Leita í fréttum mbl.is

Það er alveg rétt hjá sérfræðingunum - Ingibjörg Sólrún stóð sig best í kvöld.

IngibjörgSólrúnKosningafundur Stöðvar2 í kvöld var glæsilegur sjónvarpsþáttur í alla staði og Stöð2 til mikilla sóma.

Að mínu mati stóð Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins sig áberandi verst. Hann hefur vondan málstað að verja, tók við sökkvandi skútu á vondum tíma. Er hægt að ætlast til þess að Jóni takist að rétta við skútuna eftir að forveri hans gafst upp og flúði af vettvangi þegar engin byr var í seglin? Er ekki afar eðlilegt að stjórnarflokkarnir tapi fylgi og meirihlutinn sé fallinn samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Félagsvísindastofnun Háskólans?

Auðvitað er það eðlilegt að fólkið í landinu vilji stjórnina frá. Stöðugleikinn, sem var þeirra helsta vopn í seinustu þingkosningum hvarf eins og dögg fyrir sólu - strax að lokum kosningum. Stýrivextir hafa hækkað um þriðjung - stefnan í heilbrigðismálum beið afhroð - þessi stjórn skilur ekki hvað velferðarþjóðfélag þýðir. 

Stjórnarflokkarnir gerðu grín að R-listanum sem hafði þrjá borgarstjóra á seinasta kjörtímabili. Þeir hlógu ekki mikið af sínum eigin aumingjaskap í ríkisstjórninni, sem státar af þremur forsætisráðherrum á kjörtímabilinu. Þeir hlógu ekki heldur hátt af tíðum ráðherraskiptum í liði sínu og tilfæringum þegar ráðherrar hlupust undan merkjum þegar gaf á bátinn, og komu sér í þægilegar stöður til þess að þurfa ekki að svara fyrir slæleg vinnubrögð. Oftar en ekki dettur mér í hug máltækið ,,sá hlær best sem síðast hlær" þegar ég hugsa um þessa ríkisstjórn sem virðist vera  hljóta þau örlög sem hún á svo sannarlega skilið - FALLINN - það eru ekki grimm örlög, heldur afar sanngjörn.

En þegar upp er staðið er ljóst að ég deili svo sannarlega skoðunum með sérfræðingunum þeim sem sátu í settinu hjá Ingu Lind Karlsdóttir og frænda mínum Steingrími Sævari Ólafssyni þar sem þeim bar öllum saman um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri sigurvegari kvöldsins.

Fróðleikur dagsins: Á brún hengiflugs er aðeins eitt ráð til þess að halda áfram og það er að stíga eitt skref aftur á bak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Því miður sá ég þetta ekki. En svakalega er þetta glæsileg mynd af okkar skörungi! Ert þú inn undir hjá henni?

Edda Agnarsdóttir, 10.5.2007 kl. 14:17

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mikið vildi ég að ég væri ,,inn undir" hjá henni - nei ég fann þessa mynd á netinu - ferlega fín myn - af finni konu

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

223 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband