Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
8.3.2008 | 22:54
Gleði og sorgir.
Þessi dagur hefur verið mjög sérstakur fyrir margra hluta sakir.
Í dag var borin til grafar stórfrændi minn Bragi Viðar Pálsson. Bragi var jarðsettur frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Bragi var mikið ljúfmenni í alla staði og hvers manns hugljúfi. Braga verður ávallt minnst þannig. Missir Hafdísar og sona þeirra hjóna og barnabarna er mikill. Á krossinum sem prýðir leiði Braga er skráð eftirfarandi fyrir neðan nafnið hans ,, Hver minning er dýrmæt perla" það er vel við hæfi.
Það var falleg stund í athöfninni í dag og snerti hjörtu margra að heyra þegar sungin var sálmur við ljóð eftir Páll afi minn sáluga og faðir Braga og hljóðar svo:
Þú alheims drottinn, sem öllu ræður, ávallt að kvöldi þess ég bið. Þú látir hætta að berjast bræður, en bætir og göfgir mannkynið. Svo ófrið í heimi loksins linni, því lífið er allt í hendi þinni. lagið er eftir Dimitri Bortniansky.
Hvíl í friði kæri frændi.
Þennan dag fyrir þremur árum leit yngsta barnabarn mitt dagsins ljós. Jón Páll sem er sonur elstu dóttur minnar á sem sagt afmæli í dag. Litli snáðinn gerir sér enga grein fyrir sérkenni þessa dags. Það er eins og gefur að skilja erfitt að halda uppá afmæli sama dag og fjölskyldan fylgir ættingja til grafar. Það rifjaðist upp fyrir okkur að afi minn Páll Friðfinnsson (sem var pabbi Braga Viðars) var borin til grafar á afmælisdegi Dagbjartar dóttur minnar móður Jón Páls.
Um kvöldið fórum við ásamt Döggu og fjölskyldu og tengdaforeldrum hennar út að borða á Greifann. Notaleg kvöldmáltíð eftir snúinn dag.
Á morgun á svo að halda veislu til heiðurs litla kút enda ekki hægt að koma því við í dag af eðlilegum ástæðum. Gera má ráð fyrir því að þar verði margt um manninn og margar girnilegar kræsingar á borð bornar eins og Döggu er von og vísa.
Myndin hér til hliðar er tekin í kvöld á Greifanum. Afmælisbarnið fékk í eftirmat ísrétt sem skreyttur var með kerti. Þótti litla kút þetta ekki leiðinlegt enda er ís í miklu uppáhaldi hjá honum og tók hann hressilega til matar síns. Í dagslok var afmælisbarnið orðið vægast sagt þreytt. Og vísast ekki verið mikið mál að koma honum í draumalandið ef að líkum lætur.
Málsháttur dagsins: Snemma beygist krókurinn sem verða vill.Bloggar | Breytt 9.3.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.3.2008 | 22:18
Fínn sigur í kvöld.
Óhætt að segja að þessi dagur hafi verið annasamur. Öll barnabörnin veik svo að amma og afi urðu að hlaupa í skarðið og líta eftir hópnum. Afinn gaf sér þó tíma til þess að skreppa í Hamar og hitta kaffikarlana fékk til þess góðfúslegt leyfi hjá ömmunni og börnunum.
Fundur seinnipart dags með stórsöngvara einum sem er að undirbúa fjáröflunartónleika með körfuboltadeildinni. Stefnt að því að hafa tónleika í Glerárkirkju seinni partinn í apríl. Eru þetta einskonar afmælistónleikar þar sem að í febrúar eru liðin 50 ár frá stofnun körfuboltadeildar í Þór.
Í kvöld var svo leikur í körfuboltanum þar sem Fjölnismenn komu í heimsókn. Fjölnir situr á botni úrvalsdeildarinnar og er fallið og leikur í 1. deild að ári. Fór svo að Þór vann nokkuð stóran og öruggan sigur á andlausu Fjölnisliðinu 106-81. Maður hafði á tilfinningunni að Þórsliðið hefði ekki neinn sérstakan áhuga á að sigra með meiri mun. Það var bara í góðu lagi. Þór situr eftir leikinn í 8. sæti úrvalsdeildarinnar með 18 stig og á ágætis möguleika á að komast í 8. liða úrslitakeppnina. Þó er ekkert fast í hendi og tveir leikir eftir. Leikur á útvelli gegn Grindavík og heimaleikur gegn Snæfelli, við sjáum til.
Málsháttur dagsins: Oft er duglausastur sá sem er orðhvatastur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 22:14
Enga samkeppni takk fyrir
Fílan liggur yfir Mílan í Mílanóborg eftir að kjúklingarnir úr Arsenal, sem komu sáu og sigruðu Evrópumeistara AC Milan, sem áttu engin svör við leik Englendinganna. Sá einnig fyrri leik liðanna og eftir að hafa séð þessa tvo leiki er greinilegt að AC Milan átti ekkert erindi í svona sterka keppni - ekkert.
Gísli Marteinn og félagar í borgarstjórn Reykjavíkur vilja enga samkeppni í fluginu, enga. Iceland Express fær ekki lóð í Vatnsmýrinni svo hið gamal gróna flugfélag situr áfram eitt að kjötkötlunum. Kannski þetta sé liður í að svæla flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þ.e. svæfa alla samkeppni og drepa innanlandsflugið endanlega og þá þurfa menn ekki að taka pólitíska ákvörðun um að afdrif flugvallarins. Sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn á Íslandi skortir kjark til að taka ákvarðanir þeir vilja bara að hlutirnir gerist einhvern vegin og þannig að engin þurfi að svara fyrir gjörðir sínar, aldrei.
Elín Alma lagðist í rúmið veik. Til að hagræða í heimilishaldi mömmu, pabba, afa og ömmu var tekin ákvörðun um að sú stutta tæki veikindin út heima hjá afa og ömmu. Það er alltaf ákveðin sjarmi fyrir krakkana að fá að gista hjá afa og ömmu og ekki síst þegar svona stendur á. Aftur á móti getur þetta valdið því að afbrýðissemi brýst út hjá sumum. Sem hefðu alveg vilja vera líka veikir.
Sem betur fer þá jafna þeir veiku sig fljótt og sama má segja um þá sem hefðu gjarnan vilja vera veikir til að njóta sömu forréttinda þeir jafna sig á afbrýðinu fyrr en seinna og málið er dautt.
Annars er í sjálfu sér allt í góðu gengi. Björn Jón frændi minn sem býr á Höfn í Hornafirði á afmæli í dag. Runólfur félagi minn sem býr einnig á Höfn dansar vafalaust uppá borðum og fagnar sigri Arsenal, svipað og gert er á mínu heimili þar sem sonurinn er forfallinn Nallari eins og hann kallar aðdáendur Arsenal. Þá má gera ráð fyrir því að pabbi gamli geri slíkt hið sama, sem og tengdasonurinn. Ekki meira um Nallara að sinni.
Fróðleikur dagsins: Atli Húnakonungur er talinn hafa verið dvergur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2008 | 10:46
Ritstífla eða....
Kannski ekki beint ritstífla, alla vega lítur það út fyrir að svo hafi verið. Svo sem nægt tilefni hafi verið til að blogg. Á fimmtudagskvöldið fóru mínir menn í körfuboltaliði Þórs í Borgarnesið og léku þar við heimamenn í Skallagrími. Sóttu þeir gull í greipar heimamanna og lönduðu sanngjörnum sigri og komu heim með tvö stig. Þar með gulltryggðu þeir sæti sitt í úrvalsdeildinni og stigu mikilvægt skref í áttina að sæti í úrslitakeppninni.
Föstudagurinn hófst eins og venjulega með því að fara í kaffi í Hamar félagsheimili. Málin rædd á víðum grunni og þau leyst í eitt skiptið fyrir öll. Skrapp svo í athvarfið hjá þeim fullorðna og nokkur handtök tekin með honum í smíðinni sem þar stendur yfir, óhætt að segja að nú hilli undir verklok. Spurning hvort sjósetningin verður með hefðbundnum hætti?
Laugardagsmorgun var haldið áfram við smíðin eða allar götur þangað til sá fullorðni þurfti að bregða sér frá til þess að fylgjast með sínum mönnum í Arsenal í imbanum. Fyrir okkur feðga þ.e. sá fullorðni, mig og Sölla liðin okkar stóðu sig ekki nægilega vel. Að sögn Arsenal manna voru þeirra menn heppnir að ná jafntefli gegn Aston Villa. Mínir menn í Manchester City fengu botnlið Wigan í heimsókn og náðu ekki að landa sigri og þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. Þyrfti að eiga nokkur vel valin orð við Svein Jörund stjóra og hrista aðeins upp í þessu hjá honum, komin tími á sigur.
Ættarhöfuðin þ.e. mamma og pabbi komu svo í heimsókn og borðuðu með okkur kvöldmatinn. Hefðbundið hvítlaukslæri með tilheyrandi. Notaleg kvöldstund. Horfðum á Spaugstofuna, sem var hin ágætasta skemmtun. Verð svo að játa að restin af sjónvarpsdagskránni á báðum rásum skoraði ekki feitt hjá mér og verðskuldaði að ég hefði dottað mikið, en gerðist þó ekki.
Hvað sunnudagurinn á eftir að bera í skauti sér er ómögulegt að vita en vonum að hann verði í alla staði hinn ánægjulegasti fyrir alla.
Fróðleikur dagsins: Margur sefur yfir sig, sem vaknar ekki á réttum tíma.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
336 dagar til jóla
Bloggvinir
Tenglar
Flickr myndasíður
- Palli Jóh Hér birti Palli Jóh uppáhaldsmyndirnar sínar.
- Dagga -flikkar
- Runólfur
- Svanný
- Rúnar Haukur
- Merkjamanni
- Þórólfur Sveinsson
- Þórður Halldórsson
- Bói Flickr
- Ívan flikkar
- Sigfríður Guðný
Íþróttaklúbbar.
- Íþróttafélagið Þór
- Manchester City
- Chicago Bulls
- Arsenal fyrir Sölla
- Knattspyrnusamband Íslands
- Körfuknattleikssamband Íslands
- Karfan.is
Áhugaverðar síður.
- Pólitíkin
- Gunnar Ísfirðingur
- Hallandsnes
- Ljósstaðafólkið
- Samfylkingin á Akureyri
- Ungir jafnaðarmenn á Akureyri
- Skúli miðill
- Vísisblogg hjá Gunnari Th. Afbrags góður bloggari.
- Gummi Odds í Ameríku Doktor í smíðum
- Valberg og Steinun blogga
- Palli Jóh á Youtube Myndbönd Palla Jóh
Fjölskyndan bloggar.
Nýjustu færslur
- 4.4.2012 Myndbands- og myndablogg
- 14.3.2012 Smá uppfærsla
- 24.12.2011 Gleðileg jól
- 1.8.2011 Á lífi
- 25.4.2011 Að leika við hvurn sinn fingur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 190695
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar