Leita í fréttum mbl.is

Boltinn rúllar og rúllar frábær sigur Þórs.

Lárus Orri SigurðssonÍ gærkvöld tóku stelpurnar í Þór/KA á móti liði Breiðabliks úr Kópavogi hér á Akureyrarvelli. Stelpurnar í Þór/KA stóðu þokkalega í stórliði Breiðabliki í 2-3 tapi. Greinilegt að Dragan og Moli eru á réttri leið með þetta unga og efnilega lið.

Í dag fór karlalið Þórs suður yfir heiðar og spiluðu við lið Reynis úr Sandgerði í þriðju umferð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Reynismenn höfðu unnið báða leiki sína þegar að þessum leik kom. Þór var með einn sigur og eitt jafntefli úr fyrstu tveimur leikjunum. Þórsarar fóru með 1-5 sigur af hólmi og komu þeir svo sannarlega Reynismönnum niður á jörðina.

Þór er því komið á topp deildarinnar ásamt Grindvikingum og Fjarðarbyggð. Vonandi er þetta það sem koma skal þ.e. að vera í efri kanti deildarinnar. Mörk Þórs í þessum leik; Hreinn Hringsson 2, Ármann Pétur Ævarsson 2 og Mattías Friðriksson.

Greinilegt að uppbyggingarstarf Lárusar Orra Sigurðssonar er farið að skila sér. Hann er einnig með frábærann mann sér til aðstoðar þ.e. Pál Viðar Gíslason fyrrum knattspyrnumann, flott þjálfarateymi.

Svona lítur stigataflan út eftir 3 umferðir efstu fjögurra liða.

1. Þór                 3  2  1  0   8:3    7
2. Grindavík        3 2  1 0     5:1    7
3. Fjarðabyggð   3  2  1  0   3:0    7
4. KA                  3  1  2  0   2:1    5
  
                                       
Málsháttur dagsins: Hætt er þeim við falli, sem hátt hreykist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

245 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband