Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnaður súpufundur Þórs í dag.

supa37Súpufundur Þórs í dag sem var sá 13. í röð súpufunda hjá íþróttafélaginu í vetur tókst með miklum ágætum. Var öllum stjórnmálaflokkunum í norð/austu kjördæmi boðið að senda fulltrúa sína á fundinn. Eina fundarefnið var að ræða skýrslu Þórdísar Lilju Gísladóttir sem ber heitið ,,Hagrænt gildi íþrótta í nútíma samfélagi". Fundurinn var vel sóttur og þótti takast í alla staði mjög vel. Fór vel á með öllum frambjóðendum og ekki beint hægt að segja að einhver hafi staðið öðrum framar. En þó sannast enn og aftur máltækið ,,hverjum finnst sinn fugl fegurstur" og var ég afar stoltur af mínum frambjóðanda þ.e. Láru Stefnánsdóttir - hún leysti sitt hlutverk vel af hendi - ég átti í sjálfu sér ekki von á öðru. En af málflutningi frambjóðendana var engu líkara en þau kæmu öll úr sama flokknum, svo mikið voru þau sammála um flest allt sem kom fram á fundinum. Það sem einna helst sem skar sig úr var þegar þeir félagar Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokki og Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki hnýttu örlítið í hvorn annann. Var engu líkara en þeir væru að reyna vera sniðugir með heldur döprum hætti. Greinilega ekki þeirra sterkasta hlið að vera fyndnir. Að lokum læt ég fylgja aðra mynd, sem ég tók á fundinum af Sölmundi syni mínum þar sem hann er að aðstoða afa sinn við að fá sér súpu.supa18

Ég var að játa ég hafði efasemdir um að ,,Baugsmálinu" lyki í dag. Því miður gekk það eftir.  Þessi langloka heldur áfram og Guð má vita hvenær þessu lýkur - ef hann hefur þá nokkuð hugsað út í það.

Ég veit ekki hvort ég eigi nokkuð að eyða tíma og plássi í að pirrast yfir smánarlegum starfsloka samningum sem gerðir eru þessa daganna. Þó verð ég að játa að ég gleðst yfir starfsloka samningnum sem Bjarni Ármannsson gerði við Glitni. Ég hafði nefnilega óttast að hann myndi kannski lenda í vandræðum ef þeir hefðu hent einhverju klínki í hann.

Fróðleikur dagsins: Harðstjórinn deyr og vald hans er á enda. Píslarvotturinn deyr og vald hans hefst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Gaman að sjá Jóa Fíragott svona fit og flottan. Rifjuðust upp einhver gömul smurstöðvar ævintýri við það - Bið að heilsa í heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Já sá ,,gamli" er bísna fitt og flottur af 77 ára gömlum manni að vera. Já þessi smurstöðvar ævintýri gera af og til vart við sig.

Páll Jóhannesson, 10.5.2007 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

222 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband