Leita í fréttum mbl.is

Fagra Ísland.

P3180002Fór í Nýja Bíó í dag á fund þar sem ungir jafnaðarmenn á Akureyri stóðu fyrir fundi um umhverfismál. Megin tilgangur fundarins var að kynna fólki stefnu Samfylkingarinnar í þessum málaflokki undir slagorðinu ,,Fagra Ísland". Frummælendur á fundinum voru frambjóðendurnir Guðmundur Steingrímsson og Lára Stefánsdóttir þá átti Þröstur Eysteinsson skógarfræðingur að halda erindi um Kolefnisbinding með skógrægt og landgræðslu en hann komst ekki vegna veðurs en ung kona að nafni Brynhildur kom í hans stað og stóð sig með prýði. Guðmundur Steingrímsson fjallaði um Fagra Ísland og gerði það  með miklum ágætum og greinilegt að hann hefur lært vel heima. Lára Stefánsdóttir fjallaði um umhverfismál á Akureyri og hvernig Samfylkingin tæklar þau mál í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn hér á Akureyri. Að loknum fundinum var fólki boðið frítt á myndina The inconvenient truth  eftir Al Gore. Frábær mynd sem svo sannarlega hreyfði við manni svo um munar. Fundarstjóri var Margrét Kristín Helgadóttir sem skipar 4 sæti Samfylkingarinnar í norð/austur kjördæmi.

Veislan hjá ungum jafnaðarmönnum heldur svo áfram um næstu helgi en þá er fólki boðið að taka þátt í stjórnmálaskóla sem þeir hafa unnið að á undanförnum vikum og mánuðum. Hefur Margrét Kristín Helgadóttir borið hitann og þungann af þeirri vinnu og verður gaman að sjá hvernig til tekst. Er markmiðið ekki að reka pólitískan áróður heldur er aðal tilgangur skólans að fræða fólk um hvað stjórnmál geta snúist. Það koma t.d. alþingismenn, stjórnmálafræðingar, fjölmiðlafólk, bæjarmálafulltrúar og munu þeir segja fólki frá því í hverju þeirra vinna flest og hverju þau geta átt vona á. Hvet alla til þess að skoða alvarlega hvort þetta sé ekki eitthvað sem það hefur áhuga á.

FerrariFormúlan hófst í morgun með pompi og pragt það sem Ferrari með Kimi Raikkonen kom sá og sigraði. Var í raun ekki von á öðru þegar saman fara góður ökumaður og besti bíll í heimi. Varð samt hugsað til Bóa vinar míns sem býr í Danmörku - þú veist af hverju Bói minn, ekki satt?     

Að lokum langar mig að benda fólki á að lesa ,,Bakþanka" Davíðs Þórs Jónssonar í Fréttablaðinu í dag. Hreint út sagt frábær grein.

Fróðleikur dagsins: Sá sem talar illa um konu sína vanvirðir sjálfan sig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Páll Jóhannesson
Páll Jóhannesson

Akureyringur, eiginmaður, pabbi, afi, Þórsari,  jafnaðarmaður, City - fan og Áfram Þór alltaf, allstaðar.

Hafi einhver áhuga að senda mér tölvupóst þá sendið á pallijo@internet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

248 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband