Leita í fréttum mbl.is

Pálmi í blaðavagninum.

TengdóMan einhver eftir Pálma Ólafssyni? jú vissulega eru margir sem kveikja strax á perunni, en ekki allir. En ef ég hefði spurt munið þið eftir Pálma í Blaðavagninum? þá hefðu allir kveikt á perunni strax. Í dag eru liðin 90 ár frá fæðingu þessa mæta manns, en hann lést þann 23. ágúst 1982 aðeins 64 ára gamall. Pálmi var fyrir margra hluta sakir mjög merkur maður. Hann stofnsetti skósmíðaverksmiðjuna Kraft hér á Akureyri upp úr 1940. Hann hóf blaðasölu á Ráðhústorginu á Akureyri um 1960 og starfrækti hana til ársins 1980 svona u.þ.b. Þá var hann verkstjóri hjá Akureyrarbæ til fjölda ára og stýrði þar m.a. götusópi þar sem í þá dag voru gangstéttir og götur sópaðar af fólki með venjulegum sópum. Pálmi var mikill baráttumaður fyrir réttindi fólks á vinnumarkaðnum enda var hann einn stofnenda Iðju verkalýðsfélag. Um Pálma er hægt að segja margar sögur af hans verkum og hver veit nema ég geri það við tækifæri. En um fram allt var þessi mæti maður tengdafaðir minn. Þann tíma sem við vorum samferða var góður. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að vera þessum manni samtíða þótt ég hefði vilja hafa hann lengur hér meðal okkar.

BorðhaldEins og búast mátti við var mikið um dýrðir hér í Drekagilinu í dag. Kalkúnn eldaður og það er ekki gert í einu vettvangi, heldur tekur það sinn tíma. Það er svo sannarlega þess virði að gefa sér þennan tíma sem til þess þarf enda þvílíkur snilldar matur. En umfram allt verður að hafa hugann við eldamennskuna svo þessi gæðamatur bragðist eins og best verður á kosið. Held alla vega að það hafi bara tekist með ágætum í dag. Alla vega var ekki annað að sjá á gestunum að svo hafi verið. Alls 13 gestir sem sátu til borðs. Buðum ættarhöfðunum mömmu og pabba, Döggu og fjölskyldu og með þeim kom Svandís systir Jóa og svo að lokum Rakel vinkona Sædísar.

BeðiðFyrr um daginn voru þeir Arsenal aðdáendur í fjölskyldunni sendir niður í Lönguhlíð til þess að horfa á sína menn etja kappi við Chelsea. Með þessu vildum við fá frið fyrir þeim meðan fuglinn væri eldaður og lifðum í þeirri von að þeir kæmu syngjandi og dansandi upp um alla veggi í leikslok. Þegar þeir mættu í matinn gaf svipur á andliti þeirra til kynna að óþarft var að spyrja um úrslit leiksins. Það lifnaði þó heldur yfir þeim þegar þeir hófu að snæða matinn. Enda matmenn miklir og fljótir að gleyma þegar góður matur er annars vegar. Eigum við að ræða úrslitin eitthvað nánar? held ekki.

SætarLæt svo fylgja myndir sem teknar voru af krökkunum í dag. Myndin hér að ofan sýnir barnabörnin með páskaeggið sem Palli afi og Gréta amma áttu og vildu þau ólm láta þau taka upp og kanna hvað væri inn í egginu t.d. Grunaði afa að þau væru einna helst spennt fyrir namminu fremur en öðru, en annað kom á daginn. Þau vildu bara vita hver málshátturinn væri og hann var svo ,, Sá árla rís verður margs vís". Myndin hér til vinstri er svo tekin af þeim systrum Elín Ölmu og Margréti Birtu með páskablómin enda ávallt til í að stilla sér upp fyrir afa sem ávallt er með myndavélina á lofti daginn út og daginn inn. Greinilegt að þessar stelpur eru upprennandi fyrirsætur.

Ætli maður láti svo þetta ekki duga að sinni.

Málsháttur dagsins: Ekki eru þeir allir ræðarar sem árina bera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ekkert smá góð færsla. Gott að vera með fjölskyldunni. Barnabörnin eru gullfalleg, hvernig er þetta eiginlega gert?

Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég man svo sannarlega eftir honum Pálma, enda var hann og Elín konan hans sæmdar hjón og mjög góðir vinir okkar. Bæði yfirgáfu þau þetta jarðlíf allt og snemma að mínu mati. Blessuð sé minning þeirra.

Takk fyrir samveruna og góða matinn, Kalkúninn var meiriháttar.

Gott að eiga góða stund í góðra manna hópi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Edda! já barnabörnin eru falleg víst er það - hvernig þetta er gert? náttúran er ótrúleg.

Mamma mín! já þau voru mikil heiðurshjón og mikið hefði nú verið gott ef þeirra hefði notið lengur við. Já og Kalkúnninn var frábær.

Páll Jóhannesson, 24.3.2008 kl. 13:54

4 Smámynd: Jac Norðquist

Þekkti ekki Pálma en þakka fyrir skemmtilega bloggfærslu.

Bói

Jac Norðquist, 26.3.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Góða ferð heim í dag

Dagbjört Pálsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

243 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband