom í minn hlut að príla upp, enda vanur að detta Tounge

Snæfell EA og sá fullorðniÞví næst var tekið til hendinni við annars konar vinnu. Hobbý vinna við Snæfellið. Smíðinni fer brátt að ljúka og loks sér fyrir endann á þessu. Í dag var klárað að ganga frá og setja niður björgunarbátana. Þræða blakkir í davíðunum. Þá er búið að þræða allar blakkir í báðum bómum, þeirri í frammastri og þeirri í aftur mastri ásamt gils og tilheyrandi. Styttist í að farið verði að mála nafn og einkennistafi á skipið en búið er að setja KEA merkið á skorsteininn. Fljótlega setjum við svo ankerin á sinn stað enda allt að verða klárt. Ef að líkum lætur þá stefnir í að þessi smíðagripur verði varðveittur á matsölustað hér í bæ gestum og gangandi til augnayndis. Ætlar veitingamaðurinn í staðinn að láta smíða fallegan glerskáp utan um skipið.

NammiFjör hér í Drekagilinu í gær þar sem Dagga og Jói komu í mat með öll börnin. Með þeim kom Svandís systir Jóa og naut matarins með okkur. Eins og venja er þegar allir eru saman komnir er mikið fjör og mikið gaman. En þó skyggir á gleðina að húsmóðirin á heimilinu liggur í rúminu með flensuskít og nýtur ekki lífsins til fullnustu. Vonandi verður hún orðin spræk á páskadag þegar við snæðum þann stóra (kalkún). Þá verður enn fjölmennara þar sem Dagga og fjölskylda (þ.a.m. Svandís systir Jóa meðtalin) mæta ásamt mömmu og pabba. Þá trúi ég að verði stuð í Drekagilinu. Þessari færslu fylgir mynd af Jón Páli sem er að borða eftirréttinn (Ís) og eins og glöggt má sjá þótti honum ísinn ekkert slæmur og notaði hann í restina guðsgafflana til þess að ná hverju einu og einasta agni af diskinum. Eftir á þurfti vart að þvo skálina eftir hann.

Að öðru leiti lítið að frétta og lætur maður lítið fyrir sér fara. Beðið eftir næstu törn. Um næstu helgi hefst úrslitakeppnin í körfubolta og þá fá mínir menn það verkefni að spila gegn Keflavík. Ætlum við að mæta þeim af fullu krafti og láta deildarmeistarana finna til tevatnsins.

Þjóð- og bæjarmál bíða betri tíma enda lítið að gerast sem vert er að pirra sig á.

Málsháttur dagsins: Prestlaus sveit er sem saltlaus matur

Þórssigur

Annasamur dagur að baki og frekar einkennilegur fyrir okkur Þórsara. Við fylgdum góðum vini til grafar í dag. Peter Jones sem lést þann 11. mars s.l. var lagður til sinnar hinstu hvílu. Góður drengur hann Peter og munum við Þórsarar sakna hans mikið. En söknuður eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu er mikill. Við eru þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta krafta þessa mæta manns.

Fagn1Í kvöld fór svo fram gríðarlega mikilvægur leikur hjá körfuboltaliði Þórs. Við fengum bikarmeistara Snæfells í heimsókn í lokaumferðinni. Þór þurfti sigur til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og Snæfell þurfti sigur til að eiga von á að hreppa 4. sætið af Njarðvík að því gefnu að þeir töpuðu sínum leik. Mínir menn í Þór unnu sannfærandi sigur á Snæfelli 88-78 og Njarðvík lagði Grindavík og því er 4. sætið þeirra. Óska Hrönn litlu systir og Gústa til hamingju. Við Þórsarar dönsum sigurdans fram eftir nóttu enda komnir í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2000.

Gæti bloggað um himinhátt bensín verð og annað sem ríkur upp úr öllu valdi á þessum síðustu og verstu sem tæmir veski manns hraðar en orð fá lýst. Dettur í hug eins og segir um Lukku Láka ,,skjótara en skugginn".

Hvað um það meira um eitthvað síðar.

Málsháttur dagsins: Ekki skýlir skugginn þá skinið er bjart

Sjónarhæð var það heillin

SjónarhæðEkki kom svarið við spurningunni um hvert húsið er sem spurt var um né hvaðan myndin er tekinn. Húsið er Sjónarhæð og stendur við Hafnarstræti 63. Myndin er tekin af bílastæðinu neðan Samkomuhússins. Húsið er byggt árið 1901. Það ku hafa verið ensku trúboði að nafni Frederic Harry Jones sem lét reisa þetta hús. Hann stofnaði söfnuðu sem kenndur er við Húsið.

HjalteyriEkki er öll vitleysan eins þó vitlaus sé eða mis. Á miðnætti s.l. fór ég út ásamt Rúnari Hauk félaga mínu og höfðum við viðhaldið okkar með. Lá leiðin út á Hjalteyri þar sem við hugðumst mynda norðurljósin. Eitthvað létu þau á sér standa en við félagarnir vorum þar útfrá þar til klukkan var að vera 03:00. Sonurinn á heimilinu lét þau orð falla að nú væru menn orðnir endanlega vitlausir. Það verður bara hafa það.

Hjalteyri2Skrapp í morgun ásamt Margréti Birtu í heimsókn í Seljahlíðina. Ég fór í karlaathvarfið til að aðstoða skipasmiðinn en Margrét Birta endaði í tölvunni með langömmu sinni og Ragnari Þór frænda sínum. Eitthvað þurftu þau að kíkja á leiki og myndir.

Peningamarkaðurinn á algjöru flippi þessa daganna. Engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér ef hann á hlutabréf fé bundið í áhættusömu fjárfestingum. Sem betur fer er maður blessunarlega laus við að burðast með áhyggjur af sínu eigin peningum, ekki mikil hætta á að þeir rýrni mikið í bankabókum og digrum sjóðum. Vona samt að allt fari nú ekki til fjandans.

Að lokum minni ég ykkur á að til að sjá myndirnar stærri þá klikkið á þær til að fá þær í fullri stærð.

Málsháttur dagsins: Ekki fylgir ætíð bjargræðið burðum hraustum.

 


Kona gærdagsins

Ólöf HelgaAnnasamur dagur í gær kom í veg fyrir blogg. Ekki svo að það sé einhver dauðasök. En dagurinn í gær var fyrir margra hluta sakir merkilegur. Það fyrsta er að mágkona mín og heiðurskonan, leikskólastjórinn, eiginkona, móðir svo fátt eitt sé nefnt, Ólöf Helga átti afmæli. Ef maður ætlaði að koma öllum hennar kostum og góðu eiginleikum sem hún býr yfir í þessari bloggfærslu yrði hún lengri en góðu hófi gegnir. Það skiptir hins vegar ekki nokkru því þeir sem þekkja þessa konu vita hvaða kosti hana prýða og það er það sem skiptir öllu.

Alla vega var nóg um að vera hjá henni á hennar eigin afmælisdegi og geri  ég ráð fyrir því að hún hafi átt ánægjulega dag með sínu fólki. en þar sem hún býr í höfuðborginni létum við hjá líða að skjótast suður og fagna með henni. Þá skal þess getið að Kristófer fóstur sonur Pálma Ólafs(sem er sonur Ólafar Helgu) á einnig afmæli þennan dag. Til hamingju með gærdaginn bæði tvö.

Barnapössun, nema hvað? Er alvarlega að hugsa um að koma á fullsköpuðu dagheimili og hljóta titilinn dagpabbi eða jafnvel dag-afi Tounge. Meðal þess sem gert var með barnabörnunum var að fara og skoða sig um í hinni nýju búð sem Rúmfatalagerinn var að opna. Mikil örtröð vægast sagt. Engu líkara en fólk hafi aldrei orðið vitni af opnun á nýrri búð.

IMG_0856Með hækkandi sól lifnar yfir öllu og lundin léttist, nema hvað? Á þannig dögum er full ástæða til að sendast með myndavélina út og suður og reyna fanga augnablik sem ná athygli manns. Ég ásamt nokkrum félögum sem eiga allir alveg eins myndavélar stöndum fyrir keppni innbyrðis ein mynd á viku þar sem fyrirfram er ákveðið þema. 

Fyrsta myndin sem ég sendi inn í umrædda keppni var tekin í Sangerðisbótinni sem er smábátahöfn hér á Akureyri. Þemað var frost. Ég sendi inn mynd sem ég tók af bát sem heitir því frumlega nafni Smugan. Myndina kallaði ég ,,Beðið átekta" Eins og glöggt sést á þeirri mynd er ekki farið mikið á sjó yfir vetrartímann á þessu fleyi og frá leitt farið á þann stað sem nafnið vísar til, ekki smuga.

13-15.mars 101Nú þegar vorfiðringur er komin í mannskapinn þessa daganna gerði ég mér far niður í Sandgerðisbót og myndaði umræddan bát aftur en við ólíkar aðstæður.  Myndin sem ég tók af þessum bát í dag kalla ég þá einfaldlega ,,Til í slaginn".

Eins og sést þá er myndin tekin á svipuðum stað en þó ekki alveg. Það gefur til kynna að með hækkandi sól hefur eigandinn í.þ.m. hreyft bátinn eitthvað og hver veit nema menn hafi rennt fyrir fiski? Ef minni mitt svíkur ekki þá ku þessi bátur hafa hlotið þetta nafn hér um árið þegar Íslenskir togarar hófu veiðar í Smugunni forðum daga við lítinn fögnuð frænda okkar í Noregi.

En eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er undirritaður dálítið mikið upptekin með viðhaldinu sínu. Sumir pirrast yfir því, öðrum stendur á sama, sumir hvetja mann til dáða. Aðal atriðið er að meðan ég hef gaman af og fjölskyldan verður ekki fyrir of miklu áreiti tel ég þetta í góðu lagi.

GetraunÍ lokin set ég inn eina mynd sem ég tók í gær og nota sem einskonar getraun. Myndin er af húsi sem gaman væri að vita hvort fólk áttar sig á. Hvaða hús er þetta og hvar stendur myndasmiðurinn þegar myndin er tekinn?

Ekki verða þó nein sérstök verðlaun í boði annað en heiðurinn á því að vera fyrstur að svara spurningunni. Verð þó að taka fram að Sölmundur er ekki gjaldgengur í þessa keppni þar sem hann segist þekkja öll hús í bænum eftir að hafa unnið hjá Póstinum. Og að auki komst hann í myndaalbúmið til að sjá og átta sig á aðstæðum.

Fróðleikur dagsins: Frá 30 ára aldri byrjar maðurinn að minnka.


Snilldar konur

Stundum er sagt að það sé mikið að gera á stóru heimili. Ekki svo að skilja að mitt heimili sé stórt í fermetrum talið en nóg samt að gera, sem hefur bitnað á því að lítill tími hefur verið fyrir blogg. Margir fundir í Íþróttafélaginu Þór s.s. aðal- og framkvæmdastjórn og körfuboltastjórn þar sem ég er ritari í þeim öllum. Fundað með UFA og forráðamönnum bæjarins varðandi uppbyggingu á svæðinu okkar. Var spurður að því hvort ekki styttist í að ég færi með svefnpokann niður í Hamar.

Barnapössun hefur verið meiri síðustu daga en venja er til vegna sérstakra ástæða í fjölskyldunni hjá Jóa og Döggu. Fór í skólann í gær og horfði og hlutstaði á bekkinn hennar Margrétar Birtu spila og syngja, mikið gaman og mikið fjör. Elín Alma var einnig mikið í sviðsljósinu í uppfærslu með sínum bekk sem er liður í árshátíð skólans.

Mínir menn í körfunni fóru í gærkvöld og kepptu við Grindvikínga í körfunni. Sigur Þórs hefði þýtt að liðið hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. En tap sem varð staðreynd þýðir að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið kemst þangað eður ei, bíðum og sjáum hvað setur. Og meir af íþróttum því leikmaður Þórs/KA hún Rakel Hönnudóttir sem komin er í A- landslið kvenna skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í vikunni. Þessi stelpa er enn eitt dæmið um gott unglingastarf hjá Þór. Við Þórsarar erum hreint út sagt ferlega stoltir af okkar konu. Það sem meira er að Ásta Árnadóttir sem nú leikur með Val og átti stoðsendinguna á Rakel er uppalinn í Þór og var m.a. kjörin íþróttamaður Þórs árið 2002 flottar stelpur. 

Í morgun þurftu þær Margrét Birta og Elín Alma ekki að mæta í skólann fyrr en kl. 10:00. Öllum gefin kostur á að sofa ögn lengur en venjulega vegna árshátíð skólans sem lauk í gær. Þetta þótti þeim skvísum ekki ónýtt að fá að fara með afa í kaffi í Hamar. Það er stundir sem þeim þykir gaman af.... svona afa kaffi hjá Þór.

Kristján Möller eða KLM eins og við köllum hann hefur tekið af skarið og sett Vaðlaheiðargöng á vegaáætlun. Þetta er hið besta mál og þykist ég viss um að norðlendingar almennt séu sáttir. Þó er ekki almenn ánægja með þessa ákvörðun og þá sérstaklega í höfuðborginni.

Hannes Hólmsteinn prófessor og aðdáandi Davíðs Oddssonar nr. 1 var dæmdur í Hæstarétti í gær. Ætla ekkert nánar út í þá sálma en ég el þá von í brjósti mér að hann læðist einhvern daginn inn á bloggið mitt og vitni í mig en gleymi sér. Ég lögsæki hann og fæ kannski tíkall. Hannes er hissa segist ekki hafa átt að þekkja leikreglunar, lögmaðurinn hans enn meira hissa. Lögfræðingar beggja deiluaðila hrósa sigri. Svona er Ísland í dag.

Fróðleikur dagsins: Þann 18. febrúar 1979 snjóaði í Sahara eyðimörkinni.

Dapurlegt

Horfði á fréttaskýringaþáttinn Kompás í kvöld. Er óhætt að segja að frásögn foreldra unga drengsins sem lést í þessu hörmulega bílslysi í vetur hafi hreyft við manni. Vona svo innilega að sökudólgurinn, hver sem hann er finnist ekki bara foreldrana vegna, heldur allra vegna og ekki síst hans sjálfs vegna.

Gladdist yfir því í kvöld að Akureyri Handboltafélag sem er í 50% eigu Þórs lagði hið sterka lið Stjörnunnar í kvöld. Greinilegt að liðið er á réttri leið eftir frekar dapurt gengi framan af vetri.

Meistaradeildin í kvöld. Ekkert þar sem kom á óvart. Ríflega miðlungs gott enskt lið spældi Inter enn og aftur. Greinilegt að ítalski boltinn er einfaldlega langt frá því að vera í sama klassa og sá enski. Alla vega átti topplið Ítala engan möguleika á að koma sér áfram og eins og spilamennska þeirra gegn Liverpool var, eiga þeir ekkert heima í svona keppni.

Og þar sem sól fer hækkandi á lofti með hverjum deginum léttist brúnin á fólki hér og hvar og lundin með. Vorfiðringur farin að gera vart við sig þótt enn sé talsvert í vorið samkvæmt almanakinu.

Málsháttur dagsins: Margur er engill í orði en djöfull í verki.

Sjáið nýju brjóstin mín.

Las frétt um að Bensi Sig hafi belgt sig á fundi hjá KEA þar sem hann hefur setið í mörg ár í stjórn m.a sem formaður. Bensi gekk út og er hættur. KEA sem á fullt af aurum sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga gera við ákváðu m.a. á þessum átaka fundi að gefa Flygil í Menningarhúsið Hof. Það léttir á hjá Akureyrarbæ enda skilst manni að húsið sé að verða dýrara en nokkurn hafði órað fyrir.

Skáksnillingurinn Borís Spasskí er staddur hér á landi, sem er í sjálfu sér ekki til frásögur færandi. Hann upplýsti þó landslíð um að vinur sinn Bobby Fischer hafi aldrei verið mikið fyrir það að vera í sviðsljósinu og forðast fjölmiðla. Jahá hvenær komst Spasskí að þessari staðreynd? Hvar hefur hann eiginlega verið? Þetta vissi allur heimurinn fyrir og hefur vitað lengi, kannski hefði átt að láta karlinn vita af þessu fyrr?

,,Hæst ánægð með nýju brjóstin" ja hérna og endemi. Hér er vitnað í orð Kelly Rowland (hvers svo sem í ósköpunum hún er) eftir að hún fór í brjósta stækkun. Þessi ,,bráðskarpa" kona sagði m.a. ,,ég var hundþreytt á því að passa ekki í bolina mína". Kannski hefði verið hagkvæmara fyrir hana að venja sig á að kaupa föt sem passa? hvað ætli hún geri ef bolirnir hlaupa í þvotti? láta taka sílikonið úr túttunum? og það sem meira er hvað ætli hún myndi gera ef hún keypti óvart og stóra húfu á sig?

JónPállBlásaÍ dag var haldið upp á afmæli Jón Páls. Tertur, kökur og góðgæti af ýmsu tagi var borið á borð. Eins og venja var nægt til að fóðra í aðra veislu ef því hefði verið að skipta. Greinilegt að engin átti að fara svangur út frekar en fyrri daginn. Alla vega engin megrun í dag.

Litli kútur tók upp gjafir í erg og gríð og leiddist ekki við að rífa og tæta utan af pökkunum.

JónPállÞyrlaPlaymobil leikföng voru greinilega vinsæl á þessum afmælisdegi. Þyrla, sjúkrabíll, löggubíll og lögreglustöð með öllu tilheyrandi.

Þegar hann var tveggja ára þá var vandamál að fá hann til að taka upp allar gjafirnar. Þegar búið var að opna þann fyrsta þá átti bara að fara leika sér hitt gat beðið.

Í dag þurfti ekki að hvetja litla kút til að ráðast á þann næsta. Hann er orðin það stór og hafði vit á því að biðja strax um þann næsta.

Fróðleikur dagsins: Ég barðist ekki fyrir því að vera efstur í fæðukeðjunni til þess að gerast grænmetisæta.


Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband