Leita í fréttum mbl.is

Kona gærdagsins

Ólöf HelgaAnnasamur dagur í gær kom í veg fyrir blogg. Ekki svo að það sé einhver dauðasök. En dagurinn í gær var fyrir margra hluta sakir merkilegur. Það fyrsta er að mágkona mín og heiðurskonan, leikskólastjórinn, eiginkona, móðir svo fátt eitt sé nefnt, Ólöf Helga átti afmæli. Ef maður ætlaði að koma öllum hennar kostum og góðu eiginleikum sem hún býr yfir í þessari bloggfærslu yrði hún lengri en góðu hófi gegnir. Það skiptir hins vegar ekki nokkru því þeir sem þekkja þessa konu vita hvaða kosti hana prýða og það er það sem skiptir öllu.

Alla vega var nóg um að vera hjá henni á hennar eigin afmælisdegi og geri  ég ráð fyrir því að hún hafi átt ánægjulega dag með sínu fólki. en þar sem hún býr í höfuðborginni létum við hjá líða að skjótast suður og fagna með henni. Þá skal þess getið að Kristófer fóstur sonur Pálma Ólafs(sem er sonur Ólafar Helgu) á einnig afmæli þennan dag. Til hamingju með gærdaginn bæði tvö.

Barnapössun, nema hvað? Er alvarlega að hugsa um að koma á fullsköpuðu dagheimili og hljóta titilinn dagpabbi eða jafnvel dag-afi Tounge. Meðal þess sem gert var með barnabörnunum var að fara og skoða sig um í hinni nýju búð sem Rúmfatalagerinn var að opna. Mikil örtröð vægast sagt. Engu líkara en fólk hafi aldrei orðið vitni af opnun á nýrri búð.

IMG_0856Með hækkandi sól lifnar yfir öllu og lundin léttist, nema hvað? Á þannig dögum er full ástæða til að sendast með myndavélina út og suður og reyna fanga augnablik sem ná athygli manns. Ég ásamt nokkrum félögum sem eiga allir alveg eins myndavélar stöndum fyrir keppni innbyrðis ein mynd á viku þar sem fyrirfram er ákveðið þema. 

Fyrsta myndin sem ég sendi inn í umrædda keppni var tekin í Sangerðisbótinni sem er smábátahöfn hér á Akureyri. Þemað var frost. Ég sendi inn mynd sem ég tók af bát sem heitir því frumlega nafni Smugan. Myndina kallaði ég ,,Beðið átekta" Eins og glöggt sést á þeirri mynd er ekki farið mikið á sjó yfir vetrartímann á þessu fleyi og frá leitt farið á þann stað sem nafnið vísar til, ekki smuga.

13-15.mars 101Nú þegar vorfiðringur er komin í mannskapinn þessa daganna gerði ég mér far niður í Sandgerðisbót og myndaði umræddan bát aftur en við ólíkar aðstæður.  Myndin sem ég tók af þessum bát í dag kalla ég þá einfaldlega ,,Til í slaginn".

Eins og sést þá er myndin tekin á svipuðum stað en þó ekki alveg. Það gefur til kynna að með hækkandi sól hefur eigandinn í.þ.m. hreyft bátinn eitthvað og hver veit nema menn hafi rennt fyrir fiski? Ef minni mitt svíkur ekki þá ku þessi bátur hafa hlotið þetta nafn hér um árið þegar Íslenskir togarar hófu veiðar í Smugunni forðum daga við lítinn fögnuð frænda okkar í Noregi.

En eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er undirritaður dálítið mikið upptekin með viðhaldinu sínu. Sumir pirrast yfir því, öðrum stendur á sama, sumir hvetja mann til dáða. Aðal atriðið er að meðan ég hef gaman af og fjölskyldan verður ekki fyrir of miklu áreiti tel ég þetta í góðu lagi.

GetraunÍ lokin set ég inn eina mynd sem ég tók í gær og nota sem einskonar getraun. Myndin er af húsi sem gaman væri að vita hvort fólk áttar sig á. Hvaða hús er þetta og hvar stendur myndasmiðurinn þegar myndin er tekinn?

Ekki verða þó nein sérstök verðlaun í boði annað en heiðurinn á því að vera fyrstur að svara spurningunni. Verð þó að taka fram að Sölmundur er ekki gjaldgengur í þessa keppni þar sem hann segist þekkja öll hús í bænum eftir að hafa unnið hjá Póstinum. Og að auki komst hann í myndaalbúmið til að sjá og átta sig á aðstæðum.

Fróðleikur dagsins: Frá 30 ára aldri byrjar maðurinn að minnka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu Páll, þetta eru virkilega fínar myndir af trillunni. Veistu hvort Arnar Páll Hauksson er ennþá eigandi hennar? Miðað við þessa hirðu hefur eigandinn ekki mikinn áhuga á batnum og er þá ekki spurning um að finna hann og draga upp veskið?

Ég skal með ánægju mæta á staðinn og leggja mitt af mörkum til að gera fleyið sjófært á ný. Eyjafjörðurinn er draumasvæði fyrir hobbytrillukalla og ég óska öllum þess sama og ég sjálfur hef upplifað kringum trillueign á jafn fallegu svæði.

(athugaðu samt hvort báturinn er yfir sex metra langur og hvort Siglingastofnun heldur sínum langa, ljóta og loðna armi yfir honum)

Haltu svo áfram að taka fínar myndir!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með mákonuna. Flottar myndir, en átta mig ekki á húsinu, er að hugsa....

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Gunnar! ég fer í málið við tækifæri.

Mamma þetta kemur hjá þér, ég birti á morgun myndina alla af húsinu.

Páll Jóhannesson, 16.3.2008 kl. 19:56

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Getur verið að þú hafir verið staddur í Spítalavegi þegar þú tókst myndina?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.3.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ekki í Spítalaveginum, en á svipuðum slóðum.

Páll Jóhannesson, 17.3.2008 kl. 12:33

6 identicon

Já það er alltaf gaman að leika sér með myndavélina.  Eða ég vona að það hafi verið viðhaldið sem þú vitnaðir í. 

Anna Bogga (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jú viðhaldið heitir Canon EOS 400D 

Páll Jóhannesson, 17.3.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

244 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband