Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Er fall fararheill?

trappaFall er fararheill er stundum sagt. Það kann vel að vera en á kannski ekki alltaf við. Í dag eru liðin nákvæmlega 4 ár frá því að minn maður hitti ekki stigann forum daga sælla minninga. Afleiðingin er minn akkilesarhæll hér eftir sem hingað til. Kunningjarnir kalla hann af og til ,,hælbrjótinn".

Get þó verið þakklátur fyrir þá staðreynd að hafa lent á á fótunum, en ekki á hinum endanum, sem öllu jöfnu er öllu viðkvæmari fyrir slíkum misþyrmingum sem þá var boðið uppá. Því þar er jú harði diskurinn geymdur og erfitt að gera við ef eitthvað bjátar á þar.

Fjórum árum þremur aðgerðum síðar og nokkrum skrúfum í báðum fótum og bein námi í annarri mjöð hef vart efni á því að kvarta. Til er fólk sem virkilega hefur það skítt og kvartar ekki.

Þótt maður gangi haltur og skakkur líkt og sjóræningi forðum daga með tréfót kemst maður  þó ferða sinna þótt hægt fari. Kannski best að líta á björtu hliðarnar því ekki verð ég sakaður um að ógna umhverfinu með glannalegum hlaupum til og frá.

Málsháttur dagsins: Hællinn finnur helst hvar skórinn kreppir.

Botninum náð.....

Í fyrsta sinn frá árinu 1939 verða engin skipulögð hátíðarhöld hér á Akureyri á sjómannadaginn, öðru vísi mér áður brá. Konráð Alfreðsson hjá Sjómannafélagi Eyjarfjarðar segir útgerðarfélögin ekki vilja styrkja sjómennina til þessa. Án stuðnings frá útgerðarfélögunum sé þetta ekki gerlegt. Konráð segir í Fréttablaðinu ,,En nú er botninum náð og og hann er góður til að spyrna sér upp".

Hvað getur valdið þessari stefnubreytingu hjá þessum tveimur risum? Er hugsanlegt að þarna endurspeglist barátta Sjómannafélags Eyjafjarðar undir forystu Konráðs Alfreðssonar við að verja réttindi félagsmanna sinna, hver veit?

Þegar Guðmundur Kristjánsson eigandi Brims útgerðarfélags sem áður hét Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) keypti fyrirtækið breyttist margt. Reksturinn skrapp saman hér í bænum, það varð allt í einu óhagkvæmt að gera hér út, sem hafði gegnið skrambi vel í 50 ár það á undan.

Bæjarbúar fóru að kalla Guðmund Kristjánsson eiganda Brims því einkennilega nafni ,,Guðmundur vinalausi". Ég velti því fyrir mér hvort sú staðreynd að þessi fyrirtæki vilji ekki taka þátt í þessum degi geti orðið til þess að auka líkurnar á því að bæjarbúar fari að líta t.d. Guðmund mildari augum?

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afar eðlilegt að ég hafi um það ákveðnar efasemdir.

Málsháttur dagsins: Frá óhreinni keldu rennur óhreint vatn.

Getur hugsast að ,,Kölski" sé kona?

guðÞrátt fyrir þá staðreynd að ég telji mig vera jafnréttissinnaðan mann þá þykir mér oftar en ekki að umræðan um jafnrétti gangi lengra en góðu hófi gengir, stundum og þá orðið að hróplegu misrétti, og stutt í ofstækið.

Ég ólst upp við það að Guð væri karlkyns, en þó án þess að líta á ,,hann" sem karl - Guð var og er hugtak um hið góða í okkur en ekki karl eða kona, bara alls ekki, Guð er Andi, hvað svo sem það þýðir í raun?.

Samt er til fólk sem amast yfir þessu og lætur þetta fara afskaplega mikið í taugarnar á sér og er farið tala til  Guðs og segja ,,hún Guð"  - allt fyrir jafnréttið.

devil1Þetta er allt gott og blessað, en vekur samt upp ákveðnar spurningar um annað þessu nátengt. Í Biblíunni er talað hvort tveggja um hið góða og einnig um hið illa (Kölska). Þessar tvær andstæður geta ekki verið ólíkari í mínum huga, ekki á nokkurn hátt. Þó eiga þær það sameiginlegt að vera báðar karlgerðar, hvað veldur?

Ef þetta skiptir yfir höfuð einhverju máli í allri trúarlegri umræðu hvort Guð er kona eða maður - af hverju er þá ekki talað um ,,hún Kölski?". Það kann svo sem að vera að þeir hópar sem vilja tala um ,,Guð" sem konu tali einnig um Kölska sem kvenkyns, en það hefur í það minnsta farið fram hjá mér.

Ég get ekki neitað því mér finnst að þegar trúarleg umræða fer út í þá sálma að þvarga um karl- eða kven gera hitt og þetta þá erum við hætt að horfa á það sem skiptir máli. Tilgangur trúarinnar týnist í tilgangslausri umræðu og allir tapa. Ég segi því eins og Doddi ,,gamli" þetta er bara til þess að skemmta Skrattanum. Doddi talaði um hann Skrattann, enda vissi hann ekkert um jafnrétti, blessuð sé minning hans.....

Fróðleikur dagsins: Ekki eru allir helgir sem kirkjur sækja.


Er ekki allt í lagi með fólk????

Er ekki allt í lagi með fólk var það fyrsta sem kom upp í huga mér við lestur þessara frétta. Ætli það sé hægt að fá filmu í þennan grip? Ef svo er ætli það séu þokkaleg myndgæði? fer hún vel í vasa þegar maður fer á mannamót og vill smella af einni og einni mynd?

Com on 50 millur fyrir myndavél sem ekki er á leið í notkun þegar hægt er að kaupa bara ágætis starfræna vél á 50 þúsund. En kannski fer hún bara svo ferlega vel í hillu innan um hitt draslið sem fólk safnar að sér, hver veit?

Málsháttur dagsins: Sínum augum lítur hver á silfrið.
mbl.is Ein elsta myndavél heims seld á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn rúllar og rúllar frábær sigur Þórs.

Lárus Orri SigurðssonÍ gærkvöld tóku stelpurnar í Þór/KA á móti liði Breiðabliks úr Kópavogi hér á Akureyrarvelli. Stelpurnar í Þór/KA stóðu þokkalega í stórliði Breiðabliki í 2-3 tapi. Greinilegt að Dragan og Moli eru á réttri leið með þetta unga og efnilega lið.

Í dag fór karlalið Þórs suður yfir heiðar og spiluðu við lið Reynis úr Sandgerði í þriðju umferð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Reynismenn höfðu unnið báða leiki sína þegar að þessum leik kom. Þór var með einn sigur og eitt jafntefli úr fyrstu tveimur leikjunum. Þórsarar fóru með 1-5 sigur af hólmi og komu þeir svo sannarlega Reynismönnum niður á jörðina.

Þór er því komið á topp deildarinnar ásamt Grindvikingum og Fjarðarbyggð. Vonandi er þetta það sem koma skal þ.e. að vera í efri kanti deildarinnar. Mörk Þórs í þessum leik; Hreinn Hringsson 2, Ármann Pétur Ævarsson 2 og Mattías Friðriksson.

Greinilegt að uppbyggingarstarf Lárusar Orra Sigurðssonar er farið að skila sér. Hann er einnig með frábærann mann sér til aðstoðar þ.e. Pál Viðar Gíslason fyrrum knattspyrnumann, flott þjálfarateymi.

Svona lítur stigataflan út eftir 3 umferðir efstu fjögurra liða.

1. Þór                 3  2  1  0   8:3    7
2. Grindavík        3 2  1 0     5:1    7
3. Fjarðabyggð   3  2  1  0   3:0    7
4. KA                  3  1  2  0   2:1    5
  
                                       
Málsháttur dagsins: Hætt er þeim við falli, sem hátt hreykist.

Veit ekki hvort þeir ættu að fagna strax - gæti verið hæpið.

Hemmi er vissulega góður knattspyrnumaður, því er ekki að neyta. En Hemmi verður seint þekktur fyrir það að heppni og lukka fylgi honum í þeim klúbbum sem hann hefur spilað með.

Af þeim liðum, sem Hermann hefur spilað með á Englandi hafa fjögur þeirra fallið  milli deilda. Án efa frekar leiðinleg tölfræði fyrir Hemma. Gárungarnir telja nú víst að liði Porsmouth bíði þau örlög að falla um deild, ef að líkum lætur.

Ekki svo að skilja að ég ali neina von í brjósti mér í þá átt að Hemma bíði þau örlög að falla í fimmta sinn og nú með sínu nýja liði, en hver veit?

Fróðleikur dagsins: Fall er fararheill.  


mbl.is Redknapp: Alltaf verið hrifinn af Hermanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður er glæpur, ekki satt?

Enn og aftur undra ég mig á því þegar ég les að eitthvert lið hafi "stolið sigrinum......" Hvernig er hægt að stela sigri t.d. í knattspyrnuleik? En ef það er hægt að stela sigri þurfa þá menn ekki að fara átta sig á því að það er alltaf bannað að stela, alltaf,

Auglýsingin sem Lalli Jones nýjasta ,,kvikmyndastjarnan" leikur í  virðist eitthvað fara í taugarnar á fólki. Auglýsingin kemur eitthvað við viðkvæmar sálir sem lítið þola. Bubbi Morteins mátti leika í auglýsingum hægri vinstri  í forvarnarskyni og græða milljónir á milljónir ofan. Annað gildir með Lalla Jones.

Ég var farin að gera mér vonir um að geta kannski fengið vinnu við að leika í auglýsingum þar sem varað er við hættum þeim sem fylgir því að mála húsin sín sérstaklega ef maður þarf að nota stiga. Ég sé nú að það gæti misboðið einhverjum viðkvæmum sálum ef ég birtist á skjánum haltur og skakkur og færi með varnaðarorð til fólks...... já það er ekki sama Jón og sr. Jón og hvað þá Jones.

Skrapp í leikhús í kvöld og sá einleikinn ,,Pabbinn". Þar fer Bjarni Haukur Þórsson, sem áður gerði garðinn frægan í ,,Hellisbúanum" forðum daga. ,,Pabbinn" er algerlega frábært stykki og mæli ég eindregið með því að fólk gefi sér tíma og fari í leikhúsið til þess að sjá þetta stykki. Hláturtaugaranar  eru svo sannarlega þandar til hins ýtrasta.

Fróðleikur dagsins: Gott stríð og vondur friður verða aldrei til.

Stoltur af mínum manni.

KristjánMöllerNú er búið að kynna ráðherralista í hinni nýju ,,Þingvallastjórn" Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Kom það mér skemmtilega á óvart að Kristján Möller skyldi fá samgöngumálaráðuneytið.  Ég sagði karlinum þetta í kosningabaráttunni að hann og engin annar ætti heima í þessu embætti að kosningum loknum, góður spámaður hann Palli Jóh Wink

Ef litið er á ráðherraskipun Ingibjargar sem hennar fyrsta embættisverk þá er hún strax búin að efna fyrsta kosningaloforðið, enda 50% ráðherra Samfylkingarinnar konur. Bíð spenntur eftir því að sjá hvernig málefnasamningur flokkana lítur út.

 

Fróðleikur dagsins: Það er aðeins einn munur á mér og geðveikum manni, ég er ekki geðveikur.
mbl.is Kristján: Fékk draumastarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkan sex - eða hvað?

Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, var kjörin þingflokksformaður Framsóknarflokksins á fundi þingflokksins í morgun. Hún boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknarflokks gegn því sem hún kallar frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Þetta er auðvitað allt gott og blessað hjá henni blessaðri. En, hvernig á flokkur sem er með allt í molum í innra starfi flokksins - formann sem komst ekki á þing - þar sem Reykjavík sem er stærsta kjördæmi landsins hefur engan þingmann úr röðum Framsóknar og hver höndin upp á móti annarri annarri - og fylgi flokksins í sögulegu lámarki, hvernig getur þannig flokkur boðað harða stjórnarandstöðu þegar hann ræður ekki við sitt innra starf?

Minni enn og aftur á máltækið um ,,Flísina og bjálkann"


Fjörug helgi.

P5190016Mikið að gera í gær og í dag. Höfðum öll barnabörnin hjá okkur frá seinnipart laugardags og fram á eftirmiðdag sunnudags. Bökuð pizza í gær að hætti afa ,,gamla" þar sem hver og einn fékk að setja á sinn part sem honum hentaði og ekki skemmti það fyrir hjá krílunum að fá að leggja hönd á plóginn.

LífsbaráttanÞegar mannskapurinn var búinn að snæða morgunmat og skemmta sér yfir barnaefni í sjónvarpinu var haldið út á vit ævintýranna. Lá leiðin upp að andapollinum til að henda brauðmolum í ,,hausinn á öndum" eins og segir í textanum góða. Andapollurinn sem slíkur hefur nánast engum breytingum tekið frá því að afi ,,gamli" var lítill. Þó er eitt sem er breytt og það er að fjandans vargurinn er farin að gera sig full gildan á svæðinu. Mikil barátta um brauðmolana.

P5200090Að endingu var svo farið í heimsókn til lang- afa og ömmu þeirra í Seljahlíðina. Þar eins og ávallt var eitt og annað á boðstólunum sem ekki er í boði alla jafna. Þar er margt skemmtilegt dót sem litlir fingur hafa gaman að fá að handleika sem ekki fæst í foreldrahúsum. Kannski ekkert skrítið enda er það í verkahring ömmu og afa að fá að spilla barnabörnum af og til, ekki satt? Að lokum var skroppið í bílskúrinn og kíkt á bátasmíðina þar sem er verið að smiða líkan af Snæfellinu EA 740 sem var stærsta eikarskip sem smíðað var hér á Akureyri. Snæfellið var smíðað í skipasmíðastöð KEA fyrir útgerðarfélag KEA og var gert út í áratugi, glæsilegt skip.

Verður gaman þegar smíði þessa skips lýkur enda tekur langan tíma að fullgera slíka gripi ef vel á að vera.

Bendi að lokum á að komnar eru enn fleiri myndir í myndaalbúmin.

 

Fróðleikur dagsins: Þolinmæðin þrautir vinnur alla.


Næsta síða »

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband