Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Peter Schmeichel fyrrum leikmaður Manchester City mætir á svæðið.

Hetjur fortíðar - og framtíðar.Á fimmtudag var mikið um að vera hjá okkur hjá Íþróttafélaginu Þór. Dagurinn hófst á því að haldin var 14. súpufundur Þórs, Greifans og Vífilfells þar sem öldunga landsleikur Íslands og Danmerkur í knattspyrnu sem fara mun fram á Akureyrarvelli 07-07-07 kl 19:07. Er hér um sögulegan atburð að ræða þar sem þetta verður fyrsti öldungalandsleikur sem Ísland tekur þátt í knattspyrnu.

Meðal frægra manna sem taka þá í leiknum má nefna menn á borð við Peter Schmeichel og Jan Rindom, FC Midtjylland,  John Sivebæk, Vejle BK - Henrik Risom, Vejle BK - Rene Henriksen, AB - Torben Piechnik, Lyngby BK - Jan Heintze, PSV Eindhoven fyrir danskaliðið og íslensku leikmennina; Atla Eðvaldsson, Guðmund Torfason, Halldór Áskelsso, Þorvald Örlygsson, Eyjólf Sverrisson og Birki Kristinsson sá einhverir séu nú nefndir. Hér verður mikið húllumhæ og stefnum við Þórsarar á að troðfylla svæðið í kringum völlinn og vonumst við til að þúsundir manna muni mæta á svæðið.

Á eftir súpufundinum var opið hús í Hamri fram eftir degi. Knattspyrnudeild Þórs kynnti karla- og kvennalið sín með miklum myndarbrag, sem og aðal styrktaraðilar liðanna voru kynntir. Ársmiðar í stuðningsmannaklúbbi knattspyrnudeildar voru afhentir.

Þá heiðraði félagið eftirtalda aðila fyrir vel unnin störf í þágu félagsins þeir eru: Sæbjörn Jónsson (gullmerki), Ármann Hinrik Kolbeinsson (silfurmerki), Einar Benediktson (silfurmerki), Hákon Henrikssen (silfurmerki) og Þóroddur Hjaltalín yngri (silfurmerki).

Til minningar um sorgaratburð.Lokaathöfn dagsins var stutt minningarathöfn um þá Kristján Kristjánsson frjálsíþróttamanns og Þórarins Jónssonar knattspyrnumanns sem létust í bílslysi við Sporhamar í Óshlíð 1951. Þá var hópur í íþróttafólks úr Þór í keppnisferð um vestfirði. Þegar rútan var á leið við Sporhamar féll stór steinn úr hlíðinni og beint ofan á bílinn með þeim hryggilegum afleiðingum að tveir létust og aðrir tveir slösuðust lífshættulega. Við minningarathöfnina mættu m.a. 6 Þórsfélagar sem fóru þessa afdrifaríku ferð og þ.a.m. Arngrímur tvíburabróðir Kristjáns Kristjánssonar sem lést í slysinu.

Fyrsti heimaleikur karlalið Þórs í knattspyrnu fór fram í Boganum í gærkvöld. Tók Þór á móti Vikíngum frá Ólafsvík og höfðu heimamenn 2 - 1 sigur. Lárus Orri Sigurðsson þjálfari og Ármann Ævarsson skoruðu mörk Þórs.

Mínir menn í Chicago Bull máttu játa sig sigraða í einvíginu gegn Detroit Pistons í NBA í gær og féllu þar með úr leik 4-2, engu að síður glæsilegur árangur hjá þessu unga og bráefnilega liði Bulls.

Fróðleikur dagsins: Apar eru mönnum fremri í þessu: þegar api lítur í spegil sér hann apa.

Minni enn og aftur á ,,Flísina og Bjálkann"

Er þetta sæmandi stjórnmálaleiðtoga sem vill láta taka sig alvarlega? Þetta sýnir bara enn og aftur að árangur Framsóknar í kjördæmi Jóns Sigurðssonar er engin tilviljun.

Minni enn og aftur á máltækið um flísina og bjálkann.


mbl.is Jón Sigurðsson: Staðfestir trúnaðarbrest milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flísin og bjálkinn.

Mikill er máttur Jóhannesar ef Björn Bjarnason trúir því að allar þær útstrikanir sem hann fékk í alþingiskosningunum séu allar vegna auglýsinga Jóhannesar í Bónus.

En ég spyr mig þeirra spurninga hvort Birni hafi aldrei dottið í hug sá möguleiki að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu einfaldlega að dæma hann af verkum hans? Kannski hann ætti að líta aðeins í eigin barm?

Slagorð dagsins væri því vel við hæfi: þetta með flísina og bjálkann - Björn hlýtur að kannast við það?


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risinn - risinn úr rekkju.

chicago_bullsGreinilegt að Chicago Bull körfubolta risinn er risinn úr rekkju. Bulls sópaði NBA meistarana út úr úrsláttarkeppninni 4 - 0 eins auðveldlega og að drekka vatn. Nú er staðan í einviginum milli Bulls og Pistons 3 - 2. Fæstir bjuggust við að Bulls myndu fara eins langt og raunin er á. En þeir hafa blásið á alla spádóma og hafa svo sannarlega minnt heimin á að þeir eru til alls líklegir. Risinn var ekki fallinn - hann bara blundaði, nú er hann vaknaður og ómögulegt að segja hversu langt hann fer í ár - gaman að þessu.

Málsháttur við hæfi: Hart mætir hörðu sagði kerlingin og settist á stein.


mbl.is NBA: Utah í úrslit Vesturdeildar en Chicago gefst ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skódi flotti spýtir gotti.....

oktaviaÞað er af sem áður var þegar menn gerðu grín af Skoda eigendum. Hver man ekki eftir vísunni ,,Skódi ljóti, spýtir grjóti.... ogsvfr?

Greinilegt að mikið vatn hefur runnið til sjávar og nú rúllar þessi kaggi upp sparaksturskeppnum eins og ekkert sé. Meir að segja ráðherrar hafa átt svona eðalkerrur og ekið um á þeim með bros á vör.

En trúlegt má þó telja að bros eins ráðherrans sem ók um á Skoda hafi fyrst og síðast verið vegna ánægju með bílinn, því ekki gat hann montað sig af verkum sínum í ráðherra embætti.

Málsháttur dagsins. Skódi flotti spýtir gotti....


mbl.is Skoda Oktavia með 3,5 lítra á hundraðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús, Pétur og allir hans himna englar.

Ég á ekki til eitt einasta orð - á heimurinn að hafa samúð með þessum óþekktar ormi?  Er ekki komin tími á að rassskella hana og senda svo út á vinnumarkaðinn og láta læra meta lífið. Vantar ekki alltaf vinnuafl í fiskvinnsluna á Íslandi?

Fróðleikur dagsins: Margur hefði getað orðið vitur hefði hann ekki haldið sig vera orðinn það.
mbl.is Paris niðurbrotin vegna fangelsisdómsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hætti þar en er byrjaður hér.

Enskir knattspyrnumenn luku keppni í úrvalsdeildinni nú um helgina. Mínir menn í Manchester City enduðu tímabilið í 14. sæti sem er sá árangur sem menn lögðu upp með í upphafi tímabils. Hef trú á því að menn girði sig í brók næsta vetur og sýni hvar Davíð keypti ölið.

Um leið og enskir luku sínu tímabili byrjaði boltinn að rúlla hér heima. Mínir menn í Þór hófu leiktíðina með því að etja kappi við lið ÍBV og var leikið í Eyjum. Eyjamönnum er spáð góðu gengi í sumar og spá sparkspekingar þeim í 2. sæti deildarinnar. Á sama tíma er mínum mönnum spáð ölu lakara gengi eða 8. sæti. Þórsarar mættu til leiks á sunnudag í Eyjum og gerðu 1 - 1 jafntefli við heimamenn sem verður að teljast bara ásættanlegt.

Chicago Bulls voru komnir undir gegn liði Detroit Pistons í úrslitakeppninni í NBA körfuboltanum. Þeir höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum þegar þeir  tóku á móti þeim í nótt og unnu afar sanngjarnan 102 - 87 sigur á heimavelli. Greinilegt er að ,,gamli" risinn Bulls er að vakna aftur til lífsins og rifjast upp ,,gamlar" hatrammar viðureignir milli þessara liða á árum Jordans.

Að þessu sinni geri ég mörgum lesendum mínum þann greiða að blogga ekkert í dag um stjórnmál. Minnist ekkert á Júróvísion, punktur og basta.

Fróðleikur dagsins: Maður verðskuldar að kallast vitur á meðan hann leitar viskunnar. Um leið og hann heldur sig hafa höndlað hana er hann orðinn flón.

Sölmundur Karl er afmælisbarn dagsins.

Ungur jafnaðarmaður.Í dag heldur Sölmundur Karl upp á 23 ára afmælið sitt - með heldur óvenjulegum hætti. Sölli er í undirkjörstjórn og er því starfsmaður á kjörstað og mun hann eyða lunganum úr deginum innan veggja í kjördeild 1.

Sölmundur kom í heiminn á laugardegi þann 12. maí 1984 kl. 11:18 á Höfn í Hornafirði þar sem hann bjó fyrstu 3 mánuðina. Sölmundur var vatni ausinn á Höfn og var skírður í höfuðið á miklum og mætum manni og frænda sínum, sem lést langt fyrir aldur fram.

Sölmundur Karl er líkt og frændi hans mikill eðalsteinn og hinn mesti gæðapiltur. Hann er traustari en orð fá líst og vinur vina sinna. Hann veit hvað hann vill og þangað stefnir hann sem hugur hans segir honum. Þannig hefur það ávallt verið með hann.

Sölli er mikill jafnaðarmaður, Arsenal-aðdáandi, Þórsari, stjórnmálapælari. Hann hefur mikið dálæti á körfu og fótbolta fílar Arsenal og Chicago Bulls svo fátt eitt sé nefnt. Það sem að fjölskyldunni snýr þá er hann fyrst og síðast traustur og heilsteyptur einstaklingur sem ég er stoltur af. Ég er afar stoltur af því að hafa orðið þess heiður aðnjótandi að vera faðir hans. Sölmundur er eini sonur minn og ég fullyrði að ég hafi ekki geta verið heppnari með son en hann. 

Sölmundur Karl var um nokkurra ára skeið eini Íslendingurinn sem bar nafnið Sölmundur. En í dag eru þeir tveir sem bera þetta nafn því hann og einn náfrændi okkar sem býr í Reykjavík ber þetta nafn og var sá nefndur í höfuðið á afa sínum þeim sama manni og Sölmundur Karl er nefndur eftir.

Til hamingju með daginn Sölmundur Karl.

Fróðleikur dagsins: Viljir þú vitur vera sestu þá niður og hlustaðu.

Þvílíkt samansafn af.......

Eftir að hafa látið mig hafa það að horfa á Eurovision í gærkvöld get ég á engan hátt skilið af hverju Eiríkur Hauksson komst ekki áfram. Þessi keppni bauð upp á eitthvert mesta saman safn að handónýtum og hundleiðinlegum lögum sem ég hef á ævi minni heyrt. Íslenska lagið bar af í þessari keppni þótt það sé hálf leiðinlegt líka. En Eiríkur Hauksson stóð fyrir sínu, þvílíkur töffari og eðal söngvari - segi bara ,,engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Fróðleikur dagsins: Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman.
mbl.is Ísland komst ekki í úrslit Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ástæða til að kjósa Samfylkinguna.

http://www.youtube.com/watch?v=gHV25d6vYps

En ef listinn ætti að vera tæmandi yfir góðar ástæður til að kjósa Samfylkinguna þá yrði sá listi langur.

Segi enn og aftur Áfram Samfylkingin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

270 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband