Leita í fréttum mbl.is

Geir er komin í leitirnar.

Eftir að hafa lesið viðtal við Forsætisráðherrann okkar Geir H. Haarde vakna óneytanlega hjá manni spurningar tengdum málefnum aldraðra- og öryrkja.

Hvernig stendur á því að gera á eitthvert átak í málefnum þessara hópa núna korter fyrir kosningar, fyrst ríkisstjórnin hefur staðið sig eins vel í þeim málefnum og hann vill vera láta? Ég segi NEI.

Og hafi ríkisstjórnin staðið sig jafn vel og hann vill vera láta hvernig stendur á því að þessir hópar hafa verið að stofna þrýstihópa með það að markmikði að koma mönnum á þing? Er það vegna þess hve vel hefur verið unnið í þeirra málum? Ég segi NEI.

Hvernig stendur á því að Öryrkjabandalagið hefur þurft að fara dómsleiðina til þess að reyna af öllum mætti að fá ríkisstjórn Íslands til þess að efna gerða samninga? Er það vegna þess hve ríkisstjórnin hefur staðið sig vel? Ég segi NEI.

Er ástæða til þess að örykjar fagni nýgerðu samkomulagi við ríkisstjórnina um nýtt fyrirkomulag á örorkumati? Ef þessi ríkisstjórn nær að halda velli er það tryggt að samkomulagið haldi eða getur verið að Öryrkjabandalagið þurfi að sækja réttindi sín í gegnum dómstóla enn og aftur? Ég segi NEI.

Í lok viðtalsins lýsir Geir áhyggjum sínum hvað myndi gerast ef Samfylkingin og VG kæmust til valda. Afturför og í raun stjórn stöðnunnar!

Ætlar Geir að reyna halda því fram að fólk þurfi að óttast ef þessir flokkar komast til valda? Getur verið að hann haldi að hægt sé að telja þjóðinni trú um að hér á landi ríki stöðugleiki? Er það stöðugleiki að hér sé bullandi verðbólga? er það stöðugleiki að sennilega hvergi í hinum vestræna heimi greiði fólk hærri vexti? Er það stöðugleiki að á Íslandi séu stýrivextir svo háir að vaxtatalan sé líkara góðu hitastígi á Íslandi yfir hásumarið fremur en vaxtaprósentu, sem allt venjulegt fólk ætti að búa við?  Er það merki um stöðugleika þegar fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, Forsætisráðherra Íslands og núverandi Seðlabankastjóri skammar núverandi stjórn fyrir ábyrgðarlausa stjórn í fjármálum þjóðarinnar, er það merki um stöðugleika. Ég segi NEI.

,,Fílar það að vera forsætisráðherra í botn" er haft eftir Geir. Vonandi er boninum u.þ.b. að nást og þessum fíling Geirs ljúka þann 12. mai þegar talið verður upp úr kjökössunum, þjóðin bara verðskuldar það.

Fróðleikur dagsins: Engum er skömm að þegja hafi hann ekkert að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

242 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband