Leita í fréttum mbl.is

Er fall fararheill?

trappaFall er fararheill er stundum sagt. Það kann vel að vera en á kannski ekki alltaf við. Í dag eru liðin nákvæmlega 4 ár frá því að minn maður hitti ekki stigann forum daga sælla minninga. Afleiðingin er minn akkilesarhæll hér eftir sem hingað til. Kunningjarnir kalla hann af og til ,,hælbrjótinn".

Get þó verið þakklátur fyrir þá staðreynd að hafa lent á á fótunum, en ekki á hinum endanum, sem öllu jöfnu er öllu viðkvæmari fyrir slíkum misþyrmingum sem þá var boðið uppá. Því þar er jú harði diskurinn geymdur og erfitt að gera við ef eitthvað bjátar á þar.

Fjórum árum þremur aðgerðum síðar og nokkrum skrúfum í báðum fótum og bein námi í annarri mjöð hef vart efni á því að kvarta. Til er fólk sem virkilega hefur það skítt og kvartar ekki.

Þótt maður gangi haltur og skakkur líkt og sjóræningi forðum daga með tréfót kemst maður  þó ferða sinna þótt hægt fari. Kannski best að líta á björtu hliðarnar því ekki verð ég sakaður um að ógna umhverfinu með glannalegum hlaupum til og frá.

Málsháttur dagsins: Hællinn finnur helst hvar skórinn kreppir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ hæ. Já það er eins og gerst hafi í gær. Annars var þetta ár 2003 ansi erfitt að mörgu leyti fyrst slasaðis þú amma okkar heitin dó og svo greindist ein af mínum bestu vinkonum með illkynja sjúkdóm en hún og þú létu það ekki á ykkur fá og komuð bara tvíefld til baka. Kveðja úr Keflavik

Hrönn Jóhannesdóttir, 30.5.2007 kl. 20:43

2 identicon

Það er svo líka til fullt af fólki sem hefur það fínt en þrífst á því að kvarta út í eitt. Kannast svo sem við svoleiðis tilfelli.

Farðu vel með það sem þó hangir saman, það þarf að endast þér enn um áratugi. Kannski þú ættir að íhuga þennan "Versa-Ladder" sem þeir eru alltaf að auglýsa á Ómega, ef þú skyldir þurfa að príla eitthvað!

Ég hef enn ekki breytt slóðinni á síðuna þína hjá mér og fer því jafnan inn á hana um gömlu síðuna. Þar voru nú rétt áðan skráðar 35 heimsóknir í dag. Það er ágætt fyrir síðu sem búið er að taka úr notkun.

Sumarkveðja, G.Th.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hrönn! já árið 2003 var viðburðarríkt á ýmsan hátt. Og sem betur fer þá fór þetta betur en áhorfðist í fyrstu hjá mér og vinkonu þinni.

Gunnar! já þær eru skrítnar talningarnar hjá þeim á blog.central það er næsta víst. Og víst er það rétt hjá þér að til er allt of mikið af fólki sem hefur ekki minnsta tilefni til að væla, en gerir það samt.

Páll Jóhannesson, 30.5.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband