Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Viljum við óbreytt ástand? - ekki ég.

Viljum við óbreytt ástand eða hvað?

 


Það er alveg rétt hjá sérfræðingunum - Ingibjörg Sólrún stóð sig best í kvöld.

IngibjörgSólrúnKosningafundur Stöðvar2 í kvöld var glæsilegur sjónvarpsþáttur í alla staði og Stöð2 til mikilla sóma.

Að mínu mati stóð Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins sig áberandi verst. Hann hefur vondan málstað að verja, tók við sökkvandi skútu á vondum tíma. Er hægt að ætlast til þess að Jóni takist að rétta við skútuna eftir að forveri hans gafst upp og flúði af vettvangi þegar engin byr var í seglin? Er ekki afar eðlilegt að stjórnarflokkarnir tapi fylgi og meirihlutinn sé fallinn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnun Háskólans?

Auðvitað er það eðlilegt að fólkið í landinu vilji stjórnina frá. Stöðugleikinn, sem var þeirra helsta vopn í seinustu þingkosningum hvarf eins og dögg fyrir sólu - strax að lokum kosningum. Stýrivextir hafa hækkað um þriðjung - stefnan í heilbrigðismálum beið afhroð - þessi stjórn skilur ekki hvað velferðarþjóðfélag þýðir. 

Stjórnarflokkarnir gerðu grín að R-listanum sem hafði þrjá borgarstjóra á seinasta kjörtímabili. Þeir hlógu ekki mikið af sínum eigin aumingjaskap í ríkisstjórninni, sem státar af þremur forsætisráðherrum á kjörtímabilinu. Þeir hlógu ekki heldur hátt af tíðum ráðherraskiptum í liði sínu og tilfæringum þegar ráðherrar hlupust undan merkjum þegar gaf á bátinn, og komu sér í þægilegar stöður til þess að þurfa ekki að svara fyrir slæleg vinnubrögð. Oftar en ekki dettur mér í hug máltækið ,,sá hlær best sem síðast hlær" þegar ég hugsa um þessa ríkisstjórn sem virðist vera  hljóta þau örlög sem hún á svo sannarlega skilið - FALLINN - það eru ekki grimm örlög, heldur afar sanngjörn.

En þegar upp er staðið er ljóst að ég deili svo sannarlega skoðunum með sérfræðingunum þeim sem sátu í settinu hjá Ingu Lind Karlsdóttir og frænda mínum Steingrími Sævari Ólafssyni þar sem þeim bar öllum saman um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri sigurvegari kvöldsins.

Fróðleikur dagsins: Á brún hengiflugs er aðeins eitt ráð til þess að halda áfram og það er að stíga eitt skref aftur á bak.


Nú erum við að tala saman.

Nú erum við að tala saman og vonandi liggur leiðin örlítið meir upp á við hjá okkur.

Áfram Samfylkingin.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bogi og Örvar væru tilvaldir í svona djobb.

Ekki er nú öll vitleysan eins. Var að velta því fyrir mér hvort Íslenskar bjórverksmiðjur geti ekki séð sér hag í því að ráða Boga og Örvar? þeir eru jú rónar fyrir og geta þá varla höfðað mál af þeim sökum.....Tounge
mbl.is Bjórsmakkari fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er hins vegar meir að marka Spaugstofuna heldur en Framsókn.

Það er í hvort teggja í senn dapurlegt og hlægilegt að hlusta á loforða auglýsingar Framsóknarflokksins þessa dagana. T.d. segir formaður flokksins það sé eðlilegt að samkynhneygðir njóti hina ýmsu mannréttinda á við annað fólk.... Ekkert Stopp, þeir vilja taka á og leiðrétta kjör öryrkja og aldraða... Ekkert Stopp. Þeir vilja hitt og þetta laga til hér og þar og Ekkert Stopp.

Það er ekki eins og Framsóknarflokkurinn hafi ekki haft næg tækifæri á því að laga þau mál sem þeir boða að eigi að redda strax að loknum kosningum -  eða hvað? Af hverju boða þeir mannréttindi (sem eru jú sjálfsögð) handa samkynhneygðum - hafa þeir ekki átt þess kost á langri stjórnarsetu? Það er ljóst að ekki geta þeir kennt stjórnarandstöðunni um það.

Hvað með örykjana og aldraða? þarf eitthvað að laga á þeim bænum? Eru þeir ekki búnir að stjórna heilbrigðisráðuneytinu lengur en elstu menn muna? Hvar voru þeir þegar öryrkjar þurftu að fara í mál við Íslenska ríkið til að reyna freista þess að þeir stæðu við gefin loforð? Ekki geta þeir kennst stjórnarandstöðuflokkunum um það?

Slag- og loforðaflaumur Framsóknarflokksins er líkari tilbúnum brandara sem gæti verið  ættaður úr frá Spaugstofunni, heldur en alvöru, munirinn á Framsókn og Spaugstofunni er bara sá að það er heilmikið að marka Spaugstofuna, en ekki Framsókn.

Kannski endurspeglast vilji fólksins í nýjustu skoðanakönnun Capasent þar sem framsókn er enn í einna % tölu, og auðvitað er það bara sanngjarnt, það á að dæma menn af verkum þeirra.

Fróðleikur dagsins: Er til nokkurt lyf við einmanaleik? Já. Það er til fyrsta flokks lyf, sem hefur skjót áhrif til bóta. Heimsæktu einmana fólk.

Sturla vill kaupa Wilson Muuga og breyta honum í nýjan Herjólf.

Húni2 Í dag bauð Samfylkingin í norðaustu kjördæmi uppá siglingu á Húna II. þar sem þemað var samgöngumál. Talsverður fjöldi fólks lét sig hafa það að mæta þrátt fyrir skítakulda og heldur leiðinlegt veður. Kristján Möller og Ásgeir Magnússon fræddu fólk um hvað er á döfinni í samgöngumálum sem og hvað það er sem ekki er á döfinni hjá núverandi ríkisstjórn. Um borð í Húna heyrði ég stórskemmtilega sögu sem tengist klúðri Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra þegar hann keypti gamlan ryðkláf frá Skotlandi og lét sigla honum heim til að breyta í Grímseyjarferju. Mun Sturla renna hýrum augum á Wilson Muuga og hafi mikinn hug á því að kaupa það skip og breyta í nýjan Herjólf. 

Haldið var í siglinguna frá Torfunesbryggju um kl. 14:00 og tók siglingin um pollinn rúmlega eina klukkustund. Húni II er rúmlega 40 ára gamalt eikarskip sem smíðað var á Akureyri á árunum 1962-1963. Var þetta eitt af stærstu eikarbátum sem byggðir voru hér á landi. Húni II er rúmlega 130 tonn að stærð. Húni II er í eigu Akureyringa núna og hefur hann verið gerður upp og er afar gaman að skoða þetta gamla og glæsilega skip. Fyrsti eigandi þessa skips var Björn frá Löngumýri.

Í gærkvöld var mikið um að vera í Lárusarhúsi þar sem við Samfylkingarfólk skemmtum okkur hið besta. Var opið hús og öllum boðið að kíkja í kaffi og eiga notalega kvöldstund með okkur. Var efnt til SignStar keppni þar sem frambjóðandinn Lára Stefánsdóttir stóð uppi sem sigurvegari. Einum keppanda tókst á undraverðan hátt að ná þeim árangri að fá 3 stig í einum flutningnum á meðan keppinautur hans fékk 3000 stig. Var talað um að þetta væri líkt og að misnota vítaspyrnu þótt engin markvörður væri til staðar.

Að lokum vil ég benda ykkur lesendur góðir á að ég er búinn að setja inn myndir í myndaalbúmið sem ég tók í siglingunni.

Fróðleikur dagsins: Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

Sturla samgöngu = klúður og sandur í augum.

Ég á það sameiginlegt með Sjálfstæðismönnum þessa daganna að ég er hneykslaður, þegar kemur að umræðum um hinu stóra klúðri um ,,nýju" Grímseyjarferjuna. Sjallarnir eru hneysklaðir á því að Kristján Möller skuli vilja rannsókn á því hvernig farið er með skattfé okkar í þessu endalausa klúðri um ferjumálin. Ég er aftur á móti hneykslaður yfir því að Sjallarnir skuli ekki vilja láta rannsaka hvernig farið er með peningana okkar.

Því er svo ólíkt farið með mig sem Samfylkingarmann og hina sjálfumglaða Sjalla. Þeir haga sér líkt og Strúturinn með því að stinga hausnum ofaní sandinn, en ekki ég, enda get ég ímyndað mér að það sé heldur óþægilegt, en þeir um það. Þetta sést best á klúðri þeirra með Sturlu Böðvarsson Samgönguráðherra í broddi fylkingar. Feluleikur - klúður - og borið svo ósannsögli á menn sem vilja fá sannleikann upp á yfirborðið er þeirra aðferð, það sést best á ferjumálinu, sem og þeim orðum sem Sturla hefur viðhaft varðandi Vaðlaheiðargöngin. Í stuttu máli má segja að Kristján Möller hafi svo rækilega sýnt fram á dapurlegar vinnuaðferðir Sjálfstæðismanna, enn og aftur. Vinur minn sagði við mig í gær ,,Palli minn ég segi enn og aftur Sturla = klúður" ég tek undir það.

Í dag verður svo mikið að gera - fyrst er að getraunast í Hamri þar sem gott er að koma við og tippa, minni á getraunanúmer Þórs 603. Tónleikar í dag þar sem Sædís mun syngja dúett með vinkonu sinni á sal Tónlistarskólans.

Mínir menn í Manchester City taka á móti grönnum sínum í Utd og koma vonandi í veg fyrir það að þeir fái afhenta dolluna á okkar heimavelli. Það er miklu skemmtilegra fyrir þá að fá hana afhenta á sínum eigin heimavelli um næstu helgi.

Fróðleikur dagsins: Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann. maður deyðir hann með ljósi.

Vel heppnaður súpufundur Þórs í dag.

supa37Súpufundur Þórs í dag sem var sá 13. í röð súpufunda hjá íþróttafélaginu í vetur tókst með miklum ágætum. Var öllum stjórnmálaflokkunum í norð/austu kjördæmi boðið að senda fulltrúa sína á fundinn. Eina fundarefnið var að ræða skýrslu Þórdísar Lilju Gísladóttir sem ber heitið ,,Hagrænt gildi íþrótta í nútíma samfélagi". Fundurinn var vel sóttur og þótti takast í alla staði mjög vel. Fór vel á með öllum frambjóðendum og ekki beint hægt að segja að einhver hafi staðið öðrum framar. En þó sannast enn og aftur máltækið ,,hverjum finnst sinn fugl fegurstur" og var ég afar stoltur af mínum frambjóðanda þ.e. Láru Stefnánsdóttir - hún leysti sitt hlutverk vel af hendi - ég átti í sjálfu sér ekki von á öðru. En af málflutningi frambjóðendana var engu líkara en þau kæmu öll úr sama flokknum, svo mikið voru þau sammála um flest allt sem kom fram á fundinum. Það sem einna helst sem skar sig úr var þegar þeir félagar Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokki og Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki hnýttu örlítið í hvorn annann. Var engu líkara en þeir væru að reyna vera sniðugir með heldur döprum hætti. Greinilega ekki þeirra sterkasta hlið að vera fyndnir. Að lokum læt ég fylgja aðra mynd, sem ég tók á fundinum af Sölmundi syni mínum þar sem hann er að aðstoða afa sinn við að fá sér súpu.supa18

Ég var að játa ég hafði efasemdir um að ,,Baugsmálinu" lyki í dag. Því miður gekk það eftir.  Þessi langloka heldur áfram og Guð má vita hvenær þessu lýkur - ef hann hefur þá nokkuð hugsað út í það.

Ég veit ekki hvort ég eigi nokkuð að eyða tíma og plássi í að pirrast yfir smánarlegum starfsloka samningum sem gerðir eru þessa daganna. Þó verð ég að játa að ég gleðst yfir starfsloka samningnum sem Bjarni Ármannsson gerði við Glitni. Ég hafði nefnilega óttast að hann myndi kannski lenda í vandræðum ef þeir hefðu hent einhverju klínki í hann.

Fróðleikur dagsins: Harðstjórinn deyr og vald hans er á enda. Píslarvotturinn deyr og vald hans hefst.

Súpufundur Þórs á morgun - allir að mæta.

ThorsmerkiÁ morgun fimmtudag verður mikið um að vera í Hamri félagsheimili Íþróttafélagsins Þórs. Þá fer fram 13. súpufundur Þórs, Greifans og Vífilfells. Aðal og í raun eina málefni fundarins er skýrsla Þórdísa Gílsadóttur sem heitir ,,Hagrænt gildi íþrótta á nútíma samfélag". Aðal gestir fundarins eru fulltrúar stjórnmálaflokkanna í norðaustur kjördæmi. Höskuldur Þórhallsson frá Framsóknarflokki, Kristján ÞÓR Júlíusson frá Sjálfstæðisflokki,  Sigurjón Þórðarson frá Frjálslyndaflokki, Hörður Ingólfsson frá Íslandshreyfingunni, Lára Stefánsdóttir Samfylkingu og Dýrleif Skjóldal frá Vinstri Grænum.

Skora á alla sem hafa áhuga á þessu að mæta og taka þátt í umræðunum. Og ef að líkum lætur er óhætt að hvetja fólk til þess að mæta tímanlega til þess að ná góðum sætum.

Verð trúlega að fara vel að vini mínum Rúnari Hauk Man-Utd fan nr. 1 þegar við hittumst á morgun. Hef af því óljósar fréttir að eitthvað hafi hlutirnir ekki gegnið upp á þeim bænum í kvöld eins og til stóð að þeirra ósk.

Á morgun fellur dómur í hinu svokallaða ,,Baugsmáli" og þar með muni þessu stærsta og umfangsmesta dómsmáli Íslandssögunnar ljúka....... finnst eins og ég hafi heyrt þetta áður. Ætli verði endurákært - fellt niður, tekið upp togað og teygt og.......? Veit ekki með ykkur en ég er afar hugsi.

Fróðleikur dagsins: Læknar eru svo heppnir, að sólin skín á lækningar þeirra en mistökin eru grafnar þrjár álnir í jörðu.

Hver ber eiginlega ábyrgð á þessu?

GlerarhverfiHver ber eiginlega ábyrgð á þessum fjanda, ég bara spyr? Ég get ekki neytað því að mér finnst eins og eitthvað séu hlutirnir farnir að vera öðru vísi en maður átti að venjast. Þegar við sem búum hér norður á hjara veraldar erum farin að slá lóðirnar okkar í endaðan apríl. Fólk er farið að liggja á fjórum fótum við að gera blómabeðin klár fyrir sumarið. Ekki það að ég sé að væla yfir góðu veðri, en samt spyr ég mig þeirra spurninga enn og aftur ,,á þetta eftir að koma í bakið á okkur jarðarbúum þótt síðar verði?". Vissulega kemur þetta í bakið á manni með öðrum hætti á hverju vori þ.e. jú þegar maður hefur keyrt sig út á þessum vorverkum.

Varð meir en lítið undrandi þegar ég sá bloggfærslu Ástu Möller þingmann Sjálfstæðisflokksins en hún hefur áhyggjur af því að Forseti Íslands muni hafa óeðlileg afskipti af stjórnarmyndun eftir kosningar. Hún skrifa orðrétt ,, Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu.  Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans". Hvað hræðist Ásta Möller?

Í dag er 1. maí baráttudagur verkalýðsins. Sendi öllum baráttukveðjur af tilefni dagsins.

Fróðleikur dagsins: Sumir guðfræðingar setja spurningarmerki við erfðarsyndina, sem er hið eina í kristinni guðfærði, sem hægt er að sanna.

« Fyrri síða

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

239 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband