Leita í fréttum mbl.is

Sturla samgöngu = klúður og sandur í augum.

Ég á það sameiginlegt með Sjálfstæðismönnum þessa daganna að ég er hneykslaður, þegar kemur að umræðum um hinu stóra klúðri um ,,nýju" Grímseyjarferjuna. Sjallarnir eru hneysklaðir á því að Kristján Möller skuli vilja rannsókn á því hvernig farið er með skattfé okkar í þessu endalausa klúðri um ferjumálin. Ég er aftur á móti hneykslaður yfir því að Sjallarnir skuli ekki vilja láta rannsaka hvernig farið er með peningana okkar.

Því er svo ólíkt farið með mig sem Samfylkingarmann og hina sjálfumglaða Sjalla. Þeir haga sér líkt og Strúturinn með því að stinga hausnum ofaní sandinn, en ekki ég, enda get ég ímyndað mér að það sé heldur óþægilegt, en þeir um það. Þetta sést best á klúðri þeirra með Sturlu Böðvarsson Samgönguráðherra í broddi fylkingar. Feluleikur - klúður - og borið svo ósannsögli á menn sem vilja fá sannleikann upp á yfirborðið er þeirra aðferð, það sést best á ferjumálinu, sem og þeim orðum sem Sturla hefur viðhaft varðandi Vaðlaheiðargöngin. Í stuttu máli má segja að Kristján Möller hafi svo rækilega sýnt fram á dapurlegar vinnuaðferðir Sjálfstæðismanna, enn og aftur. Vinur minn sagði við mig í gær ,,Palli minn ég segi enn og aftur Sturla = klúður" ég tek undir það.

Í dag verður svo mikið að gera - fyrst er að getraunast í Hamri þar sem gott er að koma við og tippa, minni á getraunanúmer Þórs 603. Tónleikar í dag þar sem Sædís mun syngja dúett með vinkonu sinni á sal Tónlistarskólans.

Mínir menn í Manchester City taka á móti grönnum sínum í Utd og koma vonandi í veg fyrir það að þeir fái afhenta dolluna á okkar heimavelli. Það er miklu skemmtilegra fyrir þá að fá hana afhenta á sínum eigin heimavelli um næstu helgi.

Fróðleikur dagsins: Maður banar ekki skugga með því að berjast við hann. maður deyðir hann með ljósi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manstu það, félagi, þegar þyrlukaup LHG voru sem mest til umræðu hér um árið?  Þetta var eftir að TF-RÁN fórst í Jökulfjörðum vestra, og allir voru sammála um að kaupa þyrfti stóra björgunarþyrlu í stað hennar. Málsmetandi menn ruku upp til handa og fóta til að tala fyrir "sinni" þyrlutegund, jafnvel þótt fæstir hefðu hundsvit á þyrlum yfirleitt. Einn vildi kaupa Sikorsky meðan annar vildi SúperPúmu og þriðji vildi eitthvað allt annað, Bell minnir mig.

 En inni við kjarnann snérist málið alls ekki um Bell, Sikorsky eða PUMA, heldur um umboðslaun. Þar voru stórir peningar í húfi, og það var ákaflega viðkvæmt mál, pólitískt séð, að stýra þeim í rétta vasa.

Nú spyr ég: Hver sá um kaup á þessum írska ryðkláfi, hver hafði milligönguna, voru greidd "umboðslaun" og hver fékk þau? Það þarf engan reiknimeistara til að sjá það að því hærri upphæð sem greidd var fyrir þetta ónýta skip, því hærri urðu umboðslaunin.

Ég spyr líka: Hver hannaði breytingarnar, af hvaða kunnáttu og er sá sem hannaði á sömu kjörum og sá sem hannar aðrar opinberar byggingar og framkvæmdir, þ.e. á prósentum af byggingarkostnaði?

Það þarf heldur engan reiknimeistara til að sjá samhengi milli kostnaðar við endurbætur og launa hönnuðarins, þegar málum er svo farið.

Ég er búinn að hanna helvíti fína trillu úti í skúr. Samt talaði enginn við mig..............

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:17

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er alveg rétt hjá þér Gunnar og það sem meira er að þetta er ekki í fyrsta sinni og trúlega ekki í það seinasta, sem svona gerist. Það sem er hvað gremjulegasta í þessu varðandi þennan riðkláf sem er verið að reyna breyta í ferju handa Grímseyingum er að þeir fengu sjálfir að skoða skipið áður en það var keypt og þeir lögðust alfarið gegn kaupunum. Þeir sáu að um hálfónýtt skip væri að ræða. Þetta er hneyksli og ráðamönnum til háborinnar skammar. Þótt ég hafi ekki séð trilluhornið þitt þá er ég viss um að það hefðu orðið skynsamlegri kaup

Páll Jóhannesson, 5.5.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

223 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband